Morgunblaðið - 02.10.1973, Side 22

Morgunblaðið - 02.10.1973, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR2. OKTÓBER 1973. HVAÐ merkir þessi ritningargrein: „Ef einhver kemur tii mín og hatar ekki föður sinn ogr móður og: konu og börn og bræður og systur og jafnvel sitt eigið líf, hann getur ekki verið lærisveinn minn“ (Lúkas 14,26). ORÐIÐ „hatur“ hér verður ekki eins fráhrindiandi, ef við minnumst þess. að rót orðsins á araimeis'ku (mali því, er Jesús tailaði) þýðir efcki „hata“, heldur „elska minn'a“. Þegar Jesús mælti þessi orð, hafði fjöldi manms hri-fizt og heitið honum eftirfylgd. Menn, sem hugsuðu um hag sj'álfra sín, vildu ganga í lið með Jesú vegna eigin ávinnings. Jesús sóttist aldrei eftir vinsseldum, og með þessum orðum reyndi hanin að fá fjöldann of- an af áformum sínum. Fjölskylduböndin hafa löngum verið sterfc meðal þjóðanna í Mið-Austurlönd'um, og margir sneru við blaðinu, þegar hann kraifðist þess, að fylgdin við hann skyldi metin meira en kærleik- urinn til föður og móður. Látum það ekki hvarfla a-ð okkur, að hánn hatfi reynt að rjúfa eðlileg tengsl manna á mllli. Hann unnið móður sinni og talaði við hana með blíðu á dauðastundinni. Alltatf hélt hann á loft helgi og fegurð heimiliisins. En kröfur hans voru guðlegar, og því voru þær réttar og sannar. Þetta ein- kennilega orð, )rhata“, táknar einfaldlega, að Kristur skuli sitja í fyrirrúmi og að kærleikurinm til hans skuli ganga fyrir kærleikanum til „amnarra". t Eiginkona mín og móðir okkar, MARÍA GUÐNADÓTTIR, Austurgötu 3, Hafnarfirði, andaðist 29 sept. sl. Jarðarförin auglýst síðar Guðbergur Jóhannsson og börn. t Maðurinn minn, JÚLÍUS ÓLAFSSON, Skálholtsstíg 2. lézt i Landakotsspítala laugardaginn 29 september. Guðný Einarsdóttir t Systir mín, JÓSAFÍNA KRISTÍN GUOJÓNSDÓTTIR, frá Strandhöll, Vopnafirði. andaðist í Landspítalanum aðfaranótt 1. okt. Jarðarförin auglýst siðar. Fyrir hönd systkina og annara aðstandenda Hjálmar Guðjónsson. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÞÓRUNN SIGURLAUG JÓHANNSDÓTTIR, frá Innri-Kleif, Breiðdal andaðist i Borgarspítalanum 30 september Birna Runólfsdóttir, Sigtryggur Runólfsson, Árný Runólfsdóttir, Rósmundur Runólfsson, Jóhapn Runólfsson, tengdabörn og barnabörn. t Jarðarför bróður míns og frænda okkar, ÞORSTEINS GUÐMUNDSSONAR frá Hellissandi, sem andaðist 26 sept , ferframfrá Ingjaldshólskirkju, miðvikudaginn 3. okt. kl. 14 Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á liknarstofnanir Kristín Guðmundsdóttir og systrabörn hans. Minning: Sigurður Helgason, rithöfundur Þegar ég f fyrsta sinn var nýkominn til Reykjavíkur vorið 1927 til að læra garðyrkju hjá Ragnari Asgeirssyni og var að leita mér að herbergi til að sofa í, mætti ég ungum og óvenjuglæsi- legum manni á mótum Bókhlöðu- stígs og Lækargötu, Hann heilsaði mér að fyrra bragði með þeirri alúð, glaðværð og kurteisi, sem er Austfirðingum öðrum fremur lag- in, sagðist heita Sigurður Helgason og vera skólabróðir Þorgnýs á Sandi, frá Eiðum, kvaðst sjá, að ég væri bróðir þessa vinar síns og spurði, hvernig á ferðum mínum stæði. Ég sagði, eins og var, að mig vantaði þak yfir höfuðið um sex vikna tíma. „Þú skalt kaupa þér Vísi“, sagði hann„ í honum eru sffellt aug- lýst herbergi til leigu.“ Ég fór að ráðum hans, án þess að það feæri árangur. En öðlingur- inn Einar Helgason réð bót á þessum vandkvæðum mínum fyrr en varði, eins og reyndar fleiru. „Má ég ekki annars bjóða þér með mér á bíó?“ spurði Sigurður mig, „þú gistir á Hernum fyrstu nóttina í Reykjavík og færð þér síðan herbergi, eins og ekkert sé.“ Ég þakkaði Sigurði gott boð og fór með honum að sjá myndina, sem honum lék hugur á, en ég hef t Bróðir minn, HERMANÍUS ELÍAS HALLMUNDSSON, Kárastöðum, Þingvallasveit. andaðistað Elliheimilinu Grund 30 sept nú alveg gleymt. En þessi hlýja vinsemd, er Sigurður lét mér í té, alókunnugum manni, gfeymist mér aldrei. Þegar þetta gerðist, hafði Sigurður nýlokið prófi upp í 3. bekk kennaraskólans. Næst begar fundum okkar bar saman meir en 8 árum síðar, var hann fyrir löngu orðinn útlærður kennari, forstöðumaður barnaskólans að Klébergi á Kjalarnesi og hafði gefið út sína fyrstu bók, Svipi, smásögusafn, er lofaði góðu. Ég var aðeins atvinnulaus búfræðingur á þessu kreppu ári, 1935, setztur í 3. bekk kennara- skólans og hugðist snúa inn á nýja framtíðarbraut. Þá var það kvöld eitt árla vetrar, að drepið var á dyr í herbergis þess, er ég hafði leigt mér í húsi Þerneyjarsystra að Kirkjustræti 6. Gesturinn var Sigurður Helgason, skólastjóri á Klébergi, ljúfmannlegur i fasi sem forðum, hafði meðferðs Agrip af fslenzkri málfræði fyrir barnaskóla í handriti eftir sig. Og erindi hans var að biðja mig, kennaraskólanemann, að yfirfara handritið. Mig mun hafa rekið í rogastanz og ég spurt: „Hvers vegna kemur þú til mín að leita ráða?“ Hann brosti og hélt fast við tilmæli sín. Þá lét ég tilleiðast, en mun hafa gert litlar breytingartillögur. Og bókin kom út fyrir næstu jól. Síðan þetta gerðist, hefur mikið vatn runnið til sjávar, Sigurður kennt mörgum börnum, skrifað og gefið út 8 frumsamdar skáld- sögur, þar af 3 langar smásögur, f einni bók (Og árin líða), auk all- margra þýddra og endursagðra bóka handa unglingum, ritstýrðra tímarita, ættfræði og söguþátta, er hann hefur einkum fengizt við á hinum siðari árum ævi sinnar. Það sem lengst mun halda nafni Sigurðar Helgasonar, á loft, eru skáldsögur hans. Er Eyrarvatns- Anna, sem kom út í tveim bindum 1949 og 1957 þeirra efnis- og viðamest, þróttmikil þjóðlífis- lýsingum sem á sér fáa líka í íslenzkum bókmenntum að krafti og persónusköpun. Annars er stíll Sigurðar með skýrum ein- kennum, en þó blátt áfram, Hann hafði djúpa samúð með sögu- hetjum sínum, er báru það nefn með rentu, því að þeim var ekki fisjað saman, án þess að þær væru ýktar á nokkurn hátt, þvi að Sigurður þekkti það fólk út í æsar, sem hann lýsti, hafði sjálfur lifað lífi þess f æsku , hörðu og miskunnarlausu við brjóst íslenzkrar máttúru í sveit og við sjó. Eru mér ekki sizt minn- isstæðar lýsingar á lífi vitavarða, enda var hann sonur eins þeirra, Helga Hávarðssonar frá Grund í Mjóafirði eystra, vitavarðar á Dalatanga, og konu hans Ingi- bjargar Þorvarðsdóttur frá Lambableiksstöðum á Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu. Mun Sigurður á ungum aldri hafa aðstoðað föður sinn við hans örðuga vitavarðarstarf. Sigurður átti sæti í stjórn Rithöfundafélags Islands um skeið, var einn af stofnendum Félags íslenzkra rithöfunda, þegar Rithöfundafélag Islands klofnaði 1945, fyrsti ritari F.I.R. og síðan formaður þess eitt ár 1952 — 53 og í stjórn Bandalags íslenzkra listamanna árið 1939 — 40. Bezt kynntist ég Sigurði árið, sem hann var formaður Félags íslenzkra rithöfunda. Hann gegndi því starfi af mikilli sam- vizkusemi. Næsta eða næstu ár þar á undan höfðu honum hlotnazt listamannalaun, en af hörmulegum mistökum var hann sviptur þeim 1952, árið sem hann varð formaður F.I.R., og tók hann það mjög sárt, enda hafði Sigurður þá sýnt, að hann var orðinn dugandi rithöfundur. Ég tel mig hafa óyggjandi sannanir fyrir því, að vonbrigði Sigurðar hafi verið orsök þess, að hann hætti litlu síðar að skrifa skáld- sögur, því að hann var ekki tek- inn upp á launaskrá listamanna eftir það nema ef til vill um stundar sakir. Af þvi sem nú hefur verið sagt um kynni mín og Sigurðar Helga- sonar má marka, að hann var vin- fastur og sómakær. En hann hafði einnig sterkan vilja og stefnu- festu. Svo sagði mér Þorgnýr skólabróðir hans frá Eiðum, að hann hefði átt örðugt með ísienzkunám framan af, en sótt það af svo miklum dugnaði og áhuga með það markmið fyrir S. Helgason hf. STÉ/N/ÐM linholti 4 Slmar 26677 og 142S4 Ágústa Hallmundsdóttir. Maðurinn minn og sonur, SIGURÐUR NIKULÁSSON, Brekkuhvammi 8, Hafnarfirði, lézt sunnudaginn 30. september Þórunn Jónsdóttir, Sigriður Magnúsdóttir. Konan mín og móðir, GUÐRÚN KRISTJÁNSDÓTTIR, Egilsbraut 9, Neskaupstað, andaðist i Landspítalanum 30 sept. sl. Skarphéðinn Guðmundsson og börn. JL T Útför föður okkar og tengdaföður, PÉTURS JÓNSSONAR, bifreiðastjóra, Þjórsárgötu 3, fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 3. október klukkan 1 3.30. Maria Pétursdóttir, Ásthildur Pétursdóttir, Jón Birgir Pétursson, Stefanía Pétursdóttir, Björn Pétursson, Páil Þorláksson, Birna Karlsdóttir, Páll Bragi Kristjónsson. Eiginmaður minn, GUNNAR KRISTINSSON, Holtsgötu 36, Ytri-Njarðvík. er lézt af slysförum 26. ágúst, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 3 okt kl 3 Þeim sem vildu minnast hans er bent á Slysavarnafélag íslands. Fyrir hönd barna okkar og annarra vandamanna Inga Jóna Steingrímsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.