Morgunblaðið - 21.10.1973, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.10.1973, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. OKTÖBER 1973 11 Þetta er rétt, svo langt sem það nær, fólk vil láta blekkjast, það er nokkurs konar tortímandi ástríða hjá fólki, sem ekki þorir að horfast í augu við raunveru- leika umhverfisins, finna fegurð og ljótleika hans hrfslast um til- finningalíf sitt. Þetta er allt önn- ur aðferð en sú að koma á fram- færi ferskum skilningi á almenn- um hlutum og fyrirbærum í um- hverfinu, bregða nýju og óvæntu ljósi á gamalkunn viðfangsefni, eins og sagt er; „koma mönnum með klækjum listar til að hugsa og álykta sjálfir um mikilsverð efni“, í þessu tilviki á vettvangi sjónlista. Sem betur fer er Sverrir ekki jafnan trúr þessum áðurnefnda framslætti sínum, það sýna ýmsar teikningar hans, en teiknari hef- ur hann alltaf slyngur verið, svo og nokkur málverk í stóra saln- um, hnitmiðaðar og ferskar í lit, og þær myndir blekkja vissulega engan með óbrenglaðar kenndir. En vissulega er Sverrir að- dáunarverður meistari blekking- anna i flestum hinum nýrri mynda sinna, en ég segi fyrir mig, að ég hafna þessum skilningi á myndlist, þær höfða ekki til mfn sem frjó átakamikil list, heldur sem ófreskt ferðalag inn á svið myndheimsins með „flínka hönd“ f malnum. Teikningar Alfreðs Flóka í Bogasal Alfreð Flóki hefur enn einu sinni lagt undir sig Bogasalinn og fyllt hann súrrealistfskri furðuveröld sinni, dárum, drísildjöflum og hvers konar miðaldamagík, fögr- um saklausum ungfrúm með blygðunarlausa erótíska dag- drauma „upp á hvurn sinn ffng- ur“, ellegar syndina og hamslausa ástina holdi klædda. Allt eru þetta „mótív" sem við þekkjum frá fyrri sýningum Flóka, og er þessi sýning á ýmsan hátt lítt frá- brugðin þeim, og visa ég til þess, að ég hef tvisvar fjallað um fyrri sýningar hans. Konan og girndir hennar f umbúðalausum súrreal istískum ramma og súrrealistíski draumurinn eru mótfv hans, og draumurinn er vissulega engin blekking, heldur hluti veruleik- ans. Flóki hefur jafnan bætt við sig tæknilega séð, en honum vildu fylgja ýmsir kækir og vanavinnu- brögð, sem hann átti bersýnilega erfitt með að sigrast á. Það er þeim mun gleðilegra að uppgötva á þessari sýningu, að hann er á góðri leið með að yfirvinna þessa fylgju, og að myndheimur hans er orðinn heilsteyptari og um leið ferskari, eins og hann hafi losað sig við þær viðjar þó þeirra sjái stað f sumum verkanna. Ég mundi því, persónulega, ekki mæla með neinu hliðarstökki af hálfu Flóka, heldur að hann haldi áfram að rækta sinn garð, en eins og ég hefi fyrr bent á, væri hon- um mikill akkur í þvf að hasla þessum myndheimi sínum völl í annarri tækni, svo sem málmæt- ingu, þurrnál og öðrum tegundum kopargrafík og jafnframt í stein- þrykki. Þrjár pennateikningar vöktu einkum athygli mína fyrir heil- steypta og magíska útfærslu, en það voru myndirnar „Dularfulla eggjakakan" (14), „Hreiður" (21) og „Sendiboði prinsessunn- ar“ (22), en allar eru þær heilli og áhrifaríkari en aðrar penna- teikningar, sem ég hefi áður séð frá hans hendi. Þá er rauðkrítar- myndin „Dreymt andlit“ (34) einnig í þeim flokki. NmnRGfnionR IRflRKflfl VOflfl Prlönakonur - Halnarflrm Peysumóttaka okkarflutt að Blómvangi 5. Móttaka ermánud. og miðvikud. milli kl. 3 — 5. Uppl. í síma 22091. Álafoss h.f. Reykvlklngar - Halnflrmngar Um 500 fm. húsnæði er til leigu nú þegar í Hafnarfirði. Uppl. veitir Kristján Þór Kristjánsson i síma 99-6973 (Vestmannaeyjum). á mánudag og þriðjudag. Vélsmiðjan Magni h.f. Vestmannaeyjum. (®) ALLTAF FJÖLGAR VOLKSWAGEN VOLKSWAGEN1303 ÁRGERD 1974 Þægindi eiga ekki að vera forréttindi þeirra sem kaupa dýra bíla. Þess vegna erV.W. 1303 búinn öllum þeim kostum, sem gera aksturinn skemmtilegan og þægilegan. Hinn frábæri fjöðrunarbúnaður, auðveldar akstur á holótt- um og slæmum vegum, og veitir aukið öryggi. Framstólana er hægt að stilla í 77 mismunandi stöður, — svo þér eigið að geta látið fara vel um yður. Mælaborðið er stílhreint, fallegt, auðvelt aflestrar, og bólstrað eins og í dýrustu gerðum fólksbíla. Kraftmikið fersklofts og hitunarkerfi, sem hægt er að stilla saman, eða nota hvort fyrir sig. Fjölmargar stillingar á báðum kerfunum tryggja hreinar rúður og óhindrað útsýni. Hituð afturrúða. Óbrjótanlegt gler í framrúðu -— laminated — Stórt Farangursrými, — að framan og aftan er það næstum 400 litra. V.W. 1 303 er ódýr bíll í innkaupi og hagkvæmur í rekstri, — V.W. þjónusta, erörugg þjónusta. HEKLAhf laugavegi 170—172 — Sími 21240. Tölvustýrður bilanagreinir. Vandaður og kraftmikill bfll. ^ I ■ Gott farangursrými. FRA KR.: 422.100.- Þægilegir, stillanlegir framstólar. Fersklofts- og hitunarkerfi. LÆKKAÐ VERÐ — Vandaður frágangur. Stór og kúpt framrúða, frábært útsýni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.