Morgunblaðið - 31.05.1973, Side 1

Morgunblaðið - 31.05.1973, Side 1
31. maí 1973 Blað II * 7 Avarp Frederick Irving, ambassa- j dors við heimsókn Nixons forseta Nixon, forseti, lýsir mikilli ánægju sinni yfir væntanleg- um fundi hans á íslandi með Pompidou, forseta. Þessar við- ræður við franska leiðtogann, sem hófust í febrúar 1970 og var fram haldið í desember 1971, hafa augljóslega þýð- ingu í dag á þessu ári Evrópu. Með þess konar fundum vilj- um við endurvekja sameigin- íegar hugsjónir og áform okk- ar og vina okkar í Atlantshafs- 'bandalaginu. Fundahöld Nix- ons, forseta, á (slandi veita honum ekki aðeins þá ánægju að heimsækja höfuðborg ykk- ar á ný, heldur einnig tækifæri til að endurnýja samböndin við leiðtoga íslands, sem er ná- lægasta bandalagsríki lands j míns í Evrópu. J Ávarp Pompidous, forseta GEORGES Pompidou, fotrseti Frakk- lands, tók strax vel þeirri málaleitan Morgunblaðsins, að hann ávaorpaði Is- lendinga í blaðinu í tilefni komu hans til landsins. Ávarp Frakklandsforseta fer hér á eftir í íslenzkri þýðingu: „Það gleður mig mjög, að Island skuli hafa orðið fyrir valinu sem stefnu- mótastaður fyrir fund þann, sem for- seti Bandaríkjanna og ég munum eiga þar dagana 31. maí og 1. júní næstkom- andi og vil ég hér með láta í ljós við stjórnvöld og íslenzku þjóðina þakk- læti mitt fyrir þann vináttuvott, sem þeir þannig enn einu sinni sýna Frakk- landi og Bandaríkjunum með því að fallast á, að fundur okkar megi verða í þeirra fagra landi. Fyrir mig sjálfan verður það mikil ánægja að koma til þessa lands, sem eft- ir 10. öld varð vagga evrópskrar menn- ingar og þar sem mjög snemma þróað- ist sterkur lýðræðisandi. Það gleður mig einnig að fá tækifæri til að stað- festa hina gömlu og sílifandi vináttu, sem ríkir milli Islands og Frakklands. Vináttu, sem byggir á mannlegum sam- skiptum einstaklinga, allt síðan íslenzk- ir námsmenn komu til að memnta sig á Signubökkum á 11. öld og fram til framkvæmdamanna nútímans, og þar á milli fyrir tilstuðlan fiskimanna frá Bretagne og franskra heimskautafara. Ósk vor er sú, að þessi tengsl eigi eftir að treystast á öllum sviðum. Á menningarsviðinu vildum vér kynnast betur rithöfundum ykkar, listamönnum og öllu því, sem gefur ykkar lífsstíl safa og gildi. Á móti höfum vér oss til mik- illar ánægju fengið að vita, að verk fjölda franskra rithöfunda hafa verið þýdd á mál Islendingasagna og vér eigum þá ósk að sífellt fleiri Islending- ar megi lesa þau á frummálinu. Við ættum að leitast enn betur við að auka samskipti okkar á* viðskipta- sviðinu og samvinnu um iðnað og vís- indi. Þar ætti samningurinn um frjáls- leg viðskipti, sem gerður var milli Islands og Efnahagsbandalagsins, að bjóða upp á möguleika til nýs átaks. Hvorum aðilanum um sig stendur opið að nýta þá báðum þjóðum til góðs og með opnum huga, sem mér virðist vera, ásamt gestrisni og þrautseigju, ríkjandi þáttur í skaphöfn íslendmga, eins og hinn mikli rithöfundur ykkar, Halldór Laxness, hefur lýst svo vel. Georges Pompidou.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.