Morgunblaðið - 21.10.1973, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 1973
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson
Matthías Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, simi 10-100.
Aðalstræti 6, simi 22-4-80.
Áskriftargjald 360,00 kr. á mánuði innanlands.
I lausasölu 22,00 kr. eintakið.
íllafur Jóhannesson,
forsætisráðherra, hef-
ur lýst því yfir, að hann
vilji samþykkja samkomu-
lagsgrundvöll þann, sem
hann kom með heim frá
Lundúnum eftir viðræður
við Edward Heath. Þessi
samkomulagsgrundvöllur
hefur nú verið birtur
ásamt skýrslu Ólafs
Jóhannessonar til ríkis-
stjórnarinnar um viðræð-
urnar. I þessari skýrslu
kemur fram, að forsætis-
ráðherra hefur sjálfur lagt
ákveðnar tillögur í sex lið-
um fyrir brezka forsætis-
ráðherrann. Gagntillaga
Heaths, sem nefnd er
grundvöllur að lausn er í
raun tillaga Ólafs Jó-
hannessonar með einu
meiriháttar fráviki, þ.e. að
eitt svæði af sex verði
lokað í senn en í til-
lögum Ólafs var gert ráð
fyrir, að fjögur svæði
yrðu opin en tvö lokuð.
I samkomulagsgrundvell-
inum er gert ráð fyrir
gildistíma samkomulags
í tvö ár en Ólafur Jó-
hannesson hafði sjálfur í
viðræðunum nefnt þann
tíma. Af framansögðu er
ljóst, að samkomulags-
grundvöllurinn er fyrst og
fremst byggður á tillögum
íslenzka forsætisráðherr-
ans og því fráleitt að kalla
hann „brezkar tillögur“
enda mótmælti Ólafur Jó-
hannesson þeim skilningi á
blaðamannafundi í fyrra-
dag og einnig því, að um
úrslitakosti væri að ræða.
Þingflokkar fjögurra
stjórnmálaflokka eiga eftir
að taka afstöðu til sam
komulagsgrundvaliarins.
Forsætisráðherra hefur
lýst þvi yfir, að hann vilji
samþykkja hann og ótví-
rætt gefið í skyn, að verði
það ekki gert, muni hann
segja af sér embætti. Hins
vegar hefur þingflokkur
Alþýðubandalagsins tekið
þveröfuga afstöðu. Morg-
unblaðið birti í gær sam-
þykkt, sem þingflokkur Al-
þýðubandalagsins gerði
þegar á miðvikudag og
afhent var samstarfsflokk-
unum í rikisstjórn áður en
utanríkisnefndarfundi var
lokið um málið. I þessari
samþykkt er því lýst yfir,
að þingflokkurinn hafni
því sem kallað er „tillögur
Breta“, sem óaðgengi-
legum. Síðan eru athuga-
semdir í 5 liðum við efni
samkomulagsgrundvallar-
ins. Við samanburð á þess-
ari samþykkt þingflokks
Alþýðubandalagsins og
skýrslu forsætisráðherra
kemur í ljós, að gagnrýni
kommúnista beinist fyrst
og fremst að þeim tillögum,
sem Ólafur Jóhannesson
lagði sjálfur fram í
London.
íslenzki forsætisráðherr-
ann lagði til, að allir verk-
smiðju- og frystitogarar
yrðu útilokaðir frá miðun-
um svo og 15 stærstu tog-
arar og 15 aðrir togarar.
Þetta segir þingflokkur Al-
þýðubandalagsins, að sé
„allmiklu óhagkvæmara
fyrir íslendinga" og að
þessi tillaga Ólafs Jó-
hannessonar gefi Bretum
möguleika á „að afla hér
15—20 þúsund tonnum
meira á ársgrundvelli en
skv. tillögum íslendinga.“
í upphafsorðum sínum á
fundinum með Heath,
sagði Ólafur Jóhannesson
um gildistíma samkomu-
lags: „I stuttu máli eru til-
lögur mínar þær, að við
ættum nú að koma okkur
saman um l'A til 2ja ára
bráðabirgðasamkomulag*
. . .“ Á blaðamannafund-
inum í fyrradag benti for-
sætisráðherra á, að á við-
ræðufundinum í byrjun
maí, hefðu íslendingar lagt
til 2ja ára samningstíma og
bætti því við, að í öllum
umræðum hefði verið mið-
að við undirskrift samn-
inga. í samþykkt þing-
flokks Alþýðubandalagsins
segir hins vegar, að í maí
hafi verið miðað við samn-
inga til 1. maí 1975,
í samkomulagsgrund-
vellinum er tekin upp
nánast orðrétt tillaga Ólafs
Jóhannessonar um fram-
kvæmd samkomulags en
þingflokkur Alþýðubanda-
lagsins hefur komizt að
þeirri niðurstöðu, að
þessi tillaga forsætisráð-
herra leiði til þess,
að „ekki liggi fyrir nein
formleg viðurkenning á
því, að Islendingar hafi
óskorað vald um fram-
kvæmd samkomulags“.
Forsætisráðherra ítrekaði
hins vegar á blaðamanna-
fundi í fyrradag að svo
væri. Loks segir í sam-
þykkt þingflokks Alþýðu-
bandalagsins að „mótmæla
verði slíkum úrslitakostum
Breta sem gjörsamlega
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
Á AÐEINS EINN KOST
óaðgengilegum“. Forsætis-
ráðherra sagði hins vegar á
blaðamannafundinum í
fyrradag, að tillögur þessar
væru ekki úrslitakostir.
Staðan i þessu máli er
því nú á þennan veg: í
fyrsta lagi hefur Ólafur
Jóhannesson lýst því yfir,
að hann treysti sér ekki til
að gegna ráðherraembætti
ef samkomulagsgrundvöll-
urinn verður ekki sam-
þýkktur. I öðru lagi hefur
einn stjómarflokkanna
lýst því yfir, að hann
geti ekki staðið að sam-
komulagi við Breta á
þeim grundvelli, sem
Ólafur Jóhannesson vill
samþykkja. Fari svo að
forsætisráðherra takist að
afla sér meirihlutafylgis
með því að gera samkomu-
lag við Breta á þeim grund-
velli, sem um er rætt, eiga
ráðherrar Alþýðubanda-
lagsins ekki annan kost en
þann, að segja af sér og
ganga út úr rikisstjórninni.
Allt annað væri pólitískt
siðleysi og mundi sýna, að
málefnin skipti ráðherra
kommúnista engu. Neiti
þeir að segja af sér en sitji
áfram í ríkisstjórninni með
því að bóka mótmæli sín
eins og þeir gerðu í flug-
brautarmálinu, hlýtur for-
sætisráðherra að óska
lausnar fyrir þeirra hönd.
Allt annað væri líka póli-
tískt siðleysi. Ríkisstjórn,
sem ekki getur komið sér
saman um lausn á mesta
lífshagsmunamáli þjóðar-
innar getur ekki setið
áfram eins og ekkert hafi í
skorizt.
Rey ki aví kurbr éf
►♦♦♦♦♦Laugardagur 20. okt.
Aðförin að
forsætisráðherra
Aðför sú, sem kommúnistar gerðu
að Ólafi Jóhannessyni forsætisráð-
herra, í blaði sínu s.l. fimmtudag,
hefur að vonum vakið meiri athygli
en flest það, sem gerzt hefur í
íslenzkum stjórnmálum um langt
skeið. Sumir halda nefnilega, að
kommúnistar séu rétt eins og aðrir
menn í pólitískum samskiptum. En
því fer víðs fjarri. Markmið þeirra
er að grafa undan lýðræðislegu
stjórnarfari, og telja heimilt — og
meira að segja skylt — að beita i
þeirri baráttu óheiðarlegum aðferð-
um jafnt og heiðarlegum; hafa
raunar margir hverjir miklu meira
gaman af hinum óheiðarlegu.
Að þessu sinni var aðferð þeirra
sú að ráðast heiftarlega að tillögum
þeim, sem Ólafur Jóhannesson for-
sætisráðherra hafði lagt fram fyrir
brezka forsætisráðherrann í viðræð-
um sínum í London, en þeir notuðu
þá aðferð að tala um „brezku til-
Iögurnar", sem þeir kölluðu úrslita-
kosti. öllum alþingismönnum var
um það kunnugt, er Þjóðviljinn kom
út, og þar með þeim, sem að skrifum
blaðsins stóðu, að tillögur þær, sem
á var ráðizt, voru tillögur Ólafs Jó-
hannessonar í öllum greinum nema
einni. Það eina, sem bar á milli
tilboðs Ólafs Jóhannessonar og til-
boðs Edwards Heath, var, að Ólafur
Jóhannesson vildi hafa tvö veiði-
svæði lokuð í senn af þeim sex, sem
um er rætt, en Heath óskaði eftir, að
aðeins eitt væri lokað í einu. Og það,
sem á milli bar, var ekki veigameira
en svo, að á síðasta fundi þeirra
ráðherranna var rætt um hugsan-
legar breytingar á svæðafyrirkomu-
laginu, t.d. að þau yrðu fjögur eða
fimm og eitt lokað, og samkomulag
náðist um að láta sérfræðinga
reikna út hugsanlegt aflamagn
Breta við mismunandi hólfafyrir-
komulag. Þannig var sem sagt
haldið opnum dyrum til að leysa úr
því eina ágreiningsefni, sem eftir
var, er ráðherrarnir stóðu upp frá
fundum sínum.
Kommúnistar hafa nú af þvf rúm-
lega tveggja ára reynslu, að þeir
geta beygt ráðherra Framsóknar-
flokksins, hvenær sem þeir sýna
tennurnar, og væntanlega hafa þeir
verið sannfærðir um, að svo mundi
einnig fara að þessu sinni. En loks-
ins bregður svo við, að ráðherrum
Framsóknarflokksins og forustu-
mönnum hans er nóg boðið. Þeir
segja hingað og ekki lengra. Þess
vegna er nú komin upp sú kreppa,
sem hrjáir stjórnarflokkana.
Heiður Ólafs
Jóhannessonar
sonar til London er mun minni en
menn höfðu gert sér vonir um, enda
lýsti hann því sjálfur yfir við heim
komuna, að svo væri. Hins vegar
iagði hann, í viðræðum sfnum við
Edward Heath, pólitískan heiður
sinn að veði, er hann lagði fram
formlegar tillögur um lausn máls-
ins, sem brezki forsætisráðherrann
samþykkti svo til óbreyttar. En
þegar æðstu menn ríkja ræðast við á
þann hátt, sem hér átti sér stað,
hlýtur hvor þeirra um sig að treysta
því, að hinn aðilinn tali í skjóli þess
valds, sem hann hefur, og vald for-
sætisráðherra í þessu efni er sfður
en svo takmarkað. Hann getur beygt
meðráðherra sína, ef hann vill, en
beðizt lausnarfyrir þá ella.
E. _f slíkum ákvörðunum spinnst
stjórnarkreppa, getur það að vfsu
verið alvarlegt áfall fyrir forsætis-
ráðherrann. En hann hefurþó bæði
haldið sínum eigin heiðri og þjóðar
sinnar, því að hann beitti þá þvi
vopni til að knýja fram efndir orða
sinna, sem hann sterkast hafði á
hendi sér og verður ekki um brigð-
mæli sakaður, né heldur sagt, að við
þjóð hans sé ekki unnt að ræða, þvi
að orð ráðamanna standi ekki degin-
um lengur.
Forsætisráðherrann, og raunar
framsóknarforustan öll, virðist
gera sér grein fyrir því, að heiður
Ólafs Jóhannessonar er I veði. Hann __ , #
hefur borið fram formlega tillögu U tcinriKlSIÍlálin
við forsætisráðherra Breta um
lausn landhelgismálsins, og
við þá tillögu hlýtur hann að sjálf-
sögðu að standa. Hann á þar engra
annarra kosta völ. Þetta virðist
flokksmönnum hans lfka vera ljóst,
og þess vegna hafa þeir nú, þótt um
síðir sé, tekið á móti, er kommún-
istarlögðu til atlögu.
Að sjálfsögðu er það rétt, að
árangurinn af för Ólafs Jóhannes-
yiðkvæmust
sínar þótt raunar hafi stundum orð
ið misbrestur á því hér, síðan
núverandi ríkisstjórn var mynduð.
Og æðstu ráðamenn einnar þjóðar
geta ekki gefið yfirlýsingar eða til-
boð á erlendri grund, án þess að
hafa annaðhvort tryggt sér stuðning
við þau heima fyrir eða leggja póli-
tfskan frama sjálfs sín að veði fyrir
því, að málið nái fram að ganga.
Að sjálfsögðu eru utanrfkismál
sérhverrar þjóðar viðkvæmasti
málaflokkurinn, sem ráðamenn
fjalla um, enda er venjan sú, bæði
hér og annars staðar, að lýðræðisleg-
ir flokkar ræði utanríkismál fyrir
luktum dyrum, þar sem stjórn og
stjórnarandstaða bera saman bækur
annar hvor aðili verður niðurlægður
í alþjóðar augsýn. Annaðhvort
verða kommúnistar að brjóta Ólaf
Jóhannesson — og þar með Fram-
sóknarflokkinn — á bak aftur eða
þeir verða sjálfir að standa að
„svikasamningunum", sem þeir svo
nefna, og bera á þeim stjórnskipu-
lega ábyrgð.
Framsóknarmenn almennt virðast
gera sér grein fyrir þessu, og þess
vegna hafa þeir snúið bökum saman
í vörn og sókn fyrir forsætisráð-
herra sinn og formann, eftir að ljóst
varð, að kommúnistar reiddu upp
rýtinginn að baki honum. Þess
vegna hefur líka sorfið til stáls með
þeim hætti, að baráttunni getur
ekki lokið á annan veg en þann, að
Líklega hafa framsóknarmenn al-
mennt álitið, er þeir mynduðu
stjórn með kommúnistum fyrir
rúmum tveim árum, að unnt væri að
starfa með þeim í ríkisstjórn, en nú
ættu þeir að vera búnir að gera sér
grein fyrir þeim bardagaaðferðum,
sem kommúnistar ætíð nota, er þeir
geta komið höggi á aðra. En þjóðin
bíður eftir því að fá úr því skorið,