Morgunblaðið - 02.10.1973, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 02.10.1973, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. OKTÖBER 1973. Frá bruna geymslubraggans Geymslubraggi Hafnarbíós brann 2,6 milljónir hjá Gísla Arna Þrír Norðursjávarbátar seldu í Hirtshals á mánudag. Kefl- víkingur seldi alls 755 kassa fyrir samtals um 922 þúsund krónur, Fífill GK seldi 554 kassa fyrir samtals 735 þúsund krónur, og Gísli Arni 1519 kassa fyrir um 2,6 milljónir króna. — Nýjar tillögur Framhald af 1 fréttamenn að heimsókn Heaths. hafi verið mjög óvænt og að Carr- ington hafi siðan bætzt í hópinn. Herma heimildir að ráðherrarnir hafi rætt nýjar tillögur í landhelg- ismálinu. A sunnudag kom svo Jósef Luns framkvæmdastjóri Atlants- hafsbandalagsins fljúgandi til Bretlands og átti tveggja tima furid með Heath á sveitasetri hans. Ræddu þeir að sögn eingöngu landhelgismálið. Ekkert hefur verið látið uppi um fundinn opinberlega annað ein að hann hafi verið haldinn opinberlega að beggja ósk til að ræða mál er snertu NATO. Áður höfðu opinberar he'imildir sagt að Bret- ar könnuðu nýjar tillögur til að leggja fyrir Islendinga til að koma í veg fyrir stjórnmálaslit. í gær síðdegis voru svo forystu- menn samtaka brezka fiskiðnað- arins boðaðir á áríðandi fund með Douglas Home og Stoddard fiski- málaráðherra í Whitehall. Er talið víst að nýrra tillagna sé að vænta í dag. — Auden Framhald af 15 væri harðlega gagnrýndur fyrir þessa ákvörðun sína af mörgum löndum sínum er nú almennt viðurkennt, að í Bandaríkjun- um hafi Auden skrifað flest sín merkustu verk. Þar vann hann fyrir sér með kennslu og rit- störfum. Bandarískan ríkis- borgararétt fékk hann 1946. Af kunnustu ljóðabókum Au- dens má nefna „Look, Strangern“(1936), „New Year Letter“(1941), „The Shie- ld of Achilles“(1955) og „Homage to Clio“(1960). Af annars konar verkum hans má geta allmargra óperutexta, og GEYMSLUBRAGGI Hafnarbíós brann á laugardagskvöldið. Eldsins varð vart um kl. 10, er hlé var á kvöldsýningu, og var bíóið þá rýmt, þar sem geymslu- bragginn er áfastur bíóhúsinu sjálfu. 1 brunanum eyðilögðust allmargar kvikmyndafilmur, aðallega gamlar, og ýmislegt fleira viðkomandi bíórekstri, s.s. er texti hans að „The Rake’s Progress" eftir Stravinsky þeirra frægastur. Árið 1972 sneri Auden á ný heim til Bretlands vegna þess, að honum fannst lífið i Green- wich Village í New York of hættulegt. Hann var hræddur um að ráðizt yrði á hann að næturþeli. Slíkt þurfti hann ekki að óttast í Oxford, en þang- að fluttist hann og var eins kon- ar heiðursgestur síns gamla skóla, Christ Church College. Menn hafa aldrei veríð á einu máli um gildi W.H.Audens fyr- ir bókmenntirnar, —talað var um hann sem flöktandi, mis- tækt skáld, hann hefur verið sagður tilheyra frekar Victoriu-tímanum en leikskrár, brann einnig, en verð- mætið mun ekki hafa verið mikið. Lengi hafði staðið til að rífa braggann, enda lélegur orðinn, en dregizt hafði að tæma hann áður. Krakkar höfðu oft sótt í hann til að gramsa í dótinu og er taiið sennilegast, að um íkveikju hafi verið að ræða á laugardags- kvöldið. nútímanum o.s.frv. En almennt verður ekki framhjá honum gengið í bókmenntum þessarar aldar. Til þess er hann og fjöl- breytilegur, frjósamur og fjölgáfaður. En við öllum slík- um bollaleggingum sagði hann sjálfur:„Ef menn vilja halda því fram, að ég sé gamalt, útkulnað skáld, sem skrifaði sín beztu verk fyrir strið, þá er það þeirra mál, en ekki mitt“. Um einkalíf Audens var lítið vitað. Hann var kvæntur Eriku Mann, elztu dóttur rithöfundar- ins Thomas Mann, en hún lézt árið 1969. Ekkí er ákveðið hvenær útför skáldsins fer fram, en miningarathöfn verður i New York á morgun, miðvikudag. Dómur ekki fallinn Vegna fréttar í Morgunblaðinu s.l. sunnudag um bótakröfu ferða- skrifstofunnar Sunnu á hendur rikinu vegna afturkallaðs flug- rekstrarleyfis árið 1970, skal tek- ið skýrt fram að dómur er ekki fallinn í þessu máli. Dómkvaddir matsmenn töldu að Sunna hefði orðið fyrir 35 millj. kr. tjóni eða liðlega 14 millj. eftir mati en að sjálfsögðu á dómurinn eftir að kveða úr um. Týndi veski Ung stúlka frá Vopnafirði. sem er að fara að Reykholti i .Borgar- firði, þar sem hún verður í skóla í vetur, varð fyrir því óhappi að tyna veski sinu i gær með rúm- lega 5000 krónum. Þeir, sem kunna að hafa fundið veskið, sem inniheldur nafnskírteini án þess þó að það gefi til kynna um heimilisfang hennar, eru vinsam- legast beðnir um að afhenda það lögreglunni. — Agnew Framhald af 1 Richardson dómsmálaráðherra var að minnsta kosti ekki í vafa um við hvern hann átti, þvi að hann flýtti sér að lýsa yfir fullu trausti á samstarfsmann sinn. Svartsýni Agnews á framtíð- ina er í algerri mótsögn við feiknaiega góðar viðtökur sem ræða hans fékk á fundi repúblikanakvennanna, en ræðunni var sjómvarpað um öll Bandarikin og vakti meiri at- hygli en flestar pólitískar ræð- ur á síðari árum. Agnew sagði forystumönnum repúblikana að jafnvel þótt hann yrði hreinsaður af sök mundu margi efast um heiðar- leika hans. Hann tók fram að hann gerði ráð fyrir því að hann yrði sýknaður. Einn sam- starfsmanna Agnews komst svo að orði að hann hefði flutt „beztu ræðuna á ferli sínum“. I ræðunni neitaði Agnew því að hafa nokkurn tímann þegið mútur, og hann hélt því fram að hleypt hefði verið af stað um- fangsmikilli áróðursherferð gegn sér. Wagoneer'74 er kominn veró frá kr. 740 þús. Miklar breytingar á innréttingum og undirvagni á meóal framfjöórum. IMýtt grill, Allt á sama Staö Laugavegi 118-Simi 22240 EGILL VILHJÁLMSSON HF — Hjóri 1 gæzlu Framhald af 32 neita þeirri sakargift. Sumt af þýfi þeirra hefur fundizt, en annað segjast þau hafa skilið eftir í húsagörðum og það síðan horfið þaðan. Þau voru í gær úrskurðuð í gæzluvarðhald vegna síbrota, og höfðu því aðeins verið laus úr fangelsi í um þrjá daga. Log- reglan hefur oft þurft að hafa af þeim afskipti vegna ölvunar. — Herskipin Framhald af 32 arbáta út íyrir fiskveiðisvæði okkar, og væri þar með endur- skapað það ástand, sem ríkti fyrir 19. mai s.l. Ef til slita stjórnmálasamskipta kemur, þá mun ríkisstjórn mín reiðubúin til þess að taka þau samskipti upp á nýjan leik jafn- skjótt og herskipin og dráttarbát- arnir hafa farið út fyrir fiskveiði- mörkin. Þær aðgerðir kynnu einnig að skapa það ástand, og það andrúmsloft, að hægt væri að hefja á nýjan leik viðræður milli rikisstjórna okkar um fiskveiði- deiluna. Ég fullvissa yður um það, að ég hef ávallt haft mikinn ábuga á að leysa fiskveiðideilu okkar með samkomulagi til bráðabirgða, er væri aðgengilegt fyrir báða aðila og þeim báðum til hagsbóta.” Bréfið verður birt í heild í blað- inu á morgun. — Hafréttar- ráðstefnan Framhald af 32 Ágústsson gang landhelgismáls- ins frá þvi að hann ávarpaði alls- herjarþingið i fyrra, og kvað sér þykja mjög miður að þurfa að skýra allsherjarþinginu nú frá því, að ástandið hefði ekki batnað í þessum efnum á Islandsmiðum — þvert á móti hefði það stór- versnað. Vegna sífellds ófriðar- framferðis Breta hér við land hef'.i íslenzka ríkisstjórnin til- kynnt brezkum stjórnvöldum að yrði þessum aðgerðum ekki hætt, mundi hún neyðast til að slíta stjórnmálasambandi milli land- anna. Utanrikisráðherra kvaðst þó vona af einlægni, að ekki reyndist nauðsynlegt að stiga þetta skref. Utanríkisráðherra sagði, að þetta ófremdarástand sýndi hversu bráðnauðsynlegt væri að komizt yrði hjá hvers konar ónauðs.vnlegum drætti á þvi að kveðja saman ráðstefnu Samein- uðu þjóðanna um réttarreglur á hafinu. Gerði hann siðan grein fyrir sjónarmiðum íslenzku ríkis- stjórnarinnar i þessum efnum. Kvað hann rikisstjórnina leggja á það höfuðáherzlu, að þetta alls- herjarþing ræddi undirbúnings- starfið fyrir ráðstefnuna, gerði ráðstafanir til að auðvelda störf hennar og tæki aðrar nauðsyn- legar ákvarðanir, eins og ályktað hefði verið á þinginu í fyrra. Utanríkisráðherra mótmælti þeirri röksemd, að nauðsyti væri á frekari undirbúningi, þar sem undirbúningsnefndinni hefði ekki tekizt að semja frumdrög að samningi fyrir ráðstefnuna. Benti hann á, að nefndin hefði fjallað ítarlega um öll þau atriði, sem um væri að ræða og væru valkostir fyrir hendi á flestum sviðum. Hugsanlega mætti fækka slíkum valkostum nokkuð, en það starf gæti sjálf ráðstefnan unnið. Utan- ríkisráðherra gerði alþjóðahafs- botnssvæðið að umtalsefni. Hann benti á, að hið úrelta fyrirkomu- lag, sem miðaði lögsögu strandrík- is yfir auðlindum, við landhelgi, er hugsuð væri fyrir hernaðar- lega hagsmuni, væri nú á undan- haldi og í stað þess kæmi nú efna- hagsleg landhelgi allt að 200 sjó- mílur frá ströndum, og nyti sú lausn yfirgnæfandi stuðnings á öllum heimssvæðum. Síðan sagði Einar Agústsson í lok ræðu sinnar: „Hafréttarráðstefna Sam- einuðu þjóðanna hefur verið und- irbúin með margra ára þrotlausu starfi. Störf hennar sjálfrar eiga nú að hefjast. Þau störf verða að byggjast á harðfylgi og hugrekki í því mikla hlutverki, sem henni er trúað fyrir.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.