Morgunblaðið - 10.11.1973, Page 23

Morgunblaðið - 10.11.1973, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. NÖVEMBER 1973 23 þegar við á snöggri yfirferð höf- um nokkurt tækifæri. Það segir sína sögu. — Já, það var oft margt um manninn í ÁSBYRGI! Jónína og Guðbjartur eignuðust fimm mannvænleg börn, sem öll eru á lífi, búsett á ísafirði, og fylgja nú föður sínum til grafar. Þau eru þessi: Margrét Elísabet — gift Kristni Arnbjörnssyni vélstjóra. Ásgeir, skipstjóri — kvæntur Sigríði Brynjólfsdóttur. Guðbjartur, verkstjóri — kvæntur Svandísi Jónsdóttur. Hörður, skipstjóri — kvæntur Sigríði Jónsdóttur. Ragnheiður — gift Jóhanni Kára- syni lögreglumanni. Alls eru afkomendurnir orðnir 29 að tölu. Þetta er gjörvilegur hópur, enda af kraftmiklu kjarna- fólki kominn í allar áttir. — 0 — Guðbjartur hafði fullt ráð og rænu fram í andlátið, og var furðu málhress og áhugasamur um dagsins önn til hinztu stundar. „Komplexamaður" var hann enginn, en hreinn og heiður til orðs og æðis í afstöðu sinni til manna og málefna. Hann var BJARTUR! Ótöldum mun hann hafa reynst greiðvikinn og hjálp- samur um dagana, en flikaði því ekki frekar en öðru, svo dulur sem hann var. Ég votta vinum okkar og vanda- mönnum samúð við fráfall þessa grandvara sómamanns, sem aldrei mátti i neinu vamm sitt vita. Það er öllum hollt og gott að minnast slíkra mann. Mönnum eins og Guðbjarti Ásgeirssyni hlýtur „heimkoman" að verða góð. Ég bið honum far- sællar siglingar yfir „móðuna miklu“. Fyrirhyggju hans og út- sjónarsemi mun ekki skeika nú frekar en forðum daga, þegar við fengum það óþvegið „fyrir Fjörðurna" og sigldum hraðbyri, eða þá brimlentum í Stekkjarvör. Þá var gott að vita hann við stýr- ið. Guðbjartur — þessi áberandi vammlausi maður í syndum spillt- um heimi — mun stýra sínu „fari heilu heim i höfn á friðarlandi" — í Herrans nafni. Guð blessi hann... Fósturbróðir minn og vinur! Einhvern veginn eru mér þessi og Fjallræðunnar efst í huga núna „Sælir eru hjarthreinir, þvf að þeir munu guð sjá.“ Baldvin Þ. Kristjánsson. Guömundur Þorvalds- son, bóndi. Minning F.4. febr. 1886 D.31.okt. 1973 I dag er til moldar borinn Guðmundur Þorvaldsson bóndi, Litlu-Brekku, Borgarhreppi, Mýrasýslu. Guðmundur fæddist að Hofs- stöðum í Álftaneshr. 4. febr. 1886, en fluttist 2ja ára að Brekku, og þar lifði hann og starfaði til ævi- loka. Guðmúndur var einn tíu syst- kina. Mikill ættmeiður Mýra- manna stendur að honum, sem ég ekki kann að rekja, og kvíslast nú limið um landið og út fyrir land- steina. Ungur hóf Guðmundur búskap, tók við af föður sín- um um tvítugt, fyrstu árin með systur sinni Helgu, er síðar giftisí austur á Fljótsdalshérað, Vígfúsi Þormar. Árið 1914 kvæntist Guðmundur Guðfríði Jóhannesdóttur frá Gufá, Borgarhr., mikilhæfri konu, sem nú lifir mann sinn áttatlu og níu ára gömul. Var hún um langt skeið ljósmóðir í hreppnum. Þau hjónin Guðfr. og Guðm. eignuðust tíu börn. Fjórum hafa þau orðið að sjá á bak, en sex eru á lífi, tvær dætur í Reykjavík, og aðrar tvær giftar í Bandarikjun- um, önnur Islending, hin þarlend- um manni. Synirnir tveir búa á föðurleifð sinni, á Ánabrekku Jó- hannes, en Öskar á Tungulæk, sem er nýbýli í Brekkulandi. Son- arsonur hefir tekið við Litlu- Brekku eftir afa sinn. Síðasta árið dvaldi Guðmundur ásamt konu sinni hjá syni og tengdadóttur að Tungulæk og naut góðrar umönnunar, og mat mikils. Guðmundur Þorvaldsson var hár vexti, vel á sig kominn, vörpu- legur maður, samsvaraði sér vel, mildur í Iund, gleðimaður góður og naut sín vel á vinafundum, kjarnyrtur og hnyttinn. Arið 1952 heimsóttu þau hjónin dætur sínar og tengdasyni í Bandaríkjunum. Ferðin, sem tók mánuð, varð þeim til mikillar ánægju. Nokkrum Ingvar Þórðarson byggingameistari F.4.7.1909. D. 20.10. 1973. MIG langar til að skrifa nokkrar línur um kæran vin, Ingvar Þórðarson byggingameistara. Ég er óvanur svoleiðis skrifum og líka hafa mér miklu færari menn minnzt hans. Það eru um 40 ár siðan við byrjuðum að vinna saman. Fyrst hjá lærimeistara mínum, en svo, þegar Ingvar tók að sér byggingar, fór ég til ha'ns og var hjá honum unz hann kvaddi þennan heim. Ég man ekki eftir að hafa unnið með duglegri eða skemmtilegri manni. Mig langar til að minnast á verk- efni, sem við fengum hjá meistara okkar, því mun ég aldrei gleyma. Það var að taka ótilsniðnar VA tommu gabonplötur, sem áttu að fara í hurðir. Þetta var óvenjuleg hurðarstærð, 90 — 100 sm breiðar, mjög þungar. Við settum lamir og skrár í þær, felldum þær í kram og gengum frá þeim í hurðargötin. Það var álitið eitt dagsverk að setja venjulega furu- hurð í og ganga frá henni, en við settum þrjár þannig hurðir í á einum degi. Ég man, hvað meist- ari okkar var kátur og þótti þetta vel gert. Þetta var dugnaði Ingvars að þakka. Svona var áhugi hans við alla vinnu, það vita þeir, sem til hans þekktu. Ég ætla ekki að skrifa neitt hól um Ingvar. Ég veit af margra ára kynningu, að honum væri það ekki geðfellt. Eitt ervíst, að mikið má ég vera honum og konu hans þakklátur, að leiðir okkar skyldu liggja saman. Konur okkar hafa verið og munu alltaf verða beztu vinkonur. Þeirra vinátta er búin árum síðar brá Guðmundur sér til Norðurlanda í fylgd fleiri bænda. Þá ferð vildi hann gjarna fyrr hafafarið. I Egilssögu segir, að Ani nam land og byggði, og heitir þar síðan Ánabrekka. Síðar hefir jörðinni verið skipt. Nú eiga synir Guðmundar allt land með kostum og gæðum, er Áni forðum fékk sér til handa. Jörðin er landstór, liggur til austurs að landi Borgar, en til Langár að vestan með óskertum veiðiréttindum. Hér er fagurt um að litast, sem víðar á þessum slóðum. Vegir okkar Guðmundar lágu ekki saman nema með höppum og glöppum. Ungum varð hann mér öðrum fremur hugstæður. Kom þar margt til. Þá var það eitt sinn, að Guðmundur flutti á skemmtisamkomu snjallt erindi, „Hugleiðingar um Egilssögu",' er hann svo nefndi. Þá var mér að visu kunn- ugt um yfirgripsmikla þekkingu hans á sögum okkar, goðafræði og öðrum fornum fræðum. Sfðar vissi ég um þekkingu hans i al- mennri sögu, og hversu samgróin I honum var sagnfræði. Söguna skynjaði og skilgreindi Guðmund- ur með yfirvegaðri dómgreind. Guðmundur unni æsku- og lffs- stöðvum sínum. Þeim, í nánum tengslum ástvina og hæstu hug- sjóna, vann hann allt gagn er mátti, á langri ævi. Varð Egilssaga, litríkt umhverfi sögunnar með öllum sínum kenni- leitum, hvatning til dáða — nokk- ur aflgjafi? Guðmundur á Brekku er í dag kvaddur og honum þakkað giftu- ríkt ævistarf. Hann verður um langa framtíð í sögunni, góður, gildur fulltrúi stéttar sinnar. Konu, börnum og öðrum ástvin- um flyt ég kveðju mina. Helgi Hallgrímsson. svar mitt EFTIR BILLY GRAHAM I Biblfunni stendur: „Haldið yður frá þeim og verið ekki Iagsmenn þeirra." Er hér einnig átt við leiki, þátt- töku f fþróttum og annarri slfkri skemmtan? Ég trúi því, að Biblían meini það sem hún segir. Sérhvert Guðs barn ætti fúslega að hlíta leiðsögn Guðs, hvað varðar skemmtanir, tómstundir og íþróttir. Samt held ég því alls ekki fram, að trúaðir menn eigi að einangra sig. Jesús samneytti toll- heimtumönnum og syndurum, og með því móti gat hann vitnað fyrir þeim um föður sinn á himnum. Þetta er góð lífsregla: Gerðu ekki neitt, sem hrygg- ir Guðs heilaga anda, og farðu ekki á þann stað, þar sem þú getur ekki hegðað þér sem lærisveinn Krists. Ég sé ekkert syndsamlegt við góða og heilsusam- lega íþrótt, sem miðar að því að styrkja líkamann og þjálfa hugann. Samt er hægt að taka hið góða fram yfir hið bezta. Hver sú athöfn, sem gerir okkur verr kristin, ætti að hverfa. En minnumst þess, að við verðum ekki hólpin fyrir eigið réttlæti, heldur fyrir réttlæti Krists. Við megum ekki hræsna líkt og Farísearnir og segja:„Guð ég þakka þér, að ég er ekki eins og aðrir menn.“ Við verðum að muna, að allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð. — Kristinboðsdagur að vera óslitin rúm 40 ár. Eg vona, að sú tryggð haldist til æviloka. Ingvar var búinn að vera lengi mikið veikur, var oft skorinn upp og lá þá bæði á spítala og heima. Það var hans lán, hve góða konu hann átti, sem gerði allt fyrir hann til að létta þjáningar hans. Ingvar mat að verðleikum aðhlynningu hennar, enda sýnir heimilið það, en hann lagði sig allan fram við að búa það sem bezt. Við hjónin sendum konu Ingvars og börnum, tengda- börnum, barnabörnum, systur og öðrum ættingjum og vinum, inni- legustu kveðju og hluttekningu við hið snögga fráfall hans. Blessuð sé minning hans. Þorbrandur Sigurðsson. Framhald af bls. 12. vegna vitna þeir með gleði og djörfung um hjálpina, sem þeir fundu í hinni lifandi kristnu trú. Héraðinu er skipt í 4 safnaðar- svæði, sem hvert um sig hefur prest að leiðtoga. Auk þeirra voru f ársbyrjun starfandi rúmlega 40 prédikarar og kennarar, sem vitjuðu nær 100 þorpa. Enn bíða þó f jölmörg byggðarlög eftir Ijósi fagnaðarerindisins. Starfið í Konsó er í örum vexti. Tala safnaðarmeðlima er nú orðin á 3ja þúsund. Verið er að hefjast handa um kirkjubyggingu, sem einnig mun skapa betri mögu- leika en nú eru fyrir hendi til námskeiðshalda í kristnum fræð- um. Innlenda lútherska kirkjan hefur tekið við forystunni að mestu leyti, en biður stöðugt um fleiri kristniboða og aukna hjálp vegna þess hve víðar dyr og verk- miklar blasa við hvarvetna í Suður-Eþíópíu. Þar eru nú á veg- um Sambands íslenzkra kristni- boðsfélaga Jóhannes læknir Ölafsson með fjölskyldu, sem starfar á nýju fylkissjúkrahúsi í nágrenni Konsó, Skúli Svavars- son og Jónas Þórisson með fjöl- skyldur sínar, sem báðir starfa nú á stöðinni f Konsó. S.l. haust kom hingað til lands Konsópresturinn Berrisha Hunde. Hann kallaði sig „einn af ávöxtum kristniboðsins í Konsó“. Með vitnisburðisínumogfrásögn um kveikti hann eld og endur- nýjaðan áhuga í hjörtum margra til að leggja lið kristniboði í landi hans. Kristniboðið í Konsó hefur notið vaxandi skilnings og vel- vildar. Víða mun þessa starfs verða minnst f dag í kirkjum og á samkomum. Þar gefst fólki kostur á að leggja fram gjafir sínar starfinu til stuðnings. K.G. „Vörulýsing og vörumat” víða um land EFTIRFARANDI fréttatilkuynn- ing hefur borizt Morgunblaðinu: Sýningin Vörulýsing-vörumat, sem efnt var til á vegum Norræna hússins og Kvenfélagasambands tslands í ársbyrjun 1972, hefur verið sett upp á Selfossi, Blöndu- ósi, að Varmalandi í Húsmæðra- skóla Borgfirðinga, á Akureyri, Egilsstöðum og Isafirði og nú síðast var hún sett upp í félags- heimilinu á Húsavfk dagana 26. og 27. október s.l. Þar voru um leið til sýnis munir frá Heimilis- iðnaðarfélagi Islands. Eru það handunnar ullarvörur, sem ráðu- nautur Heimilisiðnaðarfélagsins, Sigríður Halldórsdóttir vefnaðar- kennari, mun framvegis fara með til þeirra héraðssambanda innan Kvenfélagasambandsins, sem um það sækja og þá um leið halda tveggja daga námskeið, sé þess óskað. Veitir hún leiðsögn f gerð þeirra muna, sem hún er með sýnishorn af, og er þetta þáttur í samvinnu milli Heimilisiðnaðar- félagsins og Kvenfélagasam- bandsins, til að stuðla að því, að fallegur og vandaður vamingur sé unninn úr íslenzkri ull á heimilum. SÍNE vill enga samninga MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá SlNE, Sambandi íslenzkra náms- manna erlendis: Stjórn SlNE mótmælir harðlega því baktjaldamakki, sem ríkis- stjórnin hefur haft uppi við- víkjandi svokölluðum samnings- grundvelli við Breta í landhelgis- málinu. Stjórn SÍNE krefst þess, að engir samningar verði gerðir án þess, að þjóðin fái að segja sitt álit. Við skorum á ríkisstjórn og alþingi að hlutast til um 1) að haldnir verði landhelgis- fundir um allt land á næstu vik- um, þar sem landhelgismálið verði kynnt og rætt frá öllum hliðum. 2) að efnt verði til þjóðarat- kvæðagreiðslu um það, hvort samið skuli við Breta og Þjóð- verja að loknum þessum landhelgisfundum og skuli ríkis- stjórn og alþingi haga sér f sam- ræmi við niðurstöður þeirrar þjóðaratkvæðagreiðslu. 3) að látið verði af þeirri upp- gjöf og undanlátssemi, sem ein- kennt hefur vinnubrögð landhelgisgæzlunnar síðustu vikurnar. Styðja læknanema MORGUNBLAÐEMU hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning: Fundur i Hjúkrunarnemafélagi Islands, fimmtudaginn 8. nóv. 1973, lýsir yfir eindregnum stuðn- ingi við aðgerðir Félags lækna- nema síðastliðinn föstudag i sam- bandi við fjöldatakmörkun i læknadeild ogúrbæturi húsnæðis- málum Iæknadeildarinnar. Fund- urinn lýsir einnig yfir ánægju sinni með viðbrögð og undir- tektir, er Félag læknanema fékk hjá viðkomandi ráðherra og ráðu- neyti. Þurfi að koma til frekari að- gerða af hálfu Félags læknanema, mun Hjúkrunamemafélag íslands styðja þær meði þátttöku.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.