Morgunblaðið - 10.11.1973, Side 12

Morgunblaðið - 10.11.1973, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1973 Bragi Asgeirsson skrifar: A thyglisvert framtak HAUSTIÐ 1970 stofnuðu nokkrir ungir menn áhugamannaklúbb, sem að þeirra eigin sögn hafði það eina markmið, að taka upp tíma, sem Æskulýðsráð Reykjavíkur af- henti Félagi áhugaljósmyndara til ráðstöfunar. Eftir kynni við Gunnar Hannesson, hinn kunna ljósmyndara, réðust þeir í að setja upp sýningu haustið 1971, þessa sýningu skoðaði ég og er hún mér enn í fersku minni sökum frísk- leika og þeirrar augljósu ánægju, sem höfundar myndanna virtust hafa af iðju sinni svo vegna hins sérstaka háttar, sem þeir nálguð- ust verkefni sín. Nú eru þessir sömu ungu menn á ferðinni aftur og láta sér ekki um muna, að ráðast á garðinn þar sem hann er hæstur, hafa lagt undir sig allt myndlistarhúsið á Miklatúni, veglegustu sýningar- sali höfuðborgarinnar og fengið til liðs við sig hollvin sinn og hvata, fyrrnefndan GunnarHann- esson. Hinir djarftæku ungu áhugaljósmyndarar, sem hér eru til umræðu, nefnast Pétur Þ. Maack, Skúli Þór Mágnússon, Kjartan B. Kristjánsson, Jón Oiafsson, Gunnar S. Guðmunds- son og Karl G. Jeppesen, sem kemur í stað Ölafs M. Hákonar- sonar, en það er eina breytingin, sem orðið hefur á mannskapnum í klúbnum frá upphafL Það er rétt stefna að halda fast við ákvðna, takmarkaða tölu félaga og einnig rétt, að erfitt er að bæta sífellt inn mönnum, því að þá vill starfið verða eilíft byrjunarstarf og sí- fellt stríð við keimlík vandamál 1 stað markvissrar þróunar. Reynsl- an sýnir, að heilbrigðara er að hafa marga smáhópa (grúbbur) þegar um slíka hópvinnu er að ræða, en svo ein sterk heildarsam- tök, sem sjá um stjórnsýslu og að miðla reynslu og þekkingu á milli hinna einstöku hópa. Það er skemmst frá að segja, að ég hafði mikla ánægju af að skoða þessa sýningu og ýmsar mynd- anna höfðuðu sterkt til mín og eitt var það, sem strax vakti at- hygli mína en það var vandvirkni 1 vinnubrögðum og hnökraiaus frágangur mynda, en þetta eru einmitt mikilvæg atriði, sem vilja aðar sem ónafngremdar og þao gerir verkefnið ennþá erfiðara viðfangs. Margar myndanna á sýningunni kalla einmitt eftir nafni, sem lið í myndskýringu eða sem skemmtilega viðbót en svo er hins vegar ekki að neita, að margar aðrar mega vel vera nafn- lausar því að þær eru fyrst og f remst 1 jósmyndræn atriði. Því fer fjarri, að allar mynd- irnar séu jafngóðar, myndsýn höf- unda jafn hnitmiðuð og mark- viss, en allir eiga ágæt verk á sýningunni og mega vera mjög hressir út af útkomunni. Þá ætti almenningur einmitt að hafa mikið gagn og mikinn fróðleik af að sækja sýninguna heim, því að þar er ekki einasta margt skemmtilegt að sjá heldur er sýn- ingin einnig lifandi vitni um árangur af heilbrigðri og mennt- andi iðju. Þáttur Gunnars Hannessonar á sýningunni er drjúgur, en hann hefur lagt undir sig allan Kjar- valssal þar sem skuggamynda- vélar sýna án afláts litskugga- myndir á sjö misstórum tjöldum. Margt af þessum litmyndum Gunnars eru einstaklega vel teknar og sumar í algjörum sér- flokki, enda virðist maðurinn óþreytandi við að leita uppi sér- kennileg viðfangsefni og hafa skilning á því, sem máli skiptir og næmt auga. Margt myndanna heyra miklu frekar undir form- fræði en Ijósmyndun i almennum skilningi og þá er iðjan orðin að sjónlist í víðri merkingu þessa orðs og ljósmyndarinn kominn i ríki þess að uppgötva og upplifa, þannig að hið ómerkilegasta atriði í náttúrunni getur orðið að þýðingar- og hrifmiklu formi. Ég þakka svo öllum aðilum fyrir framtakið og hvet almenn- ing til að fjölmenna á sýninguna. vefjast fyrir mörgum byrjendun- um, — hér hefur grunnurinn sem sagt verið rétt lagður. Máski er það þversögn, að vera hér að tala um byrjendur og til að rétt sé skilið vil ég taka það fram, að ég á við, að stutt er síðan þessir menn hófu samstarf en sfður en svo að neinn byrjendabragur sé á mynd- um þeirra. Það kemur mér ein- mitt þvert á móti á óvart hve margt er af skemmtilegum mynd- um á sýningunni og hvað þeir hafa ósjaldan náð að vinna mikið úr viðfangsefnum sfnum og einn- ig hve viðfangsefni þeirra eru fjölbreytt og fordómaleysið áber- andi. Þeir eru þannig ekki bundn ir því, að kynna einhverja ákveðna stefnu, hvorki á póli- tískum né fagurfræðilegum vett- vangi, heldur er það sjálf kvika h'fsins, sem er þeir kveikja og yrkisefni. Skilin milli ljósmyndar og mál- verks hafa sífellt verið að minnka á undanförnum árum, myndlist- armenn nota sér í vaxandi mæli ljósmyndavélina og hliðartæki hennar í gerð myndlistarverka, og optískra atriða, sem má rekja til áhrifa frá ljósopinu, sér oft stað í nútíma myndlistarverkum. Við gátum til að mynda greinilega séð þess stað í þremur nýafstöðnum sýningum en þó á mjög mismun- andi hátt og á ég hér við sýningar þeirra Tryggva Olafssonar, Hrings Jóhannessonar og Sverris Haraldssonar, en á þeim öllum mátti greina skýr optísk atriði í myndunum. Ýmsum fordómum hefur þarmeð verið rutt úr vegi í samskiptum ljósmyndavélar og málverks og er það allt í rétta átt, en hins vegar verður að taka það með í reikninginn, að hér er ein- ungis um eitt atriði af mörgum að ræða en engin allsherjar stefna né algild lausn. Sjálf ljósmyndin hefur einnig margt að sækja f smiðju formtil- rauna myndlistarinnar og sér þess t.d. of vel stað á umræddri Sýningu til þess, að um tilviljun geti verið að ræða þótt stundum geti sjálfsagt verið um ómeðvit- uð viðbrögðaðræða, enallavega er ávinningur af slíkum vinnu brögðum. Tilfinningin fyrir myndbyggingu, stemningu, fram- setningu og miðlun skilar sér ósjaldan furðu þroskuð til skoð- andans, þannig að hann á sjálfsagt erfitt með að sætta sig við, að hér sé um áhugafólk að ræða en ekki æfða atvinnumenn. Þetta gerir það einnig að verkum að rýnirinn, í þessu tilviki ég, á nokkuð erfitt með að finna fast undir fót varð- andi dóm um einstakar myndir, svo er það líka annað, að mynd- imar eru hvort tveggja ónúmer Kristinboðs- dagurinn 11. nóvember 1973 Þröngt á þingi fyrir framan sjúkraskýiið Móðir og sonur — Pilturinn ilia farinn af næringarskorti og sjúk- dómum. „Af hverju komuð þið ekki fyrr?“ spurði ungur heiðingi kristniboða, sem fyrstur heimsótti þorpið hans og boðaði fagnaðarerindið. Það var ásökun í röddinni. „Hér höfum við lifað mann fram af manni í neyð og myrkri og dáið í angist og óvissu, — og svo hafið þið þekkt þennan undursamlega boðskap um Jesúm Krist áratugum saman án þess að koma og segja okkur frá honum.“ Gefur þetta tilefni til að ætla, að heiðinginn lifi sæll í sinni trú, — eða finnst ykkur það rökstyðja álit þeirra, sem segja, að kristni- boð sé óþarft? Fyrstu íslenzku kristniboðarnir fóru til Eþíópíu á vegum Sam- bands íslenzkra kristniboðsfélaga fyrir 20 árum og reistu kristni- boðsstöð í Konsó. Stöðin er mið- stöð kristilega starfsins í héraðinu og fjölmargir leita þangað sér til hjálpar á ýmsa lund. Börn og unglingar þyrpast að skólanum, en vegna fjarlægðar þyrftu miklu fleiri en nú er rúm fyrir, að geta fengið bústað á heimavist. Skólastarfið er ómetanlegt. Menntunin lyftir fólkinu þjóðfélagslega, og úr skólanum koma margir, sem síðar verða fræðarar og forystumenn f söfnuðinum. Auk skólans á stöðinni eru reknir 10 dagskólar og 45 kvöldskólar víðs vegar í héraðinu. Rfk áherzla er lögð á kristnifræðikennslu í öllum þess- um skólum. Alls kyns sjúkdómar og líkam- leg neyð hrjáir frumstæða þjóð f landi þar sem heiðin trúarbrögð hafa haldið fólkinu í járngreipum ótta og kúgunar. Þessa byrði hefur sjúkraskýlið í Konsó létt fólkinu verulega. Viss dauði beið margra, en hjálpandi hendur og rétt meðul urðu til bjargar. Lftill krankleiki verður oft upphaf langrar þrautagöngu fyrir heiðingjann. Særingamenn þeirra krefjast bæði peninga og fórnar- dýra, en við böli sjúklingsins eiga þeir sjaldnast bót. Safnaðarstarfið er orðið umfangsmikið og krefst. síaukinna starfskrafta. Vöntun á starfsfólki hefur ekki verið aðal-. vandamálið, heldur hitt að sjá fyrir launum og starfsskilyrðum. En þeir eru líka ófáir sjálfboða- liðarnir ungu og eldri, sem fúsir leggja land undir fót til að flytja meðbræðrum sinum og systrum fagnaðarerindið. Sjálfir þekkja þeir það myrkur og sáru hjartans neyð, sem þjáir heiðingja, — þess Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.