Morgunblaðið - 21.10.1973, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.10.1973, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR21. OKTÓBER 1973 7 Hér fer á eftir spil frá Ieiknum milli Noregs og Sviss í Evrópu- mótinu 1973. Norður S. 6 H. G-6-2 T G-3 L. D-10-8-7-5-4-2 Vestur Austur S. A-D-8 s- K-10-5-2 H. A-D-8-5-3 H- K-iO T. K-10-8-5-2 T- D-9-6-4 L _ L. A-G-6 Suður S. G-9-7-4-3 H. 9-7-4 T. A-7 L. K-9-3 Við annað borðið gengu sagnir þannig: A S V N 1T 1S 2 H P 2 G P 6 T Við hitt borðið gengu sagnir þannig: A S V N 1T P 4 H P 5 L P 6 T Slemmurnar töpuðust við bæði borð því norður lét út spaða 6, og síðar þegar suður komst inn á tromp ás, þá lét hann út spaða, og norður trompaði. Ef spilin eru athuguð betur, kemur í Ijós, að 6 hjörtu vinnast, ef sagnhafi reiknar með, að tíglarnir skiptist 2-2 hjá and- stæðingunum. Einnig vinnast 6 grönd, nema lauf komi út f byrjun. DAGBÓK BARXANNA.. Þýtur í skóginum — Eftir Kenneth Grahame 2. kafli — Þjóðvegurinn „Hlustaðu á mig, froskur," sagði rottan í umvönd- unartón. ,,Um leið og við komum til þorpsins, ferð þú beina leið á lögreglustöðina og spyrst fyrir um það, hvort þeir viti nokkuð þar um þessa bifreið, eða hver muni eiga hana, og þú leggur inn kæru á hendur eigandanum. Og svo verður þú að fara til járnsmiðs eða hjólasmiðs og sjá um, að vagninn verði sóttur og gert verði við hann. Það tekur auðvitað tíma, en það er ekki vonlaust, að hægt sé að koma honum í lag. Á meðan þú ert að þessu, förum við moldvarpan og leitum uppi gistihús, þar sem við getum dvalizt þangað til vagninn er tilbúinn og taugar þínar eru komnar í lag eftir áfallið.“ „Lögreglustöð? . . . Kæru?“ tautaði froskur í sömu vímunni. „Haldið þið, að ég fari að kæra þessa dásamlegu . . . þessa undursamlegu sýn, sem hefur birzt mér? Ég er alveg steinhættur að nota vagna. Ég vil hvorki sjá þennan vagn né heyra á hann minnzt framar. Ó, rotturófa þú veizt ekki, hvað ég er þér þakklátur fyrir að þú skyldir fallast á að koma í þetta ferðalag. Ekki hefði ég farið án þín og þá hefði ég ef til vill aldrei augum litið þennan . . . þennan svan . . . þennan sólargeisla . . . þennan þrumuvönd . . . Ef til vill hefði mér aldrei auðnazt að heyra þennan heill- FRAMHAblDSSAGAN andi dyn . . . eða anda að mér þessari ljúfu angan . . . Ég á þetta allt þér að þakka, elsku bezta vinkona mín.“ Rottan sneri sér frá honum og stundi. „Þarna sérðu.“ sagði hún við moldvörpuna og teygði sig yfir höfuðið á froski. „Honum er ekki við bjargandi. Ég gefst upp. Þegar við komum til þorpsins, förum við beint á járnbrautastöðina og ef heppnin er með okkur, náum við í lest heim í kvöld. En eitt ^er áreiðanlegt, að aldrei fer ég framar í skemmtiferða- lag meðþessu varhugaverða dýri.“ Hún dæsti við, og það sem eftir var leiðarinnar beindi hún orðum sínum til moldvörðunnar eingöngu. Þegar til þorpsins kom, fóru þær beint á járn- brautarstöðina og komu froski fyrir í biðsal annars farrýmis. Síðan fengu þær burðarkarli nokkra aura og báðu hann að hafa auga með honum. Hestinum komu þær fyrir í hesthúsi gistihússeigandans og gáfu þær upplýsingar um vagninn, sem þær gátu og það sem í honum var. Þegar lestin hafði skilað þeim á stöð, skammt frá Glæsihöll, fylgdu þær froski, sem enn var eins og í leiðslu, heim að dyrum, stungu honum inn fyrir og gáfu ráðsmanni hans fyrirskip- anir um að gefa honum að borða, hátta hann og láta hann fara að sofa. Svo tóku þær bátinn sinn út úr bátaskýlinu og reru heimleiðis niður ána. Það var orðið áliðið, þegar þær settust niður við kvöldverðar- borðið og rottan var mjög sæl. Moldvarpan fór seint á fætur næsta dag, var eitthvað að dunda sér allan daginn, en um kvöldið settist hún á árbakkann og fór að veiða. Þar sat hún, þegar rottan kom til hennar. Rottan hafði farið að heilsa upp á kunningja sína og spjalla við þá. „Hef- urðu heyrt nýjustu fréttirnar?" sagði hún við mold- vörpuna. „Það er varla um annað talað hérna á árbakkanum. Froskur fór með lestinni til bæjarins snemma i morgun. Og hann er búinn að pantá sér stóra bifreið af dýrustu gerð.“ SÁ NÆST Erlendur ferðamaSur falaðist eftir hreinræktuðum fslenzkum hundi og bauð stórfé fyrir hann. Eigandinn spurði hann margra spurninga, og þegar hann komst að þvf að maðurinn ætlaði með hundinn með sér til útlanda, neitaði hann að selja honum hundinn, og sagðist ekki geta hugsað sér að sjá honum á bak. Þá kom þar að fslenzkur ferða- maður. Sá hafði líka ágirnd á hinum göfuga hundi, og bað eig- andann um að selja sér hann fyrir fimm þúsund krónur, sem var miklu lægri upphæð en út- lendingurinn hafði boðið og tók eigandinn tilboðinu. Þá móðgaðist útlendingurinn heldur betur, og spurði hvað þetta ætti eiginlega að þýða. Ég sagði þér, að ég gæti ekki hugsað mér að skiljast við hundinn. En sá sem keypti hann er bara Reykvíkingur, svo að hundurinn verður kominn heim eftir nokkra daga. Hefði ég hins vegar selt þér hann, hefði ég ekki séð hann framar, þvf að hann gæti áreiðanlega ekki synt yfir Atlantshafið Aðalfundur Hafnarfjarðar- sóknar verður haldinn í kirkjunni sunnudaginn 21. október kl. 2. e.h. Auk venjulegra aðalfundar- starfa verða umræður um frum- varp til laga um veitingu presta- kalla. MESSUR f DAG Landakirkjusöfnuður Vest- mannaeyjum. Messað kl. 5 I dag í Selfosskirkju. Séra Þorsteinn L. Jónsson. DRÁTTHAGI BLYANTURINN Smáfólk 1) Maður lifandi! 2)-------- 3) Kominn tfmi til að fara á 4) Fyrirgefðu hvernig ég Ift út fæturog f skólann, Kata! fröken. . . Þetta er arkitekts- asnanum að kenna, sem teiknaði gestaskálann hjá Kalla! Fríkirkjan Reykjavík Barnasamkoma kl. 10,30 Friðrikí Shcram. Messa kl. 2 e.h. Séra Þor- steinn Björnsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.