Morgunblaðið - 19.10.1973, Qupperneq 4
4
^ 22-0-22-
RAUOARÁRSTÍG 31
-------------'
BfLALEIGA
CAR RENTAL
TS 21190 21188
BlLALEIGA CAR RENTALj
BÍLALEIGAN
EYSIR
CAR RENTAL
24460
í HVERJUM BÍL
PIOMŒŒJR
ÚTVARP OG STEREO
CASETTUTÆKI
BILALEIGA JÓNASAR & KARLS
Ármúla 28 — Sími 81315
SKODA EYÐIR MINNA.
Snann
LElCJUt
AUÐBREKKU 44-46.
SÍMI 42600.
FERÐABÍLAR HF.
Bllaleiga. - Simi 81 260.
Fimm manna Citroen G.S stat-
ion. Fimm manna Citroen G.S.
8—22 manna Mercedes Benz
hópferðabílar (m bílstjórum)
MJÓR ER MIKILS
$ SAMVINNUBANKINN
i
WM
1 esiii
t . - - 1 ^3 6fu OxubljM a- ~ z
I mnLECR
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 1973
STAKSTEINAR
Hrópandi þögn
ÞEGAR Ölafur Jóhannesson
forsætisráðherra kom heim frá
viðræðunum við Edward Heath
í London í fyrradag, leyfði
hann blaðamönnum að hafa
það eftir sér, að hann teldi, að
nú væri fáanlegur grundvöllur
fyrir bráðabirgðalausn, sem
væri hagstæðari en Bretar hafa
hingað til fengizt til að semja
um. 1 fréttastofufregnum frá
London er það haft eftir opin-
berum embættismönnum
brezku rfkisstjórnarinnar, að
forsætisráðherrar landanna
tveggja hafi komið sér saman
um grundvöll tii lausnar land-
helgisdeilunni. Er f fregnunum
sagt að samkomulag þetta verði
sfðan lagt fyrir brezku og Is-
lenzku rfkisstjórnirnar og sé
bundið við samþykki þeirra
Og AP-fréttastofan hefur það
eftir brezkum embættismanni,
að brezka rfkisstjórnin búizt
við svari frá tslendingum inn-
an tveggja vikna, og ekki sé við
þvf búizt, að samningaviðræður
fari fram á ný, og orðrétt segir:
„Við erum greinilegi.
ánægðir með það, sem náðst
hefur hingað til, og það er
grundvöilur fyrir samkomulag,
sem við teljum réttlátt."
En þegar forsfðufregn
Tfmans f gær af komu Öiafs
Jóhannessonar til landsins er
lesin, kemur f ljós, að þar er
ekkert orð eftir ráðherranum
haft og þvf sfður vitnað tif
framangreindra ummæla
fréttastofnana. Þessi þögn f
blaði forsætisráðherrans er
hrópandi.
Grundvöllur
samkomulags
Þrátt fyrir þögn Tfmans er
það ijóst, að Ölafur Jóhannes-
son og Edward Heath hafa
komið sér saman um grundvöll
að samkomulagi. Öiafur Jó-
hannesson átti hins vegar eft-
ir að bera þennan samnings-
grundvöll undir rfkisstjórn og
utanrfkismálanefnd, og er ekk-
ert óeðlilegt, að hann segi fátt
um samningsuppkastið, á
meðan hann hefur ekki haft
tækifæri til að ráðgast við sam-
starfsmenn sfna. Hins vegar
eru þau vinnubrögð Tfmans
gjörsamlega óskiljanleg, að
hafa ekki eftir forsætisráðherr-
anum þau orð, sem hann lét þó
falla og margendurtekin hafa
verið f sjónvarpi og útvarpi og
hin blöðin hafa skýrt frá, meira
að segja tekur Þjóðviljinn
upp ummæli forsætisráðherr-
ans og dylst þó engum, að þeir
Þjóðviljamenn eru lftt hrifnir
af þvf, að Ölafur Jóhannesson
skuii hafa gert tilraun til að
setja niður deiluna við Breta.
Og svo sannariega höfðu menn
vænzt þess, að blað forsætisráð-
herrans gæti ftarlega um öll
þau ummæli, sem hann leyfir
eftir sér að hafa. Á það hefur
verið bent, að Ölafur Jóhannes-
son eigi nú stærsta tækifæri
sitt til þess að sýna og sanna, að
þrátt fyrir allt geti hann verið
einbeittur, þegar hann loks
hefur gert upp hug sinn f ein-
hverju máli. En þá þegir blað
hans þunnu hljóði. Væntanlega
skýrist, áður en langt lfður,
hvað býr f þögninni.
spurt og svarad
Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS
Hins vegar gera lög ráð fyrir
nokkurri forsjálni skatt-
greiðandans, þannig að hann
miði ráðstöfun tekna sinna á
hverjum tíma við væntanlegar
skattgreiðslur.
FÆÐISPENINGAR OG
SKATTHEIMTA
Herdís Hermóðsdóttir, Eski-
firði, spyr:
Má hinn almenni launþegi í
landinu ekki treysta því, að
stjórn hinna vinnandi stétta
sjái til þess, að honum séu eftir
skildir til daglegra þarfa, eftir
að opinber gjöld eru greidd,
ekki minni fæðispeningar en
sama stjórn greiðir slnum
starfsmönnum, fyrir utan laun,
til uppihalds, er þeir sinna sín-
um störfum? Ef svo er ekki,
hvernig getur það þá samræmzt
réttlætiskennd hinnar sömu
stjórnar, eða álítur hún, að
ríkisstarfsmenn þurfi meira til
matar síns en aðrir launþegar í
landinu?
Fjármáiaráðuneytið svarar:
Sá samanburður, sem fyrir-
spyrjandi gerir milli skatt-
heimtu og ferðakostnaðar rfkis-
starfsmanna er órökréttur og
verður því ekki svarað.
Hin almenna tekjuskatt-
lagning rikis og sveitarfélags
fer eftir tekjum og er frá þvi að
vera engin, en fer upp fyrir
40% af brúttótekjum við hæstu
tekjur og minnstar frádráttar-
heimildir. Algengust skatt-
lagning mun vera á bilinu
20—30% af brúttótekjum.
Vegna kauphækkana undan-
farin ár hefur þetta hlutfall
verið mun lægra af brúttótekj-
um greiðsluársins. Þannig skil-
ur hið opinbera fjöldanum af
skattgreiðendum eftir 65—80%
af brúttótekjum skattársins og
meira, ef tekjur eru lágar eða
frádrættir miklir.
TILGANGUR
FJÖLSKYLDUBÖTA
Leifur Kristleifsson, Bröttu-
kinn 30, Hafnarfirði, spyr:
Hver er meiningin
ineð fjölskyldubótum? Er verið
að greiða til baka óbeina skatta
eða eru þetta algjörir gjafapen-
ingar?
Páll Sigurðsson, ráðuneytis-
stjóri heilbrigðis- og trygginga-
ráðuneytisins, svarar:
Frá því á árinu 1960 hafa
fjölskyldubætur verið greiddar
með börnum, hver sem stærð
fjöldkyldunnar hefur verið og
frá 1. janúar 1964, þá hafa þær
verið greiddar með öllum börn-
um, þ.e. einnig þeim, sem
barnalífeyrir eða meðlag er
greitt með.
Ástæðan til þeirra breytinga,
sem voru gerðar á fjölskyldu-
bótum á þessum árum, áttu að
nokkru leyti rót sína að rekja
til þreytinga, sem gerðar voru á
skattakerfinu, þ.e.a.s. að
óbeinir skattar voru auknir, en
beinir skattar lækkaðir, svo að
skattafrádráttur vegna barna
missti að nokkru leyti gildi sitt.
Það má því fullyrða, að
fjölskyldubætur í núverandi
formi, eru aðferð til tekjujöfn-
unar, sem talið hefur verið, að
ekki takist að ná með öðru móti
eða með ákvæðum núgildandi
skattalaga.
1 samræmi við þetta hafa
breytingar á fjölskyldubótum
ekki fylgt breytingum á öðrum
bótum almannatrygginga og
jafnvel lækkað, þó að aðrar
bætur hafa hækkað.
Það er í samræmi við þennan
megintilgang f jölskyldubóta, að
þær hafa jafnan verið greiddar
að fullu beint úr rikissjóði, en
ekki gegnum fjármögnunar-
kerfi Tryggingastofnunar rikis-
ins að öðru leyti.
Ævisaga Osmonds im
Fyrri hluti
MEÐ Osmonds-bræður f efsta
sæti vinsældalistans á Islandi
þessa dagana finnst Poppkorni
tilhlýðilegt að rekja sögu þeirra
bræðra i stórum dráttum, þar
sem hún hefur einmitt orðið á
vegi fréttaritara Poppkorns í
miðjum poppblaðahaugi
vikunnar!
— O —
Alan Ralph Osmond, f. 22.
júm' 1949 — gítarleikari.
M. Wajme Osmond, f. 28.
ágúst 1951 — gftar- og saxófón-
leikari. (Hann vill alls ekki
láta uppi hvað M-ið þýðir).
Merrill Davis Osmond, f. 30.
apríl 1953. (Davis var eftirnafn
móður hans, áður en hún gifti
sig.)
Jay Wesley Osmond, f. 2.
marz 1955 — trommuleikari.
Donald Clark Osmond
(Donny), f. 9. des. 1957 —
píanó- og orgelleikari og aðal-
söngvari.
James Arthur Osmond,
(Jimmy litli), f. 16. apríl 1963.
Olive Marie Osmond, f. 13.
okt. 1959. (Systirin!)
Osmonds-fjölskyldan er
strangtrúuð mormónafjöl-
skylda frá Ogden í Utah í
Bandaríkjunum. Tveir elztu
bræðurnir, Virl og Tommy, eru
ekki f hljómsveitinni. Þeir eru
báðir með skerta heyrn og
mikið af ágóða hljóm-
sveitarinnar rennur I sjóð, sem
stofnaður var með það mark-
mið að hjálpa fólki með skerta
heyrn.
Alan, Merrill og Jay hófu
feril sinn sem söngflokkur og
söfnuður þeirra fékk þá til að
syngja á móti í Kaliforníu. Einn
daginn áttu þeir frí og fóru í
Disneyland-skemmtigarðinn,
þar sem þeir sáu karlakvartett
syngja á einu útisviðanna I
garðinum. Bræðurnir tóku þátt
f söngnum og voru hvattir
áfram af áhorfendum — og svo
átti forstjóri skemmtigarðsins
einmitt leið framhjá og heyrði í
þeim.
Hann réð þá til að syngja
opinberlega, og brátt voru þeir
fengnir til að syngja í sjón-
varpsþætti Walt Disney. Faðir
söngvarans heimsfræga, Andy
Williams, sá þá og stóð fyrir
því, að þeim var boðið að koma
fram í geysivinsælum sjón-
varpsþáttum Andys. Voru þeir
fastagestir þar um árabil, og
siðan fylgdu fjölmargir aðrir
sjónvarpsþættir í kjölfarið.
Donny bættist þá f hópinn, og
þeir urðu mjög frægir.
(Framhald sfðar).