Morgunblaðið - 19.08.1973, Qupperneq 14
14
MORGIfN’BCA E>I D — SUNNUOAGUR 19. ÁGÚST 1973
Gunnar Flóvenz:
Til þess eru vít-
in að varast þau
Myndirnar hér á síðnnni eru hvorki frá Siglufirði né Seyð-
isfirði, heldur frá írskum síldarsöltunarhöfniim. írar eru nú
orðnir skæðir keppinautar fslending-a á saltsíldarmörkuðiuium
og nota sér vel veiðibannið við ísland.
BLAÐAMAÐUR frá Morgun-
blaðinu hringdi til mín 20. júli
sL.ti'l að leita frétta af síldar-
göngum við suðurströnd Is-
lands í tilefni fréttar þar að
lútandi, sem birtist í blaðinu
þá um daginn.
1 viðtalinu við blaðamann-
inn lét ég m a. það álit mitt
í ljós, að síldarrannsoknir hér
við land væru nú í hinum
mesta ólestri Að gefnu tilefni
og sökum slæmra prentviMn-a
tel ég rétt að rifja upp þann
hluta viðtalsins, sem fjallaði
um þetta mál og fer sá hluti
hér á eftir:
„Kins og blaðið skýrði frá
í gær, þá var Kldvatnsós full-
ur af síld á þriðjudagskvöldið,
og sjá mátti vaðandi síld
langt á haf út, fyrir utan ós-
inn. Við ætluðum að spyrja
fiskifræðinga frekar um þessa
sild í gær, en þá voru þeir,
sem starfa við síldardeildina,
annað hvort úti á sjó eða í
fríi. Við snerum okkur síðan
til Gunnars Fióvenz, fram-
kvæmdastjóra Síldarútvegs-
nefndar, en það er áhugamál
Síldarútvegsnefndar að fylgzt
sé náið með uppvexti síldar-
stofna og hafa þeir sífellt klif-
að á því, að fylgzt væri betur
með uppvexti íslenzka síldar-
stofnsins,
Gunnar Flóvenz sagði, að
af og til bærust fréttir af síld
úti fyrir suðurströndinní og
kæmi fréttin í Morgunblaðinu
í gær sér þvi ekki á óvart.
Síldin væri oft uppi við land-
steina á þessu svæði.
Hann sagði, að auk hrygn-
andi stórsíldar virtist töluvert
magn af millisild vera úti fyr-
ir suðurströndinni. Ámi Frið-
riksson hefði rannsakað svæð
ið i nokkra daga í desember
si. og þá fundið nokkrar stór-
ar torfur. Tekin hefðu verið
sýnishorn af þeirri sild tii
rannsóknar og um helmingur-
inn hefði verið þriggja ára
síld, sem hrygndi í fyrsta
skipti í júli í sumar, en hinn
helmingurinn tveggja ára síld,
sem hrygnir í fyrsta skipti í
júlí á næsta ári.
Með tiliiti til þessa hefði
Jakob Jakobsson, fiskifræðing
ur, lagt tii sl. vetur á fundi
með Sildarútvegsnefnd, að
veiðibannið við Suður- og Vest
uriand yrði framiengt til sept
ember 1974. Samþykkt var að
styðja þær tillögur og gerðu
það einnig Fiskifélag Islands,
LlÚ, Farmanna- og fiski-
mannasambandið og Skip-
stjóra- og stýrimannafélagið
Aldan. „Hitt er svo annað
mál,“ sagði Gunnar, ,,að þrátt
fyrir framlengingu veiðibanns
ins verður að halda uppi ítar-
legum rannsóknum á síldar-
stofninum og þá ekki sízt á
hrygningartíma, auk þess sem
gera verður ráðstafanir til að
vernda hrygningarsvæðin fyr-
ir ágangi óæskilegra veiðar-
færa, sem spilla fyrir áfram-
haldandi endurnýjun stofns-
ins. Okkur var lofað þvi, að
eitthvað vrð; gert i þessum
málum, en við það hefur ekki
verið staðið og þvl borið við,
að Hafrannsóknastofnunin
hafi ekki skip til þessara rann
sókna. Hlýtur mönnum að
finnast ankannalegt, að einu
fréttimar, sem berast af
hrygni-ngarsvæðinu þessa dag
ana, skuli koma frá sportveiði
mönnum, samanber áður-
nefnda frétt þar að lútandi í
Morgunblaðinu í gær.“
Eftir að samtal þetta birtist
hafa rikisútvarpið og tvö af
dagblöðunum í Reykjavík
rætt þessi mál við Jakob
Jakobsson, f skifræðing, for-
stöðumann síldardeildar Haf-
rannsóknastofnunarinnar. Við
tai það við Jakob, sem birtist
á forsiðu Þjóðviljans 5. ágúst
s>l. er sérstaklega athyglisvert
og má furðuiegt heita að aðr-
ir fjölmiðlar skuli ekki hafa
minnzt einu orði á það
hneykslismál, sem þar kemur
fram.
Þar sem ég tel áríðandi að
vakin sé sérstök athygli við-
komandi stjórnvalda og raun-
ar allra landsmanna á máli
þessu, leyfi ég mér ð endur-
taka hér orðrétt umrædda
frétt Þjóðviljans og viðtal
blaðsins við Jakob Jakobsson.
Fréttin og viðtalið er birt und
ir fyrirsögninni: „íslenzki tog
veiðiflotinn eyðileggur — síld
in fær ekki að hrygna í friði.“
Síðan segir orðrétt: „Hrygn-
ingarsvæði síldarinnar í sum-
ar er við suðurströnd landsins,
einmitt þar sem allur togveiði
floti landsmanna er nú að
veiðum.
Hafrannsóknastofnunin bað
í vetur um friðun á þessu
svæði en þeirri beiðni var
ekki sinnt. Síldin hefur nú
hrygnt, eggin setzt á botninn
og togveiðibátar skrapa nú
þann sama botn fram og aftur
og gjöreyðileggja nanþig
þessi hrygningarsvæði.
Þetta getur haft hinar al-
varlegustu afleiðingar — hugs
anlegt er að mikill meirihluti
síldareggjanna eyðileggist.
Þjóðviljinn hafði samband
við -íakoh Jakobsson, fiski-
fræðing, og spurði hann nán-
ar um þetta mál.
— Jú þetta er rétt, þvi mið-
ur. Við hjá Hafrannsókna-
stofnuninni lögðum fram til-
lögur i fyrrahaust þess efnds
að helztu hrygningarsvæði
sildarinnar við suðurströnd-
ina yrðu friðuð fyrir allri tog-
veiði.
Sú þingmannanefnd, sem
um málið fjallaði, vísaði tillög
unni frá á þeim forsendum,
að nákvæm staðarákvörðun á
hrygningarsvæðunum væri
ekki fyrir hendi. Það er einnig
rétt, erfitt er að ákvarða stað-
ina nákvæmlega en engu að
síður er ég sannfærður um að
gífurlegar skemmdir hafa ver-
ið unnar á hrygningarsvæðun
um.
Hrygningarsvæðum sildar-
innar hefur oft áður verið
spillt að okkar dómi. Þegar
Faxaflóinn var opinn á sínum
tíma gerðum við okkar ýtr-
asta tiJ að loka honum fyrir
togveiði, og nú hefur verið
friðland víða um flóann síð-
ustu 2 árin.
Síldarstofninn hefur verið
ákaflega lítill að undanförnu
og þess vegna hefur ekki geng
ið mjög vel að ákvarða þessa
hrygningarbletti nákvæmlega.
Hins vegar er það vitað að
síldin hrygnir fyrir sunnan
land í júlímánuði og því báð-
um við um friðun svæðisins.
Gunnar Flóvenz.
í okkar tillögum gerðum við
ráð fyrir að lokað yrði fyrir
togveiði út aC 6 milum, en
það var gagnrýnt að nákvæm
ákvörðun hrygningarblett-
anna var ekki fyrir hendi.
Verndun þessa svæðis er
ekki tiingöngu mikilvæg vegna
siidarinnar, heldur einnig
vegna þess hve mikil smáýsa
er þarna
Þvi miður gátum við ekki
komið því við að hafa rann-
sóknaskip á þessum slóðum
yfir hrygningartímann. Við
vorum með Hafþór þarna í
vor, en þá var síldin ekki kom
in og því lítið gagn af því.
Hins vegar urðum við að
veita fiskiskipunum á Norð-
ursjó alla aðstoð sem við gát
um nú í júli og því höfum
við ekki náð nákvæmani stað-
arákvörðun
Ef við fyndum þessa
ákveðnu bletti er ég sannfærð
ur um að við fengjum þá sam-
stundis friðaða fyrir togveiði.
Togbátum er heimi'lt að
toga upp að þremur mílum og
surns staðar upp í harða land.
Það gefur því auga leið, að
síldarsvæðunum hlýtur að
vera stórspillt."
Hér lýkur frásögn Þjóðvilj-
ans og iýsingin á ástandinu
er ekki fögur Einn af þekkt-
ustu og dugmestu fiskifræð-
ingum landsins lýsir því yfir
skýrt og skorinort, að hann
sé „sannfærður um að gífur-
iegar skemmdir hafi verið
unnar á hrygningarsvæðun-
um“ og að ekki séu fyrir
hendi aðstæður til að „hafa
rannsóknaskip á þessum slóð-
um yfir hrygningartímann",
þ. e. a. s. þann tima, sem
nauðsyn ítarlegra rannsókna
er hvað brýnus.t. Erfitt er að
átta sig á því, hver sökina ber
á þessu ófremdarástandi.
Jakob Jakobsson upplýsir að
Hafrannsóknastofnunin hafi
lagt fram tillögur í fyrra
haust þess efnis, að helztu
hrygningarsvæði sildarinnar
við suðurströndina yrðu frið-
uð fyrir allr! togveiði, en
„þingmannanefnd", sem um
málið hafi fjailað, hafi visað
tiMögunni frá á þeim forsend-
um, að nákvæmar staðar-
ákvarðanir á hrygningarsvæð-
unum væru ekki fyrir hendi.
Við íslendingar eigum nú i
hinum alvarlegustu deilum
varðandi fiskveiðilögsögu okk-
ar og höfum marg lýst þvi
yfir, að við munum vinna
gegn allri rányrkju og nýta
fiskstofnana í samræmi við
niðurstöður vísindailegra rann
sókna. En er þessi frásögn
hiins kunna fiskifræðings í
samræmi við þessar hátiðlegu
yfirlýsoingar? Nei, svo sann-
arlega ekki. Hér hafa átt sér
stað hörmuleg mistök, mis-
tök, sem skaða islenzkan mál
stað og íslenzkan þjóðarhag,
mistök, sem ekki mega koma
fyrir aftur.
1 viðtali, er Þjóðviljinn átti
við Jakob Jakobsson 2. þ. m.,
er þess getið, að stærð ís-
lenzka sumargotsslldarstofns-
ins verði um 70.000 smálestir
næsta haust og í Tímanum
segir 1. þ. m. að stofnstærðin
sé aðallega byggð á „mjög ná
kvæmum mæbngum, sem gerð
ar voru á stofninum í desem-
ber siðastliðnum'. Ég h‘eld að
hér hljóti að vera um ein-
hvern misskilning að ræða.
Öllum, sem til þekkja, hlýtur
að vera ljóst. að stofnstærð-
ina er ekki unnt að ákveða út
frá nokkurra daga síldarleit á
takmörkuðu svæði í desember
mánuði.
1 fyrsta lagi er engin vissa
fyrir því og raunar fremur
ósennilegt, að allur sumargots
síldarstofninn hafi verið á um
rseddu svæði þá daga, sem leit
in stóð yfir.
í öðru lag' er ailsendis ó-
víst, að öll sildin á leitarsvæð-
inu hafi myndað torfur þá
dagna. 1 því sambandi er rétt
að rifja upp eftirfarandi frá-
sögn fiskifræðinganna Jakobs
Jakobssonar og Hjálmars Vil-
hjálmssonar af hegðun Norð-
urlandssíldarinnar, sem birtist
í 5. tbl. tímaritsins Ægis
1969, en þar segir svo:
„ .. . Síldin var á hraðri suð
urleið og skammt orðið á vet
ursetustöðvarnar úti fyrir
Austurlandi, en þar hefur sild
veiði verið einna árvissust eft
ir að vetrarsíldarveiðar hóf-
ust þar árið 1964. Þau ein-
stæðu tíðindi gerðust þó, að í
öndverðum október dreifðust
torfurnar í stað þess að þétt-
ast og má segja að upp frá
þeim tíma hafi varla orðið síld
ar vart í veiðanlegu ástandi,
ef frá eru taldir nokkrir dag-
ar í október og nóvember.
Eins og vonlegt var, héldu
margir að híldin hefði hrein-
lega týnzt, en svo var þó
ekki og því til stuðnings næg
ir að benda á að í október og
nóvember fengu rússnesk rek
netaskip oft allgóða veiði á
stóru svæði 50—150 sjóm. út
af Austfjörðum. Sildin var því
á sinum venjulegu vetursetu-
stöðvum, en hún var hins veg
ar dreifð yfir svo stór svæði,
að torfur til að kasta á mynd-
uðust aðeins örsjaldan svo
sem fyrr er sagt...“
1 þriðja lagi má benda á, að
sild sú, sem r/s Árni Friðriks-
Framhald á bls. 21.