Morgunblaðið - 10.11.1973, Page 11

Morgunblaðið - 10.11.1973, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1973 11 „Ókeyrandi af og til” „ÞAÐ ER alltaf ókeyrandi þarna um veginn til Þorlákshafnar af og tiL“ sagði Þóroddur Kristjánsson steypubflstjóri, þegar Morgun- blaðið ræddi við hann í gær, en hann komst aðeins eina ferð með steypu f húsbyggingu frá Selfossi til Þorlákshafnar. „Það eru miklir þungaflutn- ingar um veginn,“ sagði Þórodd- ur, „ og því ekki von, að vegurinn dugi nokkuð á meðan ekki er hugsað betur um hann og borinn í betri ofaníburður, auk þess að hefla verður hann oftar. Ekkert nema olíumöl mun að sjálfsögðu duga til lengdar, en ástandið er vonlaust eins og það er. Ég var klukkutíma og fimmtán minútur á leiðinni, en venjulegur tími er 35 mín.“ Vegna þessa sneri Morgun- blaðið sér til vegagerðarinnar og fékk þ ar þær upplýsingar, að ekki væri gert ráð fyrir olíumalarlagn- ingu á þennan veg á núgildandi vegaáætlun, er nær til árs- ins 1975. Hins vegar hefði verið ráðstafað á áætlun 13 milljónum króna til við- halds, breytinga og end- urbyggingar á Þorlákshafnar- vegi. Viðurkennt var, að mikið álag hefði verið á veginum í sumar, en jafnframt bent á, að vegagerðin væri algjörlega bund- in af vegaáætlur.inni. Ráð.agerðir um lagningu olfumalar á Þorláks- hafnarveg væri því pólitísk ákvörðun og í höndum fjárveit- ingavaldsins, en ekki vegagerðar- innar. Ný vatnsleiðsla fyrir Stykkishólm Stykkishólmi, 29. október-,— UNDANFARNA mánuði hefir verið unnið að lögn vatnsveitu- æðar fyrir Stykkishólm og er nú vatnið tekið úr uppsprettulind i Svelgsárhrauni og leiðslan til Stykkishólms þaðan verður 12.5 km. Vatnsveita var fyrst lögð til Stykkishólms árið 1947, en áður höfðu Stykkishólmsbúar vatn sitt úr brunnum hingað og þangað um kauptúnið og f mestu þurrkum þurfti að sækja vatnið upp í sveit. Vatnsveitan frá 1947 var tekin úr uppsprettu i Drápuhlfðarfjalli, sem síðar var aukin en er nú orðin alltof lítil. Nýja leiðslan er úr 10 tomma plaströrum framleiddum á Reykjalundi. Liggur hún um lönd Svelgsár, Hóla og Saura og yfir Vigrafjörð, sem er 640 metra langur. Undanfama daga hefir verið unnið við að leggja rörin yfir fjörðinn og því verki senn að ljúka, þrátt fyrir ýmsar hindranir. Þá liggur leiðslan yfir Helgafellsland og Helgafellsvatn þar sem hún verður tengd eldri lögn sem liggur niður í Stykkis- hólm. Sú lögn er 6 tommu stál- pípulögn og liggur í geyma á holti í efri hluta bæjarins þar sem vatnið kvfslast um bæinn. Fyrir ofan bæinn er dælustöð. Þessi áfangi, sem nú er lagður, er 8.5 km. Verktaki var Sveinn Amason úr Reykjavik þar til í sumar, að hreppurinn tók verkið f sinar hendur og hefir Ágúst Bjartmars oddviti verið verkstjóri og driffjöður þess og miðar fram- kvæmdum nú svo, að vonir standa til, að hægt verði að tengja lögnina fyrir jól og jólavatnið verði úr lindinni fyrir ofan Svelgsá. f Síðan í sumar hefir erfiðasti kaflinn verið að koma rörunum yfir Vigrafjörð sökum mikilla strauma og sæta þarf sjávarföll- um. Þar þurfti einnig að sprengja 400 metra langan skurð sem ekki ÞRR ER EITTHURfl FVRIR RLIR var hægt að gera nema á fjöru. Pa hefir það seinkað verkinu að erfitt hefir reynst að fá vinnuafl en mikið hefir hjálpað að félagar úr Lionsklúbbi og Rotaryklúbbi Stykkishólms ásamt öðrum áhugasömum bæjarbúum hafa komið um helgar og lagt hönd á plóginn. Þessi áfangi er áætlaður um 18 milljónir króna en ekki er vitað hvort sú áætlun stenst. Meðþessu átaki mun vatn til bæjarins aukast um helming og þegar leiðslan verður orðin 10 tommur alla leið i bæinn, svo sem áætlað er í framtíðinni, mun verða nægjanlegt vatn fyrir kauptúnið í náinni fram- tið og þá miðað við aukinn vöxt bæjarins. Þriðji áfangi þessa verks verður svo að leggja nýjar lagnir f bænum ásamt viðbótar geymi til aðrennslisjöfnunar. Fréttaritari. Létt í spori Þessi Singer saumavél kostar aðeins kr. 22.164,00, en hefur flesta kosti dýrari saumavéla og þann kost fram yfir að hún vegur aðeins 6 kíló og er þess vegna mjög létt í meðförum. Þegar þér saumið úr hinum nýju tízkuefnum getið þér valið úr mörgum teygjusaumum, m. a. ,,overlock“, svo að engin hætta er á að þráðurinn slitni þó að togni á efninu. Singer 438 hefur einnig:______innbyggðan, sjálfvirkan hnappagata- saum tvöfalda nál, öryggishnapp (gott þar sem börn eru), fjölbreyttan skrautsaum og marga fleiri kosti. SÖLU- OG SÝNINGARSTAÐIR: Liverpool, Laugavegi 18A, Domus, Laugávegi 91, Gefjun, Austurstræti, Dráttarvélar, Hafnarstræti 23, Véladeild SÍS, Ármúla 3 og Kaupfélögin um land allt. SAMBAND ISLENZKRA SAMVINNUFELAGA S Véladeild ARMULA 3 REYKJAVIK. SIMI 38900 Tökum gamlar vélar sem greiðslu upp í nýjar ef þú írilt vera öruggur um að tengdamamma gisti ekki eina nóttina enn ... er betra að hafa bílinn á TOYO snjóhjólbörðum TOYO snjóhjólbarðar koma þér heilum heim og að heiman! Útsölustaður: Hjólbarðasalan Borgartúni 24 Sími 14925 Umboð á íslandi KRISTJÁN G. GÍSLASON HF Flóamarkadur Sjálfstædiskvennafélagid Edda, Kópavogi, heldur Flóamarkad I dag ad Hallveigarstödum. Húsidopnadkl. 3. Margt gódra muna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.