Morgunblaðið - 02.10.1973, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 02.10.1973, Qupperneq 30
MORGUNBLAÐIR ÞRIÐJUDAGUR 2. OKTOBER 1973. 30 IBI vann — en þvílíkt sigurmark! Það fór ekki á tnilli mála, að lið Isfirðinga var greinilega sterkari aðilinn í úrslitaleik þriðju deild- ar við Reyni á Iaugardaginn og vissulega verðskulduðu Is- firðingarnir sigurinn f leiknum og þar með réttinn til að leika f 2. deild næsta keppnistfmabil. Leik Reynis og tBÍ lauk meðl—0 sigri Isfirðinga og var sigurmarkið skorað, er aðeins fjórar mínútur voru til leiksloka — en þvílíkt sigurmark. Knötturinn vargefinn fyrir mark Reynis utan af vinstri kanti. Gunnar Pétursson, marka- kóngur iBl, virtist vera að missa knöttinn framhjá sér, er hann greip til þess ráðs að slá knöttinn f netið. Öllum til mikillar furðu var markið dæmt löglegt og iBl þar með tryggður sigur f leiknum. hamingju með sigurinn í leiknum og deildinni. Annars var leikur Reynis og IBI á laugardaginn alls ekki bezti leikur úrslitaképpninnar í þriðju deild. Reynir átti meira í fyrri hlutanum, en varnarmeofí IBI ráðu við langsendingar þeirra fram völlinn og bægðu ævinlega hættunni frá. I síðari hálfleiknum réðu Isfirðingar svo lögum og lof- um á vellinum og hefðu átt að geta skorað ein þrjú mörk úr sín- um beztu tækifærum. Þeir voru þó fádæma klaufar uppi við mark- ið og tókst ekki að skora fyrr en Gunnar notaði hendurnar til þess á 86. mínútu leiksins. -áij Vörn Vfkinga opnast illa og Pálmi skorar örugglega fyrir Fram. Reykjavíkurmótið í handknattleik: FRAM OG VALUR í ÚRSLITUM ? Heil umferð fór fram f Reykjavfkurmótinu í handknattleik um helgina og urðu þau úrslit óvæntust, að Fylkir gerði verðskuldað jafntefli við Þrótt. Þá vann Fram Vfking með tveggja marka mun og er nú nær öruggt, að það verða Valur og Fram, sem leika til úrslita í Reykjavíkurmótinu. Valur á aðeins eftir að leika við Þrótt og Fram á eftir að leika við Ármann, en bæði Fram og Valur hafa unnið andstæðinga sfna til þessa. Undirritaður var í ágætri að- stöðu til að sjá aðdraganda marks- ins og „skot“ Gunnars og frá mín- um bæjardyrum séð var ekki minnsti vafi á hvað gerðist. All- flestir áhorfendur voru sammála um, að markið hefði verið ólög- legt. Ragnar Magnússon ágætur dómari leiksins var hins vegar ekki í góðri aðstöðu til að sjá hvað gerðist. Treysti Ragnar því á línu- vörð, sem gerði ekki athugasemd við markið, en viðurkenndi þó eftir leikinn, að sér hefði fundizt „lykt af markinu". Sandgerðingar voru margir á meðal áhorfenda og undu þeir illa þessum málalokum og púuðu óspart, er leikurinn hófst á ný á miðju vallarins. Svo langt gekk óánægja Sandgerðinga, að einn þeirra skundaði inn á völlinn og gerði sig líklegan til að leggja hendur á dómarann, en leikmenn Reynis gengu þá á milli og komu manninum af velli. Eftir leikinn var mikið rætt um þetta mark og menn yfirleitt á eitt sáttir, Gunn- ar Pétursson, markskorarinn, hélt því hins vegar fram að hann hefði skorað markið á löglegan hátt. Reynismenn hafa ekki fengið orð fyrir að vera sérlega prúðir á leikvelli í sumar, en þeir eiga þó mikið hrós skilið fyrir íþrótta- mannslega framkomu að þessu sinni. Bæði varþað, að þeir stilltu skap sitt eins og þeir framast gátu, er markið var dæmt löglegt og að leik loknum fylktu þeir liði og óskuðu Isfirðingum til Víkingur — Fram 14:16 Víkingar með allar sínar skyttur mættu Frömurum á laugardaginn í Reykjavíkur- mótinu í handknattleik og var leikurinn í rauninni úrslitaleikur- inn í a-riðlinum. Reykjavíkur- meisturunum tókst ekki að sigra og er því nær útséð um, að það verða Fram og Valur sem mætast í úrslitaleik mótsins. Framarar unnu Víking með 16 mörkum gegn 14. Leikur þessara liða er í raun- inni kapítuli út af fyrir sig og þá sérstaklega dómgæzlan, sem var í molum. Leikmenn komust upp með ýmis bellibrögð og á stundum varð Ieikurinn líkari slagsmálum en handknattleik. Dómararnir höfðu engin tök á framvindu mála og voru alls ekki samkvæmir sjálfum sér, án þess þó að vera hlutdrægir. Alls var sex leikmönnum vísað af leikvelli og þeir fáir, sem ekki fengu eina áminningu eða fleiri — ástæðan: dórnararnir misstu algjörlega tök á leiknum. Sigur Fram var verðskuldaður í leiknum, Víkingar voru það miklir klaufar, að þeir áttu ekki sigur skilinn. Hvað eftir annað glopruðu þeir knettinum I vitleysu og mörkin sem Iiðið fékk á sig voru flest af ódýrari gerð- inni. Leikurinn var hnífjafn allan tímann, en Framarar þó oftast með eitt mark yfir. I hálfleik var staðan 8—6 fyrir Fram. Fimm leikmenn fengu að kæla sig í leiknum og allir í síðari hálfleikn- um en Vfkingum gekk ekki að nýta sér að hafa einum manni fleira. Er 10 mínútur voru til loka komst Fram þrjú mörk yfir 14—11, en Víkingar minnkuðu muninn í 14—13. Þá skoraði Pálmi laglegt mark, Jón Hjaltalin skoraði fyrir Víking, en Björgvin tryggði Fram sigurinn með marki eins og honum einum er lagið að skora, 16:14 urðu úrslitin. Leikur Framara var nokkuð Iíflegur, en nokkuð einhæfur og f liðinu eru ekki nema þrír menn, sem eru virkilega ógnandi, Björgvin Björgvinsson, Pálmi Pálmason og Axel Axelsson. Þessir þrír menn skoruðu 13 af 16 mörkum Framara. Sömu sögu verður tæplega hægt að segja um Víkingsliðið, þar sem sérhver leikmaður er ógnandi og getur skorað án mikillar fyrirhafnar. Það á ekkert fslenzkt lið skyttur á borð við Jón Hjaltalín, Einar Magnússon, Guðjón Magnússon, Magnús Sigurðsson, Pál Björgvinsson og Viggó Sigurðsson, en þessir menn geta ekki enn unnið saman, allir vilja þeir vera í „prímadonnuhlutverk- inu“. Guðjón Magnússon fékk lít- ið að vera inni á f leiknum og þegar 15 mínútur voru til loka leiksins yfirgaf hann varamanna- bekkina. Eftir leikinn sagði Guðjón: —Vitanlega er ég óánægður, það. þarf að verða breyting á Víkingsliðinu til að maður hafi áhuga á að leika með því. Mörk Vfkings í leiknum skoruðu: Einar 6, Ölafur Friðriksson 2, Jón Hjaltalín 2, Stefán Halldórsson 2, Viggó og Jón Sigurðsson 1 hvor. Mörk Fram: Axel 5, Pálmi 4, Björgvin 4, Guðmundur Þ„ Guð- mundur S. og Árni 1 hver. Valur — KR 21:12 Að loknum leik Víkings og Fram léku í b-riðli Valur og KR og sigruðu Valsmennirnir örugg- lega 21-12. f upphafi voru KR-ingarnir þó mun sprækari og eftir að Gísli Blöndal hafði skorað fyrsta mark leiksins tóku KR-ingar forystuna. Er staðan var 6—4 fyrir KR fór Valsvélin í gang og það voru Valsmenn sem skoruðu átta næstu mörk og komust í 12—6. I hálfleik var staðan 12—7 fyrir Val. Seinni hálfleikurinn var að mestu í eign Valsmanna, sem skoruðu þá níu mörk á móti fimm og unnu leikinn 21:12 eins og áður sagði. Mörk Vals: Gísli Blöndal 7, Ólafur Jónsson 5, Stefán Gunnarsson 4, Jón Karlsson 2, Jón Ágústsson 1, Agúst Ögmundsson 1, Jóhann Ingi Gunnarsson 1. Mörk KR: Haukur Ottesen 8, Þorvarður Guðmundsson 2, Björn Blöndal 1 og Guðlaugur Bergmann 1. ÍR — Armann 14:13 Leikur Ármanns og ÍR var orðinn 11 mfnútna gamall er Birni tókst að skora fyrsta mark leiksins fyrir Ármenninga. Síðan skoruðu liðin til skiptis og í hálf- leik var staðan jöfn 6—6, orsök svo fárra marka var frekar lélegur sóknarleikur, en góður varnarleikur. I síðari hálfleiknum hélzt sama jafnvægið f leiknum, Ármann hafði frumkvæðið framan af og jafnvel þriggja marka mun, sem iR-ingar unnu upp á lokamínútunum og sigruðu með einu marki 14:13. Mörk IR: Ágúst 4, Vilhjálmur 4, Guðjón Marteinsson 2, Asgeir, Ólafur, Hörður Á. og Hörður H. 1 hver. Mörk Ármanns: Björn 4, Þorsteinn 3, Jón 3, Ragnar 2, Vilberg 1. Framhald á bls. 23. FH í 1. deild Á sfðasta ársþingi Hand- knattleikssambandsins var ákveðið að fjölga liðunum f 1. deild kvenna og léku þvi lið númer tvö í 2. deild, FH og neðsta liðið í 1. deild, Breiða- blik, sín á milli um lausa sætið. Fyrri leikinn unnu Breiðabliksstúlkurnar með tveimur mörkum, 11—9. Síðari leikurinn fór fram á fimmtu- daginn f síðustu viku og kom nokkuð á óvart, að FH skyldi sigra með þriggja marka mun, 13—10. Verða það því FH- stúlkurnar, sem næsta keppnistímabil leika í 1. deild. T Lið Isfirðinga, sem sigraði f þriðju deild, aftari röð frá vinstri: Kristjðn Jóhannsson liðsstjóri, Tryggvi Sigtryggsson, Albert Guðmundsson, Jón Jóhannesson, Rúnar Guðmundsson, Halldór Antonsson, Helgi Kjartansson, Bjarni Albertsson, Páll Ólafsson, Gísli Magnússon, þjálfari. Fremri röð: Guðmundur Ólafsson, Örnólfur Oddsson, Hreiðar Sigtryggsson, Björn Helgason, Jón B. Sigtryggsson, Pétur Guðmunds- son og Gunnar Pétursson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.