Morgunblaðið - 10.11.1973, Page 4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1973
Fa
JJ Itíl. i l.l 'K. i V
(i lAit;
^ 22*0*22*
RAUOARÁRSTIG 31
BILALEIGA
CAR RENTAL
TS 21190 21188
tei. 14444 * 25555
BlLALEIGA CAR RENTAlI
/p BÍLALEIGAN
V^IEYSIR
CAR RENTAL
24460
í HVERJUM BÍL
PIO NEER
ÚTVARP OG STEREO
KASETUTÆKI
l'Hverfisgötu 181
SENDUM I 86060
SKODA EYÐIR MINNA.
Snaott
LCIGAN
AUÐBREKKU 44-46.
SlMI 42600.
FERÐABÍLAR HF.
Bílaleiga. - Simi 81260.
Fimm manna Citroen G.S stat-
ion Fimm manna Citroen G S
8 — 22 manna Mercedes Benr:
hópforðabilar (m bilstjórum)
EMUR GAMALL TEMUR
ORÐ DAGSINS
Á AKURPYRI
Hringið, hlustið og yður
mun gefast ihugunarefni.
SÍMÍ (96)-2l840
|Hí>r0ijnl>Iöíiib
mnRGFRLORR
mÖGULEIKH VÐRR
Arfíigarður
Framsóknar
Mikil átök eiga sér stað innan
Framsóknarflokksins. Tveir
ólíkir armar eigast við, og er
barizt af mikilli hörku. Annars
vegar er tiltölulega einangrað-
ur hópur ungra manna, sem
sölsuðu Samband ungra fram-
sóknarmanna undir sig fyrir
nokkrum árum og hafa haldið
þvf sfðan. Hins vegar eru Tóm-
as Karlsson, Alfreð Þorsteins-
son, Ólafur Jóhannesson,
Kristinn Finnbogason og fleiri
ungir framsóknarmenn f
Reykjavfk.
Fyrri armurinn lýtur
forystu Ólafs Ragnars Grfms-
sonar, sem ungur ætlaði sér
mikil metorð innan Fram-
sóknarflokksins. Um þærmund
ir sem Ólafur Ragnar og félag-
ar hans slitu barnsskónum,
skimuðu þeir í kringum sig og
könnuðu, hvar helzt myndi
vera að vænta skjóts frama
f stjórnmálum. Þeim varð
fljótlega ljóst, að Fram-
sóknarflokkurinn var allra
flokka steinrunnastur og
gamlaður, svo líklegt var, að
innan hans yrði fljótlega
um nokkra yngingu að
ræða. Flestum bar saman um,
að Framsóknarflokknum var
orðið nauðsynlegt að bæta
yngri mönnum f sitt forystulið.
Ólafur Ragnar og fylgisvein-
ar hans urðu þvf fram-
sóknarmenn. Þeir hófu klif
sitt upp metorða-
stigann á þvf að hvetja
unga háskólamenn að ganga
sem fyrst f Framsóknarflokk-
inn, þvf að þar væri skjóts
frama að vænta. Þegar fjöldinn
var orðinn nægur, þá var Sam-
band ungra framsóknarmanna
gleypt. Ólafur Ragnar gat ekki
ímyndað sér annað en gegnir
framsóknarmenn mundu þeg-
ar sjá, er hann færi að sækja
fundi f sveitum landsins, aðþar
væri kominn maður, sem þá
vantaði. Maður, sem gat rætt
pólitfk af slíkri þekkingu og
kúnst, að allt annað varð eins
og fánýtt hjal f samanburði.
Þetta fór á annan veg. Fram-
sóknarmenn skildu ekki hvað
þessi mikillæti áttu að þýða.
Hvaða mál talaði maðurinn.
Þetta var ekki hrein og ómeng-
uð sambenska. Framsóknar-
flokkurinn hafði ekkert við
galgopa að gera, sem óð um f
skýjum útlendra kennisetn-
inga. Þeiin barsaman um, að þó
Ólafur Ragnar hefði lært
stjórnmál við erlenda skóla, þá
kynni hann ekki snefil í fram-
sókn. Vissulega hefði Fram-
sóknarflokkurinn þörf fyrir
yngingu. En þegar framsóknar-
menn tala um að yngja upp hjá
sér, þá láta þeir 58 ára menn
taka við af 68 ára, en ekki börn
undir fimmtugt.
Óiafur Ragnar brást ókvæða
við þeim móttökum, sem hann
hlaut hjá leiðtogunum. Og sfð-
ustu tvö árin hefur hann reynt
að knýja fram með góðu, sem
ekki fékkst með iliu.
Ungir, prúðir og veluppaldir
framsóknarmenn f marga ætt-
liði ve-u ákveðnir í að láta Ólaf
ekki skjóta föstum rótum í
forystu Framsóknar. og þar
með var strfðið skollið á.
Og nú er Tfminn heill og
óskiptur kominn ð band ungu
mannanna Ólafs Jóhannesson-
ar, Kristins Finnbogasonar og
hinna, sem kusu sér nýja stjórn
f Klúbbnum á dögunum. Arfa-
skafan er á lofti og illgresið
skal á brott en rósunum skal
vökvað. Eftir þeim lýsingum
sem deiluaðilar hafa gefið
af kosningunum til Félags
ungra framsóknarmanna
er Ijóst, að þar hafa
allar venjulegar regl-
ur félaga verið brotnar f bak og
fyrir af báðum fylkingarörm-
unum. Þvf er ekki ólfklegt, að
þegar framsóknarforystan tek-
ur að lú garðinn, þá standi fáar
urtir eftir. Og vfst er, að ef að
kenning Tfmans er rétt og
Tómas Karlsson, Alfreð Þor-
steinsson og Kristinn Finn-
bogason eru rósirnar I arfa-
garði Framsóknar, þá hefur hið
fornkveðna sannast betur en
nokkru sinni fyrr, að „engin er
rós án þyrna“.
spurt og svarað Hringið f sfma 10100 kl. 10—11 frá mánudegi til föstudags og biðjið um Lesendaþjónustu Morg-
Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS unblaðsins.
MENNTUN OG STÖRF
FÓSTRA
Steinunn Kjartansdóttir,
Bústaðavegi 42, spyr:
1. Er fóstrum heimilt að
kenna forskólabekkjum barna-
skóla, sbr. 77. grein grunnskóla-
frumvarpsins og 2. grein laga
um Fósturskóla íslands?
2. Ef fóstrur hafa einnig
stúdentspróf, hafa þær þá
meiri möguleika á að kenna 6
ára börnum en þær, sem ekki
hafa stúdentspróf?
3. Hvaða möguleikar eru á
framhaldsmenntun fyrir
fóstrur hér á landi?
4. Hvernig verður í framtíð-
inni háttað tilraunakennslu 5, 6
og 7 ára barna og samstarfi
milli Fósturskólans og Kenn-
araháskólans í þeim efnum?
5. Hafa stúdentar ennþá
möguleika á að taka kennara-
próf á einum vetri eða einhvers
konar námskeið til þess að
öðlast réttindi til að kenna?
Eða er nóg að hafa stúdents-
próf til að kenna?
Valborg Sigurðardóttir,
skólastjóri Fósturskólans,
svarar liðum 1,2,3, og 4:
1. í 2. grein laga um Fóstur-
skóla Islands segir, að hlutverk
skólans sé að mennta fóstrur til
uppeldisstarfa á hvers konar
uppeldisstofnunum fyrir börn
frá fæðingu til 7 ára aldurs, svo
sem vöggustofu, dagheimili,
leikskólum, forskólabekkjum
barnaskóla og leikvöllum.
Heimilt er að fela Fósturskóla
Islands að mennta fólk til
starfa á skóladagheimilum.
1 77. grein grunnskólafrum-
varpsins segir m.a., að við for-
skólann skuli starfa kennarar,
sem lokið hafa viðurkenndu
kennaraprófi, og skulu þeir
ráðnir og launaðir eftir sömu
reglum og kennaraprófi, og
skulu þeir ráðnir og launaðir
eftir sömu reglum og kennarar
við 1.—6. bekk grunnskóla.
Kennarar, sem hlotið hafa
viðurkennda viðbótarmenntun
fyrir forskólakennara, skulu
ganga fyrir með rétt til starfs-
ins. Heimilt er að ráða að for-
skóla fóstrur eða aðra starfs-
menn með viðurkennda mennt-
un, sem henta þykir.
I Reykjavík hafa fóstrur ekki
verið ráðnar til að kenna for-
skólabekkjum, en ég veit um,
að slfkt hefur verið gert úti á
landi.
2. Mér er ekki kunnugt um að
stúdentspróf hafi breytt neinu
þar um hingað til.
3. Eins og er eru engir mögu-
leikar fyrir fóstrur til að fá
framhaldsmenntun hér, en í
nýjum lögum um Fósturskól-
ann er gert ráð fyrir, að um
framhaldsmenntun geti verið
að ræða.
4. Lögin um Fósturskólann
eru það ný, voru sett sl. vor, að
framkvæmd þeirra er vart
komin á þann rekspöl, að þessu
sé hægt að svara að svo komnu.
Broddi Jóhannesson, rektor
Kennaraháskóla Islands, svarar
lið 4. og 5:
4. I lögum nr. 38/1971 um
Kennaraháskóla Islands er svo
fyrir mælst, að hann skuli eiga
samstarf við aðra skóla, er
mennta kennara í sérgreinum.
Að þvf er Fósturskólann
varðar hefur slíkt samstarf
ekki verið hafið enn sem komið
er, enda var honum fyrst sett
löggjöf áþessu ári.
5. Til þess að ölast kennara-
réttindi frá Kennaraháskóla Is-
lands þurfa stúdentar að
stunda þar nám 13 ár.
Messur á morgun
Dómkirkjan
Messa kl. 11. Kristinboðsdagur-
inn. Séra Þórir Stephensen.
Messa kl. 2. e.h. (fjölskyldu-
messa) Foreldrar fermingar-
barna vinsamlega beðnir að
koma tilmessu. SéraÖskarJ.
Þorláksson. Barnasamkoma kl.
10.30. í Vesturbæjarskólanum
við Öldugötu Pétur Þórarins-
son stud.thol. talarviðbörnin.
Sr. Óskar J. Þorláksson.
Frfkirkjan
Barnasamkoma kl. 10.30.
Friðrik Schram. Messa kl. 2.
e. h. Kristinboðsdagurinn. Sr.
Þorsteinn Björnsson
Dómkirkja Krists konungs í
Landakoti
Lágmessa kl. 8.30. f.h.
Hámessa kl. 10.30. f.h.
Lágmessa kl. 2. e.h.
Grensássókn
Barnasamkoma kl. 10.30.
Guðsþjónusta kl. 2. e.h.
Aðaisafnaðarfundur verður að
lokinni guðsþjónustu. Séra
HaMdór S. Gröndal.
Frfkirkjan, Hafnarfirði
Barnasamkoma kl. 10.30.
f. h. Séra Guðmundur Ó. Ólafs-
son.
Arbæjarprestakall
Bamaguðsþjónusta f Arbæjar-
skóla kl. 10.30. f.h. Messa í skól-
anum kl. 2. e.h. Tekið á móti
gjöfum til Kristniboðsins. Séra
Guðmundur Þorsteinsson.
Laugarneskirkja
Messa kl. 2. e.h. Tekið við gjöf-
um til Kristniboðsins.
Barnaguðsþjónusta kl. 10.30.
Séra Garðar Svavarsson.
Haligrímskirkja
Messa kl. 11. f.h.
Ræðuefni: Þekkir unga fólkið
. kirkjuna? Dr. Jakob Jónsson.
Langholtsprestakall
Barnasamkoma kl. 10.30. f.h.
Séra Árelíus Nielsson.
Guðsþjónusta kl. 2. e.h.
Ræðuefni: Hlutleysi er dauði.
Óskastundin kl. 4. Séra
Sigurður H. Guðjónsson.
Háteigskirkja
Barnaguðsþjónusta kl. 10.30.
f.h. Séra Jón Þorvarðsson.
Messa kl. 2. e.h. Séra Arngrim-
ur Jónsson.
Bústaðakirkja
Bamasamkomaki. 10.30. f.h.
Guðsþjónusta kl. 11. f.h.
Benedikt Arnkelsson, guðfræð-
ineur predikar. Tekið móti
gjöfum til Kristniboðsins.
Vinsamlega ath. breyttan
messutíma.
Hafnarfjarðarkirkja
Barnaguðsþjónusta kl. 11. f.h.
Séra Bragi Benediktsson.
Ásprestakall
Messa í Laugameskirkju kl. 5.
Barnasamkoma f Laugarásbíói
kl. 11. Sr. Grímur Grímsson.
Reynivallaprestakall
Messa að Saurbæ kl. 2. Sr.
Kristján Bjarnason
Lágafellskirkja
Messa kl. 2 e.h. Aðalsafnaðar-
fundur eftir messu. Tekin verð-
ur afstaða til frumvarps þess
um veitingu piestakalla, sem nú
liggur fyrir Alþingi. Sr. Bjami
Sigurðsson
Útskálakirkja
Messa kl. 2. Sr. Guðmundur
Guðmundsson
Hvalsneskirkja
Barnaguðsþjónusta kl. 11. Sr.
Gunnar Guðmundsson
Keflavfkurkirkja
Messa kl. 2. Gjöfum til kristni-
boðsstarfsins veitt móttaka.
Ytrí-Njarðvfkursókn
Barnaguðsþjónusta í Stapa kl.
11. Sr. Björn Jónsson
Eyrarbakkakirkja
Guðsþjónusta kl. 2. Kristniboðs-
dagur. Sóknarprestur.
Stokkseyrarkirkja
Bamaguðsþjónusta kl. 10.30.
Sóknarprestur.
Garðasókn
Barnasamkoma í skólasalnum
kl. 11. Sr. Bragi Friðriksson.
Hafnarfjarðarkirkja
Messa kl. 2. Sr. Bragi Friðriks-
son prédikar.
Digranesprestakall
Barnaguðsþjónusta í Víghóla-
skóla kl. 11. Guðsþjónusta 1
Kópavogskirkju ki. 11. Sr. Þor-
bergur Kristjánsson
Kársnesprestakall
Barnaguðsþjónusta kl. 11.
Guðsþjónusta í Kópavogskirkju
kl. 2. Kristniboðsdagurinn. Sr.
Ami Pálsson.
Innri-Njarðvík
Sunnudagsskóli kl. 11. 1 Barna-
skólanum og sunnudagsskóli í
Fíladelfiu kl. 11. Almenn sam-
koma kl. 4.30 — Filadelffa.
Bænastarfið
Fálkagötu 10. Samkoma kl. 4.
Sunnudagsskóli kl. 11. Sunnu-
dagsskóli Kristniboðsfélagsins
er i Álftamýrarskóla kl. 10.30.
öll börn velkomin
Fíladelffa Reykjavfk
Safnaðarguðsþjónusta kl. 2.
Almenn guðsþjónusta kl. 20.
Willy Hansen prédikar.