Morgunblaðið - 21.10.1973, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.10.1973, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 1973 SAI B Al N 1 Ed McBain: 1 á heljaíþiöm 18 Líklega var þetta sjálfsmorð, hugsaði Carella með sér. Hins vegar hljóta sjálfsmorð alveg sömu meðferð hjá lögreglunni og hver önnur manndráp, en það er aðeins formsatriði. Og kannski var þetta venjulegt sjálfsmorð, fjandinn hafi það - hvers vegna skyldi maður alltaf búast við því versta af fólki? Sá hængur var bara á þessu máli, að synirnir þrír virtust allir geta átt það til að bregða fæti fyrir blinda konu og skera úr henni hjartað að því búnu. Og gamli maðurinn, faðir þeirra, hafði látið eftir sig mikil auðæfi, sem skyldi skipt milli þeirra. Og var því ekki hugsanlegt, að einn þeirra — ef ekki allir í sameiningu — hefði ákveðið að stytta gamla manninum aldur og ná yfirráðum yfir þessum auð- æfum þegar í stað? Samkvæmt upplýsingum lögfræðings gamla mannsins, sem Carella hafði rætt við í gær, lét gamli maðurinn eftir sig 750 þúsund dali í reiðufé, sem skiptast áttu milli „minna ást- kæru sona að mér látnum." Þetta var heilmikil fúlga. Svo ekki væri minnzt á iðnfyrirtækjasam- steypuna og ýmsar hlutabréfa- eignir um allt land. Morð höfðu vissulega verið framin af minna tilefni. En þetta var auðvitað sjálfs- morð. Hversvegna afgreiddi hann ekki bara málið þannig? Hann átti að hitta Teddy á stöðinni klukkan sjö - hei, strákar! Ég á von á erfingja, hvernig lýst ykkur á? - og hann yrði áreiðanlega ekki kominn þangað fyrir þann tíma, ef hann snuðraði um aldið hefðar- setrið og baslaði við að búa morð til úr augljósu sjálfsmorði. Nei í kvöld ætlaði hann að bjóða Teddy sinni upp á bezta mat og beztu vín, sem fáanleg voru, í kvöld var hún drottning f ríki sínu, hún skyldi fá allt, sem hún óskaði sér. Jesús minn, hvað ég elska hana! Svo að ég klára málið f hvelli og hitti hana á umræddurn tíma. Hvað ætli klukkan sé annars? Hann Ieit á úrið - 5.45. Nú, nú, hann hafði svolítinn tfma aflögu, og það var kannski eins gott að nota hann og ganga nokkurn veg- inn sómasamlega frá þessu. Enda þótt það lyktaði ekki sem sjálfs- morð.. . lyktaði, lyktaði ... hver í helvítinu ákvað þefinn af svona málum? Samt lyktaði þetta til- tekna mál ekki eins og sjálfsmorð. Þetta fornfálega hefðarsetur átti ekkert sitt líkt í 87unda um dæmi. Það var reist á síðasta ára- tug aldarinnar, sem leið, stóð á bakka Harbárinnar, með dökkum gluggahlerum, trjónandi hellu- þaki og gaflar þess gáfu húsinu dularfullt og skuggalegt útlit. Það voru ekki nema fimm kílómetrar að Hamiltonbrúnni, en samt var engu líkara en heilir þrír manns- aldrar skildu þessi tvö mannvirki að. Tíminn hafði einhvern veginn farið hér hjá án þess að setja mark sitt á þessa undarlegu bygg- ingu við gutlandi fjöruborð, og ryðbrunnin rimlagirðingin gnæfði sem virkisveggur til að varna því frá samfélaginu allt í kring. Scottsetrið var það kallað. Honum var enn i fersku minni, er hann fékk tilkynninguna í gær. „Þetta er Roger . . . á Scottsetr- inu. Herra Scott hefur hengt sig.“ Roger var að sjálfsögðu heim- ilisþjónninn, og Carella hafði undireins sýknað hann af hlut- deild í glæpnum. Þjónar frömdu aldrei morð. Auk þess sem hann virtist taka fráfall gamla manns- ins nær sér en nokkur annar í húsinu. Og það hafði ekki verið sjón að sjá gamla manninn. Digur og rauðþrútinn hafði hann verið í lifanda lífi,- en litbrigði kyrk- ingardauðans höfðu ekki fegrað hann - síður en svo. Þeir höfðu leitt Carella að geymsluherberginu, sem gamli maðurinn hafði breytt í vinnu- stofu, fjarri stærri vinnustofunni á fyrstu hæð. Synirnir þrír - Alan, Mark og David - höfðu allir hörfað frá dyrunum, þegar Carella nálg- aðist, eins og þessi hryllilegi at- burður stæði þeim enn ljóslifandi fyrir hugskotssjónum. Það voru brestir í dyrastafnum. Flísarnar úr honum lágu enn á gólfinu fyrir framan dyrnar. Kú- bein var reist upp að einum gang- veggnum. Hurðin opnaðist fram á gang- inn. Hún opnaðist án viðstöðu, þegar Carella tók í hana. Hann sá dðar, að lásinn að innanverðu, renniloka af einföldustu gerð, hafði rifnað frá dyrastafnum, þegar hurðin hafði verið þvinguð upp. Þar hékk hún á einni skrúfu, þegar hann gekk inn í herbergið. Gamli maðurinn lá á grúfu í hinum enda herbergisins. Snærið var enn um háls hans, enda þótt synirnir hefðu skorið hann niður um leið og þeir brutust inn I her- bergið. „Við urðum að skera hann niður,“ sagði Alan. „Til að komast inn í herbergið. Við notuðum kú- bein til að spenna upp lásinn, en samt gátum við ekki opnað. Þér skiljið, pabbi hafði bundið annan enda snærisins í hurðarhúninn áður en - áður en hann hengdi sig. Síðan hefur hann hent snærinu yfir leiðsluna þarna f loftinu og .. . nú, eftir að við höfðum sprengt lásinn frá, þurftum við áfram að streitast við þunga hans á hurð- inni, þunginn hélt hurðinni lok- aðri. Okkur tókst að opna smá glufu með kúbeininu og skárum á snærið áður en við fórum inn.“ „Hver skar á snærið?" spurði Carella. „Ég,“ svaraði Alan. „Hvernig vissuð þér að snærið var þarna?“ „Þegar við höfðum opnað þessa glufu, sáum við . . . sáum við, að gamli maðurinn hékk þarna. Ég smeygði hendinni inn fyrir og skar á snærið með vasahníf." „A þannig," hafði Carella svar- að. Nú stóð hann aftur þar sem gamli maðurinn hafði hengt sig og reyndi að sjá fyrir sér, hvernig það hafði gerzt. Líkbíllinn hafði flutt gamla manninn burtu strax i gær, en ekki hafði verið hreyft við neinu öðru í herberginu. Herbergið var gluggalaust. Og það voru engin hreyfanleg þil eða leynigöng úr herberginu, Carella hafði gengið úr skugga um það strax f gær. Gólf, veggir og loft voru traustbyggð, enda frá þeim tíma, þegar hús voru byggð til að standa alla eilífð. Nú, þá það. Eina leiðin út úr þessu herbergi var i gegnum dyrnar þama, sagði Carella í hálf- um hljóðum. Og dyrnar höfðu verið læstar. Innan frá. Þetta var sjálfsmorð. Gamli maðurinn hafði augsýni- lega bundið annan enda snærisins í hurðarhúninn, fleygt síðan öllu snærinu yfir loftleiðsluna, þessu næst klifrað upp á stól, bundið snöru um hálsinn og hoppað fram af. Hann hafði ekki hálsbrotnað. Hann hafði kyrkzt. Og þyngd hans hafði áreiðan- lega gert það að verkum, að son- unum reyndist erfitt að opna hurðina. En þungi hans einn hefði ekki staðizt átök þriggja sterkra karlmanna. Carella hafði látið kanna það strax í gær. Sam Grossmann á tæknideildinni hafði reiknað það út með vísinda- legum aðferðum, veltuás og vogarstöng, þyngd og jafnvægi og hvað þetta hét allt. Hefði hurðin ekki verið læst, hefðu synirnir strax getað opnað hana, enda þótt lík gamla mannsins hangandi í hinum enda snærisins togaði í hurðarhúninn. Dyrnar höfðu verið læstar. Fyrir því hafði hann líka áþreifanlega sönnun, því að hefði lokan ekki verið föst f rcnnihólkn- um, myndi lásinn ekki hafa rifnað frá dyrastafnum, þegar kúbein- inu var beitt. „Við urðum að nota kúbein,“ hafði Alan sagt. „Við reyndum fyrst að þvinga hurðina upp með afli, og þá gerði Mark sér grein fyrir, að hún hlaut að vera læst innan frá og fór út I skúr til að ná í kúbeinið. Síðan rákum við það i rifuna og sprengdum lásinn." „Hvað gerðist næst?“ „Þá fór Mark að hurðinni og reyndi að opna hana aftur. Hann botnaði ekkert í því, að hún opn- aðist ekki. Við vorum búnir að sprengja lásinn, ekki satt? Við gripum því aftur til kúbeinsins og spenntum dyrnar upp I hálfa gátt. Þá sáum . . . sáum við pabba. Þér þekkið svo framhaldið." Dyrnar höfðu því verið læstar. Þetta var sjálfsmorð. Eða hvað? Hvað gerir maður þá næst? Fær liðsauka hjá Agötu Christie? Carella hélt þreytulega af stað niður á neðri hæðina. Hann gætti sín að klofa yfir tréflisamar á ganggólfinu. Hann hitti Christinu Scott í lít- illi setustofu, sem sneri út að ánni. Það fór ekki hjá því, að Carella fyndist nöfn alls þessa fólks hljóma ósennilega á ein- hvern hátt. Það er engu líkara en þau hafi öll sprottið út úr bresk- um skemmtileik frá því um alda- mót, hugsaði hann með sér. Plat- fólk allt saman, og gamli maðurinn hér efra framdi sjálfs- morð svo hvern andskotann er ég að hangsa hér. spyrja fólk spjörunum úr og snuðra í skítugri kompu án glugga? „Carella, þér eruð frá rann- sóknarlögreglunni?” sagði Crist- ina. I þýóingu Björns Vignis. Hún sýndist litvana í forgrunni rauðra trjánna á árbakkanum. Hár hennar var öskuljóst, með nærri silfruðum blæ, svo að það virtist líflaust. Augun voru með sama merki brennd, bláslikjuð, en svo glær, að liturinn máðist út. Hún notaði ekki varalit. Einföld festi prýddi hálsinn. „Frú Scott,“ sagði hann, „hvernig líður yður núna)“ „Mun betur, þakka yður fyrir,“ svaraði hún og horfði á trén í logandi litaskrúðinu. „Þetta er eftirlætis afdrepið mitt. Hér hitti ég gamla manninn í fyrsta sinn, þegar David kom með mig hingað fyrst heim.“ Hún þagnaði. Blá- glær augun horðu nú á Carella. „Hvers vegna haldið þér, að hann hafi drepið sig?“ „Ég veit bað ekki frú. Hvar er eiginmaður yðar)“ „David? Hann er I herbergi sínu. Þetta hefur fengið mikið á hann.“ Og bræður hans?“ „Einhvers staðar I húsinu. 4Þetta er geysistórt hús, skal ég segja yður. Gamli maðurinn byggði þetta fyrir brúði sína. Það kostaði sjötíu og fimm þúsund dollara fullgert, og það var árið 1896, þegar peningamir voru miklu meira virði en þeir eru I dag. Hafið þér séð brúðarherberg- ið uppi?“ „Nei.“ „Það er stórkostlegt, í einu orði. Stór eikarþil, marmarafestingar, gylltur baðherbergisbúnaður. Og þessir yndislegu gluggar, sem snúa út á veggsvalirnar gegnt áni. Þau eru ekki mörg húsin eins og þetta orðin eftir f borginni." „Hmmm, nei, ég býst ekki við því,“ sagði Carella. Christine Scott krosslagði fæt- urna, og Carella veitti þeim eftir- tekt. Hún hefur fallega fætur, hugsaði hann. Aðalsmerki Amer- íku. Heilbrigðir fætur, sterklegir kálfar, grannir öklar og skór, sem kostað hafa fimmtíu dollara og 75 cent. Ætli maðurinn hennar hafi myrt gamla manninn? „Má ég bjóða yður drykk, herra Carella, er það leyfilegt?“ Hann brosti:„Það er fussað við slíku.“ velvakandi [Velvakandi svarar í sima 10- 100 kl. 10.30—11.30, frá mánudegi til föstudags. 0 Öryggismálin Þorkell Hjaltason skrifar: „Guðmundur H. Garðarsson skrifar grein í Morgunblaðið 14. þ.m., er hann nefnir „Ahyggjur bandamanna Islands". Ég vil fyrir mína hönd og margra fleiri þakka honum fyrir þessa ágætu grein, og þykist bess fullviss, að meiri hluti þjóðarinn ar geti tekið undir hvert orð, sem þar er sagt á skýran og rökfastan hátt. Nú þegar vamamálin eru að komast í brennipunkt er það full- mikið ábyrgðarleysi af valdhöfum í þessu Iandí, að þeir skuli láta sér detta I hug að skella skollaeyrum við aðvörunarorðum bandamanna okkar í varnarmálum. Slík ævin- týramennska í framkvæmd gæti haft hinar verstu afleiðingar fyrir okkur um ófyrirsjáanlega fram- tíð. Um valdhafa, sem þannig haga sér, I hvaða landi, sem þeir nú fyrirfinnast, eiga þessi orð meistarans sérlega vel við: „Sjá- andi sjá þeir ekki og heyrandi heyra þeir ekki né skilja". Er þá illa komið fyrir íslenzkri þjóð, en vonandi fer betur en á horfir. # Efnahagsmálin Stuttlega skal nú vikið að verð- lags- og skattamálum. Nýtt verð- bólguflóð er nú skollið yfir þjóðina, rétt seinu sinni, og það miklu stærra í sniðum en áður hefur þekkzt hérlendis. Heita má, að allur almenningur hafi vart til hnífs og skeiðar, ef standa á skil á skattpíningargreiðslum til hins opinbera. Þess vegna er grátbros- legt að horfa á framsóknarmenn og kommúnista vera að springa af monti yfir „skattalögum", sem barin voru í gegn á fyrsta alþingi í tíð vinstri stjórnarinnar. Það er þegar komið í ljós eftir dýrkeypta reynslu, að þessi lög verða þing- meirihlutanum til ævarandi skammar. Vonandi standa þau ekki lengi óbreytt, og er það von mín, að sú breyting verði knúin fram sem fyrst. Þorkell Hjaltason, Hverfisgötu 70, Reykjavík." • Morgunsnakkið f út- varpinu „Hlustandi“ skrifar: Eg hef oft ætlað að skrifa þér fáeinar lfnur vegna hins hrað- versnandi málæðis í morgunút- varpinu. Jóni Múla lét ágæt- lega að spjalla við hlust- endur í morgunúvarpi, og fór hann vel með það vanda- sama verk. Sfðan hann inn- leiddi þennan sið hefur hver þul- urinn af öðrum tekið þetta sem eitthvert skylduverkefni, dregið fram alls konar vandasama fyndni, og stundum mátt þakka fyrir að komast út úr vaðlinum án þess að „klumskjafta“ sig. Islendingar eru þannig skapi farnir, að þeir eiga bágt með að hlusta á klaufalega uppgerðar- fyndni, þegar þeir eru nývaknaðir á morgnana. Síendurtekið raus eins þularins um veðrið er vægast sagt óþolandi. Hann les veður- spána, lýsir veðrinu á landinu, samkvæmt upplýsingum veður- stofunnar, en síðan tekur við langlokukjaftæði hans um veðrið, það er að segja veðurspá með hans eigin orðalagi. Haldi maður inn, að menn nái ekki veður- spánni nægilega vel með því að hlusta á hana einu sinni, þá ætti hann bara að útvega sér leyfi til að mega lesa hana orðrétt aftur, en sleppa heimatilbúnu röfli um hita, kulda, regn og væntanlegt veður hér og þar. Utvarpsráð ætti að forða okkur hlustendum frá óþarfa þrugli þulanna, að Jóni Múla undanskildum. Það væri þarfara verkefni fyrir ráðið en öll þessi pólitísku afskipti af fréttaskýringum, og önnur þau verk ráðsins, sem eru efni f heila bók. Þá bók þyrfti að skrifa, svo að fólk fái betur skilið, að póli- tískt útvarpsráð er verra en ekkert útvarpsráð. hlustandi.** Velvalandi getur vel tekið undir með „Hlustanda“, þegar hann finnur að krampakenndum fimmaurabröndurum, sem rignir yfir saklaust fólk í svefnrofunum. Stundum er líka smáskammtur úr „dagens debatt“ látinn fljóta með, eins og frægt varð, þegar „Seðla- bankaorgían“ stóð sem hæst. # Yoga í sjónvarpi „Sportidíót" skrifar: „Mikil varð gleði mín, þegar ég fregnaði, að sjónvarpið hefði loksins drifið i því að fá þætti um líkamsrækt til sýningar. Þetta hefði átt að vera komið löngu fyrr, en betra er seint en aldrei. Að vísu verð ég nú að segja, að þessi fyrsti þáttur var alltof stuttur, og mér finnst lfka alltof lítið að hafa þessa þætti einu sinni í viku. Það, sem sjónvarpið ætti að gera, er að takast á hendur eina allsherjar líkamsræktar- herferð, því að kyrrset- ur og ofát eru meiri hátt- ar vandamál hjá þjóðinni, er þetta betra, og er vonandi, að haldið verði áfram á sömu braut. Sportidfót." Hjartanlega þakka ég öllum þeim, sem með skeytum, blómum, gjöfum og heimsóknum, glöddu mig á 70 ára afmæli mínu 28. sept. Þó sérstaklega dætrum mínum og þeirra skylduliði og systkinum mínum fyrir stórgjafir. Sömuleiðis gömlum sveitungum og vinum sem mundu eftir mér. Heill og hamingja fylgi ykkuröllum. Petrónella Bentsdóttir, Efstasundi 71.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.