Morgunblaðið - 02.10.1973, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.10.1973, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. OKTÓBER 1973. 24 stig í hnúkaþey TJL ÞESS að finna sambæri- legan hita og var í fyrrinótt á Austurlandi, verður að leita allt til sunnanverðra Bandarikj- anna, þar sem í Evrópu mældist hvergi svo mikill hiti. Eitthvað á þessa leið sagði Knútur Knud- sen, veðurfræðingur, er við leituðum frétta af óvenjulegum hita hér á landi á þessum tima árs. Á Dalatanga mældist hit- inn 24 stig, en fór niður í 23 stig með morgninum. Ástæðan fyrir þessum hita er suðvestlæg átt. Þegar vindur- inn kemur upp að landinu, er hann 10 til 11° heitur, en þegar upp á Iandið kemur, hitnar loft- ið og myndast hnúkaþeyr. Get- ur loftið þá náð allmiklum hita. Um allt ísland var hlýtt veður í gær, votviðrasamt á Suðvestur- landi, en þurrt á Norðaustur- landi. Á landinu sjálfu var ekki óvenjulegur hiti — aðeins á austurströndinni var unnt að tala um óvenjulegan hita. Slit stjórn- jj málasambands 1 rædd í Verði Landsmálafélagið Vörður efnir til fundar í Súlnasal Hótel Sögu á morgun, miðvikudag, kl. 20.30. Umræðuefni fundarins verður landhelgismálið og slit stjórnmálasambands við Breta. Frummælendur á fundinum verða Gunnar Thoroddsen, for- maður þingflokks Sjálfstæðis- flokksins og Matthías Á. Mathiesen, annar af fulltrúum flokksins í utanríkisnefnd. Fundarstjóri verður Valgarð Briem, formaður Varðar. „Lánsbíir’ í árekstri Árekstur varð á Laugavegin- um á sunnudagsmorgun, er jeppa var ekið aftan á vörubil. I jeppanum voru þrír piltar og aðeins ökumaðurinn ódrukk- inn. Einn piltanna hafði ráðið sig í vinnu á bú suður með sjó og tekið bílinn • „að láni“ á laugardagskvöldið og bíllinn verið í akstri alla nóttina. Allir þrir hafa áður komið víð sögu hjá lögreglunni fyrir af brot. I Skildi hæl- í inn eftir I SNEMMA á sunnudags- morgun var brotizt inn í Aug- lýsingaþjónustuna á Laugavegi. Öllu var rótað til og skemmdir unnar og stolið var sjónvarps- tæki, segulbandstæki og spól- um, útvarpstæki, ljósmyndavél og fylgihlutum og tómum ávísanaheftum. Lögreglan var kvödd á staðinn og fann skammt frá tvo menn með allt þýfið. Annar játaði strax verkn- aðinn og var síðan látinn laus, en hinn harðneitaði. Fannst þó hæll undan skó hans á innbrots- staðnum. Var maðruinn úr- skurðaður í gæzluvarðhald, á meðan málið er í rannsókn. Hann hafði fyrir nokkrum vik- um verið látinn laus úr fangelsi til reynslu, áður en hann hafði afplánað dóm sinn. m) INNLENT Björgunaræf- ing í Saltvík Björgunaræfingar fóru fram í Saltvík um helgina á vegum björgunarsveita f nágrenni Reykjavíkur. Myndin er tekin við það tækifæri. * Ekið á hest Á laugardagskvöldið var ekið á hest á Suðurlandsvegi, skammt frá Kögunarhóli í Ölfusi, og drapst hesturinn samstundis. Rétt á eftir lenti annar bíll aftan á bílnum, sem lent hafði á hestinum. Ekki urðu slys á mönnum, en tals- vert tjón á bílunum. * Dágóðar Þýzkalands- sölur Vélbáturinn Glettingur seldi í Cuxhaven sl. fimmtudag — samtals um 33 lestir fyrir 45.- 250 mörk eða um 1570 þús. krónur. Meðalverð er í kring- um 40 kr. á kiló. I gær seldi Halkion einnig í Þýzkalandi, samtals um 58tonn fyrir um 80 þús mörk eða rétt innan við 3 milljónir króna. Þá átti Hafnarnesið einnig að selja í gær í Þýzkalandi, en Morgun- blaðið hafði ekki fengið nákvæmar fréttir af þeirri sölu. * Stórávísun týndist Garðyrkjubóndi að austan kom á laugardag með vöru sína f blómabúð f borginni og fékk greitt í 100 þús. kr. handhafa- ávísun. Hugðist hann gista í borginni um nóttina og fór um kvöldið á skemmtistað. Sat hann þar að drykkju um stund, en fór svo út. Varð hann þess þá var, að ávísunin var horfin úr vasa hans. Var hafin rann- sókn á hvarfinu, en hún stóð ekki lengi, þvf að maður einn kom og skilaði henni til lögregl- unnar. Hafði hann gengið Skólavörðustfginn og séð ávísunina standa út úr stöðu- mælisrauf. Selfyssingar munu sjálfir ákveða Votmúlakaupin IBÖAR Selfoss munu sjálfir ákveða hvort Votmúlakaupin um- deildu hljóta staðfestingu sýslu- nefndar eður ei. Akvað sýslu- nefndin á fundi sínum á Flúðum sl. laugardag, að atkvæðagreiðsla meðal fbúa Selfoss skyldi skera úr um Votmúlakaupin, og lagði nefndin svo fyrir, að atkvæða- greiðslunni skyldi lokið fyrir lok þessa mánaðar. A sýslunefndar- fundinn á Flúðum mættu full- trúar allra hreppa nema eins. Talsmenn beggja aðila — hrepps- nefndar-meirihlutans og minni- hlutans, — segja sig geta unað þessum úrskurði. Samþykkt sýslunefndarinnar um Votmúlamálið var svo- hljóðandi: „Vegna hins almenna áhuga Selfossbúa, ýmist með eða á móti fyrirhuguðum kaupum á jörðinni Votmúla í Sandvíkurhreppi, telur sýslunefndin rétt, að vilji hrepps- búa sjálfra ráði úrslitum um af- drif málsins, og ákveður að af- greiða það í samræmi við þá af- stöðu. Sýslunefndin ákveður því að fela oddvita sínum fyrir hennar hönd að samþykkja fyrir- liggjandi kaupsamning hrepps- nefndar Selfosshrepps um Vot- múlajarðirnar að þvi tilskildu; I fyrsta lagi að hreppsnefnd beri samninginn fyrir lok október- mánaðar nk. undir atkvæði þeirra, sem eru eða eiga sam- kvæmt ákvörðun Hagstofu Islands að vera á ibúaskrá Sel- fosshrepps 1, des. 1972, hafi náð 20 ára aldri á kjördegi og ekki flutt lögheimili sitt úr hreppnum. I öðru lagi að samningurinn hljóti jákvæði meirihluta þeirra, sem neyta atkvæðis réttar síns um málið. Að öðrum kosti er oddvita falið að synja um samþykki sýslu- nefndar til þess að umræddur kaupsamningur um Votmúla- jarðirnar hljóti gildi.“ I tilefni af þessum úrslitum sneri Morgunblaðið sér til Óla Þ. Guðbjartssonar, sveitastjóra, og leitaði álits hans á ákvörðun sýslunefndar um atkvæðagreiðslu um málið. Kvaðst Óli sem minnst vilja segja um samþykkt sýslu- nefndar á þessu stigi, þar eð hann hefði enn ekki fengið hana í hendur, Þó kvaðst í sjálfu sér ekkert hafa við atkvæða- greiðsluna að athuga, það væri lýðræðisleg málsmeðferð og því eðlileg. Einnig sneri Morgunblaðið sér til Sigurðar Inga Sigurðssonar, talsmanns minnihlutans og spurði hann álits á samþykkt sýslu- nefndar. Sigurður kvaðst eftir at- vikum geta fellt sig við hana, því með þessu móti gæfist fólkinu sjálfu tækifæri til að ákveða í þessu máli. Hann sagðist þó mundi hafa talið eðlilegast, að sýslunefndin hefðu synjað um þessi kaup á fundi sínum, því að ástæðulaust væri að kynda áfram undir ólguna í hreppnum vegna þessa máls. Tvö útgerðarfélög samein- ast um nýjan skuttogara SlÐASTLIÐINN sunnudag lagðist að bryggju á Hofsósi nýr skuttogari, sem Nöf h.f., Hofsósi og Utgerðarfélag Skagfirðinga h.f. á Sauðárkróki hafa keypt frá Harstad í Noregi. Skuttogaranum hefur verið gefið nafnið Skafti SK 3 og verður sameign félaganna tveggja, jafnframt er samkomulag milli félaganna um að þau sameinist í eitt útgerðar- félag, sem þá mun reka þrjá skut- togara, þ.e. Drangey sk 1, Hegra- nes SK 2 og hið nýkeypta skip, Skafta SK3. I fréttatilkynningu frá Nöf h.f. og útgerðarfélagi Skagfirðinga h.f., sem Mbl. hefur borizt segir að hið sameiginlega félag muni taka að sér hráefnisöflun fyrir frystihús við Skagafjörð, tvö á Sauðárkróki og eitt á Hofsósi. Hafi að lokum umræður milli félaganna, sem fram foru í sumar, komið fram samdóma álit for- svarsmanna þeirra beggja, að skynsamlegasta leiðin til þess að leysa hráefnisöflunarvandamál allra frystihúsanna við Skagfjörð, væri að myndað væri eitt rekstrarfélag með aðal aðsetur á Sauðárkróki. Skafti SK 3 er næstum nýtt skip, þar eð hann var afhentur fyrri eigendum í desember 1972 og hefur hann verið gerður út frá Harstad i Noregi, þar til að kaup- samningur var gerður í ágúst síðastliðnum. I Noregi var skipið gert út undir nafninu Leisund. Skipið er 299 rúmlestir að stærð og er aðalvél 1.500 hestöfl. Skipið er búið öllum nýjustu tækjum til fiskveiða. 1 fréttatilkynningunni frá eigendum skipsins segir m.a., að góð fyrirgreiðsla hafi fengizt hjá viðskiptabanka, svo og opin- berum sjóðum vegna þessara skipakaupa og segir að eflaust hafi- það verið hvetjandi, að um samruna tveggja útgerðarfélaga var að ræða í þessu tilviki. Heimilar vegafram- kvæmdir við Akureyri MATSNEFND eignarnámsbóta, sem starfar samkvæmt lögum frá síðasta Alþingi, var að störfum í nágrenni Akureyrar á laugardag- inn. Stjórnskipaður formaður nefndarinnar er Egill Sigurgeirs- son, hrl., en hann kvaddi síðan tvo menn I nefndina með sér, þá Ögmund Jónsson, verkfræðing og Björn Bjarnarson, búnaðarráðu- naut. Nefndin tók til meðferðar mál Vegagerðar ríkisins annars vegar og éigenda 12 jarða og einnar jarðarspildu hins vegar og úrskurðaði vegagerðinni heimild- ir til ýmiss konar framkvæmda á þessum 13 stöðum. Urskurður leyfanna er endanlegur, en mats-. gerðirnar sjálfar bíða eftir frek- ari málflutningi. Vegagerð ríkisins getur nú hafizt handa um ýmsar bráðnauð- synlegar vegabætur svo sem gerð nýs végarkafla hjá Dvergasteini í Glæsibæjarhreppi og nýrrar brú- ar yfir Lónslæk, þar sem Norður- landsvegur liggur inn til Akureyrar úr norðri. Á þessum slóðum hafa orðið mörg alvarleg umferðarslys á undanförnum ár- um, en nú á vegurinn þar að verða hættuminni. Hvergi hefur enn komið til lög- banns vegna ágreinings um bætur íyrir landsspjöll, en þessir úr- skurðir nefndarinnar munu þó ryðja ýmsum hindrunum úr vegi. Gerð hins nýja vegar hjá Lónsbrú mun hefjast strax og Vegagerð ríkisins hefur til þess tiltækan mannafla, sennilega um næstu helgi. —Sv.P. Seldu fyrir 64,7 millj. LANDSSAMBAND íslenzkra útvegsmanna skýrir frá því I fréttabréfi yfir vikuna, að frá 24. til 29. september hafi íslenzk síldveiðiskip selt í Danmörku 1.929 lestir fyrir 64,7 milljónir króna. Meðalverð á hvert kg var 33,57 krónur. Hæsta meðalverð hlaut Heimir SU 39,23 krónur. Aflahæstu skipin nú eru Loftur Baldvinsson, sem selt hefur fyrir 48,5 milljónir króna, Súlan EA, sem selt hef- ur fyrir 35,9 milljónir og Guðmundur RE, sem selt hefur fyrir 34,3 milljónir króna. Bankamálaráðherra fírrir sig ábyrgð af Seðlabankabyggingunni A borgarráðsfundi á þriðjudag í sl. viku var lagt fram í borgarráði1 bréf bankamálaráðherra, Lúðvíks Jósepssonar, sem hann ritaði ráðinu í tilefni bréfs þess frá því 12. september sl. vegna Seðla- bankabyggingarinnar. I bréfi ráð- herra firrir hann sig allri ábyrgð af byggingarmálum Seðla- bankans. I bréfi ráðherra segir m.a.: Ráðuneytið hefur ekki með að gera húsbyggingarmál Seðla- banka Islands. Til þess hefur ekki verið leitað um neinar heimildir í því sambandi, og ráðuneytið hefur ekki átt í neinum samninga- viðræðum við Reykjavíkurborg um það mál. Það sem ráðuneytinu er kunnugt um, að stjórn Seðla- bankans hefur lýst sig reiðubúna „til viðræðna við borgaryfir- völdin um hugsanlegar breytingar í byggingarfram- kvæmdum bankans“ og hefir óskað eftir að „viðræður milli borgaryfirvalda og Seðlabank- ans“ verði teknar upp, þá er Ijóst, að viðræður um mál þetta á milli réttra aðila, — þeirra aðila sem hingað til hafa fjallað um málið — ættu að geta f arið fram.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.