Morgunblaðið - 19.10.1973, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 19.10.1973, Qupperneq 1
32SIÐUR Astralíumaðurinn White fékk bókmennta- Það varð aðeins hlé á bardögunum á sýrlensku landamærunum. Israelsku 'hermennirnir fleygðu sér niður. Sumir lágu og horfðu upp i himininn, aðrir kveiktu sér í sigarettu. Enn aðrir . . . stríð eða ekki stríð, maður verður að hugsa um útlitið. verðlaun Nóbels Stokkhólmi, 18. okt. AP:NTB. ÁSTRALSKI rithöfundur- inn Patrick White fékk í dag Bókmenntaverðlaun Nóbels. I greinargerð sænsku akademíunnar sagði, að hann fengi verð- launin fyrir „sögulega og sálfræðilega frásagnar- Ömönnuð könnunar- snilld“, sem hann hefði til að bera og hefði fært bók- menntir i nýjum heims- hluta á æðra sig. Síðasta skáldsaga White kom út á þessu ári og hét ,,The Eye of the Storm", og meðal annarra verka hans, sem þekkt hafa orðið, má nefna „Happy Valley" og ,,The Tree of Man“. „White hefur lagt mikið af mörkum til listrænnar þróunar i samtímabókmenntum og hann Framhald á bls. 18 flugvél Israel sendir liðs- auka yfir skurðinn Tel-Aviv, Kairó, Washington, 18. október, AP. tsraelska herstjórnin tilkynnti i dag, að hún hefði sent skrið- dreka og stórskotalið yfir Sues- skurð til að aðstoða vfkingasveit- ir, sem hafa sótt aftan að vfglfnu Egypta nú um fjögurra daga skeið. Sfðan Golda Meir til- kynnti f þinginu fyrir fjór- um dögum, að fsraelskar sveit- ir berðust nú á austur- bakka Suesskurðar, hefur lítið verið frá þeim skýrt. Isra- elskir herforingjar neita Ifka að upplýsa, hversu fjölmennar sveit irnar séu og hversu margir bryn vagnar hafi nú verið sendir yfir Þeir segja, að sveitirnar einbeit sér að þvf aðeyðileggja fallbyssu stæði, loftvarnabyssustæði og eld flaugastöðvar. Vestrænir frétta- menn, sem voru í heimsókn á vesturbakkanum, sáu stóra, svarta reykjarbólstra stfga til himins af austurbakkanum. Þeir hittu Moshe Dayan, varnarmála- ráðherra, sem sagði, að Israelar hefðu yfirtökin og að innan skamms yrði háð úrslitaorrusta á þessum vígvelli. „Ekki þó alveg strax“, sagði ráðherrann. REYNA AÐ FINNA LAUSN Östaðfestar fréttir herma, að Alexei Kosygin, forsætisráðherra Sovétríkjanna hafi komið til Kairó til viðræðna við Sadat for- seta um hugsanlegt vopnahlé. Staðfest hefur verið, að bæði Sovétrikin og Bandaríkin beiti sér nú mjög til að reyna að finna friðsamlega lausn, sem báðir striðsaðilar geti sætt sig við. Hins vegar neita báðir að gefa nokkuð upp um þær friðartillögur, sem hingað til hafa verið ræddar. ARABAR ÓSAMMALA Sadat forseti Egyptalands hef- ur lýst þvi yfir, að hann sé fús til að semja um vopnahlé og frið ef Israelar flytji hermenn sína þeg- ar af herteknu svæðunum. Segist Sadat þá fús til að koma til friðar- viðræðna í Sameinuðu þjóðunum eða mæta til alþjóðlegrar friðar- ráðstefnu hvar sem er annars staðar. Bæði Sýrland og Jórdanía hafa opinberlega lýst yfir stuðn- ingi við Sadat í þessu efni, en írak hefur hins vegar lýst sig algerlega andvígt þessari lausn mála. Það hafa Palestinuskæruliðar einnig Framhald á bls. 18 London, 18. október, AP. Egyptar segjast hafa skotið niður ómannaða fsraelska könnunarflugvél yfir Suesskurði. Þessi frétt hefur vakið mikla at- hygli, þvf aðef hún er sönn, þykir víst, að Israelar hafi feng- ið hana frá Bandarfkjunum. Bandarfskar flugvélar af þessari gerð eru algert hernaðarleyndarmál þar f landi, en miklar tilraunir hafa verið gerðar með þær undanfarin ár. Vélar þessar hafa verið reyndar í loftbardögum gegn banda- riskum Phantomorrustuþotum til að kanna, hvort hægt sé að nota þær í stað mannaðra flugvéla. Enda þótt talið sé ólíklegt, að það verði hægt næsta áratuginn eða svo, hafa þær töluverða hernaðar- lega þýðingu, þar sem í stað myndavéla er auðvitað hægt að hlaða þær sprengiefni og senda þær á skotmörk af meiri nákvæmni en hægt er með flestar eldflaugategundir sem nú eru í notkun. Vélar þessar eru yfirleitt fjarstýrðar og þá flogið eftir sjón- varpsauga, en einnig er hægt að láta tölvu „fljúga“ þeim, eftir fyrirfram ákveðinni leið. Orrusta við kóre- anska flugmenn Washington, 18. október, AP. Bandaríska varnarmálaráðu- neytið tilkynnti f dag, að ísra- elskir flugmenn hefðu átt f höggi við flugmenn frá Norður-Kóreu, í grennd við Kairó f dag. Kóreönsku flug- mennirnir flugu rússneskum orrustuþotum af gerðinni MIG-21. Skiptst var á skotum, en hvorugir aðilinn missti flugvél. Vitað var, að um 30 flug- menn frá Norður-Kóreu voru í Egyptalandi, þegar átökin hófust, en þetta er í fyrsta skipti, sem þeim lendir saman við tsraela. Þoturnar, sem þeir fljúga, eru með merkjum egypska flughersins. Geir Hallgrímsson: w w A Island að hverfa bak við fremstu víglínu Rússa? Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, talaði af hálfu Sjálfstæðisflokksins í út- varpsumræðunum í gær- kvöldi um stefnuræðu- forsætisráðherra. Vék Geir m.a. að framkomu Alþýðu- bandalagsins í sambandi við samningsdrögin, sem Ólafur Jóhannesson kom með heim frá viðræðum sínum viðforsætisráðherra Breta, þegar málgagn flokksins braut trúnað við forsætisráðherra i gær. Sagði Geir, að þetta sýndi, að kommúnistar hefðu engan áhuga á samráði við aðra flokka eða þjóðarein- ingu um landhelgismálið. Um varnar- og örygg- ismálin sagði Geir, að við Islendingar gætum ekki einir allra sjálfstæðra þjóða, búizt við því, að við þyrftum engar ráðstafanir að gera til að vernda öryggi okkar og sjálfstæði. Okkur væri ekki sæmandi sem þjóð að vilja ekkert á okkur leggja til þess að tryggja sjálfsákvörðunar- rétt okkar. Um síðustu tíðindi í landhelgismálinu sagði Geir Hallgrímsson: „En í morgun getur að líta í Þjóðviljanum, að kommúnistar Geir Hallgrlmsson. hafa algjörlega brotið trúnað, sem þeir höfðu heitið forsætisráð- herra og engu skeytt samráði við aðra stjórnmálaflokka um afstöðu til þess samkomulagsgrundvallar. sem forsætisráðherra Islands og forsætisráðherra Breta komu sér saman um að leggj'a fyrir ríkis- stjórnir sínar Það kemur fram í Þjóðviljanum, að fundur hafi verið haldinn í þingflokki Al- þýðubandalagsins, áður en fundur utanríkismálanefndar hófst og þar tekin afstaða til málsins. Sú afstaða var ekki til- kynnt á fundi utanrikismála- nefndar, enda sýna þessi vinnu- brögð ekki eingöngu freklegt trúnaðarbrot heldur og slíkt vírð- ingarleysi gagnvart forsætisráð- herra í stjórn, sem Alþýðubanda- lagið á þátt í, áð forsætisráðherra Framhald á bis. 18

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.