Morgunblaðið - 19.10.1973, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 19. OKTOBER 1973
3
9 milljón .króna
sala hjá Ögra
Skuttogarinn Ögri frá Reykja-
vfk seldi 196.4 lestir af fiski í
Bremerhaven f gær fyrir 255.649
mörk eða rétt tæpar 9 milljónir
kr. Meðalverðið var 45.63. Þetta
er einhver hæsta sala að krónu-
tölu , sem fslenzkt fiskiskip hcfur
fengið á erlendum markaði. Ögri
hefur áður selt fyrir heldur hærri
upphæð í Þýzkalandi, en það var
sfðastliðinn vetur. Mun skipið því
eiga tvær hæstu togarasölurnar á
þessu ári.
Þrjú önnur skip seldu í Þýzka-
landi, Hjörleifur RE, sem seldi
119.3 lestir fyrir 126.100 mörk,
eða 4.4 milljónir, og meðalverðið
var 37.04 kr. Sigurbergur GK
seldi 44 lestir fyrir 57. 700 mörk,
eða 2 milljónir, og er meðalverðið
45.66 kr. Björg NK seldi 38.3 lest-
ir fyrir 40.817 mörk, eða 1.4
Haustfagnað-
ur Norðurlanda-
félaganna
í kvöld verður haldinn sameigin-
legur haustfagnaður Norður-
landafélaganna á tslandi.
Eins og mönnum er í fersku
minni gengust félög Norðurlanda-
búa búsettra á Islandi ásamt
öðrum félögum áhugamanna um
norræna samvinnu, fyrir skemmt-
un til styrktar Vestmannaeying-
um í Háskólabíói síðastliðið vor.
Þessari skemmtun var sjónvarpað
skömmu síðar.
Skemmtunin þótti takast mjög
vel, og hafa samtökin, sem stóðu
að henni, því ákveðið að halda
áfram samvinnu sín á milli.
Fagnaðurinn, sem verður haldinn
í Súlnasal Hótel Sögu i kvöld
hefst með borðhaldi kl. 19.30 og
verður Pétur Pétursson,
útvarpsmaður, veizlustjóri.
Ragnar Lassinantti, lands-
höfðingi hins víðáttumikla Norr-
bottenléns í Svíþjóð, verður ræðu-
maður kvöldsins, en finnski
sendikennarinn Etelka Tammin-
en mun flytja skemmtiþátt.
Að lokum verður dansað.
milljónir. Meðalverðið er 37.30 kr.
Fiskverðið á þýzka markaðnum
hefur verið nokkuð misjafnt sið-
ustu daga, og samkvæmt þeim
upplýsingum, sem L.Í.U hefur
fengið frá V-Þýzkalandi, er þar
mikið framboð af ufsa. Hefur
mikið magn af ufsa borizt frá
Belgíu og Frakklandi, þannig að
þýzki markaðurinn þolir ekki
miklu meira magn i bili. Vænleg-
ast þykir þvi að koma með þorsk
eða mikið blandaðan fisk á mark-
aðinn, en fiskurinn, sem Ögri
landaði, var nokkuð blandaður.
Spilakvöld
sjálfstæðis-
félaganna að hefjast
Miðvikudaginn 24. október n.k.
hefjast hin vinsælu spilakvöld
sjálfstæðisfélaganna í Reykjavik.
Á fyrstu tveim spilakvöldunum
verður gerð tilraun með
breytingu frá þvf, sem verið
hefur undanfarin ár. Enginn dans
verður á eftir félagsvistinni, en í
staðinn mun einhver vinsæll
skemmtikraftur koma fram að
loknum spilum og skemmta gest-
um. Breyting verður gerð
á spilaverðlaunum, afhent
verða 7 verðlaun fyrir
hvert kvöld. 1. og 2. verð-
laun karla og kvenna. Auka-
verðlaun verða veitt þeirri
konu, sem hæst verður og spilar
sem karlmaður. Þá verða dregin
út úr spilakortunum tvö kort, sem
munu hljóta sérstök verðlaun,
burt séð frá þvi hvað viðkomandi
hefur fengið marga slagi. Þá
verða öll verðlaun ávísanir á
hinar ýmsu verzlanir borgar-
innar, mismunandi aö upphæö.
Þessi tilraun verður gerð á
tveimur spilakvöldum, eins og
fyrr segir 24. október n.k. og mið-
vikudaginn 21. nóvember.
Ef þetta fyrirkomulag fellur
fölki í geð, mun verða áfram
haldið á sömu braut eftir áramót,
og þá einnig efnt til þriggja
kvölda keppni með einhverjum
vinsælum vinningi.
Nóbelsverð-
launahafinn
Patrick White
Patrich White, sem nú hef-
ur hlotið Bókmenntaverðlaun
Nóbels, að upphæð 50 þúsund
sænskar krónur, er fæddur í
Englandi árið 1912, en þar voru
þá foreldrar hans í tveggja ára
heimsókn, en þau voru búsett í
Astralíu. Hann hélt siðan með
þeim til Astralíu, þar sem faðir
hans átti mikinn búgarð, og þar
ólst Patrick upp til 13 ára
aldurs, að hann var sendur til
Bretlands til náms. Hann hvarf
ekki til heimalands sins, Ástra-
liu, fyrr en heimsstyrjöldin
síðari var skollin á.
I fyrra mánuði kom út
nýjasta skáldsaga hans, geysi-
langt og viðamikið sögulegt
verk upp á 500 blaðsiður, sem
heitir „The Eye of the Storm“
og fékk sú bók misjafnar
móttökur bókmenntagagn-
rýnenda
White hefur verið líkt við
brezka höfundinn D. H.
Laurence og bandariska rit-
höfundinn William Faulkner.
Með fyrstu bók sinnu „Happy
Valley" aflaði White sér, aðeins
27 ára gamall, verulegrar
viðurkenningar, en það var
ekki fyrr en skáldverkið „The
Aunt’s Story" kom út árið 1948,
að hann hlaut almenna viður-
kenningu sem rithöfundur,
bæði í Ástralíu, í Banda-
rikjunum og i Bretlandi. Eftir
það fór vegur hans sem rit-
höfundar vaxandi hægt og
sígandi og bókin „The Tree og
Man“, sem út kom árið 1955
vakti feiknalega athygli og hef-
ur verið kölluð „bókin um upp-
runa Astralíu". Síðar fylgdi
hann þessu bókmenntaafreki
eftir með „Voss“ tveimur árum
eftir og „Riders in the Chariot”
1961. Eftir útkomu þeirrar
bókar var hann i fyrsta skipti
orðaður við Nóbelsverðlaunin.
Þegar Heinrich Böll fékk
Nóbelsverðlaunin í fyrra kom
White einnig mjögtil greina.
I forsendum sænska aka-
demíunnar er gerð allítarleg
grein fyrir þeim ástæðum, sem
lágu til grundvallar vali hennar
að þessu sinni. Segir þar, að sjö
bækur Whites hafi verið hafðar
til hliðsjónar
Eiiginn vafi er á því, að miklu
hefur ráðið að mörgum hefur
þótt timi til kominn að gefa
nánar gaum bókmenntum
Ástralíu. Eftir umsögnum að
dæma virðist sem White beri
þar höfuð og herðar yfir aðra
höfunda og ástralskar bók-
menntir hafa raunar ekki verið
fyrirferðarmiklar á bóka-
mörkuðum heimsins.
Patrick White hefur þar með
unnið það afrek að kynna heila
heimsálfu umheiminum í
gegnum bækur sinar. Ekki er
vafi á þvi, að mikilvægi verka
hans mun verða enn meira nú,
þegar honum hefur hlotnazt sá
mikli heiður og sú mikla aug-
lýsing, sem hverju sinni fylgir
þvi að fá Nóbelsverðlaunin i
bókmenntum.
1 uppsláttarbókinni „British
& Commonwelth Literature” er
farið -sérlega lofsamlegum
orðum um framlag Whites til
bókmennta. Þar segir að sumar
bækur hans séu meðal þess
bezta, sem skrifað hafi verið á
tuttugustu öldinni. Hann geri
sér grein fyrir gildi þess að
vera raunsær í skrifum sinum,
en grundvallartónninn i
verkum hans sé að takast á við
móralskar kröfur sem til mann-
anna eru gerðar. „Góðu" sögu-
persónurnar hans eru þær, sem
standa fast á skoðunum sínum.
jafnvel þótt brenglaðar eða
jafnvel brjálaðar séu. Persónur
hans séu t.d. i The Aunts Story.
ýmsar bæði vitfirrtar og af-
skaplega raunsæjar. í öðrum
gæti meira hófs i persónulýs-
ingum. En allflestar eigi bækur
hans það sammerkt að vera
sögulegar og ýmsar eins konar
könnum á stöðu Astraliu i
heiminum.
Baggy buxurnar úr flauell. teryiene og llannell
Opid til kl. 8
POSTSENDUM
um land allt.
Bergstaöastræti 4a Sími 14350