Morgunblaðið - 02.10.1973, Page 1

Morgunblaðið - 02.10.1973, Page 1
32 SIÐUR 220. tbl. 60. árg. ÞRIÐJUDAGUR 2. OKTOBER 1973 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Golda Meir tilVínar Tel-aviv og Vínarborg l.okt AP-NTB Golda Meir forsætisráðherra ísraels er væntanleg til Vfnar- borgar á morgun í skyndiheim- sókn til þess að freista þess að fá austurrísk yfirvöld ofan af þeirri ákvörðun að banna sovéskum Gyðingum á leið til Israels að haf a viðdvöl í Austurríki. Meir sagði í ræðu á þingi Evrópuráðsins i Strassburg í dag að lokun inn- flytjendabúðanna í Austurríki væri mikill sigur fyrir Araba og hvatning til hryðjuverkamanna um allan heim. Hún skoraði á þingfulltrúa að hjálpa ísrelum við að fá austur- rísk yfirvöld til að breyta ákvörð- un sinni. Skæruliðasamtökin „Ernir Palestfnuuppreisnar", sem stóðu fyrir mannráninu í Austurríki fyrir helgi vöruðu í dag austur- rísk yfirvöld við afleiðingum þess að þau gengju á bak orða sinna gagnvart samtökum og lokuðu ekki innflytjenda- búðunum. Flugvélin, sem flutti Arabana tvo frá Austurrfki fékk að lokum lendingarleyfi i Líbýu, eftir að hafa verið 18 klst. á ferðalagi með 4 millilendingum til að taka elds- neyti. Var sagt að leyfið hefði verið veitt af mannúðarástæðum, þar eð Arabarnir höfðu hótað að sprengja flugvélina f loft upp á flugi. Austurrísku flugmennirnir fengu að snúa heim í dag. Blöð i Austurríki eru mjög skipt í skoðunum sinum á ákvörðunum sínum á ákvörðun Kreiskys kanslara að verða við kröfum ræningjanna,. Stjórnar- andstöðublöðin segja að hann hafi sýnt hugleysi meðan stjórn- arblöðin styðja ákvörðunina, sem þá einu réttu. Einar Ágústsson utanrfkisráðherra ávarpar allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í gær. 1 baksýn eru t.v. forseti þingsins Leopoldo Benites og Bradford Morse aðstoðar- framkvæmdastjóri S.Þ. Sjá frétt á baksíðu. Ný j ar tillögur fr á Bretum í dag? Stöðug fundahöld um helgina. Fulltrúar brezka fiskiðnaðarins kallaðir á fund ráðherra í gær Sigurður Bjarnason hitti Chou En-lai Peking 1. október AP. Kínverska fréttastofan Nýja Kína skýrði frá því í örstuttri frétt í gær að Sigurður Bjarnason sendiherra Islands í Peking hefði átt vinsamlegar viðræður við Chou En-lai forsætisráðherra Kína. Sigurður afhenti kínversk- um ráðmönnum trúnaðarbréf sitt, sem sendiherra Islands í Kfna með aðsetur í Kaupmannahöfn. Hann hefur síðan átt viðræður við ýmsa kínverska ráðamenn og hafa Kínverjar ítrekað stuðning sinn við 50 mílna landhelgi Islands. Forystumenn samtaka brezka fiskiðnaðarins voru sfðdegis í gær boðaðir til fundar í brezka utan- ríkisráðuneytinu með Sir Alec Douglas Home, utanríkisráðherra og Anthony Stoddard, fiskimála- ráðherra, og var uppi sterkur orð- rómur um, að brezka rfkisstjórn- in hefði f hyggju að kalla brezku herskipin af tslandsmiðum um stundarsakir meðan reynt væri að finna einhverja bráðabirgðalausn á fiskveiðideilunni. Áður höfðu vakið mikla athygli skyndifundir Edwards Heaths, forsætisráð- herra um helgina, fyrst á laugar- dag með Sir Alec Douglas Home og Carrington lávarði, land varnarráðherra og síðan á sunnu- dag með dr. Joseph Luns, fram- kvæmdastjóra Atlantshafsbanda- lagsins. Er talið víst, að Luns hafi Gengið fellt um 147% í Chile Santiago, Chile, 1. okt.—AP. Her^oringjastjórnin í Chile felldi í dag gengi gjaldmiðils landsins „escudos“ gagnvart Bandaríkjadollar um 147%. Aður fyrr voru 350 escudos í 1 dollar, en eru nú um 850. Þá var gjald- eyrisskiptakerfi landsins mjög einfaldað, en allt að 9 mismun- andi skráningar voru í gildi. Mik- ið svartamarkaðsbrask hefur ver- ið í Chile síðustu tvær vikur og hafa fengizt allt að 3ooo escudos fyrir hvern dollar. enn lagt að brezka forsætisráð- herranum að gefaeftir f deilunni. Haft er eftir áreiðanlegum heimildum í London, að brezka stjórnin hafi sýnilega sannfærzt að fullu um, að íslendingar myndu standa við hótanir sínar um að slíta stjórnmálasambandi — að þær verði að taka alvarlega og bregðast við samkvæmt þvf, þar sem fyrirsjáanlegt væri, að stjórnmálaslit myndu mjög draga úr líkum á því að samkomulag gæti náðst. Morgunblaðið hafði samband við talsma.m brezka utanríkis- ráðuneytisins í gærkveldi og spurði hvort rætt hefði verið á fundinum, að brezka stjórnin kallaði herskipin burt af miðun- um en hann vildi hvorki neita þvf né játa, kvaðst ekki geta gefið neinar upplýsingar að svo stöddu aðrar en þær, að fundurinn hefði staðið í rúman klukkutfma og við- ræðurnar verið „gagnlegar". Bre- zki sendiherrann á Islandi, John MacKenzie . sagði í viðtali við Morgunblaðið í gærkveldi, að hann biði enn fregna af fundin um og frekari fyrirmæla. Heath forsætisráðherra Breta dvaldi á sveitasetri sínu Chequers í útjaðrr Lundúna yfir helgina og á laugardag átti hann sérstakan fund með sir Alec Douglas Home utanríkisráðherra og Carrington lávarði varnarmálaráðherra. Var sá fundur haldinn á sveitasetri Homes, sem er skammt frá sveita- setri forsætisráðherrans. Segja Framhald á bls. 18. Agnew hefur snúið vörn upp í sókn — þó svartsýnn Washington.l.október.AP. Spiro Agnew varaforseti hef- ur sagt í einkaviðræðum, að hann telji að stjórnmálaferill sinn hafi verið lagður í rúst, en hann hefur hafið harða gagn- sókn gegn þeim, sem hafa sakað hann um spillingu, og er stað- ráðinn í að sanna saklevsi sitt. Agnew lýsti þessari skoðun sinni á fundi með starfsmönn- um Repúblikanaflokksins, en áður hafði hann notað tækifær- ið á fundi kvennasamtaka repúblikana f Los Angeles til þess að segja þeim, sem hafa ásakað hann, stríð á hendur. I áhrifamikilli ræðu, sem varaforsetinn hélt á fundinum, kom fram að hann ætlar ekki að segja af sér þótt hann verði ákærður, að hann telur menn í Maryland beri hann röngum sökum þar sem hann neitaði að stöðva rannsókn gegn þeim og að hann er sannfærður um að háttsettir menn í dómsmála- ráðuneytinu reyni að koma sök- inni á hann vegna slælegrar framgöngu þeirra í Watergate- málinu. Angew nafngreindi engan embættismann, en talið er vfst að hann eigi við Peter Peterson aðstoðardómsmálaráðherra, yf- irmann rannsóknardeildar ráðuneytisins. Elliot Framhald á bls. 18.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.