Morgunblaðið - 02.10.1973, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.10.1973, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. OKTÓBER 1973. 15 Mestu bardagar eftir vopnahlé í Suður-Vietnam AÐ AUDEN LÁTNUM Á þeim veitingahúsum og bjórkrám Vínarborgar, sem hvað mest eru sótt aí skáldum og menntamönnum, stúdentum og bóhemum mátti löngum sjá mann svo lífsbarinn og velktan að draga hefði mátt þá ályktun, að hann væri að minnsta kosti jafngamall þessari menningar- borg. Wystan Hugh Auden hafðji þannig andlit, að engu var líkara en skaparinn hefði saumað það satr.an úr gömlum skinntjásum sem orðið höfðu afgangs við fyrri sköpunarverk. Samband Audens við almættið var kannski svolítið í samræmi við þetta. Því var það, að þegar skáldið W.H.Auden lézt af hjartaslagi i Vínarborg á föstudagskvöldið var hann ekki gestur í ókunnri borg. Strax fyrir aðra heims- styrjöld hafði hann búið þarna um sig í sveitakofa nærri Sankt Pölken vestur af Vínarborg, og þar dvaldi hann nokkra mánuði ár hvert og ræddi bókmenntir og stjórnmál við stúdenta og starfsbræður. Hann hélt m.a. alloft fyrirlestra við háskólann, og það var einmitt eftir að hann hafði haldið fyrirlestur um ljóðagerð hjá austurríska bók- menntafelaginu, að dauðinn sótti hann heim. W.H.Auden var og verður tal- inn eitt af höfuðskáldum þessarar aldar. Sjálfur var hann þeirrar skoðunar, að mestu rithöfundar aldarinnar væru angló-Ameríkanar, —He'nry James, TS. Eliot og hann sjálfur. Auden var fædd- ur í Englandi,—í Jórvík— árið 1907, en iðnaðarhéruð Mið- Englands settu löngum mark sitt á ljóð hans. Þegar hann var 15 ára fékk hann köllun sína sem skáld, raunar vegna þess, að einn vina hans hafði mælt með því. I allmörg ár lagði hann stund á bókmenntir í Oxford, en hélt árið 1928 til Berlínar þar sem hann kynnti sér kenningar bandaríska sál- fræðingsins Homer Lane. Það var þó ekki fyrr en með útkomu bókarinnar „Poems“ árið 1930, að Auden hlaut al- menna viðurkenningu sem skáld. Þá tók hann að skrifa af mikilli orku, jafnframt því sem hann vann fyrir brauði sínu sem skólastjóri í Englandi. M.a. vann hann talsvert með vini sinum Christopher Isherwood að samningu söngleikrita í anda Brechts, auk ferðasögu frá Kína (Journey to a War, 1939). Og i millitiðinni sendi hann frá sér ferðabókina frægu „Letters from Iceland" ásamt öðrum vini sínum Louis MacNeice, en alla tíð var Auden mikill áhugamaður um Island og forna islenzka menn- ingu, og kom hingað til lands aftur árið 1964. M.a. fékkst W. H. AUDEN hann nokkuð við þýðingar á fornum islenzkum-kvæðum, og eitt sinn iét hann í veðri vaka, að hann héti raunar Auðunsson og væri ættaður norðan úr Húnavatnssýslu. Á þessum árum fyrir stríð var Auden talinn í hópi róttæk- ustu skálda Bretlands, nálgað- ist það að vera marxisti, var harður andfasisti og barðist mikið með skáldum eins og Stephen Spender, Cecil Day Lewis og MacNeiee. En í strið- inu og eftir það gerðist Auden fráhverfur marxismanum og hneigðist æ meir til kristinna lífsviðhorfa. Það var á þeim tíma, sem hann fluttist frá Eng- landi og settist að í Bandarikj- unum til langframa. Það var árið 1939, og orsökin var eink- um sú, að hann reiddist mjög undanlátssemi Breta við nasista. Þrátt fyrir það, að hann Franihald á bls. 18. Klofningur í Bonn stytti dvöl Brants Bonn, Washington 1. október, AP—NTB Willy Brandt, kanslari Vestur- Þýzkalands, hélt heim til Bonn á sunnudag, úr vikuheimsókn sinni til Bandaríkjanna, og varþað degi fyrr en ráð var fyrir gert. Brandt sagði sjálfur, að hann færi fyrr vegna mikilla verkefna heima fyrir, en stjórnmálaskýrendur telja víst, að óvænt árás gamals vinar hans, og eins af áhrifamestu foringjum í Jafnaðarmannaflokki kanslarans, á stefnu hans í sam- skiptunum við Sovétrikin hafi valdið þar miklu um. Herbert Wehner, sem nú er formaður þingflokks jafnaðarmanna, sagði við blaðamenn í Moskvu þar sem hann var á ferðalagi í síðustu viku, að stjórn Brandts tæki of harða afstöðu I samningaumræð- um við Sovétríkin, og legði of mikla áherzlu á, að hún hefði fullan fulltrúarétt fyrir Vestur- Berlín gagnvart Austur-Evrópu. Brandt hefur sjálfur neitað að segja álit sitt á þessum ummælum Wehners, en þau hafa vakið gífur- legt umtal og blaðaskrif í Vestur- Þýzkalandi. Einn leiðtogi stjórn- arandstöðunnar sagði, að Wehner hefði „stungið ríkisstjórnina i bak ,ið“ og mjög veikt samnings- aðstöðu hennar í Berlinarmálinu. Heinz Kuehn, sem nýlega tók við af Wehner sem varaformaður Jafnaðarmannaflokksins, gagn- rýndi hann harðlega fyrir að gefa út slíkar yfirlýsingar í Moskvu en ekki á þinginu í Bonn. Wehner er væntanlegur frá Moskvu til Bonn á morgun, og er gert ráð fyrir, að hann muni þá hitta Brandt til þess að Jeiðrétta misskilning" eins og talsmaður kanslarans sagði. Aður höfðu þeir deilt um stefnu Vestur-ýzkalands í viðræðum við Tékkóslóvakíu um bætta sambúð Iandanna tveggja, en þær hrukku í baklás í sumar. NIXON Á LEIÐINNI Brandt sagði á blaða- mannafundi áður en hann hélt frá Washington, en þar átti hann klukkustundarlangan fund með Nixon forseta, að hann teldi allar líkur á þvi, að Nixon færi i ferð sina til Evrópu á næstu mánuð- um. Um viðræður leiðtoganna um sambandið milli Bandaríkjanna og Evrópu sagði Brandt, að þeir hefðu skipzt vinsamlega á skoð- unum. „Við vorum sammála um að slökun spennu í heiminum hefði nokkra áhættu i för með sér, en stefna okkar í því er líka almennt áhættustefna.“ En bæði vestur-þýzkir og bandarískir tals- menn voru varkárir í yfirlýsing- um sínum um fund leiðtoganna, og ekki gætti mikillar bjartsýni um árangur. Einnig ræddi Brandt við Henry Kissinger, utanrikis- ráðherra. Saigon l.október-AP-NTB Hersveitir kommúnista gerðu um helgina harðar árásir á bæki- stöðvar fótgönguliðs Suður- Víetnamstjórnar um 80 kílómetra norðvestur af Saigon, og eru þetta mestu bardagar svo nærri höfuð- borginni frá þvivopnahléð gekk í gildi. Talsmaður stjórnarhersins sagði, að í um sólarhringslöngum bardögurh hefðu meir en 300 manns látizt, særzt eða týnzt hjá báðum aðilum, — um 180 fallið hjá kommúnistum, en mun færri hjástjórnarhernum. Hefðu kommúnistar gert mikl- ar sprengjuárásir á eina stöð, á meðan fótgöngulið þeirra réðst á aðra. Stjórnarherinn hefði hrund- ið árásunum með öllu fótgöngu- liði, sem tiltækt var, en erfið veð- urskilyrði hefðu komið I veg fyrir aðstoð úr lofti. Nguyen Van Thieu, forseti Suður-Víetnams varaði í dag við Leggja olíu- leiðslu Kairo, 1. okt. — AP Stjórn Egyptalands hefur gert samning við bandaríska fyrir- tækjasamsteypu um lagningu olíuleiðslu frá Suez til Alexandriu. Var frá þessu skýrt í Kairo og því með, að tilboð Banda- ríkjamanna hefði verið 15.5 milljónum dollara lægra en tilboð evrópskrar fyrirtækjasamsteypu, sem næst komst. Sprenging Að minnsta kosti þrjár manneskjur hlutu meiðsl af völd- um mikillar sprengingar, sem varð í morgun í skrifstofu chile- anska flugfélagsins Lan-Chile í Rio de Janeiro. aukinni hættu á nýrri stórsókr, skæruliðanna, og taldi að þróunir siðustu vikur benti til, að hún væri yfirvofandi. Taldi hann, að hún myndi skella á árið 1974. Hvatti hann til, að reynt yrði að koma í veg fyrir birgðaflutninga til þeirra svæða, sem kommúnist - ar ráða yfir, og að beitt yrði efna- hagsþvingunum til þess, að svo mætti verða Er það mái manna í Saigon, að bardagarnir um Le Minh fyrir um tveimur vikum siðan hafi verið vísbending um aukningu á víg- búnaði kommúnísku skæruliða- sveitanna. Newsweek: 2800 líf- látnir í Chile New York 1. október AP. Bandaríska vikuritið News- week, sem kom út í gær segir eftir fréttaritara sínum í Santiago, höfuðborg Chile, að herforingjastjórnin i landinu hafi látið taka um 2800 manns af lífi á sl. tveimur vikum. Fréttaritarinn hefur þessar tölur eftir ónefndri dóttur eins af yfirmönnum líkhúss borgar- innar. Er sagt, að sl. laugardag hafi líkskoðarinn skráð 2796 Iík, frá því að bylting hersins vargerð. Fréttaritarinn segist sjálfur hafa heimsótt líkhúsið tvo daga i röð og séð um 200 lík hvorn dag. Flest hafi líkin ver- ið með skotsár undir hökunni og að greinilega hafi verið um aftökur að ræða. Þá voru sum líkin með sár eftir vélbyssu- kúlur. Herforingjastjórnin segir, að 284 hafi fallið í bylt- ingunni og 10 verið teknir af lifi. * Launastöðvun Santiago 1. október AP. Herforingjastjórnin í Chile fyrirskipaði i dag launastöðv- un i landinu, sem nauðsynlega ráðstöðvun til að forða frekari hnignun í efnahagslífi lands- ins. Skv. loforði Allendes, hins látna forseta landsins, átti verkafólk að fá launahækkun nú 1. október. JT Islenzkír úrslitakostir að dómi Kristeligs Dagblads „Burtséð frá þvf hver ýtir við hverjum á fiskimiðunum um- hverfis lsland, hefur fslenzka rfkisstjórnin nú gengið svo langt, að stjórnmálasamband Islands og Bretlands hlýtur að rofna í næstu viku. Bretar munu ekki telja sig geta Iátið undan úrslitakostum sem þeim, er f ’enzka ríkisstjórnin hefur sett.“ Svo segir í upphafi rit- stjórnargreinar f Kristcligt Dagblad f Kaupmannahöfn 28. sept. sl„ en það blað hefur sem kunnugt er stutt málstað tslendinga f fiskveiðideilunni öðrum dönskum blöðum frem- Blaðið heldur síðan áfram: „Þrátt fyrir mikla samúð með málstað Islendinga — einnig varðandi það hverjir eigi að stunda veiðar á hinum góðu fiskimiðum í Atlantshafinu — er erfitt að loka augunum fyrir þeim hætti, sem hafður hefur verið á meðferð þessa máls. Is- lenzka ríkisstjórnin hefur auðvitað brotið allar reglur og hunzað fjölda grundvallar- atriða um góð samskipti milli þjóða, sem eru vanar að geta rökrætt málefni sín. Hugsan- legt er, að það komi henni til góða við næstu þingkosningar — og þess er stuðningsflokkum ríkisstjórnarinnar full þörf. Það breytir þó engu um, að sanngjarnt hefði verið að bíða með svo afdrifaríkt skref, þar til Alþingi kemur saman 10. október. En ef til vill er það þess vegna, sem stjórnin flýtir sér að leggja út á þessa sóknar- braut Ymislegt bendir til þess, að fyrir stjórn Ölafs Jóhannes- sonar sé yfirstandandi þorska- stríð orðið að deilu um grund- vallarsjónarmið (princip) frek ar en að það sé málefnaleg deila — og þá ekki sízt fyrir stjórnartalsmanninn Hannes Jónsson, sem lætur ekkert tækifæri ónotað til þess að láta frá sér fara ummæli, er spreng- ingum valda. Aður en Islendingar hættu frekari samningaviðræðum var málið komið á það stig, að tiltölulega fá þúsund tonn af fiski skildu milli deiluaðila, og Bretar hafa látið á sér skilja, að þeir geti vel hugsað sér að fara dálftið niður fyrir þau 145.000 tonn, sem þeir krefjast. Og síð an verði samið eftir 2—3 ár. Þar með hafa þeir í raun og veru viðurkennt forgangsrétt Islendinga til fiskveiða innan 50 milna markanna. Nú sýnist áhugavert að fylgjast með þvi, hvernig deilu- aðilar snúa sér i málinu til þess að koma samningaviðræðum á aftur. Það ætti að vera fram- kvæmanlegt.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.