Morgunblaðið - 10.11.1973, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1973
7
— nýjasta kúgunarvopnið
UTANRIKISSTEFNA stór-
veldanna er oft háð einkahags-
munum viðkomandi þjóðar, og
sjaldan hefur það komið betur í
ljós en nú að því er varðar
Vesturveldin þrjú, Bretland,
Frakkland og Bandaríkin.
Um það leyti, sem Rússar
voru með herstyrk sínum að
bæla niður uppreisnina í Ung-
verjalandi haustið 1956, voru
uppi miklar deilur milli Breta
og Frakka annars vegar, og
Egypta hins vegar varðandi
rekstur Súesskurðarins. Fór
svo, að Nasser þáverandi for-
seti Egyptalands ákvað að þjóð-
nýta skurðinn og nota þær tekj-
ur, sem af rekstrinum fengjust,
til byggingar Aswan-stíflunnar.
Ekki sættu Bretarog Frakkar
sig við þessar aðgerðir, enda
var meirihluti hlutabréfa í
Súesfélaginu í þeirra eigu. Þá
var það, að Bretar og Frakkar
gripu til gagnaðgerða og sömdu
við Israela um hernaðaraðgerð-
ir gegn Egyptum. ísraelar
gerðu skyndisókn inn á Sinai-
skaga 29. október og tókst fljótt
að leggja skagann undir sig.
Franskir og brezkir hermenn
voru sendir ísraelum til aðstoð-
ar, og gengu þeir á land við
Port Said.
Þótt Bandarikin hafi frá upp-
hafi stutt við bakið á Israels-
ríki, snerust þau strax gegn
innrásinni í Egyptaland, og
beittu áhrifum sinum til að
koma á friði. Með áhrifum
Bandaríkjanna og afskiptum
Sameinuðu þjóðanna féllust
ísraelar á að skila aftur Sinai-
skaganum, og Bretar og
Frakkar að kalla innrásarsveit-
ir sínar heim.
Nú er öldin önnur. Fyrir
rúmum mánuði hófu Sýr-
lendingar og Egyptar árásar-
stríð gegn Israel. Viðbrögð
Breta voru þau að lýsa
yfir hlutleysi, en halda
þó áfram að afhenda her-
gögn, sem samið hafði
verið um sölu á til Araba-
ríkjanna. ísraelar fengu hins
vegar ekki skotfæri, sem þá
vantaði frá Bretlandi. Frakkar
brugðust einnig þessum fyrri
bandamönnum sínum og gerðu
lítið úr ábyrgð Araba á styrjöld-
inni. Þegar svo Bandarík-
in hófu loftflutninga á
hergögnum til Israels til að
mæta svipuðum flutningum
Sovétríkjanna til Araba,
neituðu Frakkar og Bretar
— ásamt fleiri vestræn-
um þjóðum — bandarísku
flugvélunum um lendingar-
leyfi.
Nú var það ekki Súesskurður-
inn, sem máli skipti, því
skurðurinn hafði verið lokaður
allri umferð frá þvi í sex daga
stríðinu sumarið 1967. Nýtt
kúgunarvopn var komið til sög-
unnar, olían.
Eins og önnur riki Vestur-
Evrópu þurfa Bretar og
Frakkar að flytja inn megnið af
þeirri olíu, sem þar er notuð, og
um 95% innflutningsins kemur
frá Arabaríkjunum. Öttuðust
Frakkar og Bretar, að skrúfað
yrði fyrir olíuna, ef þeir sýndu
málstað israels of mikla hlut-
tekningu, og óttinn reið bagga-
muninn.
Fleiri ríki fylgdu fordæmi
Frakka og Breta, og af sömu
ástæðu, jafnvel þótt vitað væri,
að í löndum þessum væri yfir-
gnæfandi samúð með málstað
ísraela. Fór svo nú um miðja
vikuna, að Bretum og Frökkum
tókst að ná samstöðu allra níu
ríkja Efnahagsbandalagsins um
að samþykkja sérstaka yfirlýs-
ingu, þar sem bein afstaða er
tekin með Arabaríkjunum gegn
israel. Ekki hefur þessi
ákveðna afstaða ríkjanna þó
forðað þeim með öllu frá refsi-
aðgerðum Araba, því Arabarík-
in hafa minnkað oliuvinnslu
sína um fjórðung, og í mörgum
löndum er nú verið að ganga
frá neyðarráðstöfunum til að
draga úr olíunotkuninni.
Olíubirgðir heimsins eru ekki
ótakmarkaðar. Arið 1971 var
áætlað að alls væru um 100
milljarðar tonna af olíu í þeim
lindum, sem þekktar voru, og
ef til vill tvöfalt það magn á
svæðum, sem ekki hafa verið
fyllilega könnuð. Tveir þriðju
olíunnar, sem vitað er um, eru í
Arabalöndunum.
Á undanförnum 50 árum
hefur oliunotkunin i heiminum
numið alls um 35 milljörðum
tonna, en neyzlan fer sífellt
vaxandi, og er áætlað, að á
næstu 15 árum nemi notkunin
50 milljörðum tonna. Er því
ljóst, að olíulausu löndin verða
í æ ríkari mæli háð þeim
löndum, sem ráðayfir auðlind-
unum. Með tilliti til þess, og svo
hins, að Efnahagsbandalags-
ríkin hafa nú þegar hagað utan-
ríkisstefnu sinni að nokkru
leyti í samræmi við kröfur
Araba, er uggvænlegt að hugsa
til þess, hver áhrif Arabaríkin
geta haft i framtíðinni á stefnu-
mótun annarra þjóða.
Annað atriði er rétt að
minnast á, en það er varðandi
tekjur Arabaríkjanna af olíu-
sölunni. Mestu olíuríkin, eins
og til dæmis Saudi Arabfa,
Lýbfa og Kuwait, hafa safnað
gífurlegum gjaldeyrissjóðum,
og ekki dregur úr sjóðunum á
næstu árum með hækkuðu olíu-
verði og aukinni framleiðslu.
Ekki ber hagfræðingum saman
um hve miklir þessir sjöðir séu
eða verði eftir 10 tii 15 ár, og
ber þar mikið á milli. Telja þeir
varkárustu að sjóðirnir muni
nema 3.000 til 7.500 miiljörðum
króna árið 1985, en þá er reikn-
að með, að olíuútflutningurinn
nemi 2.000 til 3.000 milljörðum
króna á ári. Aðrir segja þessar
tölur allt of lágar og reikna
jafnvel með að varasjóðir
Arabaríkjanna í erlendum
gjaldeyri geti numið 45.000
milljörðum króna árið 1985.
Áhrif þessara gífurlegu sjóða á
efnahag annarra ríkja eru auð-
sæ. Með fjármagnsflutningum
milli ríkja og kaupum og sölu á
gjaldeyri gætu Arabaríkin
nokkurn veginn ráðið gjald-
eyrisskráningu ýmissa ríkja,
eins og raunar er talið, að hafi
sýnt sig bæði í sambandi við
dollar og sterlingspund. Þá geta
þessir sjóðir veitt Aröbum
áhrif á innanríkismál fjölda
rikja með beinum fjár-
festingum í fyrirtækjum
og fasteignum. Og með
banni á olíusölu til ákveð-
inna riKja, eins og nú hefur
verið sett á Holland og Banda-
ríkin, geta Arabarikin hrein-
lega komið á neyðarástandi í
þeim rikjum.
Til þessa hafa Bandarikin
verið einna bezt sett að því er
varðar olíu Arabaríkjanna, því
þótt þau hafi flutt inn um fjórð-
ung þeirrar olíu, sem þar er
notuð, hafa þau aðeins keypt
3% heildarmagnsins frá Araba-
ríkjunum. Olíunotkunin fer
hins vegar vaxandi í Bandarikj-
unum eins og annars staðar, og
einnig þau verða meira og
meira háð Aröbum, ef ekki
kemur annað til.
Af öllu þessu er auðséð að
breytinga er þörf. Þess vegna
er það, að rannsóknir hafa
verið efldar viða um heim til að
finna nýjan orkugjafa í stað
olíunnar. Beinast rannsóknirn-
ar þá fyrst og fremst að ódýrari
virkjun kjarnorku og sólar-
orku, og getur árangur þeirra
ráðiðframtíð heimsins.
bt
BÍLAVIÐGERÐIR
Tökum að okkur allar almennar
bclaviðgerðir
Bilaverkstæðið Bjargi,
við Sundlaugaveg,
simi 38060
BLÝ
Kaupum blý hæsta verði Málm-
steypan, Skipholti 23 Simi
16812
BARNAGÆZLA
Get tekið barn r gæzlu á daginn.
Upplýsingar i sima 2949, Kefla-
vik
UNGTPAR
óskar eftir atvinnu, margt kemur tcl
greina. Hann hefur bilpróf. Uppl. í
dag og á morgun i sima 37404.
BODDÝ-HLUTIR
Höfum ódýrar hurðir, bretti,
húdd, skottlok og rúður á flestar
gerðir eldri bíla
Opið til kl 5 i dag.
Bilapartasalan, Höfðatúni 10
simi 1 1397.
CORTINA '69 — '70
vel með farin, óskast til kaups.
Upplýsingar í sima 53383
ÚRVALS SÚRMATUR
Súrsaðir lundabaggar, hrútspung-
ar, sviðasulta, svínasulta. Úrvals-
hákarl, sild og reyktur rauðmagi.
Harðfiskur, bringukollar.
Kjötmiðstöðin, Laugalæk 2,
simi 35020
HEY ÓSKAST
Óska eftir að kaupa 3 tonn af heyi.
Upplýsingar i sima 53405.
HÚSMÆORASKÓLAR
Handavinnuunnendur, við bjóðum
dúkadralon og harðangursjafa í 20
litum Margir litir og gerðir af
kongress efnum og hör. Allar
gerðir af garni og úrval af dúka-
munstrum
Hannyrðabúðin,
Linnetstíg 6, Hf.
Merkjasala Blindrafélagsins
Sölubörn
Merki afgreidd frá kl. 10 f.h., sunnudaginn 11. nóv.
Afgreiðslustaðir: Barnaskólar Reykjavíkur, Barnaskólar
Kópavogs, barnaskólar Hafnarfjarðar, barnaskóli Garða-
hrepps, Holtsapótek, Blindraheimilið, Hamrahlíð 17.
Seljið merki Blindrafélagsins. Góð sölulaun.
SÖNGUR GRÍN OG GAMAN
Styrktarfélagar
Fóstbrædra
Síðasta haustskemmtunin verður haldin í Fóstbræðrahús-
inu í kvöld.
FóstbræSur.
ÓSKA EFTIR AÐ TAKA Á LEIGU
3ja til 4ra herb. ibúð Fyrirfram-
greiðsla. Uppl. i síma 26797.
BARNLAUSEKKJA
vill kaupa 3ja herb. ibúð. Skipti á
stærri ibúð kæmi til greina. Tilb.
sendist afgr. Mbl merkt: ..Reglu-
söm — 4689”
HAFNARFJÖRÐUR
2ja eða 3ja herb. ibúð óskast
strax. 2 fullorðnir i heimili. Tlb.
sendist Mbl. fyrir 14 þm merkt
..ibúð 4564"
KEFLAVÍK — NJARÐVÍK
3ja herb. ibúð til leigu i YtriNjarð-
vik Uppl. i sima 92-2478
TÖKUM AÐ OKKUR
flisalagnir á böð og eldhús. Upp-
lýsingar i sima 51087 og 33438,
eftir kl. 7.
TILSÖLU
VW. 1303 árg. '73 Uppl. í sima
50471 og 42297 milli kl 1 0—2
og 8— 1 0 eh
BÍLAVARAHLUTIR
Varahlutir í Cortinu, Benz 220,
'62, og eldri, Taunus 1 7 M '62,
Opel '60—'65 og flest allar gerð-
ir eldri bíla.
Bilapartasalan, Höfðatúni 10,
sími 1 1 397.
ULLARJAFADÚKAR
löberar, púðar og strengir, nýjar
gerðir Antikmyndirnar úttöldu,
allar gerðir komnar aftur
Ha nnyrðabúðin,
Linnetstig 6, Hafnarfirði
S. 51314,
r