Morgunblaðið - 21.10.1973, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.10.1973, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. OKT0BER 1973 22 0-22- RAUÐARÁRSTIG 31 BÍLALEIGA CAR RENTAL © 21190 21188 tel 14444*25555 BÍLALEIGA car rental BÍLALEIGAN felEYSIR CAR RENTAL *24460 Í HVERJUM BÍL PIOIMŒŒJR ÚTVARP OG STEREO CASETTUTÆKI BlLALEIGA JÖNASAR & KARLS Ármúla 28 — Sími 81315 SAFNAST ÞEGAR . SAMAN ^ SAMVINNUBANKINN MARGFALDAR MARGFALDAR 11 MARGFALDAR mmw Kaup- maðurinn minn Um leið og hurðin opnast, hringir lítil bjalla einhvers staðar lengra inni í húsinu, sem er stórt. Búðin er á horninu þar, þrjár götur mætast við stórt torg. Margir bekkir eru á torginu. Þar situr fólk og rabbar saman í sólskini dagsins. Kaupmaðurinn kemur fram I búðina úr litlu herbergi — skrifstofu innar af aðalbúðinni. Hann er í fannhvítum, hrein- um sloppi, sem virðist skipt um daglega. Þetta er fremur gild- vaxinn maður, virðulegur í fasi, broshýr á svip, lipur í hreyfing- um, ljós yfirlitum, hárið næst- um hvitt en dökkar brúnir yfir björtum vingjarnlegum augum gefa andliti hans persónulegan blæ. Hann er á að gizka um fimm- tugt. Hann gengur inn fyrir búðarborðið, sem er þannig sett, að hann snýr þá baki að glugganum, en viðskiptavinur- inn horfir út um gluggann með- an hann borgar fyrir vörur sín- ar. Ilmandi vfnarbrauð, fagur- skreyttar ölflöskur, ávextir, jarðarber, mjólk og margar brauðtegundir þekja hillur og borð. Viðskiptavinir velja sjálf- ir. Rétta kaupmanninum, sem brosir hlýtt við öllum og vegur, reiknar, mælir og býr um vam- inginn. Stundum eru margir inni, en einhvern veginn tekst kaupmanninum að segja nokk- ur vinaleg orð við alla eða flesta. Lítilli telpu, sem er í vand- ræðum með að velja eða muna, hjálpar hann að velja hið rétta, man það eða veit. Dreng, sem hefur týnt aurum og er gráti nær, gefur hann köku og sendir hann af stað að leita, og vonum bráðar kemur hann aftur með aurana, sem höfðu bara verið í öðrum vasa. Gömlum skjálfhentum manni hjálpar hann að telja aurana. Og aldraða konu með staf styð- ur hann niður tröppurnar, sem reyndar eru aðeins þrjár. Allt þetta gerist svo auðveld- lega og eðlilega, eins og ekkert sé sjálfsagðara. Það örlar hvorki á vantrausti né um- kvörtunum. Allir virðast ánægðir og í sólskinsskapi. Einhver vill fá að drekka öl- flösku inni í búðinni. En sam- þykkt borgarinnar leyfir það ekki, segir kaupmaðurinn. Hins vegar velkomið að fá flöskuna lánaða út á bekkinn undir trjánum í sólskininu. Skila henni aftur seinna. Og maður- inn bregzt ekki þessu glaða, barnslega eða barnalega trausti þessa hreinskilna, glaðlega kaupmanns. Allt er svo lifandi, eðlilegt án alls skugga. Meira að segja pen- ingamir verka eins og gjafir fremur en gjald og vamingur- inn verður svo góður, hvergi betri vínarbrauð, hvergi gyllt- ara öl. Af hverjuAf hverju? Það veit enginn. Er það andi og sál kaupmannsins, sem er svo hreinn, hugsunarsamur, fórnfús og tillitssamur við alla, sem veldur þessum vorblæ og birtu í búðinni hans? Þarna hefur kaldur, ópersónulegur gustur kaldrar kröfu ekki enn numið land. Kaupmaður og kaupandi eru fyrst og fremst manneskjur, ekki hluti af reiknivél eða verzlunarbók, ekki númer á nafnskirteini, heldur nöfn, fólk með sinn svip, sfna sál, sinn smekk, sína aðild og rétt til lífsins. Samt er þetta í borg, miðri stórborg, en það gæti verið úti f sveit á Islandi, allt nema ölið og vínarbrauðin. En er ekki þarna eitthvað, sem er að týnast, en ekki má glatast úr mannlegum viðskipt- um, eitthvað sem gerir jafnvel nýlenduvörubúð að helgidómi hreinleikans og ástúðarinnar. Kaupmaðurinn minn er ekki á íslandi og ég veit ekki hvað hann heitir. BRIDGEKLCBBUR AKRANESS Akranesi 12. okt. 1973. Aðalfundur Bridgeklúbbs Akraness var haldinn 10. sept. s.l. Stjórn klúbbsins var endur- kjörin, en hana skipa: Guðmundur Bjarnason formað- ur, Ólafur Grétar Ólafsson rit- ari og Guðjón Guðmundsson gjaldkeri. Fyrsta mót vetrarins var firmakeppni (einmennings- keppni) sem 36 fyrirtæki tóku þátt í. Efstir urðu: Prentverk Akraness h /f. Þórður Elíasson ........ Gler & Málning s/f. Valur Sigurðsson ....... Síldar- og fiskimjölsverksm. Hörður Jóhannesson ..... Olíufélagið h/f. Skúli Þórðarson ........ Akraness Apótek Leó Jóhannesson ........ Skagaver h/f. Jón Alfreðsson .......... Verkfræði- og teiknistof an Guðjón Guðmundsson...... Verslunin Oðinn Verslun Helga Júliussonar Eiríkur Jónsson ..........211 örin h/f. Ami Bragason..............205 Haförn h/f. Bent Jónsson..............205 Sjóvá Ólafur G. Ólafsson .......203 Meðalskor var 198 stig 25. október hefst 3ja kvölda tvímenningskeppni. Staðan 1 sameiginlegri keppni f .241 tvímenning hjá Bridgefélagi Hveragerðis og Bridgeféiagi .227 Seifoss eftir 2. umferð 10. okt. .227 stig Sigfús — Vilhjálmur 253 .218 Höskuldur — Sigurður Sfmon 247 .218 Skafti — Jón 237 Kristján — Þórður 237 .218 Þórður — Kjartan 235 Kristmann —Sigurður 234 .214 Gunnar — Gfsii 234 Larsen — Grfmur 232 .211 Nfels — Jón 226 Axel — Sigurlína 216 Leif — Valgerður 214 Næsta umferð verður spiluð f Hótel Hveragerði miðvikudag- inn 17. okt. 1973. Frétt frá Bridgenefnd Héraðssambandsins Skarphéð- ins. Hinu árlega bridgemóti H.S.K. lauk í marz sl. 1 móti þessu, sem er í sveitakeppnis- formi, tóku þátt 8 ungmenna- félög, sem sendu eina sveit hvert félag. Fyrst var spilað í riðlum og komust sigurvegarar riðlanna í úrslit. Eftirtalin félög komust í úrslit: UMF Selfoss, UMF Hrunamanna og UMF Baldur, Hvolhreppi. 1 úrslitakeppninni sigraði svo sveit Selfyssinga, annað árið f röð. Áður hafa sigrað i þessu mót UMF Laugdæla og UMF Eyfellingur. Á sambandsþingi H.S.K. var samþykkt að allar íþróttanefnd- ir hjá sambandinu skuli halda fund með sfnu íþróttafólki á tímabilinu okt.-nóv. ár hvert, svo nú mega bridgemenn eiga von á fundi á næstunni. Sl. mánudag Iauk tvf- menningskeppni Bridgefélags Hafnarfjarðar. Spilaðar voru fimm umferðir og varð staðaefstu para þessi: Bjartmar Ingimarsson — Þröstur Sveinsson 924 Agúst Helgason — Kristján Andrésson 904 Jóhannes Gíslason — Þórarinn Zóphusson 883 Albert Þorsteinsson — Kjartan Markússon 881 Hörður Þórarinsson — Sævar Magnússon 875 Næsta keppni félagsins verður sveitakeppni og hefst hún á morgun, mánudag. öllum er heimil þátttaka og fer skráning fram sama kvöld og eru þátttak- endur beðnir að mæta tíman- lega til skráningar, þar sem áætlað er að hefja keppnina klukkan20 A.G.R. Tj JJJiJJJ TlU vinsælustu Iögin á fslandi þessa vikuna eru, samkvæmt útreikningum þáttarins „Tfu átoppnum": 1 (1) Letmein .................................Osmonds 2 (5) Angie .............................Rolling Stones 3 (-) Half-breed .................................Cher 4 ( -) Paper roses.......................Marie Osmond 5 (3) Saturday night....................Bay City Rollers 6 (2) Jibbýjey..............................Svanfríður 7 (-) Life ain’t easy.........Dr. Hook & Medicine Show 8 ( -) My friend Stan.......................... Slade 9 (7) Bad, bad boy ..............................Nazareth 10 (-) Angel fingers..............................Wizzard Af iistanum féllu fimm iög: I didn’t know — Maggi Kjartans (4); Monster mash — Bobby Pickett & Crypt Kickers (6); Feeiin’ stronger every day — Chicago (8); Stealin’ — Uriah Heep (9) og Goodbye Yellow Brick Road — Eiton John (10). Nýju lögin fimm eru: 11 Top of the worid.............................Carpenters 12 I know it’s true.........................Maggi Kjartans 13 Joe the mad rocker...............„.Jóhann G. Jóhannsson 14 My Marie................................B. W. Stevenson 15 Ooh baby..............................Gilbert O’Suliivan Sú breyting hefur verið gerð á efnismeðferð þáttarins „Tfu á toppnum", að nú koma lög af stórum plötum jafnt tii greina sem iög af litium piötum og hámarks seta hvers lags á listanum verður takmörkuð við sex vikur. „Þetta er gert til að gefa nýjum lögum meiri möguleika á að komast á listann og gera hann frfsklegri," sagði Öm Petersen, stjórnandi þáttarins, 1 viðtali við Mbl. um breytingarnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.