Morgunblaðið - 02.10.1973, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.10.1973, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. OKTÓBER 1973. Rabbað um eittogannað í vetrardagskránni Yoga til heilsubótar heitir myndaflokkur, sem er að hefja göngu sfna. NÝJAR FRÆÐSLU — OG HEIMILDARMYNDIR. Þá er sjónvarpið að vinna ákveðnar fræðslumyndir og er kvikmyndun þegar hafinn. Fyrst má telja sérstaka þjóð- hátíðarmynd, sem hefur verið tekin mikið í sumar og fjallar hún um Island i dag, nútíma Island. Þessi mynd á að vera tilbúin fyrri hluta árs 1974, en hér er um litmynd að ræða, sem verður geymd til framtíðarinn- ar og boðin öðrum þjóðum. Þá er einnig ákveðið að gera aðra þjóðhátíðarmynd um þjóð- hátíðarárið 1974. Sú mynd verð- ur með sögulegu fvafi og fjallar um byggðaþróun, litmynd, sem verður að sjálfsögðu ekki lokið fyrr en í árslok 1974. I sumar var lokið töku kvik- myndar um Grímsey. Heitir sú mynd: „Eyja Gríms í Norður- hafi“, og er heiti hennar tekið úr gömlu ljóði. Grímseyjar- myndin verður sýnd í vetur, en inn, en sú myndataka er aðal- lega frá Skeiðarársandi. Enn- fremur er unnið við dagskrá um náttúrunafnakenningu pró- fessors Þórhalls Vilmundarson- ar. I sumar var einnig byrjað að taka mynd af hákarlaútgerð á Vopnafirði, en vegna lélegrar veiði í sumar var ekki unnt að ljúka við þá mynd. Einnig hefur sjónvarpið sam- ið sérstaklega um gerð kvik- myndar, sem fjallar um félags- leg áhrif vegna eldgossins f Heimaey. Þessi kvikmyndagerð var boðin út og var samið um hana við þá Pál Steingrímsson, Ernst Kettler og Ásgeir Long, en þeir gerðu gosmyndina „Eldeyjan". Þá hefur sjónvarpið einnig samið um sýningarrétt á kvik- mynd, sem Þorsteinn Jónsson kvikmyndagerðarmaður, er að gera um bónda við Isafjarðar- djúp, en sjónvarpið aðstoðar sýning á yogaþáttum. Verða þeir vikulega á dagskrá síðast á miðvikudagskvöldum, fyrst um sinn. Þessir þættir heita „Yoga til heilsubótar“, en þeir vöktu mikla athygli í BBC, þegar þeir voru sýndir þar. GLUGGAR! FRÆÐSLUÞÆTTIR FYRIR BÖRN OG FULLORÐNA Gluggar, heitir nýr mynda- flokkur frá brezka frétta- myndafyrirtækinu Visnews í London. Hér er um að ræða 25 mfn. þætti, sem verða sýndir hálfsmánaðarlega frá október- byrjun annan hvern miðviku- dag kl. 6.30 — 7.00. I hverjum þætti eru yfirleitt þrjú atriði, en þessir þættir eru aðallega gerðir fyrir börn á aldrinum 8 — 12 ára þótt reyndin hafi orð- ið sú að fólk á öllum aldri hefur viljað fylgjast með þessum þátt- um. Sem dæmi um atriði í þessum Ur rússneska myndaflokknum Strfð og friður, sem sjónvarpið sýnir í haust. Margt nýtt er á döfinni hjá sjónvarpinu í vetur og f tilefni þess að vefrardagskráin er að ganga í garð, hittum við að máli Pétur Guðfinnsson fram- kvæmdastjóra Sjónvarpsins og Emil Björnsson dagskrárstjóra Frétta- og fræðsludeildar, en jón Þórarinsson yfirmaður L,ista- og skemmtideildar er í fríi um þessar mundir. I viðtal- inu við þá Pétur og Emil kom fram að fastir þættir sem hafa verið í sjónvarpinu að undan- förnu falla yfirleitt ekki niður, nema hinir almennu umræðu þættir, sem verið hafa á þriðju- dögum, verða ekki regiulega um sinn. Auk þess eru ýmsar tilfærslur á dagskránni. Við ræddum aðallega um það sem er nýtt framundan. LANDSHORN OG HEIMSHORN. Á þriðjudögum kemur inn er- lendur fréttaskýrendaþáttur og á föstudögum innlendur. Er- lendi þátturinn heitir Heims- horn og sá innlendi Landshorn. Blaðamenn og aðrir utan sjón- varpsins hafa verið fengnir til aðstoðar við gerð þessara þátta. Umsjónarmenn Heimshorns verða til skiptis sjónvarps- starfsmennirnir Jón Hákon Magnússon og Sonja Diegó, en fréttaskýrendur með þeim verða Björn Bjarnason, Harald- ur Ólafsson og Árni Bergmann. Umsjónarmenn Landshorns verða til skiptis Eiður Guðnason, Ólafur Ragnarsson, Gunnar Eyþórsson, Svala Thorlacius og Guðjón Einars- son, en fréttaskýrendur auk þeirra verða: Steinunn Sigurðardóttir, Valdimar Jóhannesson, Vilmundur Gylfason, Vilborg Harðardóttir og Baldur Óskarsson. sYnögnin af HVERJU Annan hvern miðvikudag frá 24. október verður nýr þáttur á dagskrá f umsjá Magnúsar Bjarnfreðssonar. Verður þai’ sín ögnin af hverju fyrir alla fjölskylduna, fræðandi þáttur og fjölskyldugaman, innlendur þáttur. Þarna verður af til vill getraun með verðlaunum og komið hefur til tals að verlaun- in verði hringferðalag um land- ið fyrir fjölskylduna, sem vinn- ur. Þessi kvöldþáttur verður40 mínútur. Með Magnúsi í gerð þessa þáttar verður Sigurður Sverrir Pálsson, en þeir munu Brimkló verður með sérstak- an þátt (kvöld. taka fyrir hvaðeina, sem varðar heimilishald. Þátturinn mun heita „Krunkað á skjáinn“, en nú er þetta gamla góða orð komið fram í staðinn fyrir vandræða orðið skerm. NÝIR UMFERÐAÞÆTTIR Þá verða sýndir nýir um- ferðaþættir á vegum fræðslu- deildar, slysavarnaþættir. Alls er hér um 10 stutta þætti að ræða og verða þeir teknir upp fyrir jól. Sigurður Sverrir Pálsson er umsjónarmaður með þessum þáttum. ÞINGVIKAN. Þátturinn Þingvikan verður með svipuðu sniði og s.l. ár, en þó er stefnt að þvf að filma meira af efninu í þingsölum. íiar er nú verið að bæta aðstöð- una fyrir sjónvarpsupptökur, koma fyrir ljóskösturum og hátölurum. Sjónvarpið hefur aðstoðað við þessa framkvæmd. SAMFELLDUR ÍÞRÓTTA- ÞATTUR A LAUGARDÖGUM. íþróttaþátturinn færist af þriðjudegi yfir á laugardag og verður þar samfelldur þáttur frá kl. 5—7.30. Enska knatt- spyrnan verður í þessum þætti, svo og almennur íþróttaþáttur Hinn góðkunni Ómar Ragnars- son mun að sjálfsögðu geysast þarna með íþróttafólki. umsjónarmaður við gerð henn- ar er Ólafur Ragnarsson. Þá er Sigurður Sverrir Páls- son að vinna verkefnið, Islenzkt sjávarþorp. Sumar myndirnar voru teknar s.l. sum- ar og vetrarmyndirnar verða teknar f vetur, þ.e. á næstu vetrarvertíð, þannig að þeirri mynd verður lokið næsta vor. Staðurinn, sem varð valinn fyr- ir gerð þessarar myndar en Ólafsvík. Búið er að ljúka myndatöku í gerð myndar um nýja hringveg- við tæknilega gerð, klippingu og hljóðsetningu. NYlR erlendir þættir A mánudögum, fram að jól- um a.m.k., verður sýndur myndaflokkurinn MAN, brezk- ur myndaflokkur, alls 13 þættir um 30 mín. hver. Þessi þáttur, sem verður eftir fréttir á mánu- dögum fjallar um sálarlíf mannsins, félagshyggjuna, and- lega eiginleika og þróun þeirra meðal annars. „YOGA TIL HEILSUBÖTAR" Þá verður á næstunni hafin þáttum má nefna mynd um eld- spýtnaframleiðslu. Fjallar hún á 7 minútum um það þegar tréð er fellt í skóginum og þróunina síðan allt til þess er kveikt er á eldspýtunni. KENGURAN skippí Kengúran Skippí, er barna- myndaflokkur, sýndur á mið- vikudögum kl. 6. Gerist í þjóð- garði í Ástralíu þar sem hópur af ungu fólki vinnur við gæzlu- störf og rannsóknir á dýra- lífinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.