Morgunblaðið - 10.11.1973, Side 32
Fékkst þú þér
LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1973
Verða landhelgisbrjót-
umgefnar upp sakir?
„Vil ekkert um það segja” — segir forsætisráðherra
ATHYGLI vekur í þingsályktun-
artillögu ríkisstjórnarinnar, að
þar er engu orði minnzt á það,
hvort brezkum landhelgisbrjót-
um, sem margir hverjir eiga á
skrá hjá Landhelgisgæzlunni tugi
landhelgisbrota frá 1. september
1971, verði gefnar upp sakir —
eða hvort þeir verða látnir sæta
ábyrgð fyrir framferði sitt, náist
til þeirra.
Morgunblaðið spurði forsætis-
ráðherra, Ólaf Jóhannesson, um
þetta atriði í gær og hvernig yrði
farið með mál þessara landhelgis
brjóta. Ölafur sagði: „Eg vil ekk-
ert segja um það á þessu stigi.“
Hann sagði jafnframt að þetta
atriði skýrðist siðar.
Samkvæmt skýrslu forsætisráð-
herra af viðræðum hans við Ed-
ward Heath, virðist ekkert hafa
verið rætt um þessi atriði á fund-
inum í London. Óliklegt er þó, að
Bretar hafi beinlínis farið fram á
sakaruppgjöf, þar sem þeir í raun
viðurkenna ekki, að um neina
sekt sé að ræða — þeim hafi verið
heimilt að veiða innan 50 milna
samkvæmt úrskurði Haagdóm-
stólsins.
Enn óljóst um tolla-
lækkanir hjá EBE
Mengað
hugarfar
FORSVARSMAÐUR Ölgerðar-
innar „Egili Skaliagrímsson"
kom nýlega við á auglýsinga-
skrifstofu Sjónvarpsins til að
sækja þangað þrjár auglýs-
ingamyndir, sem sýndar hafa
verið í auglýsingatímum sjón-
varpsins undanfarin þrjú ár.
Var honum þá tjáð, að það
væri eins gott að hann kæmi
Framhald á bls. 18
Póstmennirnir
látnir lausir
PÓSTMENNIRNIR tveir, sem
setið hafa í gæzluvarðhaldi und-
anfarinn mánuð vegna rannsókn-
ar á aðild þeirra að hvarfi á
ábyrgðarpósti á aðalpósthúsinu í
Reykjavík, voru látnir lausir í
gær, enda gæzluvarðhaldstíma
þeirra nær lokið. Samkvæmt upp-
lýsingum rannsóknarlögreglunn-
ar hafa mennirnir tveir lítið vilj-
að kannast við, að hafa átt sök á
hvarfinu. Rannsókn málsins verð-
ur haidið áfram.
ÞEGAR forsætisráðherra kom frá
London og gaf skýrslu um viðræð-
ur sínar viðEdward Heath.skýrði
hann frá því, að Bretar myndu
beita sér fyrir þvf, að tollalækkun
á fiski, samkvæmt samningi við
Efnahagsbandalagið, kæmi öll til
framkvæmda 1. janúar 1974. Sam-
þykki Alþingi þingsályktunartil-
lögu ríkisstjórnarinnar um heim
ild fyrir hana að ganga frá bráða-
birgðasamkomulagi við Breta,
vaknar spurningin, hver þessi
tollafríðindi eru.
Samkvæmt upplýsingum, sem
Mbl. aflaði sér í gær, er um all-
verulegar tollalækkanir að ræða
og er þar markaðurinn í Þýzka-
landi og Belgíu mikilvægastur, en
þar verður tollalækkun á ísfiski,
öðrum en karfa, úr 15% I 9%.
ísfisktollar í Bretlandi lækka þá
einnig úr 10% í 7%. Karfinn er
nú með 8% toll í Þýzkalandi og
Belgíu, en fer niður í 5%. I Bret-
landi er karfatollur 10%, en færi
niður i6%.
Freðfiskinn i gömlu Efnahags
bandalagslöndunum sex er nú
15%, fer í 9% 1. janúar, ef skil-
yrðum er fullnægt og fryst rækja
lækkar í tolli úr 20% í 12%. Ef
skilyrði fyrir þessum tolla-
lækkunum bresta má búast við
því, að Danir og Bretar taki upp
tolla á frystri rækju og freðfisk-
flökum, en þar hefur enginn toll-
ur verið á þessum afurðum til
þessa. Myndi þetta koma rækju-
iðnaðinum á Islandi mjögilla.
I þessu sambandi má benda á,
að ekki hafa enn náðst samning-
ar við V-Þjóðverja og er litið svo
á innan Efnahagsbandalagsins,
að Þjóðverjar og Bretar hafi
neitunarvald innan sambands-
ins. Þó er talið, að þar sem Þjóð-
verjar hafi lagt mikla áherzlu á að
kaupa fisk af Islendingum, muni
þeir eigi standa í vegi fyrir gildis-
töku bókunar númer 6, en það er
sérsamningurinn um fisksölur til
bandalagsins. Jafnframt hefur
gildistaka bókunarinnar aldrei
verið Þjóðverjum eins mikill
þyrnir í augum og Bretum. A
þessari stundu er þó allt óljóst um
Framhald á bls. 18
Háteigskirkja teygir turna
himins. — Ljósm.öLK.M.
V erkfallsverðir
komust ekki norður
Þjónar í Sjálfstæðishúsinu á Akur-
eyri sömdu sérstaklega
VERKFALL Félags framreiðslu-
manna skall á í gær en 5
framreiðslumenn á Akureyri,
sem vinna við Sjálfstæðishúsið,
sömdu sérstaklega við Sjálf-
stæðishúsið og felldu ekki niður
vinnu. Skrifstofa Félags fram-
reiðslumanna 1 Reykjavík ætlaði
að senda 5 verkfallsverði norður
til þess að stöðva Norðanmenn i
gær, en þeir komúst ekki vegna
þess, að ófært var f lugleiðina.
Öll skemmtihús í Reykjavík og
annars staðar, sem hafa vín-
veitingaleyfi, eru því lokuð, nema
Sjálfstæðishúsið á Akureyri.
Stefán Gunnlaugsson
framreiðslumaður á Akureyri,
sagði í viðtali við Morgunblaðið í
gærdag, að þeir hefðu gert bráða-
Óánægja á Vestfjörðum
Skiptar skoðanir
annars staðar
NOKKUÐ hefur grundvöllur
rfkisstjórnarinnar að bráða-
birgðasamkomulagi við brezku
ríkisstjórnina hlotið misjafnar
undirtektir meðal fólks 1 ver-
stöðvum úti á landsbyggðinni.
Morgunblaðið hafði 1 gær sam-
band við fréttaritara sína, út-
gerðarmenn og sjómenn 1
f jölda verstöðva úti um land til
að forvitnast um viðbrögð á
þessum stöðum.
£ Niðurstaða þessarar könn-
unar var í stórum dráttum á þá
lund að óánægja andsaðj við
samkomulagið er hvað mest í
þeim verstöðvum, þar sem tog-
araútgerð er stunduð og togara-
sjómennimir þurfa að sækja á
sömu mið og erlendu veiðiskip-
in. Almennust er andstaðan þó
á Vestfjörðum, og má þar
segja, að útgerðarmenn og sjó-
menn séu einhuga í gagnrýni á
samninga við Breta. Veldur þar
mestu, um að vestfirzkir út-
vegsmann telja samkomulagið
bitna harðast á Vestfjörðunum,
sókn erlendu veiðiskipana
verði langmest á þeirra mið.
I öðrum togaraverstöðvum
virðast menn fremur skiptast
eftir flokkspólitlskum línum í
afstöðu til sámningsins; þó má
þar víðast hvar heyra að mönn-
um sárnar, að ekki skuli vera
skýr ákvæði um lögsögu íslend-
inga innan 50 sjómílna haf-
svæðisins. 1 bátarútgerðarbæj-
unum er þetta mál hins vegar
minna á dagskrá, og helzt á
mönnum þar að heyra, að veru-
legar umræður hafi ekki orðið
um samninginn. Verður því
ekki frekar fjölyrt um þá staði
hér á eftir.
En víkjum þá sögunni fyrst
til Vestfjarða. Að sögn fréttarit-
ara Morgunblaðsins á ísafirði
eru útgerðarmenn og sjómenn
þar um slóðir yfirleitt mjög
mótfallnir samningnum og yfir-
leitt nokkurri tilslökun gagn-
vart Bretum. Hann taldi vafa-
laust, að þessi afstaða mótaðist
að einhverju leyti af atferli er-
lendra veiðiskipa á miðum
Vestfirðinga að undanförnu, og
vestfirzkum sjómönnum þætti
súrt í broti, að skömmu síðar
skyldu vera gerðar tilslakanir
til handa erlendu skipunum.
„Þeir vilja herta gæzlu, og
finnst blóðugt að horfa upp á 50
— 60 brezka togara í vari undir
Grænuhlíð, eins og var þar fyr-
ir2 — 3 dögum.“
I framhaldi af þessu hafði
Morgunblaðið samband við
Guðmund Guðmundsson, for-
mann Utvegsmannafélags Vest-
fjarða. Guðmundur kvað það
samdóma álit útgerðamanna og
sjómanna á Vestfjörðum, að
samningur við Breta væri
hreinasta hörmung, „skammar-
leg svívirða og hrein uppgjöf",
eins og hann orðaði það. Sér-
staklega deildi Guðmundur á
þrennt í samningsgrundvellin-
um, og þá f fyrsta lagi á tíma-
setninguna á því hvernær veiði-
hólfið skyldi vera lokað. „A
samningnum sýnist mér það
koma upp úr dúrnum, að Bret-
ar hafa ráðið því hvenær svæði
ætti að vera lokað en ekki við,
Framhald á bls. 18
birgðasamning við Sjálfstæðis-
húsið í gær. Kvað hann góðan
samstarfsvilja og samkomulag
ávallt hafa ríkt milli Sjálfstæðis-
hússins og starfsfólks og svo væri
enn og hefðu báðir aðilar sætt sig
við bráðabirgðasamkomulagið.
Þjónninn við KEA á Akureyri
lagði hins vegar niður vinnu.
Öskar Magnússon formaður
Félags framreiðslumanna sagði í
viðtali við Morgunblaðið síðdegis
í gær, að búið væri að senda
mannskap til Akureyrar flug-
leiðis til þess að stöðva Norðan-
menn og kvað hann verk-
fallsverðina fá aðstoð hjá verka-
lýðsfélögunum á Akureyri. Fimm-
emnningarnir komust hins vegar
ekki vegna þess að ófært varð til
Akureyrar, en þeir munu fara
norður í dag.
I gærkvöldi hafði Morgunblaðið
Framhald á bls. 18
Hættulega
slasaður
TUTTUGU og sex ára maður stór-
slasaðist f gær, er kranabóma féll
yfir hann og hlaut hann mjög
alvarlegan höfuðáverka. Slysið
varð við húsið Krfuhóla 4 f
Reykjavfk. I gærkvöldi, þegar
Morgunblaðið hafði spurnir af
liðan mannsins, var hann f heila-
skurðaðgerð og var óttazt um lff
hans.
Slysið vildi til með þeim hætti,
að bóman á krananum valt til og
lagðist ofan á manninn. Hann var
samstundis fluttur í slysadeild
Borgarspftalans og þaðan f gjör-
gæzludeild spftalans, þar sem
hann er nú. Slysið varð klukkan
17.17.