Morgunblaðið - 21.10.1973, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.10.1973, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 1973 KVARTA UNDAN ÁGANGIBREZKU „Astandið á fiskimiðununi úti fyrir Vestf jörðum er hreint 6þol- andi. Um 50 enskir togarar, og að auki v-þýzkir og færeyskir eru hér við veiðar, sumir á veiðum í friðaða hólfinu úti af Kögri, og aðrir á 12 mflna mörkunum. Þessir ensku togarar eru nú eins og heilagar kýr f Indlandi. Það er sama hvað við biðjum Land- helgisgæzluna um, að það er aldrei stuggað við togara,“ sagði Guðjón Kristjánsson, skipstjóri á skuttogaranum Páli Pálssyni frá Hnffsdal, þegar hann hafði sam- band við Morgunblaðið f gær. Guðjón sagði, að undanfarna daga hefðu varðskipin ekki stugg- að við einum einasta togara. Það virtist engu skipta, að togararnir væru á veiðum á friðaða svæðinu, sem væri 31 sjómílu frá Kögri og út að 50 milum. Þetta svæði væri Taflæfingar í Hafnarfirði Skákfélag Hafnarfjarðar hefur hafið vetrarstarfsemi sina með æfingum í Sjálfstæðishúsinu við Strandgötu, og eru þar tafl- æfingar alla föstudaga kl. 20. Þá verður Skákmót á vegum félagsins, sem hefst n.k. sunnu- dag kl. 2 e.h. Væntir stjórn Skákfélagsins að þátttaka verði góð, og að skák- áhugamenn efli skáklif Hafnar- fjarðar, með þátttöku í mótum og æfingum á vegum hins unga Skákfélags Hafnarfjarðar. Flaukí flug til Húsavíkur Sameiginlegur fundur sveitarstjórnarmann í Suður- Þingeyjarsýslu, Kelduhverfi og Húsavík, haldinn á Húsavík 18. sept. sl, samþykkti áskorun á Flugfélag Islands að fjölga nú þegar flugferðum á Aðaldals- flugvöll og að flogið yrði beint á milli Reykjavíkur og Húsa- víkur. (Aðaldals) 1 því sambandi bendir fundurinn á, að samkvæmt upplýsingum umboðsmanns Flugfélags tslands á Húsavík varð mest aukning á farþega- fjölda á þessari flugleið, það sem af er þessu ári. Fundurinn fagnaði þeim fjár- veitingum, sem þegar eru ákveðnar til lýsingar og lengingar á flugbraut á Aðal- dalsflugvelli. Jafnframt benti fundurinn á knýjandi þörf fyrir byggingu flugstöðvar á vellinum, þar sem núverandi hús þar er með öllu óviðunandi. Þá benti fundurinn á brýna nauðsyn þess að girða völlinn vegna slysahættu af umferð skepna. Framangreindum fram- kvæmdum verði hraðað eftir því sem mögulegt er. friðað allt árið, og virtu tslend- ingar það, enda mikilvægar upp- eldisstöðvar. Þarna væru brezku togararnir i stórhópum og mok- uðu upp kóðinu. „Því miður,“ sagði Guðjón, „þá er ástandið nú þannig, að það er helmingi verra en þegar herskip- in voru fyrir innan 50 mílurnar. Á meðan herskipin voru fyrir innan 50 mílurnar voru togararnir alltaf i smá hópum, friðaða svæðið var virt, og þá gerðu varðskipin þeim einnig lífið leitt. Okkur tók það sárt að sjá varðskipið Ægi láta reka inni i miðjum togarahópnum í gær. Þeim er víst bannað að hafast nokkuð að, varðskipsmönn- unum.“ „Hvernig var það, sagði Ölafur Jóhannesson ekki i bréfi sinu til Heath, að islenzkum lögum yrði framfylgt eins og áður, skömmu áður en hann fór út til viðræðna við hann. Hér hefur engum is- lenzkum lögum verið framfylgt, og það er ekki nóg með það, að Bretarnir moki upp kóðinu á frið- aða svæðinu, heldur þverbrjóta þeir allar siglingareglur um þessar mundir," sagði Guðjón að lokum. 31. þing Iðn- nemasambands Islands Þetta er hljómsveit Félags Islenzkra hljóðfæraleikara, en hún leikur lögin f trimmdægurlagasamkeppn- inni á Hótel Sögu f dag. Þetta er hljómsveit Félags fslenzkra hljóðfæraleikara, en hún leikur f trimmdægurlagasamkeppninni á Hótel Sögu f dag. Bein útsending frá lagasamkeppninni trimm- dag Trimmdægurlagakeppnin er nú að komast á lokastig. Á sunnudag- inn á milli kl. 15 og 17 verður bein útsending frá Súlnasal Hótel Sögu, og verður svo næstu fjóra sunnudaga. Atkvæðaseðlar munu birtast í öllum dagblöðunum á sunnudaginn, þannig að allir landsmenn eiga að geta tekið þátt í átkvæðagreiðslunni um bezta lag keppninnar. Sunnudagssiðdegið er tilvalið! tækifæri fyrir fjölskylduna að skreppa i Súlnasalinn á Sögu, fá sér kaffi og hlusta á hljómsveit Félags íslenzkra hljóðfæraleikara leika úrslitalögin en þau eru á milli 40 og 50. 31. ÞING iðnnemasambands Is- lands var sett á Hótel Sögu á föstudag. Mættir voru 94 fulltrú- ar viðs vegar að. Formaður sam- bandsins, Rúnar Bachmann, flutti setningarræðu og fjallaði um þau mál, sem fyrir þinginu Iiggja, m.a. skipulagsmál sambandsins, kjara- mál og félagsmál ásamt iðn- fræðslu. Siðan ávarpaði Magnús Torfi Ólafsson menntamálaráðherra þingið og fjallaði um skipan verkmenntunar og fyrirhugaðar breytingar á iðnfræðslumálum, Kvað hann mikils vænzt af starfi nefndar, sem vinnur að endurskoðun á iðnfræðsiulögum, og sagðist vonast til, að hægt yrði að leggja niðurstöðurnar fyrir yfirstandandi Alþingi. Þingstörfum var síðan fram haldið með umræðum um skýrslu stjórnar og afgreiðslu reikninga. Forseti þingsins var kjörin Hörður Harðarson, húsgagna- smíðanemi. Þinginu lýkur á sunnudagskvöld með stjórnar- kjöri. Frumvarp sjálfstœðismanna: Happdrœttisskuldabréf vegna Fimm þingmenn Sjálfstæðis- flokksins, þeir Eyjólfur Konráð Jónsson, Gunnar Gfslason, Lárus Jónsson, Friðjón Þórðarson og Matthfas Á. Matthiesen, hafa flutt á Alþingi frumvarp tii laga um, að rfkissjóður gefi út happ- drættisskuldabréf að upphæð allt að 800 milljónir króna til sölu innanlands á næstu árum. Fé þvf, sem þannig yrði aflað, yrði varið til að standa undir kostnaði af uppbyggingu Norðurlandsvegar milli Akureyrar og Reykjavfkur. I greinargerð með frumvarpinu segir: „Vegna vaxandi bifreiðaumferð- ar finna landsmenn allir nú fyrir því, hve ófullkomið vegakerfi landsins er. Þrátt fyrir miklar vegaframkvæmdir s.l. áratug eru allir sammála um nauðsyn þess, að Jiær_þurfi enn að auka og afla til þeirra meira fjár. Þegar ákvörðun var tekin um gerð vegar á Skeiðarársandi, var jafnframt ákveðið til útboðs happdrættis- skuldabréfa. Framkvæmdum á Skeiðarársandi lýkur á næsta ári, og þá er eðlilegt, að.við taki nýtt stórátak við vegagerð, og rétt að nota þá fjáröflunarleið, sem felst í útgáfu happdrættisskuldabréfa. Fullnaðaruppbygging vegarins milli Akureyrar og Reykjavíkur er álíka kostnaðarsöm fram- kvæmd og vegagerðin á Skeiðar- ársandi. Um það bil 200 km af þessari leið hafa ekki verið end- urbyggðir á síðari árum, og má sá vegur víða heita nær ónýtur mið- að við þann umferðarþunga, sem á honum hvílir nú. Samkvæmt upplýsingum vegamálastjóra er meðalkostnaður við uppbyggingu hvers kólómetra milli 3 og 5 milljónir króna, þannig að heildarkostnaður við þessa fram- kvæmd yrði væntanlega ekki fjarri 800 milljónum, miðað við núgildandi verðlag. Þar að auki er kostnaður við endurbyggingu brúa um 250 millj. kr., en sá kostnaður fengist væntanlega greiddur með fé skv. Norður- landsáætlun.“ Síðan segir: „Eðlilegt er, að meira fjár- magns sé aflað til opinberra fram- kvæmda með lántökum hjá al- menningi en hingað til hefurtíðk- azt. Ríkisvaldið slær þá ekki eignarhaldi á fé manna, heldur tekur það að láni. Skattheimta verður þannig léttbærari, og eign- . ir alþýðu verða meiri en ella. Vegamálin eru það svið op- inberra framkvæmda, sem al- menningur hefur einna mest- an áhuga á. Þess vegna er auðveldast að afla fjár til þessara framkvæmda með skuldabréfaútgáfu. Ef útgáfa þeirra bréfa, sem hér er gert ráð fyrir, gengur vel, má hefja ný útboð vegna annarra vegafram kvæmda.“ Klukkustrengir Jökuls sýnt í Þjóðleikhúsinu Margareta Jonth Sænsk óperusöngkona í Norræna húsínu SÆNSKA óperusöngkonan Margareta Jonth heldur tónleika í Norræna húsinu n.k. mánudagskvöld 22. oltóber. Margareta er ung og mjög efnileg söngkona og hefur bæði numið söng í Sviþjóð og Vínarborg. Hún hefur tvisvar unnið verðlaun í alþjóðasöngkeppni i Wales og ennfremur hefur hún unnið marga námsstyrki. Söngkonan er fædd í Dölunum í Sviþjóð og á efnisskrá hennar er jafnan margt þjóðlaga þaðan. Einnig hefur hún sungið mikið af rómönskum m.a. eftir Gunnar de Frumerie, A.F. Lindblad og Ivar Widéen. Á tónleikunum í Norræna húsinu mun Margareta Jonth syngja þjóðlög úr Dölunum og syngur hún þau án undirleiks. Einnig mun hún syngja lög eft- ir Stenhammar, Söderman, Peterson-Berger og fl. við undirleik Guðrúnar Krist- insdóttur. Tónleikarnir hefjast kl. 20,30 og verða aðgöngumiðar seldir við innganginn. Leikritið Klukkustrengir eftir Jökul Jakobsson, verður frum- sýnt í Þjóðleikhúsinu um næstu mánaðamót, og er það f fyrsta sinn, sem verk eftir Jökul er sýnt f Þjóðleikhúsinu. Klukkustrengir var frumflutt hjá Leikfélagi Akureyrar á liðnum vetri. Leikendur eru sjö: Röbert Arnfinnsson, Kristbjörg Kjeld, Bessi Bjarnason, Sigrún Björns- dóttir, Jón Júlíusson, Randver Þorláksson og Þóra Lovísa Frið- leifsdóttir. Leikstjóri er Brynja Benedikts- dóttir, en leikmyndir og búninga- teikningar gerðu Þorbjörg Höskulsdóttir og Gunnar Bjarna- son. Fimm leikrit Jökuls hafa verið sýnd hjá Leikfélagi Reykjavíkur við miklar vinsældir: Pókók, Hart f bak, Sjóleiðin til Bagdad, Sum- arið ’37 og síðast Dóminó á liðnu leikári. Ennfremur hefur Jökull skrifað leikrit fyrir útvarp og sjónvarp. Jökull Jakobsson. TOGARANNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.