Morgunblaðið - 02.10.1973, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.10.1973, Blaðsíða 16
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. OKTÖBER 1973. Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarf ulltrúi Frétta stjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10-100. Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 360,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 22,00 kr. eintakið. ótt landhelgismálið sé mjög á döfinni um þessar mundir, vegna yfir- vofandi slita stjórnmála- sambands við Breta, má það ekki verða til þess, að menn gleymi þeirri stað- reynd, að eftir tæplega þrjá mánuði rennur út 6 mánaða fresturinn sam- kvæmt 7. gr. varnar- samningsins, en að þeim tíma loknum, getur ríkis- stjórnin sagt varnar- samningnum upp með 12 mánaða fyrirvara. Innan skamms mun Einar Ágústsson, utanríkisráð- herra, eiga viðræður við ráðamenn í Washington og verður að líta svo á, að þær viðræður séu hinar mikil- vægustu, sem enn hafa far- iðfram um varnarmálin. Það er alkunna, að kommúnistar hafa náð mikilli leikni í því víða um heim, þar sem þeir hafa komizt í samvinnu við lýð- ræðisöfl um ríkisstjórn að teyma lýðræðisflokkana smátt og smátt stig af stigi, þrep fyrir þrep í þá átt, sem kommúnistar helzt óska. Líklega hefur al- menningur ekki gert sér grein fyrir því, hvað þessi þróun er komin langt hér á ísland. Það hefur jafn- an verið markmið kommúnista að skerða þau tengsl, sem hafa bundið okkur traustum böndum við nágrannaþjóðir vestan hafs og austan. Takmark kommúnista hefur i ára- tugi verið að koma íslandi út úr því þjóðasamfélagi, sem við eigum heima í, og tengja okkur meir og meir Austur-Evrópulöndunum. Þessi viðleitni hefur nú borið þann árangur með öflugum stuðningi brezku ríkisstjórnarinnar og brezka flotans — sem ótví- rætt eru mestu og beztu bandamann kommúnista — að yfirvofandi eru slit stjórnmálasambands við Bretland, að fyrir ríkis- stjórninni liggja þrjár til- lögur, sem með mismun- andi hætti gera ráð fyrir því, að Island skerði tengsl sín við Atlantshafsbanda- lagið og að eftir tæplega þrjá mánuði getur ríkis- stjórnin fyrirskipað banda- ríska varnarliðinu að hverfa af landi brott. Þannig hefur komm- únistum tekizt að teyma samstarfsmenn sína í ríkisstjórninni, fram- sóknarmenn og Samtök frjálslyndra og vinstri manna smátt og smátt út í algert fen, og meiri óvissa er nú ríkjandi um fram- tíðarstöðu íslands í hinum vestræna heimi en nokkru sinni fyrr. Lýðræðisöflin, hvar í flokki sem þau standa, mega ekki öllu lengur sofa á verðinum og loka augunum fyrir því, sem er að gerast í þessu landi. Lýðræðisöflin verða að taka höndum saman og koma í veg fyrir, að fá- mennri klíku kommúnista takist það ætlunarverk að einangra Island frá beztu viðskipta- og vinaþjóðum okkar austan hafs og vest- an. Takist það, verður eftirleikurinn auðveldari fyrir kommúnista að koma Islandi á áhrifasvæði herr- anna í Kreml, en öll þekkj- um við hlutskipti þeirra þjóða, sem hafa orðið að sæta þeim örlögum, og þarf ekki lengra að fara en til frænda vorra í Finnlandi til þess að sjá, í hve ríkum mæli sjálfsákvörðunar- réttur þeirra þjóða er skertur, sem með einhverj- um hætti komast undir áhrifavald Moskvu. En að því er nú stefnt öllum ár- um af fámennri kommúnistaklíku í landinu, að slík verði örlög íslands. Allt er á huldu um fyrirætlun ríkisstjórnar- innar í varnarmálum. Hið eina, sem vitað er með vissu, er það, að kommúnistar munu krefj- ast þess, að varnarsam- ningnum verði sagt upp þegar er 6 mánaða frest- urinn er liðinn. Ráðherrar Framsóknarflokksins hafa sýnt það hvað eftir annað sl. tvö ár, að því er ekki að treysta, að þeir standi gegn kröfum kommúnista. Um afstöðu ráðherra SFV er ekki vitað, svo að á því sé að byggja. Þess vegna er sýnt, að miklir örlagatímar eru framundan. Ef kommúnistum tekst að rjúfa öryggissamstarf okk- ar og Bandaríkjanna, horf- ir illa fyrir íslenzkri þjóð. Tími er til kominn, að lýð- ræðisöflin spyrni við fótum og stöðvi þessa uggvæn- legu framvindu mála. Einangrun frá vest- rænum vinaþjóðum? STIKUR Heimspeki og trú ÞÝSK sagnargerð hefur orðið fyrir áhrifum frá Islendingasögum, sagði dr. Hans-Joachim Haecker, einn hinna þýsku rithöfunda á alþjóðlegu rit- höfundamóti í Mölle. Ég veit ekki hve áhrif sagnanna eru mikil nú, en í þriðja ríkinu voru þær hluti af lifi fólks. Nasistar rangtúlkuðu sögurnar í eigin þágu. Dr. Inge Meidinger-Geise lauk miklu lofsorði á greinar bókmenntafræðings- ins Heinz Barúske um ísland og íslenzka menningu. Sama gerði ljóða- skáldið GUnther Radtke. Dr. Will A. Koch, sem samið hefur gríðarmikinn lexíkon um listir og menningu, sagði: Halldór Laxness er mikill rithöfundur. Islandsklukkan og Atómstöðin eru stór- kostlegar bækur. Laxness ætti að fá Nóbelsverðlaun. Hefur hann fengið þau? Hann átti þau svo sannarlega skilið. Hans-Joachim Haecker (f. 1910) er í senn leikritahöfundur, smásagna- höfundur og ljóðskáld. I Þýskalandi binda rithöfundar sig yfirleitt ekki við eina bókmenntagrein, sagði Haecker. Sjálfur er hann kunnastur fyrir leikrit sín. Árið 1961 hlaut hann hin virðulegu Gerhart Hauptmann verðlaun fyrir leik- ritágerð. Meðal leikrita hans eru Der Tod des Odysseus (1949), David vor Saul (1951) og þrjú stutt leikrit, sem gefin voru út saman í bók 1962: Dreht euch nicht um, Gedenktag og Der Brieftrager kommt. Der Brieftráger kommt er súrraealiskt leikrit, sagði Haecker, en annars hefur exístens- íalisminn haft mest gildi fyrir mig. Heimspeki hefur átt hug minn allan. Doktorsritgerð mín fjallaði um Heidegger og ég hef einnig skrifað um heimspeki Kents. Þegar ég spurði Hacker að því hvort skáldskapur hans væri á einhvern hátt dæmigerður fyrir þýska rithöfunda, sagðist hann vera utangarðsmaður í þýskum bókmenntum. Ef nefna ætti þýska rithöfunda, sem ég er skyldur, er Kafka efstur á blaði, en Gunter Eich kemur einnig til greina. Ég er efasemdarmaður, sagði Haeck- er. Við vitum ekki hvar við stöndum. Mér geðjast að lífinu, en ég hugsa alltaf um dauðann. Ég veit aðeins að ég er, ekkert annað. Maðurinn er einn, en samband við aðra er nauðsynlegt. Ég lýsi einmana manni, sem vill komast í samband við aðra menn, leitar tengsla við þá. Þessa leit viðurkenni ég. Hans-Joachim Haecker hefur gefið út tvær ljóðabækur. Hann sagði að afköst sin væru ekki meiri en fimm ljóð á ári. Nú væri hann að safna ljóðum sínum saman, en hann hefði ekki sent frá sér ljóðabók síðan 1948. Sú fyrri kom út 1942. Meðal ljóða, sem Haecker las eftir sig á bókmenntakynningu í tilefni Mölle- mótsins, var Aftakan: Enn vita fuglarnir ekkert um eldinguna, sem mun fylla þá ótta. Skýin líða hlutlaust hjá. Enn er hvit birta múrsins óflekkuð. Ljóðið Irskt vor 1972 hermir frá brúðu, sem skilin var eftir þegar fólk flúði sprengjuárás. Hálmþarmar brúð- unnar liggja úti. Hún hefur misst annað augað, annan handlegginn, annan fót- inn. En blóðið á gangstéttinni er ekki blóð hennar. Ljóð Haeckers lýsa flest ógnvænlegum veruleik. Aftökur, stríð og kúgun eru algeng yrkisefni hans. En hann á líka til léttleika, sem minnir stundum á frönsku súrrealistana, enda hefur hann lært mikið af þeim. Ljóðið Spá er til dæmis á þessa leið: Kallaðu á fugla himinsins. Spurðu fuglana! Rannsakaðu auguþeirra: hringinn og perluna! Reyndu að grafast fyrir leyndarmálið!— Svarið er speglun: SKÝ ERU SKÝ FUGLAR ERU FUGLAR MAÐUR ER MAÐUR Peter Coryllis (f. 1909) er afkasta- mikið ljóðskáld. Veigamestu ljóða- bækur hans eru Rost auf Gottes Geboten (1961), Der Himmel hat keime Gewehre (1962) og Und der Abgrund ist nicht das Ende (1962). Meðal þekktustu ljóða Coryllis er Faðir vor, en trúarlegur tónn er einkennandi fyrir ljóðagerð hans. I Faðir vor yrkir Coryllis um hina seku á jörðinni, sem úthýst hafa frelsara sínum, troðið á vilja hans, smáð kærleik hans. Hið illa á sér engin takmörk, en skáldið biður þess að mennirnir hætti að dýrka hið vonda. Þótt þetta ljóð sé ekki frumlegt er í því trúarleg glóð, sem hrifur lesand- ann. Peter Coryllis er einlægur aðdáandi austurriska skáldsins Georgs Trakl. Peter Coryllis Hann hefur ort ljóð um Trakl, þar sem vitnað er til hins kunna ljóðs um orgel- hljóma vetrarstormsins. Coryllis hefur samið ljóðabók um fæðingarborg Trakls, Salzburg, en hún er mynd- skreytt af Franz Riegersperger. Peter Coryllis hefur tekið saman og gefið út dálítið ljóðahefti með verkum margra samtimaskálda. íitgáfuna kallar hann Der Vier-Groschen-Bogen og tilgangur hennar er að koma á framfæri ljóðlist í ódýru formi. Út hafa komið 84 hefti á vegum Coryllis. Þeim hefur verið tekið vel í Þýskalandi og eru meðal annars notuð i skólum: Á alþjóðlega rithöfundamótinu i Mölle hafði Peter Coryllis jafnan á takteinum skemmtilegar athugasemdir og skar sig úr þýska hópnum fyrir það hve óhátíðlegur og blátt áfram hann var. Hann var fyrst og fremst fulltrúi þess mannlega f fari rithöfundarins. Meðan aðrir freistuðu þess að svara spurningum um hlutverk bókmennta brá hánn á leik eins og glettinn skólastrákur. En undir hinu elskulega viðmóti bjó alvara skáldsins. /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.