Morgunblaðið - 02.10.1973, Síða 32

Morgunblaðið - 02.10.1973, Síða 32
í þúsundum Töfratóna atlantisj ircgpnitlrfafrifc ÞRIÐJUDAGUR 2. OKTÓBER 1973 BREF ÓLAFS TIL HEATHS: HERSKIP- IN BROTT Þar með endurskapað það ástand sem ríkti fyrir 19. maí BRÉF Olafs Jóhannessonar, for- sætisráðherra til Edwards Heaths, forsætisráðherra Breta var birt f gær. Þar segir Olafur, að í stað þess að slíta stjórnmálasam- skiptum, hafi verið ákveðið að bíða átekta til miðvikudagsins 3. október og verði brezk herskip eða dráttarbátar þá ekki komnir út úr fiskveiðilögsögunni, sjái ís- lenzka rfkisstjórnin sig tilneydda til þess að láta ákvörðun sfna frá 11. september koma til fram- kvæmda. Ölafur segir í bréfinu, að hann meti tillögu Heaths til þess að koma á viðunandi ástandi á mið- unum til bráðabirgða, sem báðir aðilar geti sætt sig við, en bendir á, að honum sé alls kostar ómögu- lest að gefa út yfirlýsingu um, að islenzk lög gildi ekki áfram á fiskimiðunum. Slíka yfirlýsingu geti enginn á Islandi gefið út. I lok bréfsins segir forsætisráð- herra orðrétt: „Ég er yður sarnmála um mikil- vægi þess að ríkisstjórnir okkar finni einhverja leið til þess að komast úr núverandi sjálfheldu, ekki sizt vegna þess hve mikil hætta er á því að alvarlegir at- burðir gerist á miðunum. Ég skora því eindregið á ríkisstjórn yðar að kalla herskip sín og drátt- Framhald á bls. 18. Móðgun við starfsheiður fréttamanna STJÖRN Blaðamannafélags Islands leggur áherzlu á það grundvallaratriði frjálsrar frétta- mennsku, að fréttamenn geti starfað án þrýstings frá pólitisk- um og fjárhagslegum áhrifaaðil- um — segir í samþykkt, sem stjórnin sendi frá sér eftir fund, sem hún hélt i gær, en tilefnið er Mættu ekki á fundinn Ágreiningur yfirmanna Ríkisútvarpsins og meirihluta útvarpsráðs virðist nú á al- gleymingi. 1 gær var haldinn reglulegur útvarpsráðsfundur hjá sjónvarpinu, og eftir því sem Morgunblaðið hefur fregnað mætti enginn em- bættismannanna á þennan fund. Venjulega sitja þessa fundi útvarpsráðsins — út- varpsstjóri, framkvæmdastjóri viðkomandi stofnunar og dag- skrárstjórar deilda. Sem kunn- ugt er gekk útvarpsstjóri ásamt starfsmönnum sínum af fundi útvarpsráðs, er það þing- aði síðast í útvarpinu í sl. viku. ágreiningur sá, sem risið hefur milli fréttamanna ríkisútvarpsins og meirihluta útvarpsráðs. Sam- þykkt stjórnar B.l. er svohljóð- andi: „Stjórn Blaðamannafélags Is- lands vill að gefnu tilefni taka fram eftirfarandi, vegna þess ágreinings, sem risið hefur milli fréttamanna ríkisútvarpsins og meirihluta útvarpsráðs: 1) Stjórnin átelur þá aðferð út- varpsráðs að birta gagnrýni sína á störf fréttaþdmanna fyrst í fjöl- miðlum, án þess að ræða við við- komandi fréttamenn og hlýða á skýringar þeirra. 2) Stjórnin fordæmir þann hátt útvarpsráðs að senda frá sér órök- studdar fullyrðingar um vinnu- brögð fréttamanna ríkisútvarps- ins, og telur það móðgun við starfsheiður þeirra fréttamanna, sem í hlut eiga. 3) Stjórnin leggur áherzlu á það grundvallaratriði frjálsrar frétta- mennsku, að fréttamenn geti starfað án þrýstings frá pólitísk- um og fjárhagslegum áhrifaaðil- um.“ Undir samþykktina, sem Mbl. var send í gær, ritar nafn sitt Bjarni Sigtryggsson, formaður félagsins, fyrir hönd stjórnar þess. Tundur- duflí vörpu Bjarna Höfn, Hornafirði, 1. okt. Skuttogarinn Bjarni Benedikts- son kom hingað til Hornafjarðar í gær með tundurdufl, sem hann hafði fengið í vörpuna á Síðu- grunni. Ekki varð vart við duflið um borð fyrr en búið var að losa úr pokanum niður á aðgerðarþil- far. Helgi Hallvarðsson skipherra hjá Landhelgisgæzlunni og Pálrpi Hlöðversson stýrimaður komu flugleiðis frá Reykjavík í gær og gerði Helgi duflið óvirkt. Síðan voru sprengjuhleðslurnar teknar í land og brenndar. —Elías. Þór klippti VARÐSKIPIÐ Þór klippti á sunnudagsmorgun á báða togvira brezka togarans Arctic Warrior H 176, sem var að ólöglegum veiðum 25 sjómilur suðaustur af Hvalbak. Þetta er 69. brezki togarinn, sem klippt eru veiðifæri aftan úr, en auk þess hefur verið klippt á tog- vira 11 vestur-þýzkra togara. Samtals hafa þvi 80 erlendir togarar misst veiðarfæri sfn í fisk- veiðideilunni frá þvi 1. september 1972. Steypti hluti Vesturlandsvegar- ins liggur í skemmtilegum bugð- um og nær nú upp í Kollafjörð. Þar eða við Mógilsá mun taka við olfumöl, sem sett verður á veginn sfðar f haust ef veðurguðirnir verða hliðhollir Vegagerðinni. Nýjasti spotti vegarins mun Iiggja út með Kollafirði, upp klif- ið og enda í mýrinni neðan við Móa á Kjalarnesi. Áætlað er að lagningu slitlags verði lokið í növemberlok. — Ljósm. Mbl. Öl.K.M. Hafréttarráðstefn- an má ekki dragast — sagði utanríkisráðherra á allsherjarþingi S.Þ. „Fimmtán ár eru liðin sfðan hafréttarráðstefnan var haldin árið 1958. Hvorki þeirri ráð- stefnu né hafréttarráðstefnunni á árinu 1960 tókst að finna lausn varðandi vfðáttu lögsögu strand- rfkis. Sfðan hefur þróun þjóðar- réttarins verið óðfluga og ætti nú að vera mögulegt fyrfr þá ráð- stefnu, sem nú stendur fyrir dyr- um að vinna störf sfn á grundvelli valkosta og samræmdra tillagna, sem þegar eru fyrir hendi. Mikið Hjón í gæzlu vegna síbrota SAKADÓMUR úrskurðaði í gær I gæzluvarðhald hjón, sem verið höfðu mjög athafnasöm við þjófn- aði og hnupl um helgina og næstu daga á undan, allt frá því þeim var sleppt úr fangelsi á fimmtu- dag. Á föstudagskvöldið hóf lögregl- an að leita að þeim vegna gruns um, að þau hefðu stolið fatnaði úr húsi. Voru þau handtekin um nóttina og færð til yfirheyrslu um morguninn. Að þvi loknu ók lög- reglan þeim út á flugvöll, því að þau höfðu í hyggju að fara til Isafjarðar og þaðan til Suðureyr- ar, þar sem þau kváðust hafa ráðið sig i vinnu. Hafði hið opin- bera lagt þeim lið við útvegun farmiða. — En þau fóru ekki með flugvélinni, heldur notuðu tæki- færið, strax og lögreglan var far- in, og stálu tösku í afgreiðslunni. Vitað er að á laugardag stálu þau kápu úr húsi við Baldursgötu, en hún hefur komizt til skila aftur. Á sunnudágsmorgun var enn hafin leit að þeim, því að þau höfðu um nóttina farið inn í hús við Snorrabraut, stolið kveikjara og 500 kr. seðli úr herbergi stúlku þar, og síðan farið niður í kjallara og voru að stela fatnaði þar, er stúlkan kom að þeim og krafði þau um kveikjarann. Fóru þau þá burt, en síðan uppgötvaði hún hvarfið á peningunum og kærði þá þjófnaðinn. En leitin stóð ekki lengi, því að tilkynning barst um, að þau væru grunuð um að hafa stolið flugfar- seðli til New York ogvegabréfi af útlendingi á Farfuglahéimilinu. Voru þau handtekin þar, en harð- Framhald á bls. 18. starf hefur verið unnið tii að skýra vandamálin og vissulega liggja þau nú ljóst fyrir til ákvörðunar á ráðstefnunni.** Þannig mæltist Einari Ágústs- syni, utanríkisráðherra um vænt- anlega hafréttarráðstefnu í ræðu sinni á allsherjarþingi Samein- uðu þjóðanna í New York i gær. Utanríkisráðherra hóf ræðu sina með þvi að bjóða velkomin til starfa innan Sameinuðu þjóð- anna, bæði þýzku ríkin og Ba- hamaeyjar, en ræddi þessu næst um hvaða hlutverki samtökin ættu að gegna, að dómi Islend- inga. Minnti hann á í því sam- bandi, að Islendingar hefðu allt frá 1946, er þeir gengu í samtök- in, litið á aðild okkar að Samein- uðu þjóðunum sem hornstein ísl. utanríkisstefnu. Hvatti utanríkis- ráðherra til, að Sameinuðu þjóð- irnar yrðu gerðar að miklu sterk- ara afli í alþjóðamálum og þeim yrði veitt mun meira frumkvæði og vald til að grípa í taumana á hættutímum — I ríkara mæli en fram til þessa. „Veröldina skortir ekki málfundafélag eða umræðu- grundvöll fyrir þröngsýna þjóðar- hagsmuni, heldur alþjóðastofnun, sem hefur styrka forystu um lausn hinna erfiðustu vandamála, er að dyrum berja á hverjum tíma.“ Sfðan f jallaði utanríkisráðherra um landhelgisdeiluna við Breta og væntanlega hafréttarráð- stefnu, sem Islendingar byndu miklar vonir við. Rakti Einar Framhald á bls. 18. Þriggja ára drengur fyrir bíl LlTlLL drengur, á fjórða ári, varð fyrir bíl rétt við gatnamót Vfkurbakka og Arnarbakka i Breiðholti klukkan um 19.38 I gærkvöldi. I gær, er Mbl. fór í prentun var drengurinn enn f rannsókn og var óttazt að hann væri mikið slasaður. Drengurinn var þá enn meðvitundarlaus. Sjónarvottur að slysinu bar að bfllinn, sem drengurinn varð fyr- ir, hafi ekki verið á miklum hraða, er slysið varð. Ökumaður bflsins sá ekki drenginn, fyrr en rétt áður en slysið varð, en þá um seinan.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.