Morgunblaðið - 21.10.1973, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.10.1973, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. OKT0BER 1973 Sverrir Haraldsson, KJarvalsstöðum. AlfreðFlóki, Bogasal. Þeir, sem áhuga hafa á mynd- list, hafa sannarlega nóg að skoða í höfuðborginni um þessar mund- ir, því að sjaldan hafa jafnmargar álitlegar listsýningar verið uppi f senn, og það, sem sérstaka eftir- tekt vekur, er, hve þær hljóta allar góðar undirtektir, hvað að- sókn og sölu snertir. Færir það okkur heim sanninn um furðu vfðtækan myndlistaráhuga ts- lendinga, þvf að hér er um að ræða mjög ólfka myndlistar- menn. A.m.k. nokkrir þessara myndlistarmanna hefðu f hæsta lagi átt vfsar þokkalegar undir- tektir fyrir örfáum árum, svo að manni verður á að spyrja: hvað er að ske? Hefur áhugi höfuðborg- arbúa á myndlist aukist svo mjög, eða koma þessir listamenn með sýningar sfnar á heppilegum tfma? Vfða er nú bjart yfir, bjartsýni meðal fólks, auk þess sem haustið hefur verið einstak- iega heiðrfkt og litfagurt. Hefðu undirtektirnar orðið hinar sömu á dimmu, hretsömu og köldu haust? Maður þorir vart að vona, að þetta sé varanleg vakning, þótt ýmislegt geti bent til, að svo sé, þvf að þótt slfkar bylgjur hafi fyrr gengið yfir, hefur engin þeirra risið jafnhátt. Það hafa einnig komið dimm haust með slævðum áhuga og takmarkaðri sölu, þótt veðurfar sé engan veg- ínn einhlftur mælikvarði. Þá hef- ur það einnig gerst, að f fyrsta skipti er einn okkar eldri braut- ryðjenda metinn nokkurn veginn til verðgildis f heimalandi sfnu, þvf að landar hans hafa verið furðulengi að átta sig á þessari hlið mála, en hafa t.d. stórum meiri skilning á verðgildi frf- merkja. AJIir þeir, sem hér eru til um- ræðu (Sverrir, Flóki, Tryggvi, Hringur, Ásmundur), styðjast að nokkru við náttúru- og mannleg fyrirbæri f myndgerð sinni, og ég minnist inngangs að grein, er ég reit fyrir Samvinnuna haustið 1967 um íslenzka myndlist, vandamál og viðhorf, sem þó ein- hverra hluta vegna féll út: „Hið fræga vfgorð: „Ffgúran er dauð“, sem hérlendir og erlendir vitn- uðu óspart til fyrir einum áratug eða svo, er Iöngu orðið úrelt, þó svo að það hafi haft tilgang, með- an það var og hét. Einnig um- hverfi mannsinsog landslagið hef- ur verið tekið til endurskoðunar f heiminum en f breyttri mynd. Sú endurnýjun á eftir að ná til ts- lands og mun verða fagnað af f lestum, svo langt sem hefur tek- ist að draga þá listgrein niður. Ef hægt er að mæla umbrota- tfmabil fslenzkrar framúrstefnu- listar f áratugum, þá eru þau þrjú: 1940—’50, 1950—’60, 1960—’70. Ég trúi, að fjórði ára- tugurinn, þ.e.a.s. 1970—’80, verði einn sá umbrotamesti, og að þá muni fslenzk myndlist e.t.v. ná hámarki sfnu á þessari öld.“ Ég var þarna ekki að fagna þvf, að listamenn sneru baki við óhlutbundinni list né afturkomu eldri gilda, — heldur nýju grund- vallargildismati á myndlist al- mennt, þfðu sem ég taldi mig sjá fyrir, að myndi feykja burt níð- þröngum fordómum og verða til að leysa úr læðingi niðurbælda krafta, vfkka sjónhring myndlist- arinnar til allra átta. Enda hefur einnig farið svo, að geometrfan hefur haldið áfram að þróast, ver- ið tekin til endurmats, fengið á sig mannlegra yfirbragð og hið Suerrealistisk viðhorf sama má segja um abstraktsjón- ina og fleiri tegundir óhlutbund- innar listar. Það er nefnilega neistinn f sköpunarverkinu, sem gildir, en ekki tfmanlegt gildis- mat okkar mannanna, það hefur, sem alltaf áður, sfðasta orðið. Ungir sem aldnir geta nú sem sagt lagt út á hvaða svið myndlist- ar sem er án þess að eiga f hættu að vera úthrópaðir gamaldags eða sérvitrir sérhyggjumenn. Fjöl- miðlar eru einnig orðnir frjáls- lyndari, hafa að nokkru og ðsjálf- rátt meðtekið þessa þróun, — þeir eru einnig ábyrgir, hvað það snertir, að opna þessari þróun farveg til hins almenna listnjót- anda. Vfða um lönd eru fræðslu- þættir um sjónlistir orðnir að vin- sælu efni f sjónvarpi, hvort sem f hlut á umræða um forn gildi, æva- forn menningarskeið eða vett- vang dagsins í dag. Jafnvel hef ég fregnir af stóru flugfélagi, sem lét flugfreyjurnar kynna farþeg- um sfnum nútfma listaverk. Vonandi hefur hið nfðþrönga gildi eínstefnunnar kvatt fyrir fullt og allt. Yfirlitssýning Sverris á Kjarvalsstöðum Sverrir Haraldsson er einn b'ráðgerasti einstaklingur, sem fram hefur komið í íslenzkri myndlist. Hann gerði þegar á unga aldri ágæt verk án nokkurr- ar aðfenginnar skólamenntunar, og tæknileg leikni hans tók stór- stígum framförum á skólaárum hans f Handíðaog myndlistarskól- anum (nú Myndlista- og handfða- skóli Islands). Það var mikil sam- keppni og stórhugur innan veggja þess skóla í þann tfma, og þeir árgangar áttu eftir að marka drjúg spor í íslenzka myndlistar- sögu. Yfirlitssýning sú, sem vinir Sverris hafa sett upp í hinu nýja myndlistarhúsi á Miklatúni, er fyrir margt merkilegt fyrirbæri. I það fyrsta er þetta viðamesta og sennilega yfirgripsmesta yfirlits- sýning á verkum íslenzks mynd- listarmanns, sem nokkurn tímann hefur verið sett upp að Kjarvals- sýningunni í vor undanskilinni, en sú sýning stenzt þó engan samanburð sem þróunarsýning, enda erfiðara að nálgast verk hins látna meistara. — Þá hefur eng- inn annar núlifandi listamaður verið heiðraður með slfkri sýn- ingu né veglegri sýningarskrá til þessa. Þá ber að geta, að listamað- urinn er enn á bezta þroskaskeiði myndlistarmanns eða aðeins 43 ára að aldri. Undirbúningur að sýningunni mun og hafa verið lengri og markvissari en áður hef- ur þekkzt. Fjölmiðlar hafa tekið þessum manni svo vel, að ekki mun dæmi til áður, nema ef vera skyldi Kjar- val á allra síðustu árum hans, enda koma myndir listamannsins vel út á síðum blaða og gefa þeim að auki tækifæri til að reyna nýja tækni. Þá er málarinn sjálfur vel máli farinn, og ummæli hans vekja sterka athygli meðal fólks, enda þar meir um að ræða gaman- mál og öfugmæli um list og lista- menn en alvarlega rökræðu. Hér er því á ferð einn af lukkunnar pamfílum á sviði íslenzkrar myndlistar, dekurbarn, sem hefur jafnan átt vísan gildari stuðning og almennari aðdáun öðrum starfsbræðrum sínum, og vafalít- ið fyrir það öfundaður á laun. I Kiarvalssal getur að líta hinn eiginlega þróunarferil lista- mannsins til hinnar sérstöku myndgerðar hans hin síðari ár er hófst árið 1965. Elztu myndimar á sýningunni gerði hann tólf ára að Sverrir Haraldsson: Landslag 1967 — 1968; olía. Arið 1962 hefst nýr kafli á ferli listamannsins, sem kennt hefur verið við sprautuna og mun hafa staðið í tvö ár. I sprautunni kenn- ir maður eins konar optísk tækni- brögð, leiftrandi kristölluð ljós- brot, líkt og maður hafði áður séð stað í vönduðum erlendum myndablöðum, þar sem skyggnzt er í undraheim litanna með vísindalegum tæknibrögðum, — og myndirnar gefa manni jafn- mikið, þegar fyrstu áhrifin eru fjöruð út, en ekki heldur meir. Mynd nr. 117 fer þó sennilega fram úr þessari greiningu. 1 eitt ár föndrar Sverrir I skúlp- túr og nefnir árangurinn „tálgað- ar spýtur”. Þær bera völundinum vitni, eru nostursamlega unnar og yfirmáta fíngerðar, en einhvern veginn fóru þessar myndir að mestu framhjá mér á sýningunni, njóta sfn sennilega ekki innan Um allan þennan fjölda litskærra málverka. Uppúr þessu hefst tímabil landslagsins, sem hann hefur bundizt síðan og ósjaldan mjög í súrrealistískum anda. Sverrir hefur sjálfur sagt að hann reyni I þessum myndum sínum að vera listamaður, sem hann skilgreinir að sé að vera blekkingameistari, töframaður. Ennfremur segir hann: „Það hlýtur að gleðja lista- manninn að ná til annars fólks, og það er mikil eigingirni að gera fegurð bara fyrir sjálfan sig.“ Alfreð Flóki: „Sendiboðí prinsessunnar”, pennateikning 1973. aldri og þótt þær segi ekki mikið, þá dylst engum listrænn strengur höfundar. Tveimur árum síðar hefur hann þroskazt allmjög, um það eru myndirnar „Stokkseyri" (9) og kyrralífsmyndirnar nr 13 og 22 til vitnis, en tæknin, sem þar kemur fram, er merkilegur hlutur frá hendi jafnungs manns. Af eftirtektarverðum myndum, sem hann gerir í Vestmanneyjum, áður en hann flyzt til Reykjavíkur 1946, má einnig nefna „Hríslur" (27), gerða 1945. Námsárin í Handíðaskólanum 1946—’49 reynast hinum unga manni mjög frjó, hann sökkvir sér niður í hvers konar tæknileg- ar tilraunir, líkt og listaskólanem- um er tamt, og nýtur þar leiðsagn- ar frjálslyndra og fordómalausra kennara, sem var honum mikil gæfa. Að sjálfsögðu munu flestar þessara mynda hafa verið unnar sjálfstætt í heimahúsum, sem auð- séð er, en einhverjar þeirra kunna að hafa verið gerðar innan veggja skólans, sem þó er sízt ljóður á. Eitt athyglisverðasta tímabil Sverris byrjar 1947, sem við sjá- um í mynd nr. 45 og endar 1952—3, er efinn fór að gera vart við sig eftir margra ára staðfestu, en það var f þá tið, er geometrian haslar sér völl. Sverrir dvelur í París og málar lítið sem ekkert, en þegar heim kemur, er mynd- stíll hans breyttur, flatamálverk- ið orðið allsráðandi. A fyrrnefndu timabili finnur maður þó stað greinilegra geometrískra tilhneiginga, áhugi hans á flötum og margslunginni byggingu, þar sem nákvæmnin er orðin að algerri ástriðu. Vinnu- brögðin minna á hinn fíngerðasta ísaum og liturinn er dýpri og fyllri og áferðin mettaðri en á nokkru öðru skeiði listar hans. Nefni ég máli mínu til stuðnings myndir nr. 64, 80, 87, 89 og 92, allt fin og mögnuð verk. Geometríunnar, sem Sverrir að- hylltist á árunum 1954—’61, sér lítils stað á sýningunni; henni hefur verið afmarkaður bás, er Sverrir nefnir „skammarkrók- inn“, sem gefur sýningunni sirkuskenndan blæ, því að mynd- irnar sýna, að hann hefur komizt stórum betur frá þessu tímabili en margir hinna svonefndu þján- ingarbræðra hans og í þessum myndum kennir maður sama grunntóns og nákvæmnisvinnu- bragða og á fyrra tímabili. Þar eru til dæmis mynd nr. 95, sem og þrennan 111, 112 og 113, sem að vísu eru á öðrum stað og því sennilega þóknanlegri listamann- inum, og hér kemur fram hin sama efniskennd og I myndum fyrrnefnds tímabils. skrifar um myndlist

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.