Morgunblaðið - 10.11.1973, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 10.11.1973, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1973 15 DIMM JOLIN HJÁ BANDA- RÍKJAMÖNNUM Washington, New York 9. nóvember — AP JÓLIN f Bandaríkjunum kunna að verða svolftið dimmri og fjör- minni f ár en vanalega, eftir þvf sem landið allt býr sig nú undir að hefja hinar víðtæku aðgerðir tii orkusparnaðar, sem Nixon for- seti boðaði f sjönvarpsræðu sinni á miðvikudagskvöld. Er Fjöldamorð- ingjar Sacramento, Kaliforníu, 9. nóvember — NTB LÖGREGLAN í Sacramento hóf í dag yfirheyrslur yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um að haf a skotið og myrt níu manns í Saera- : mento og ung hjón í Phoenix i Arizonfylki. Mennirnir eru 28 ára geðsjúklingur, Willie Luther Steelman, og félagi hans Douglas Gretzler, 22 ára. Þeirra hefur einnig verið leitað um gervallt ríkið vegna nauðgana og bílþjófnaðar. Hinir myrtu voru á aldrinum 9 til 37 ára. NATO skil- ur allt Washington, 9. nóvember — NTB JAMES Schlesinger, varnar- málaráðherra Bandarikjanna, sagði í gærkvöldi, að banda- menn Bandaríkjanna í NATO skildu vel ástæðurnar fyrir því, að nauðsynlegt hefði verið að setja bandariskar her- stöðvar í viðbragðsstöðu vegna ógnana Sovétríkjanna í Miðausturlöndum. Sagði Schlesinger er hann kom heim frá varnarmálaráðherra- fundinum í Haag, að starfs- bræður hans á fundinum hefðu lýst stuðningi við þessar aðgerðir. Cox snýr aftur Cambridge, Massachusetts, 9. nóvember — AP ARCHIBALD Cox, fyrrum sak- sóknari í Watergate-málinu, sem rekinn var af Nixon forseta, mun snúa aftur til Harvardháskóla sem prófessor í lögum, en sú var staða hans þangað til i maí s.l., er hann fór til Washington til að gegna embætti saksóknara. Cox hafði verið við Harvard frá þvf árið. 1945, og mun hefja störf þar á ný í janúar næstkomandi. áhrifanna þegar farið að gæta f lffi aimennings, sem verður að neita sér um ýmislegt er hingað til var sjáifsagður hlutur. Og meira að segja forsetinn sjálfur leggur sitt af mörkum. 1 Hvfta húsinu verður dregið mjög úr upphitun, og mjög litið verður um jólalýsingu utanhúss, sem þó er venja að hafa mikla. Þá hefur fólkið í landinu sjálft þegar tekið vel í málaleitanir Nixons þrátt fyrir, að ekki er enn um lög að ræða. Menn aka hægar á þjóð- vegunum, spara hita og rafmagn o.s.frv. Þannig lækkaði borgar- stjórinn í Cleveland t.d. hita- stigið f skrifstofu sinni niður í 62 gráður á Fahrenheit. „Ég er í hlýju nærfötunum mfnum," sagði hann hress. Sumir rfkisstjórar hafa þegar lækkað hámarkshraða á vegum, en aðrir ætla að bfða eftir að löggjöf verði sett. Nixon Bandarfkjaforseti brosir glaðlega sem hann stfgur út úr flugvél sinni við komuna til Washington á þriðjudaginn, en um sl. helgi fór hann til Flor- ida og þótti sú för farin f nokk- urri skyndingu. 'W Blóð- hefndir í Khöfn Kaupmannahöfn, 9, nóvember — AP. MORÐ á 38 ára gömlum manni af Gyðingaættum snemma f morgun er af lögreglunni talið vera liður f hinum sffelldu blóðhefndamorð- um, sem framin hafa verið að undanförnu af Aröbum og tsrael- um, sem búa f Kaupmannahöfn. Maður Haim Mayer, sem rekur litla kaffibúð, var skotinn, er hann var að fara inn f fbúð sfna í österbro-hverfinu. Ekki hafðist upp ámorðingjanum. Mayer þessi var fæddur í Kairó og bar enskt vegabréf. Ekki telur lögreglan, að um pólitískt morð sé að ræða. Blóðhefndir þessar hafa þegar orðið þremur mönnum að fjör- tióni. en þær hófust í ágúst sL, þegar Israeli og Jórdani stungu hvor annan til bana í ofboðslegum hnífabardaga út af stúlku einni. Mánuði siðar var öðrum Jórdana rænt og hann myrtur með öxi i skógi einum. Sagði lögreglan morðið það ógeðslegasta, sem framið hefði verið í fjölda ára. Neyðaraðgerðir í málunum víðaum Bonn, London, 9. nóvember. AP-NTB Q ÞING Vestur-Þýzkalands samþykkti í dag neyðarlöggjöf vegna ástandsins f orkumálum, sem veitir Brandt og rfkisstjórn hans rétt til að gera vfðtækar ráð- stafanir til eldsneytissparnaðar, einkum á olfu, og m.a. geta þýzk stjórnvöld nú bannað frfdaga- og helgarakstur, lækkað hámarks- hraða og komið á skömmtun á olíuvörum. Sagði Brandt f þinginu, að „hið sérstka sam- band“ stjórnar sinnar og Israels væri óbreytt og hann varaði Araba við að beita „kúgunum" til að ná pólitfskum markmiðum sfn- um. 1 ræðu sinni lagði Brandt áherzlu á, að Arabar þyrftu að viðurkenna tilverurétt tsraels, og er sú ábending talin vísvitandi fráhvarf Brandts frá yfirlýsingu EBE landanna fyrr í vikunni. □ Um gervalla Evrópu undir- búaríkisstjórnir víðtækar aðgerð- ir til spamaðar í þessum efnum, en ekki er þó talið, að um neyðar- ástand sé enn að ræða. Auk Vest- SIR ALEC KVEFAÐUR London, 9. nóv. AP. ALEC Douglas Home, utanríkis- ráðherra Breta, frestaði í dag opinberri heimsókn til Italiu, sem átti að hefjast á sunnudag. Douglas Home er sagður þjakaður af kvefi og slæmum hósta. Læknir hans hefur fyrirskipað honum að vera rúmliggjandi næstu daga. ur-Þjóðverja eru Belgar og Norðurlandaþjóðirnar að hefja lögboðinn sparnað, en Frakkar telja sér borgið vegna afstöðu sinnar til Araba, En flest Evrópu- lönd verða nú að herða ólina. Portúgal hefur hafið benzín- skömmtun og hækkað benzínverð um 10%, vegna hótana Araba Belgía hefur takmarkað hámarks- hraða'við 80 og 100 km. á klst., og takmarkar einnig alla eldsneytis- notkun. Opinberar byggingar eru aðeins hitaðar upp í 68 gráður F. Leit að. sprengju Paris, 9. nóv., AP. EL AL flugvél sú, sem Abba Eban, utanrfkisráðherra tsraels fór með frá Tel Aviv til New York f dag, tafðist um stund, er hún millilenti f Parfs, vegna þess að lögreglan fékk tilkynningu um, að sprengja hefði verið komið fyrir í EL AL .vél. Tvær vélar frá félaginu voru þá í þann veginn að hef ja sig til flugs og var farþegum skipað að fara úr vélunum, meðan leit væri gerð. Að þvf er bezt er vitað fundust engar sprengjur. Fréttamönnum var ekki leyft að koma nálægt vélunum, en áreiðanlegar heimildir hermdu, að Abba Eban hefði neítað að vfkja úr vélinni, meðan sprengjuleitin stóð yfir. orku- lönd Svíar hafa verið beðnir um að draga úr upphitun húsa sinna, og Danir aka hægar. Vestur-þýzka flugfélagið Lufthansa hefur dreg- ið úr flughraða véla sinna til að spara eldsneyti. Þannig verður flugtiminn milli Frankfurt og New York t.d. 12 mínútum lengri, og af þvf hlýzt 5% sparnaður. Hins vegar hafa Júgóslavar ekki boðað neinar aðgerðir, en þeir hafa verið hliðhollir Aröbum í deilunum í Miðausturlöndum. En það land, sem verst verður úti vegna stefnu Araba, er Japan. 1 landinu er svo til engin olíu- vinnsla og 80% af allri olíu, sem notuð er í landinu kemur frá Mið- austurlöndum. Auk þessa á Japan mjög fáar aðrar orkulyndir. Hafa japönsk stjórnvöld skorað á þjóð- ina að draga úr bifreiðaakstri og upphitun húsa. Norðmenn vilja varðveizlu fær- eyskra fiskistofna NORSKA rfkisst jórnin hefur farið þess á leit við þingið, að það samþykki að gerður verði samningur um sérstakt fyrirkomulag við Færeyjarveiðar Norðmanna. Er að þvf stefnt með sam- komulaginu að varðveita fiskstofnana við Færeyjar og tryggja forgangsrétt fær- eyskra sjómanna að auðlind- um þeirra. Var þetta mál tekið upp fyrir forgöngu Dana í Norður-Atlants- hafsnefndinni f maí f fyrra. Var tillagan á þá leið að dregið yrði úr veiðum er- lendra skipa fyrir utan fisk- veiðilandhelgi Færeyja. I samkomulagsdrögunum eru ákvæði um kvóta og tak- mörkun á trollveiðum. Veiðar á þorski og ýsu munu samkvæmt þvf aðallega verða leyfðar Bretum og Færeyingum. Samkvæmt þessum drögum má ársafli Norð- manna á öðrum fiski en þessum tveimur tegundum ekki fara yfir 10.271 tonn. Færeyingar á móti frjálsari áfengissölu Þórshöfn, 9. nóv. FÆREYSKIR kjósendur felldu f dag tillögu frá lögþingi sfnu um frjálslegri áfengislög í Færeyj- um. Kosningaþátttaka var rösk- lega 61% og af þeim, sem kusu voru 37% ámóti tillögunni. Tilað fella frumvarpið þurftu 33% kjósenda að vera á móti. I tillögunni var gert ráð fyrir, að lögþingið kæmi á stofn eigin fyrirtæki með einkarétti til inn- flutnings á áfengi og bjór. I Fær- eyjum gilda þau lög, að þeir einir geta keypt áfengi frá Danmörku, sem hafa staðið i skilum með skattgreiðslur sínar. Einnig var i tillögunni gert ráð fyrir því, að leyfa færeyskum Framhald á bls. 18. Samkomulagi náð í Berlínarmálinu Bonn, 9. nóvember — NTB. ESTUR-ÞYZKALAND og 'ékkóslóvakfa hafa komizt að íálamiðlunarsamkomulagi um crlínarvandamálið og þar með igt drög að þvf, að stjórnmála- amskiptum milli landanna k'eggja verði komið á að nýju, að þvf er talsmaður utanrfkisráðu- neytisins f Bonn sagði f dag. Deilurnar stóðu um hvort sendi- herrar Vestur-Þýzkalands í Aust- ur-Evrópulöndum ættu að hafa réttindi til að vera einnig fulltrú- ar fyrir Vestur-Berlín. Að þvf er talsmaðurinn sagði, náðist sam- komulag um þetta i Prag á fimmtudag, og mun það vera sam- hljóða því, sem Water Scheel utanríkisráðherra VesturÞýzka- lands og Andrei Gromyko náðu í Moskvu fyrirtveimur vikum. Samkvæmt því geta yfirvöld i Vestur-Berlín einnig leyst lög- fræðileg vandamál með beinu samráði við stjórnvöld í Austur- Evrópulöndunum, án þess, að leita þurfitilsendiráðannafyrst. Sennilegt er talið, að Willy Brandt og Walter Sheel fari til Prag til þess að undirrita vináttu- sáttmála um eða eftir næstu mán- aðamót. Fyrrverandi skrif- stofustjóri Kekk- onens dæmdur Helsinki, 9. nóv., NTB. UNDIRRÉTTUR í Helsinki dæmdi i dag fyrrverandi skrifstofustjóra á skrifstofu Kekkonens Finnlandsfor- seta, Tero Jyrænki, til að greiða 3.200 finnsk mörk vegna rofs á þagnarheiti, sem hann var bundinn. Sannað var, að Jyrænki tók afrit af skýrslu, sem Kekk- onen hafði samið um ferð sína til Sovétrikjanna í sept- ember 1972 og sendi þetta afrit síðan til útvarpsstjóra Helsinki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.