Morgunblaðið - 02.10.1973, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.10.1973, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. OKTÓBER 1973. 1 7 Málstaður íslendinga - málstaður allra sjómanna EFTIRFARANDI grein, sem er eftir Tom Christie, birtist í ágústhefti brezka blaðsins Skipper & Owner, en það er málgagn þeirra sjómanna sem stunda veiðar á heimamiðum. f henni jafnar Christie baráttu fslendinga í land- helgisdeilunni við baráttu brezkra sjómanna fyrir eigin heimamiðum og tengir hana um leið á athyglisverðan hátt þeim vanda sem fiskiðnaðurinn almennt er nú staddur i. A undanförnum mánuðum hefur ýmislegt gerzt til að gera þá mynd sem nú blasir við fiskiðnaðinum skýrari. Það sem yfirgnæfir allt, eins og graftar- kýli hinnar djúpstæðu mein- semdar sem nú plagar þennan iðnað, er hin harðnandi fisk- veiðideila milli okkar og Islendinga. Hún minnir okkur á að eigi sjúklingurinn ekki að biða óbætanlegt heilsutjón þá má ekki ganga fram hjá sjúk- dómseinkennunum. Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá er sá tími að koma að alger endur- skoðun fiskveiðimarka og afla- getu fiskveiðiþjóða verður óumdeilanleg nauðsyn og að gera verður fyrirbyggjandi ráð- stafanir áður en það er um seinan. Það er ákaflega einfalt fyrir okkur sem ekki erum beint við- riðin þorskastríðið að yppta öxl- um og segja að þetta komi okk- ur ekkert við. En því miður kemur það okkur mjög mikið við. Það kemur hverjum þeim manni við sem sækir lífsviður- væri sitt að einhverju leyti til fisks og hverri húsmóður sem kaupir I soðið hjá fisksalanum á horninu. Það er að verða æ erfiðara að mæta eftir- spurninni eftir fiski og fisk- verðið rýkur upp í samræmi við það, og um leið verður það kappsmál margra að reyna að græða sem mest á slíku ástandi án tillits til hver og hvað ber þar skaða af. Jafnvel sú vitn- eskja að nýtízku veiðarfæri og veiðiaðferðir eru að eyðileggja endurnýjunarmátt fiskstofn- anna nægir ekki til að vekja menn af dvala. Og þannig eru íslenzku fiski- miðin, — skotmark allra veiði- flota I leit að auðveldri bráð — nú nýjasta svæðið sem verður fyrir slíku áfalli. Verði önnur svæði, þar sem fiskstofnarnir hafa kynslóðum saman verið tiltölulega stöðugir, fyrir svip- uðu áhlaupi, þá er fiskiðnaður- inn kominn í slíka kreppu að erfitt verður að bjarga honum úr henni. Ég hef áður sagt að íslending- ar hafi góð rök fyrir útfærslu landhelgi sinnar. Þeir hafa fært fram tölur og staðreyndir sem sanna að mikilvægur hluti efnahags landsins svo og lífskostir stórs hluta þjóðarinn- ar er i hættu, og það er skiljan- legt að þeir reyni að gera ráðstafanir til að verja sig eins og þeir geta. Engin þjóð með sjálfsvirðingu gæti gert minna. Og gleymum því ekki að þeir vöruðu alla aðila við fyrirfram um áætlanir sínar og skýrðu nauðsyn þeirra. En hvað geristr Enginn veitir þeim minnstu athygli. Hvern varðar um landkríli eins og Island? Sérstaklega þar sem Bretum og Þjóðverjum veitist ■enn auðveldt að fá fullfermi á Islandsmiðum vegna siaukinn- ar tækni og þekkingar á fiski- málum. Maður veltir því fyrir sér hvernig aðgerðum Islend- inga hefði verið tekið ef þeir væru valdamikil og áberandi þjóð á borð við t. d. Sovétmenn. Vissulega neitar enginn sjó- mönnum Hull og Grimsby um rétt til að stunda atvinru sína eins og aðrir sjómenn. En þó að þeim og vinnuveitendum þeirra sé vel k'unnugt um hinar hrika- legu afleiðingar sem ofveiði hefur haft annars staðar hafa þeir ekki hugsað um framtíðina og kannað möguleika á nýjum fiskimiðum i staðinn. Svo virðist sem þetta sé það siðasta sem hvarflar að þeim, — mögu- leiki sem aðeins verður veru- leiki þegar búið er að skrapa upp allan fisk á Islandsmiðum og þar með enn einn naglinn negldur I Iíkkistu fiskiðnaðar- ins. Ekki svo að skilja að það þýði að gagnrýna brezku sjómenn- ina of harðlega fyrir að halda áfram að einblína á miðin við Island þar sem þeir geta enn gert ráð fyrir að þeim takist að fá góðan afla og fullnægja þar með kröfum togaraeigenda. Þessir togarasjómenn eiga fyrir konu og fjölskyldu að sjá og þurfa að axla fjárhagsskuld- bindingar eins og allir aðrir, og þeir vita sem er að atvinna þeirra er örugg aðeins ef þeir skila viðunandi árangri. Það er þeirra óhamingja að vera fórn- arlömb þess óreiðuástands sem rikir innan fiskiðnaðarins og nú gengur fram úr öllu hófi þar sem enginn sem einhverju ræð- ur virðist hafa hugmynd um hvað eigi að gera. Það er erfitt að komast að annarri niðurstöðu en að sú valdamaskína sem ræður stefnu Bretlands I fiskveiði- málum almennt og fiskveiðitak- mörkum sérstaklega sé ekki i neinum tengslum við raunveru- leikann. Niðurstaðan verður jafnvel óhjákvæmileg þegar við minnumst þess að þessir sömu háu herrar samþykktu fyrir ekki ýkja löngu slðan að gefa upp hin verðmætu mið undan ströndum Bretlands eftir örfá ár svo að þeir og vinir þeirra á meginlandinu gætu skriðið I eina sæng (Innsk. Mbl.: Hér er átt við inngöngu Breta I Efna- hagsbandalagið, og afleiðingar hennar fyrir brezka sjómenn sem veiða á heimamiðum). Þá varð ljóst, að þeir hafa einfald- lega ekki á dagskrá sinni að verja okkar eigin heimamið, sem eru uppspretta mikils fæðumagns fyrir landið. Kannski að sú augljósa ör- vænting, sem neyðir Islendinga til að verja hendur sínar með öllum tiltækum ráðum, verði sú kveikja sem þarf til að löggjaf- ar okkar taki málin til endur- skoðunar áður en þau drepa á dyr hjá þeim sjálfum, þ. e. al- gert veiðifrelsi fyrir hvern sem er, sem stofna mun lífsviður- væri okkar eigin heimafiski- manna I bráða hættu og valda óbætanlegu tjóni á miðum undan ströndum landsins. Eftir síðustu atburðum að dæma, þá eiga tslendingar nú I raunverulegu stríði, og okkur væri hollt að hafa I huga að það er okkar stríð llka. Allir hugs- andi menn sem bera hag fisk- iðnaðarins fyrir brjósti óska þeim sigurs I baráttunni. Utanríkisráðherra og ráðgjafi í senn — góðar vonir tengdar við Kissinger Trúlega er Henry Kissinger hæfari en nokkur maður annar til að gegna embætti utan- ríkisráðherra Bandarfkj- anna, og þrátt fyrir núverandi ömurleika- ástand í stjórnmálum landsins, eru réttlætan- legar vonir manna um, að hann skili hlutverki sínu meðprýði. Vitaskuld hafði Fulbright öldungadeildarþingmaður rétt fyrir sér, er hann sagði, að Kissinger hefði I raun réttri verið utanríkisráðherra Banda- ríkjanna um fjögurra ára skeið. Það er ekkert launungarmál, að hann stjórnaði utanrikisstefnu Nixons forseta og var William Rogers fremri hvað snerti Ieiftrandi gáfur og diplómat- iska hæfileika. Samt sem áður er það tvennt ólfkt að vera aðalráðgjafinn í Hvfta húsinu og sitja I ráð- herrastóli og fara með mikil- vægasta málaflokkinn. Þetta er þeim mun áhrifaríkara, þar sem maðurinn leikur það eftir John Foster Dulles að fara með bæði embættin samtímis. Aður en Dulles varð ráð- herra, var hann hreint ekki viss um, hvort hann vildi gegna þvf embætti, því að ráðherra var „of bundinn af pólitískum brellum og skuldbindingum flokkanna", og það gæti verið. „miklu skemmtilegra" að feta I fótspor Harry Hopkins I for setatíð Roosevelts eða House ofursta á dögum Wilsons. Hann leysti vandamálin með því að gera hvort tveggja I senn, ferðast um heiminn eins og Kissinger hefur gert, en hafa jáfnframt I hendi sér ákvörðunarvald I málefnum ráðuneytisins og undirdeild þess. Hinn nýskipaði ráðherra getur með glöðu gleði sinnt báðum störfunum I einu, þar sem Bandaríkjaforseti hefur sérstaklega tilkynnt, að Kissinger muni ekki láta af ráð- gjafastörfum sínum við Hvíta húsið. Tveir kostir koma sér vel fyrir Kissinger I þessu nýja starfi hans. Hann er kunnugri utan- ríkismáium I hvers konar mynd en nokkur fyrirrennara hans, að Dulles ef til vill undan- skildum, og svo vill einnig til, að hann er fyrsti utanríkisráð- herrann I aldarfjórðung, sem hefur ekki Iögfræðilega mennt- un. Síðasta utanríkisráðherrann, sem ekki var lögfræðilega þenkjandi, var George C. Marshall hershöfðingi. Eftir menn hans voru Dean Achesson og Dulles, báðir kunnir málflutningsmenn, síðan komu Christian Herter og Dean Rusk, sem báðir höfðu lokið prófum I lögfræði, sem og Rogers, sem síðast gegndi em- bætti utanrlkisráðherra. Arið 1713 ritaði Francois de Callieries einksritari Loðvíks 14. sína athyglisverðu ritgerð Henry Klssinger. „Hvernig semja á við þjóð- höfðingja," og þar segir meðal annars. „Að jafnaði hefur lög- fræðileg menntun I för með sér venjur og þankagang, sem eru ekki heppileg fyrir þá, er starfa I utanríkisþjónustunni." Að áliti Callieries voru mál- flutningsmenn gjarnan áhuga- samri um að vinna mál heldur en að þróa langtímaáætlanir, fremur mátti um þá segja, að þeir væru kænir en vitrir, þeir kunnu að hafa meiri áhuga á kórvillum í röksemdarfærslum andstæðinganna heldur en að komast að skynsamlegri og varanlegri lausn. Loks voru þeir vanir því frá störfum sínum að skipta um skoðanir án þess að láta sér bregða. Allt þetta, sem talið hefur verið upp, á vissulega við hinn gneistandi persónuleika Dulles, sem var I senn frábær samningamaður og fljótur að skipta um skoðanir, án þess þó að við þurfum að nota ályktanir Callieries, sem algildan mæli- kvarða um aðra lögfræðinga, sem gegnt hafa utanríkisráðu- herraembætti i Banda- ríkjunum. Jafnvel hinir áköfustu gagn- rýnendur Kissingers geta ekki sakað hann um vankunnáttu á þvl flókna sviði, er að utanríkis- málum lýtur, og við erfiða að- stæður hefur honum jafnvel tekizt, að viðhalda góðum, per sónulegum tengslum við þingheim, sem nú eldar grátt silfur við rikisstjórnina. Enn fremur er ástæða til þess fyrir utanríkisráðuneytið og ut anríkisþjónustuna að hafa þá bjargföstu sannfæringu, aö þeim verði nú stjórnað af harð- snúnum gáfumanni. Kissinger hlýtur að komast að raun um, að nauðsynlegt er að efla utanríkisþjónustuna erlendis við hvert tækifæri, sem býðst, I þeirri viðleitni nýtur hann væntanlega stuðnings Alexanders Haig, en til allrar hamingju hefur hann tekið við af H:R. Haldeman sem hægri hönd Nixons I Hvíta húsinu. Olíklegt er, að Haig meti hæfni manna til sendi- herraembætta eftir framlögum þeirra I kosningasjóð repúblíkana, eins og virtust vera ær og kýr Haldem- ns. I þessum efnum ma einnig búast við, að Kissinger tileinki sér skoðun Callierie, en I rit- gerð hans stendur ennfremur: Fyrir kemur, að menn, sem ekki hafa hlotið frama smám saman vegna reynslu sinnar, hæfni og sannreyndra kosta, eins og venja er til I styrjöldum. Hafa heldur aldrei hleypt heimdraganum, aldrei gefið sig að opinberum málum og eru I þokkabót heldur treggreindir, eru svo að segja fyrirvaralaust skipaðir til starfa - i mikilvægum sendi- ráðum hjá þjóðum, sem þeir eru gersamlega ókunnar. Þeir vita ekkert um hagsmuni þeirra, né heldur lög, venjur og tungu, og hafa jafnvel ekki hugmynd um, hvar á hnettinum þær búa. EFTIR C.L. SULZBERGER JíeUrllorkShnes

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.