Morgunblaðið - 21.10.1973, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.10.1973, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR21. OKTÓBER 1973 Guðrún Bóasdóttir Brunborg — Minning VIÐ fráfall ástvina og vina hugsar maður oft meira um lífið en dauðann. Lífið, sem var. Það bregður fyrir svo ótal mörgum myndum í huga mér, við nafn Guðrúnar Brunborg, myndum, sem ljúft er aðmuna. Það er árla sumars úti 1 Osló. Lítil hlæjandi kona, í blárri dragt, með vínrauðan hatt á höfði. Það er Guðrún Brunborg, hún er að taka á móti mér, í minni fyrstu utanlandsferð. Það var töluvert af islenzkum ungmennum hjá Guðrúnu og Brunborg, á Breivikvej 17, Billingstad. Þetta sumar 1939. Við Reidun urðum strax mjög samrýmdar, enda jafn- gamlar. Allt var æska og gleði, vist líka mikil vinna, hjá húsráðendum, sérstaklega hjá Guðrúnu, þó að ungviðið gerði sér það ekki ljóst, þá. Guðrún var alltaf svo ósérhlífin, svo fljót til, svo úrræðagóð, glaðlynd og gestrisin með afbrigðum. Það kom ekki sjaldan fyrir, að 20 manns væru á heimilinu um helgar, og þótti varla umtalsvert af heimafólki. Sólmund Brunborg, þessi staki heiðursmaður, virtist aldrei finnast sem að honum væri þrengt á nokkurn hátt, þrátt fyrir þennan „krakkavaðal" og gesti á heimilinu. Hann var alltaf jafn ljúfur og viðmótsþýður við alla. Sama var að segja um systkinin, Redun, Olav, Erling og Egil, sem öll voru skemmtileg og góðir félagar. Ég man, hvað ég dáðist oft að Guðrúnu, hvað hún var alltaf kát, kjarkmikil og hjálpfús, þegar þurfti að greiða götu einhvers, sem oft var um þessar mundir og þó meira síðar. Hvað hún var forsjál og myndarleg í öllu heimilishaldi, hvort heldur var um að ræða útivinnu, matargerð eða handavinnu. Hún prjónaði og saumaði fatnað á alla á heimilinu, óf, kniplaði og saumaði út. Ég hugsaði stundum, að ef ég ætti eftir að eignast eigið heimili, þá skyldi ég reyna að lfkjast Guð- rúnu. Þau fylgdu mér til skips 1 Oslo, í marz 1940, öll fjölskyldan, Guðrún, „mor i Norge" og öll hin. Stríðið — og allt, sem á eftir fór! Guðrún, með óbilandi kjark og dugnað. kom til íslands og hófst handa um söfnun til sjóðs Olavs Brunborg, sem fyrir löngu er orðinn að veruleika og marga hefur styrkt. Þeim mörgu ungmennum, sem stundað hafa nám í Noregi og þeirra fjölskyldum, er eflaust betur kunnugt en mér um fórnfýsi og hjálpsemi Guðrúnar við þau, síðustu árin. Þó vil ég nefna hér eitt dæmi af nokkrum, sem ég átti af tilviljun aðild að. Það var einu sinni hringt til mín hér á miðju sumri, og ég, þareð ég þekkti Guðrúnu, beðin að hafa sam- band við hana til að biðja hana að útvega ungum námsmanni húsnæði og fyrirgreiðslu um skólavist í Oslo. Piltinum hafði verið sagt af námsmanni í Oslo, að fyrst allt væri crðið svona seint þá yrði hann að tala við Guðrúnu Brunborg, því „Guðrún getur allt“. Ég hringdi til Guðrúnar, og „Guðrún gat allt“. Guðrún kom til Islands I sumar, hún var glöð og kát að vanda, þó að hún ætti við vanheilsu og sjúkrahúslegu að strfða eins og svo ótal oft áður. Mér fannst líkamsþrek hennar fara þverrandi og hafði eitthvað orð á því, en hún sagði bara í léttum tón: „Þetta batnar, ég verð að flýta mér til Oslo, það er svo margt, sem ég þarf að gera fyrir krakkana mína, áður en skólinn byrjar." Hún var að tala um fslenzka námsfólkið sitt. Það var sólbjartur ágúst- morgun, ég ók henni niður á Skólavörðustíg og kvaddi hana á stéttinni fyrir framan Baldursbrá. Lítil, hlæjandi kona í dragt úr fslenzku ullarefni. berhöfðuð. með snjóhvítt brúsandi hár, sem bærðist í golunni. Svo sá ég myndina hennar á sjónvarpsskerminum, kvöldið 14. október, um leið og látið hennar, þessarar stórmerku konu, var tilkynnt, 18. okt. 1973, Kristfn Snæhólm Hansen. Útför frú Guðrúnar Bóasdóttur Brunborg verður gerð á morgun, mánudag, frá Akerkirkju í Asker. Með láti hennar er lokið starfsamri ævi mikilhæfrarkonu. Guðrún var fædd að Stuðlum í Reyðarfirði 5. júnf 1896 og ólst þar upp í hópi 9 systkina. Af þeim er nú aðeins eitt eftir á lífi, Jón Bóasson, fyrrum bóndi á Eyri við Reyðarfjörð. Guðrún stundaði nám við Kennaraskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófi rúmlega tvitug að aldri. Árið 1919 hélt hún til Noregs og var ætlun hennar að læra hjúkrun, en því starfi vildi hún helga sig. Meðan hún beið eftir skipi f Reykjavík gekk spánska veikin yfir og vann Guðrún þá mikið starf sem sjálf- boðaliði við hjúkrunarstörf í bamaskólanum, sem gerður var að bráðabirgðaspítala. Þegar til Noregs kom, tók Edvald bróðir hennar á móti henni, en hann varð síðar stór- bóndi í nágrenni Osló og lést þar fyrir nokkrum árum í góðri elli. Minna varð úr hjúkrunamámi Guðrúnar en efni stóðu til. Með Edvald vann ungur norskur bú- t Þökkum ínnilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar GUÐBJARGAR GRÍMSDÓTTUR. Fyrir hönd aðstandenda. Magnea Reinaldsdóttir, Ingólfur Jónsson. fræðingur, Salomon Brunborg. Felldu þau Guðrún hugi saman og gengu í hjónaband eftir tiltölu- lega skamma dvöl Guðrúnar í Noregi. Þau Salomon og Guðrún settu upp heimili sitt f nágrenni Qsló, fyrst á Stabekk, en síðan á Billingstad, þar sem heimili þeirra var æ sfðan. Þau eignuðust fjögur börn, Olav Reidum, Erling og Egil. Salomon Brunborg starfaði f landbúnaðarráðu- neytinu i Osló, þar til hann hætti störfum fyrir aldurs sakir, en jafnhliða stunduðu þau hjónin alla tfð nokkurn búskap. Ég þekki lítið til heimilislífs Brunborgfjölskyldunnar á þeim árum fyrir stríðið, þegar börnin voru að komast á legg, en ráða má bæði af frásögnum Guö- rúnar sjálfrar og myndasafni fjölskyldunnar, að þá ríkti mikil hamingja á þessu heimili, enda þótt fjárhagur hafi sjálfsagt oft verið þröngur. Síðan kom strfðið. Tveir eldri synirnir tóku virkan þátt í and- spyrnuhreyfingunni gegn Þjóð- verjum. Þeirri sögu lauk þannig, að Olav var fluttur í fangabúðir i Þýzkalandi, þar sem hann lést eftir langa fangavist, en Erling var haldið f átta mánuði i fanga- búðum Þjóðverja á Grini rétt utan við Osló. Eins og vonlegt var, var Olav sárt tregaður af foreldrum sfnum, en allir, sem þekktu hann, eru á einu máli um, að þar hafi farið óvenjumikill atgervismaður bæði til lfkama og sálar. Það var hins vegar gagnstætt eðli Guðrúnar Bóasdóttur Brun- borg að láta sorgina yfirbuga sig. Minningin um soninn gaf henni þrótt til að leggja út í ný viðfangs- efni, þótt hún væri þá komin hátt á fimmtugsaldur og hefði lengst af átt við vanheilsu að strfða. Þegar Olav Brunborg var tekinn til fanga, stundaði hann hagfræði- nám við háskólann í Osló.Guðrún stofnaði því minningarsjóð um hann, Olav Brunborgs Minne- fond, sem veita skyldi íslenskum stúdentum fjáhagslega aðstoð við SKILTI Á GRAFREITI OG KROSSA. Flosprent s.f. Nýlendugötu 14, sími 1 6480 nám í Noregi og norskum stúdentum aðstoð við nám á tslandi. Skömmu eftir stríðið kom Guðrún hingað til lands með kvik- myndina Englandsfararnir, sem hún sýndi viða um land til fjár- öflunar fyrir sjóðinn. Henni var forkunnar vel tekið og réð þar vafalaust nokkru um hin mikla samkennd tslendinga með Norð- mönnum á þessum tfma. Guðrún hélt fjársöfnun í sjóðinn áfram næstu árin meðþví að ferðast um Island á hverju sumri og fram á haust og sýna norskar kvikmyndir. Guðrún naut við þessa starfsemi mikillar að- stoðar frændfólks, sem bæði er óvenju fjölmennt og búsett víðs vegar um land, en auk þess eignaðist hún á þessum árum stóran hóp vina, sem allt vildu fyrir hana gera. Guðrún hlaut á þessum tima fyrir störf sín að auknum menningarlegum samskiptum Noregs og Islands bæði íslenzku Fálkaorðuna og norsku St. Olavs orðuna. Énnþá átti Guðrún þó eftir stærsta átakið f þágu islensks námsfólks. Húsnæðisvandræði vóru gífurleg f Osló á árunum eftir strfðið ne fór íslenskt náms- fólk ekkifremuren aðrir varhluta af því. MéF er enn í fersku minni, eins og það hefði gerst í gær, þegar við Guðrún ræddum þessi mál eitt haustkvöld fyrir 20 árum síðan í stofu þeirra hjóna.Þá höfðu nýlega verið teknar í notk un fyrstu byggingarnar í nýjum stúdentagarði að Sogni, sem Norð- menn höfðu svo til eingöngu að- gang að. Allt f einu sló Guðrún þeirri hugmynd fram, að þarna væri lausnin á húsnæðismálum íslensks námsfólks fundin, það þurfti bara að kaupa nokkur her- bergi handa því á Sogni. Og eins og einatt lét hún ekki standa á framkvæmdum, daginn eftir var athugun á þessu máli komin í fullan gang. Herbergin, sem hún ætlaði að kauna voru f upphafi 5 en urðu fljóllega 10. Og áður en nokkur hafði raunverulega áttað sig á, hvað var að gerast, við búið að ganga frá kaupum á þessum 10 herbergjum, engir peningar voru að vfsu fyrir hendi, en allar eignir Brunborgfjölskyldunnar veð- settar eins og lög f ramast leyfðu. Við kaupin naut Guðrún mikillar velvindar noskra ráða- manna um þessi mál, en nafn hennar var þá orðið vel þekkt í Noregi, ekki síður en á Lslandi. Það var svo á aðfangadag jóla fyrir tæpum 20 árum að sá, sem þetta ritar, flutti fyrsturfslenzkra námsmanna inn í hið nýja hús- næði á Sogni. Guðrún hélt áfram fjársöfnun sinni vegna þessara kaupa næstu árin á Islandi og var eins og alltaf áður vel tekið, ekki sfzt f dreif- býlinu. A smærri stöðum voru þannig stundum allt að því allir íbúarnir, allt frá háöldruðu fólki ofan í kornung börn, sem sáu myndir hennar. A veturna var Guðrún sýknt og heilagt að greiða fyrir fslensku námsfólki í Noregi, og reyndar ekki aðeins því, heldur öllum þeim tslendingum, sem leituðu aðstoðar hjá henni. Þessari starfsemi sinni hélt hún áfram eftir að herbergin voru að fullu greidd og órtúlega mikið af tíma hennar fór í slíka fyrirgreiðslu. Ég dvaldi á heimili hennar fyrir þremur árum um nokkurra daga skeið að sumri til, og ég held mér sé óhætt að segja að ekki hafi liðið svo dagur, að hún hafi ekki fengið bréf, skeyti eða upp- hringingu með beiðni um aðstoð á einhvern hátt. öllum þessum beiðnum sinnti hún, en beim fylgdu og nokkur fjárútlát, sem hún átti, a.m.k. hin sfðari ár, ó- hægt með. Það var eins og engum dytti I hug, að hún léti ekki ein- ungis vinnu sína án endurgjalds, heldur hefði einnig beinan kostnað af. Þetta þrotlausa starf hafði það m.a. f för með sér, að ráðamenn stúdentabæjarins neituðu henni aldrei um húsnæði fyrir Islend- ing, og munu nú að því er ég best veit búa þar 30—40 íslenskir námsmenn og —konur, enda þótt Islendingar eigi ekki nema þau herbergi sem Guðrún keypti í upphafi. Auk þess hefur íslenska FANNÝ KARLSDÓTTIR Þrastargötu 8, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 23. okt. kl 3 e.h. Fyrir hönd aðstandenda Gunnar Ólafsson. Eiginmaður minn EINAR PÁLSSON. skrifstofustjóri, Lynghaga 1 5, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 23. okt kl 1 3 30 Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Guðlaug Á. Valdimars. INGIMUNDUR GUÐMUNDSSON, vélsmiður. Hlégerði 1, Hnifsdal. verður jarðsettur frá ísafjarðarkirkju þriðjudaginn 23. okt. kl. 2 e.h. Sigriður Hjaltadóttir Hrafnhildur Samúelsdóttir Jósef Vernharðsson og barnabörn Þökkum innilega samúð við andlát og útför eiginmanns mins, föður okkar, tengdaföður, afa og bróður ÓLAFS H. JÓNSSONAR, forstjóra, Flókagötu 33. Sigþrúður Guðjónsdóttir, Ólöf Björnsdóttir, Jón Ólafsson, Áslaug Sigurgrímsdóttir, Guðjón Ólafsson, Soffia Pétursdóttir, Gunnar Örn Ólafsson, Margrét Þorleifsdóttir, Ólafur Helgi Ólafsson. barnabörn og systur Þökkum innilega sonar okkar. t auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför RAGNARS Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki Skálatúnsheimilisins, sem annaðist hann allan þann tíma er hann dvaldi þar. SigurfIjóð Jónsdóttir, Ögmundur Sigurðsson. Þakka innilega samúð og vinarhug við fráfall og jarðarför konu minnar MARGRÉTAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Sérstaklega þakka ég lækni, hjúkrunar- og starfsliði Keflavikur Sjúkra- húss fyrir alla hjálp og umönnun, sem hún naut þar Fyrir hönd tengdabarna og barnabarna Ólafur Gislason, Sólvallagötu 29, Keflavik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.