Morgunblaðið - 21.10.1973, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.10.1973, Blaðsíða 32
frá Florida Fékkst þú þér Landhelgis- viðræður við Þjóðverja SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 1973 62 handteknir við Þórskaffi — eftir miklar óspektir ........_.II * " < Jjpg =% jyí íbúar Kleppsvegar mótmæla: Ottast um útsýnið út á sundin blá MIKLAR ðspektir brutust út við Þórskaffi í fyrrinótt, er lögreglu- þjónar handtóku mann vegna slagsmála. Réðust margir tugir manna á lögregluþjóna og lög- reglubifreiðir og var allt tiltækt lögreglulið sent á staðinn til að bæla óspektirnar niður. Voru alls 62 manns handteknir og færðir til yfirheyrslu og 6—7 manns gistu fangageynslurnar um nóttina vegna óspekta. Tugir annarra hlupust á brott, er lögreglan hóf f jöldahandtökurnar. Sólarhringur á Sögu fyrir hjón í 6384 kr. Hótel Saga hefur nú sent út til viðskiptaaðila verðlista sinn fyrir næsta sumar, og kemur þar fram að gert er ráð fyrir 25—35% hækkun á gistingu og meiri á fæði. Mun sólarhringurinn á Sögu næsta sumar kosta kr. 6384 fyrir hjón miðað við gistingu og fullt fæði. í viðtali við Morgunblaðið í gær sagði Konráð Guðmunds- son, hótelstjóri, að i fyrrahaust hefði Saga að vanda sent út verðlista sinn, miðað við þær upplýsingar, er þá lágu fyrir um verðlagsþróunina. Þegar gengishækkunin kom til fram- kvæmda í vor hafði Saga þegar fengið svo miklar bókanir, að ekki var hægt að gera neinar breytingar til hækkunar á verðlistanum og fyrir bragðið tapaði hótelið á um þriðju milljón króna á þessari gengis- hækkun. Konráð sagði, að þess vegna væri talið að um 25—35% hækkun þyrfti nú á gistingu og eitthverja meiri hækkun á fæði til að endar næði saman. Um það hvernig hækkunin kæmi út í raun sagði Konráð, að væri tekið dæmi um hjón, sem gistu á hótelinu og snæddu þar morgunverð, há- degisverð og fjórréttaðan kvöldverð, kostaði sólar- hringurinn fyrir þau samtals 6384 krónur, eða 38 dollara í gistingu og 40 dollara í fæði, þegar um hjón væri að ræða. Þingflokkarnir fjalla enn um skýrslu forsætisráðherra um fundinn í London og þann sam- komulagsgrundvöll, sem þar fékkst. Hefur enginn þing- flokkanna, svo vitað sé, nema AI- þýðubandalagið, tekið afstöðu til samkomulagsgrundvallarins og má gera ráð fyrir að afstaða hinna flokkanna liggi ekki fyrir fyrr en f næstu viku. Hins vegar er ljóst, að forystumenn Alþýðubandalagsins gera nú tilraun til að losa sig út úr þeirri kreppu, sem þeir hafa komið sér f með því að lýsa ein- dreginni andstöðu við samkomu- Laust eftir klukkan tvö var lög- reglan kölluð að Þórskaffi vegna slagsmála og var bifreið með tveimur lögregluþjónum send á staðinn. Handtóku lögregluþjón- arnir einn mann, en er þeir ætluðu að setja hann inn í bifreið- ina, tók fólkið að veitast að þeim. Báðu lögregluþjónarnir um að- stoð og var önnur bifreið send á staðinn. Er færa átti hinn hand- tekna milli bifreiða, hófust hin verstu ólæti, ráðizt var á lögreglu- þjónana og einnig á bifreiðarnar, sparkað í þær og reynt að velta þeim um koll. Var þá allt tiltækt lögreglulið sent á staðinn og urðu talsverðar sviptingar. Urðu lög- regluþjónarnir að beita kylfum á verstu óeirðaseggina. Alls voru 62 handteknir og færðir á lögreglu- stöðina vegna óspekta. Voru allir skráðir niður og verða kærðir, en S eða 7 voru settir í fangageymsl- urnar vegna framferðis síns. Meiðsli urðu ekki teljandi á mönnum. Lögregluvarðstjórinn, sem Mbl. fékk upplýsingar hjá um málið, sagði, að ástandið væri orðið veru- Iega slæmt við suma skemmtistaði og ættu lögregluþjónar stundum í vök að verjast vegna óláta fölks- ins og árásarfýsni þess, er þeir væru að sinna skyldustörfum. .■ — Leikvallar- skýli brann GÆZLUSKYLI á barnaleikvelli við Barðavog eyðilagðist af eldi í fyrrinótt. Standa veggir þess þó uppi, en ekki er talið svara kostn- aði að gera við það. Skýlið var úr timbri. í því var talsvert af leik- föngum og hlutum tilheyrandi rekstri leikvallarins og skemmd ist allt mikið eða eyðilagðist. Ekki er fullljóst um orsakir þess, að í skýlinu kviknaði, en sennilegt talið, að rafmagnsbilun sé um að kenna. Ekkert hefur komið fram, sem bendir til íkveikju af manna- völdum. Þá var í fyrrinótt farið inn í íbúð við Bjarkagötu og stolið ferðaútvarpstæki með innbyggð- um segulbandsbúnaði. Einnig var brotizt inn í bát f Reykjavíkur- höfn, en engu stolið. lagsgrundvöll, sem að meginefni til er byggður á tillögum Ólafs Jóhannessonar. Morgunblaðið birti í gær sam- þykkt þingflokks Alþýðubanda- lagsins, sem þá hafði enn ekki verið birt en þar er því lýst yfir, að flokkurinn „geti ekki staðið að neinu samkomulagi við Breta á grundvelli þeirra tillagna, sem þeir hafa nú sett fram‘! í forystugrein Þjóðviljans í gær segir hins vegar: „Annað mál er það, ef Bretar vilja ræða málin á eðlilegan hátt. En þá verða þeir SAMBAND fsl. samvinnufélaga hefur nú hafið byrjunarfram- kvæmdir inni við EUiðavog við mikla birgðastöð fyrir innkaupa- deild StS. Fullbyggð verður þetta ein stærsta bygging hér á landi, alls um 17 þúsund fermetrar, en öll á einni hæð. Þessi byggingar- áform Sambandsins hafa samt sem áður valdið fbúum um 100 fbúða innarlega á Kleppsvegi töluverðum áhyggjum, og hafa þeir nú ritað borgarráði bréf, þar sem þeir óttast að þessi mikla bygging muni draga úr útsýni þeirra út á sundin blá ti) Esjunnar. Að sögn Hjalta Pálssonar, fram- kvæmdastjóra innkaupadeildar SlS, eru framkvæmdir tiltölulega nýhafnar og er nú verið að vinna við grunninn. Byggt verður í áföngum, en ekki hafa einstakir áfangar þó verið tfmasettir. Bygg- ingin er hönnuð hjá teiknistofu SlS og arkitekt er Hákon Herte- vig, en SÍS hefur einnig notið ráðlegginga sænskra sérfræðinga við undirbúning framkvæmd- anna. Birgðastöð þessari er ætlað líka að falla frá því að hér sé um úrslitakosti að ræða. Síðan verða þeir að gera sér ljóst, að lögsaga okkar er grundvallaratriði af okk- ar hálfu, sem ekki verður hvikað frá og sókn þeirra verður að minnka verulega." Þjóðviljinn birti einnig viðtal á forsíðu í gær við Ragnar Arnalds, formann Alþýðubandalagsins. I því segir hann að „afgerandi breytingar frá tillögum Breta verða að fást fram“ og segir síðan: „Enda lýsti Ólafur Jó- hannesson því yfir við heim- komuna, að hann væri algerlega það hlutverk, að taka við og ann- ast afhendingu á vörum inn- kaupadeildar, sem hún selur til kaupfélaganna. Er gert ráð fyrir ýmiss konar aðstöðu í bygging- unni f því sambandi, svo sem pökkun. Eins og áður getur hefur vænt- anleg birgðastöð verið íbúum inn- arlega á Kleppsvegi nokkurt áhyggjuefni. Lóðarnefnd hús- félaganna við Kleppsveg 128—144 hélt fund um málið hinn 10. september sl. og var þar sam- þykkt að rita borgarráði bréf með eftirfarandi tilmælum, að því er Auður Pétursdóttir, einn af for- svarsmönnum húsfélaganna, tjáði Morgunblaðinu í gær. I bréfinu er m.a. farið fram á, að borgarráð hlutist til um að væntanlegar vöruskemmur SÍS við Elliðavog verði háðar því skil- yrði að hæð þeirra takmarkist við að útsýni íbúða fyrstu hæðar húsa í nágrenninu skerðist ekki, eins og byggingaheildir skyggja nú á útsýni íbúa á 1. og 2. hæð að Kleppsvegi nr. 52—58. I öðru lagi óskast upplýst hvert óbundinn af því tilboði er Bretar settu fram á lokastigi við- ræðnanna i London.Það hefur nú einnig komið fram, að ekki sé um úrslitakosti að ræða af Breta hálfu. Málið er því nú til með- ferðar hjá stjórnarflokkunum og er þess að vænta að samstaða náist um að knýja fram þær breytingar á tilboði Breta að við verði unað.“ Þessi ummæli sýna, að tónninn hefur breytzt og að Alþýðubandalagið gerir nú til- raun til að finna leið út úr þeirri kreppu, sem það er komið í. Um afstöðu Alþýðubandalagsins er fjallað í forsíðugrein Mbl. í dag. á morgun A morgun hefjast að nýju við- ræður við sendinefnd Vestur- Þjóðverja út af landhelgismálinu. Verulega miðaði I samkomulags- átt á sfðustu fundum aðilanna f Bonn, og eru menn þvf fremur bjartsýnir á að samkomulag náist á fundinum hér. Hann verður væntanlega haldinn f Ráðherra- bústaðnum. Sendinefnd V-Þjóðverja kemur til landsins í dag, og er hún skip- uð sömu mönnum og fyrr. Dr. Apel, verður formaður þýzku nefndarinnar, eins og áður. Af hálfu Islands taka einnig sömu menn þátt í viðræðunum, og verða ráðherrarnir þrír, Einar Ágústsson, Magnús Torfi Ólafsson og Lúðvík Jósepsson fyrir íslenzku nefndinni, eins og í undangengnum viðræðum þessara aðila. hlutverk sé ætlað landræmu þeirri, sem samkvæmt uppdrátt- um á að takmarkast að Elliðavogi að vestan, Vatnagörðum að aust- an og Holtavegi að sunnan, og virðist vera í beinu framhaldi af þeim lóðum, sem húsheildir við Kleppsveg standa á. Sé ætlunin að halda áfram með bygginga- heildir inn með Kleppsvegi, eru það eindregnar óskir lóðanefndar að byggingarnar verði ekki látnar ná lengra en að mörkum væntan- legs opins svæðis umhverfis Kleppsspítalann. Auður kvað lóðarnefndinni hafa borizt svar við þessu bréfi frá borgarverkfræðingi, en ekki kvað hún lóðarnefndina fyllilega ánægða með það. Undirskrifta- söfnun er hafin til að fylgja þessu máli eftir, og kvað hún fólk í áðurgreindum húsum almennt mjög á móti þessum byggingar- áformum. ALLIR AÐAL- VEGIR FÆRIR ALLIR aðalvegir landsins eru vel færir og engin fyrir- staða, nema á fjallvegum vestan- og norðanlands og á Austjörðum er nokkur hálka Þessar upplýsingar fékk Mbb hjá Vegagerðinni f gær og þá jafnframt, að snjókoman fyrir norðan og austan hefði verið það lítil, að hún hefði engum töfum valdið á umferð og eng- ar ráðstafanir þurft að gera varðandi snjóruðning. Tvær leiðir sem hafa verið notaðar að sumrinu, eru þó ófærar nú: Fjallvegir yfir Hellisheiði eystra og Axar- f jarðarheiði. Eru þetta lélegir vegir og fara venjulega fyrstir eða snemma undir snjó á vetrum. Eru kommúnistar að draga í land?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.