Morgunblaðið - 29.08.1973, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ — MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 1973
Seð yfir
Stallaþorp.
Sjúkrahúsið, Rósa, Dóra ogr Soffía til hægri.
NÝTT hverfi hefir ris/ð á Ak
ureyri í suimar, nánar til tek-
ið efst í norðurkirun giilsins
upp af Gróðrarstöðíiinmi. Ibú-
amir hafa gert allt í senn:
skipulagt hverfið, smiðað hús
in, málað þau cxg merkt og gef
ið þorpinu sínu, götumium þar
og húsunum nöfm. Al'lar hug-
myndir eru frá íbúunum sjálf
um komnar og framkvæmdar
af þeim, enda hafa þeir ekki
þurft til neinna að sækja um
leyfi til eins eða annars, sem
þá hefur langað til að gera.
Engin skipulagsyfirvöld, eng-
iin byigginiganefnd, enigin bæj-
arstjóm til að leggja stein í
götu djarfra og ferskra hug-
mynda, en hins vegar er íbú
unum frjálst að leita til srtarfs
fólks leikvallanefhdar og
skólagarða Akureyrar um að
stoð og hugmyndalega og
tæknilega fyringreiðslu,
þeirra Rósu Dóru Helgadótt-
ur, Soffíu Ámadóttur ag Ein-
ars Halligrímssonar garðyrkju
manns, sem hefir verið drýgst
ur við að útveg-a bygiginga-
efni frá ýrasum fyrirtækj-um
í baenum.
Hverfið heitir Stal'laþorp og
er réttnefni. Nafnið stendur
skráð skýru-m stöfuim yfír
borgarhliðinu, en þar næst
mætir auga g-ests ns myndar
leg-ur staur með umferðarljós
um ti'l þess að stjórna umferð
heimamanna og óbunnugra
um flókið gatnakerfi þorpsina.
Annars eru aðalgötum-
ar tvær, Bogagata (af því að
hún liggur í dáiitl-u-m sveig)
og Lappa-gata, kennd við hund
inn Lappa, sem verið hefur til
hressingar og endurhæfingar
á spíitaia Stall-aþorps í sumar,
meðan hann hefir verið að ná
sér eftir fótbrot, sem hann
hlaut í bilslysi. Einnig hefir
hann stundað sjóböð daglega
sér til styrk'ngar og heilsu-
bótar í lónimu innan við hrað
brautina nýju, sem su-mir
kalla Drottndnig-arbraut.
Heimamenn eru 40—50, all
ir inna-n við fermirigu og liðs
menn skóiagarðann-a. Húsa-
smíðarnar hafa reyndar verið
hjáverk þeirra og hvíld frá
yrkimigu jarðarinnar, en jafn
framt veifct útrás framtaks-
þörf og mdkilli sköpunargleði.
Hugmyndaauðgin er lika
nokk-urn veginn ótæmandi oig
ekki hikað við að breyta hug
smdðunum í áþreifanlegar
húsasmiðar. Þorpið hef'r lika
dregið óspart að sér önnur
börn úr bæn-um, svo að ferða-
mannastraumurinn er miki'1'1,
oft á annað hundrað forvit-
inn-a gesta á dag, sem komnir
eru til að heildast af ævintýr
inu, dást að snilligáfunn-i og
taka þáfct i daglegu lifi þorps-
búa.
Húsin eru öl-l gerð úr ain-
földu byigiginigaefini: kassafjöl
uim, timiburafgönigum og ým-
islegu spýtnarusli. Verkfæri:
sagir og klauifhamrar. Halla
mál og tommustokka hafa
smiðirnir i augun um og á tid
finningiunni. Svo þarf auðvdt
að nagla, mikið af igál-vanisér
uðurn nöglum, tútommum,
fcreitommum og j-afn-vel fír-
tommum. Á einstöku finurn
húsum má sjá oldupappír og
jafnivel plastdúk ti*l vartiar
þakleka, sem allt frá döguim
Salómons korvungs hefir þótt
einn hinn versti ljóður á hús
um. Mörg húsanna eru
skreyfct með ýmsu móti með
ýmislega litri málningu, og
nokkrir húseigendur eru að
veifa skrautmynztur á hjól-
teina, sem fara eiiga upp á
vegig bráðum. ÖM heita hús
in einhverjum nöflnium af
sundurleitasta tagi, svo sem
Bj-arkarl-undur, Hekla,
Draugabæli, New York og
Glæsibær.
I Stallaþorpi er ekki aðeins
þyrpdn-g glæsilegra ein-býiis-
húsa, þar er einniig prýðisvel
séð fyrir samei-ginlegum þörf
um ibúanma. Opinberar þjón
usfcustofn-anir fyrir almenn-
ing eru á öðru hverju götu-
homd. Mest ber á hedlbrigðis-
þjóniu-stumni. — Pulikomið
sjúkrahús stendu-r við Lappa-
-göfcu m-eð sérstakri geðdeild
annars staðar. Á útidyrahurð
spítalans eru skráð nöfn sér-
fræði-mgia hainis i læknastétt
og yfirmanna starfsMðs, og
þar er eintiig neyðarbjalla á
vegg (ölflöskutappi) með srvo
felldri notkunarreglu: ,,Neyð
arbjalla. Þrýstið á hn-appinn
og öskrið."
Inni í trjáþykkninu sunnan
við gi'lið er svo kirkjuigarður
Stallaþorps, vandlega falinin
reitur í skjóli hárra bjarka og
þéttra viðirunna. Þar eru
þrjú líti'l leiði og á þeim þrír
merktir trékrossar. Hér hvila
ha-gamús, þrastarmamima og
þrastarumgi, sumir fróðir
menn halda því þó fram, að
hann hafi frem-ur verið
auðnutiittlinigur. Það sk'ptir
ekki öHu máli, heldur hitt, að
þesisuim líkömum hinna burt-
sofnuðu hefir verið ful'liur
sómi sýndur og þeir jarðsett-
ir með andakt og v'ðkvæmni.
I StaMaþorpssöfn-uði er bæði
prestuir (óvíigður þó) og lög-
gi'ltur forsönigv-ari. Fallega
fléttaðir sveiigar úr smára-
blómum Mggja hjá leiðunum,
nú fölnaðir.
Og senn er draumiurinn á
enda e ns og aliir drau.mar,
bráðum verður Stallaþorp ri-f
ið. Haustið nálgast með kóln-
andi veðri og þessari s-vo-köM
uðu alvöru lífsins. Bráðuim
taka atvöruskólarrar til
starfa, og þá verður öðru að
sinna en húsasmíðum úr
kassafjöl-um. ,,Hrófatiddri“,
segja sum-ir, en hvaða man-n
a-nna verk eru ekki hrófatild-
ur, þeg-ar öllu er á botuinn
hvol-ft? Hvort verður varan-
legra i raun, draumurirun eða
veruieikinn? Og hvort hefir
meira gildi?
— Sv. P.
Takmarkað notagildi
niðurrifsmanna
Opið bréf til Ólafs Jónssonar,
bókmenntagagnrýnanda Vísis
Heill og sæll Ólafur Jónsson!
Loksins kom að því, að ein-
hver nennti að stinga niður
penna, til að rita um bækur,
sem einkurn eru ætlaðar börn-
um og unglingum og þá jafn-
framt um stöðu höfunda þeirra
í stétt rithöfunda.
Það framtak eitt út af fyrir
siig á lof skilið, hversu svo sem til
hefur tekizt að öðru leyti, að
mati höfunda. „Enginn gerirsvo
öllum líki og ekki Guð í himna-
rlki.“ Á það bæði við um rit-
höfunda og ritdómara. Ég hef
aldrei getað fellt mig við þá
kennin-gu að bjóða eigi hinn
vangann, þegar slegið hefur ver
ið a þann fyrri. Það virði-st við-
tekin regla, að rithöfundar „gagn
rýni“ ekkj skrif ritdómara og
mun það eins konar hógvær
hefð. Oftast mun hún eiga rétt
á sér — en ekki alltaf. Ég setla
því að brjóta þessa hefð og
bera hönd fyrir höfuð mér.
(Vonandi einhverra e!nnig, án
þess ég hafi umboð til).
Efbi-r lestur þessara 5 greina,
þá hvarflaði fyrst að mér staða
og hlutverk gagnrýnenda í dag,
þó fyrst og fremst staða þeirra
í þjóðfélaginu, því hlutverk
þeirra er eða á að vera ætíð hið
sama: réttlátur dómur um verk
þau er opinberlega birtast og
ætluð eru til afþreyingar, mennt
unar og cillt þar á miUi, neyt-
endum til handa.
Ef gagnrýnandi vill láta taka
sig alvarlega, þarf hann, engu
að síður en höfundur, að vanda
verk sitt, gera höfundum þau
skil sem þeir eiiga og það á báða
bóga, ekki á annan veginn, eins
og titt er hjá mörgum gagn-
rýnendum í dag og gleggst kom
fram í viðbrögðum Baldvims
HaMdórssonar og annarra leik-
ara nú á dögunum.
Ábyrgð gagnrýnemda er líka
mikil. Fólk á að geta reitt sig,
a.m.k. að einhverju leyti á dóm-
greind þeirra, og kaupir gjarn-
an þær bækur, sem hlotið hafa
drengileg ummæli og er langt í
frá, að það þurfi að vera há-
stemmt hrós. Gagmrýni sem ein-
göngu miðar að þvi að draga upp
hið neikvæða í verki, en lætur
hvergi örla á því jákvæða, getur
gert höfundum miikið tjón, sér-
staklega ungum höf. Þeir geta
al-geriega gefizt upp og hætt rit-
störfum. Það er ef til viH ekki
skaði skeður, getur þér orðið á
að segja. Það er aidrei að vita,
og það veit raunar enginn, hvort
óréttlátir dómar hafa ekki drep-
ið niður gott skáld, slikt er skaði.
Það er ekki hlutverk ritdómara
að ákvarða, hverjir eigi að
skrifa og hverjir ekki. Gagnrýn-
andi á að vera eims konar garð-
yrkjumaður. Hann á að hlúa að
þvi veika og reyna að sjá, hvort
það síðar meir getur ekki bor-
ið ávöxt, þótt rýrt sé í upphafi.
Þannig jákvæðir gagnrýnendur
eiga skilið lof allra og þeim
treysta höfundar og lesendur.
Mér virðist helzt einkenna
nokkra gagnrýnendur í dag, að
þeir virðast fyrst og fremst vera
n-iðurrifsmenn. Það virðist sitja
í þeim einhver beizkja, ekki ó-
Mk hugtakimu öfund en slík hugs
un gerir alla eineyga og smá-
borgaralega. Ritdómarar mega
ekki láta það bitna á öðrum,
þótt þeim e.t.v. hafi mistekizt í
sköpun.
Ekki er þvi að neiía, að margt
er athygliisvert og vel athugað
í greimium þinum, og höfundar
bókainna geta áreiðamlega nokk-
urn lærdóm og viðmiðun af þvi
dregið. En eru ekki dómarnir
yfirleitt of neikvæðir? Er ekki
farið að kenna þar of mikillar
niðurrif sstarfsemi ?
Það er mjög auðvelt að rífa
niður, erfiðara að byggja upp
og notagildi niðurrifsmanna
næsta takmarkað. Mér finnst
raunar þú eltast það mikið við
niðurrifið, að þú verður oft á
tiðum ekki samkvæmur sjálfum
þér og dómamir margir barna-
legir (á kannski vel við!) og
sumir greinilega felldir, án þekk
ingar á söguefni og sviði. Ég
held þvi fram, að ekki verði allt
lært við skólaborðin. Þar koma
ekki alltaf „tillærðar formúlur"
að notum frekar en i sagnagerð.
Ætla ég nú að rökstyðja þetta
með nokkrum dæmum og tek
þau að sjálfsögðu úr dómum
þinum um mínar bækur. Þú byrj
ar fyrst að tala um reyfarasög-
urnar, að þær séu „öldungis
firrtar efnivið veruleika". Ertu
viss um það? Ég er bara skoMi
smeykur um, að þar hafir þú
strax skotið yfir markið. Sumt
i þessum sögum er að gerast á
Islandi og hefur gerzt. Hérhafa
verið og eru stundaðar njósnir,
smygl, þjófnaður af ýmsu tagi
og meira að segja á liðnum öld-
um og í nútímanum peninga-
fals. Mér er nær að halda, að þú
lesiir hvorki né hlustir á fréttir.
Hitt er annað mál, að ungling-
ar hafa ekki leyst málin, þar
kemur reyfarinn fram — skáld-
skapurtan, sem þú telur þessar
sögur fiirrtar af. En skáldskapur
getuir víst verið góður og slæm-
ur. Skáldskapur er eitthvað,
sem einstaklingar búa til og get-
ur því vel verið lygi og það rót-
arlygi. (Hvað afrekaði ekki Eg-
iU Skallagrímsson á barnsaldri!).
Mínar sögur og sögur Einars Þor
grímssonar, gætu því verið lé-
legur skáldskapur en þær eru
ekki „firrtar“ skáldskap.
Að öðru leyti finnst mér margt
gott um ummæli þín um þessa
gerð sagna.
Þá kem ég að hinni sögunni,
sem þú brýtur öllu nánar til
mergjar. Þar finnst mér allt að
því dulta illkvittni leynast milli
línanna. Þú byrjar snemma að
tala um skáldlegar úrlausnir og
síðan „einfalda, helzt nokkuð
krassandi atburði" o.s.frv.
Þar kem ég að því, er ég
sagði áðan, að hér skortir þiig
skilning og þekkingu á lifi sjó-
manna. Ef þú telur þetta „kraiss
andi“ atburði, þá er líf sjó-
manna krassandi. Líklega er
það það, ef miðað er við vinnu
þe'rra, umhverfi og lífsskoðan-
ir, er sitja með penna í hönd inn-
an dyra í miðstöðvarkyntu
andrúmslofti.
Ég vil því segja þér það, að
þessi saga er að mörgu leyti
sprottta af eigin reynslu, og
fólk sögunnar er allt til en vera
má, að mér hafi ekki tekizt að
gera það lifandi sem skyldi, held
ur „svart-hvítt", en um það eru
skiptar skoðanir það ég bezt
vei-t. Ég vil því ráðleggja þér
að lesa ritdóm um söguna eft-
ir Guðm. Gíslason Hagalln.
Hann birtist í Morgunblaðtau
Framhald á bls. 20