Morgunblaðið - 22.11.1973, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.11.1973, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1973 15 Eiiert b. Schram: Ríkissjóður ábyrgist, að Byggingar- sjóður hafi nægt fé til útlána ELLERT B. Schram (S) hefur flutt á Aiþingi mjög ftarlega til- lögu til þingsályktunar um fyrir- komulag fjármögnunar og lán- veitinga Byggingarsjóðs rfkisins. Setur hann fram atriði f 9. tl., sem hann leggur til. að rfkisstjórninni verði falið að hafa f huga nú, þegar málefni sjóðsins verða tek- in til endurskoðunar. Hér fara á eftir þessir 9 tölulið- ir: 1. Grunnlán skulu hækkuð til samræmis við það hlutfall, sem var milli lánveitinga og bygging- arkostnaðar, þegar lög nr. 30/1970 voru samþykkt, og skulu lánin síðan sjálfkrafa hækka eða lækka í samræmi við breytingar á byggingarvísitölu, eins og hún er reiknuð út á ársgrundvelli. 2. Þeir einstaklingar, sem spara fé skv. 11. gr. laga nr. 30/1970, skulu eiga kost á viðbótarláni, allt að tvöfaldri þeirri upphæð, sem spöruð hefur verið, en þó aldrei hærri en 80% af byggingarkostn- aði íbúðar, eða fasteignamati, ef um eldri fbúð er að ræða. Fé, sem sparað er á þennan hátt, skal vera skatt- og útsvarsfrjálst sem eign og ekki framtalsskylt. Enn frem- ur skulu vextir af þessu fé undan- þegnir framtalsskyldu til tekju- og eignarskatts og skatt- og út- svarsfrjálsir. Þeir einstaklingar, sem undan- þegnir eru sparnaðarskyldu skv. lögunum, en sækja um lán á sparnaðarskyldualdri, skulu eiga kost á lánum allt að 25% hærri en grunnlán, en þó eigi yfir 80% af byggingarkostnaði íbúðar eða fasteignamati eldri fbúðar. 3. Afnema skal úr lögunum það ákvæði, sem bindur lán til eldri íbúða við ákveðna upphæð árlega, og auka þær lánveitingar, þó þannig, að löng lán, að byggingar- sjóðsláni meðtöldu, verði aldrei meira en 40% af fasteignamati, með þeirri undantekningu, sem um getur í 2. lið hér að framan. Kanna ber, hvort unnt sé að taka upp samvinnu viðsveitarfélögum fjármögnun slíkra lána. 4. Reglum um lánshæfni verði breytt á þann veg, að felld verði að mestu niður stærðarmörk ibúða miðað við fjölskyldustærð. Skal við það miðað, að einstakl- ingar geti byggt eða keypt allt að 100 ferm. íbúð og tveggja manna fjölskylda og stærri geti byggt eða keypt allt að 150 ferm. íbúð. 5. Verkamannabústaðakerfið verði endurskoðað með það í huga, að verkalýðsfélögin (líf- eyrissjóðir) verði þar eignar- og fjármagnsaðilar allt að 30%, sveitarfélögin allt að 30% og ríkið (byggingarsjóður) allt að 40%. Lánareglur verði í samræmi við 22. gr. laga nr. 30/1970, en að öðru leyti verði IV. kafli laganna endurskoðaður og endursaminn sem sérstök lög. 6. Byggingarsjóði verkamanna, f þvf formi, sem að ofan getur, verði sköpuð skilyrði til aðbyggja eða kaupa ákveðinn fjölda fbúða á hverju ári, sem seldar verði með hagkvæmum kjörum, og gangist sjóðurinn jafnframt undir þá skuldbindingu að endurkaupa viðkomandi íbúðir innan ákveð- ins árafjölda með byggingarvísi- töluálagi á framlag eigenda. Slíka aðstöðu skal þó fyrst og fremst skapa í dreifbýli við framkvæmd byggðastefnu. 7. Tekjustofnar Byggingarsjóðs ríkisins skulu efldir, m.a. meðeft- irtöldum hætti: a. launaskattur, Skipulag ferðamála Björn Jönsson félagsmálaráð- herra mælti á fundi efri deildar í gær fyrir stjórnarfrumvarpi um skipulag ferðamála. Var frum- varp þetta einnig fyrir þinginu í fvrra. en varð þá ekki útrætt. Auk Björns tók Ilelgi Seljan til málsvið umræðuna. Skiptalög Afgreitt var á sama fundi við 3. umræðu til neðri deildar frum- varp um breytingu á skiptalögum. Vegalög Asgeir Bjarnason (F) mælti síðan fyrir frumvarpi, sem hann flytur ásamt fleiri þingmönnum um breytingu á vegalögum, í þá veru, að framkvæmdum við sýslu- vegi verði hraðað. Björn Fr. Björnsson (F), sem er einn af flutningsmönnum, tók einnig til málsvið umræðuna. Almenn hegningarlög Frumvarp um breytingu á al- mennum hegningarlögum hefur verið afgreitt frá efri deild, og mælti dómsmálaráðherra fyrir því við fyrstu umræðu i neðri deild í gær. Við umræðuna tók Guðlaugur Gíslason (S) til máls og beindi því til ráðherra, hvort ekki væri rétt að gera einhverjar breytingar á alm. hgl. vegna sí- aukinna eiturlyfjaafbrota. Ölafur Jóhannesson sagðist mundu beina þessum tilmælum til hegninga- laganefndarinnar. eins og hann er ákveðinn hverju sinni, renni óskiptur í sjóðinn; b. sala skuldabréfa á vegum sjóðsins skal efld, m.a. með þvf að gera fleiri aðilum eða stofnunum að kaupa skuldabréf, sbr. 6. gr. nú- gildandi laga; c. ákvæðum um innlánsdeild Byggingarsjóðs sé framfylgt og þeim breytt á þann veg, að tryggt sé, að innlán verði til raunverulegra hagsbóta, þegar til útlána kemur. 8. Rfkissjóður ábyrgist, að Byggingarsjóður hafi til útlána á eðlilegum tfma allt það fé, sem lánsumsækjendur eiga rétt á skv. lögum nr. 30/1970, enda séu um- sóknir innan þess ramma, sem áætlanir Húsnæðismálastofnunar ríkisins telja hæfilegan fjölda á ári. Ábyrgð ríkissjöðs skal felast í þvf, að ef tekjur Byggingarsjóðs skv. lögunúm hrökkva ekki til, skal gert ráð fyrir þeim mismun, sem á skortir, í fjárlögum næsta árs. 9. Kannað verði, hvort ekki sé hagræði að því að fela öðrum stofnunum eða þjónustufyrir- tækjum flest þau verkefni, sem gert er ráð fyrir að falli f verka- hring Húsnæðismálastofnunar ríkisins, sbr. 3. gr. laga nr. 30/1970. Tillögunni fylgir ítarleg grein- argerð. Skrifstofur ráðherranefndar Frumvarp til laga um stað- festingu á samningi milli íslands og Norðurlanda og skrifstofu stjórnarnefndar Norðurlandaráðs var til fyrstu umræðu i neðri deild i gær, en frumvarpið hefur verið afgreitt við þrjár umræður i efri deild. Einar Ágústsson utan- ríkisráðherra mælti fyrir frum- varpinu. Verzlunarbanki Islands Á sama fundi var til 2. umræðu frumvarp um breytingu á lögum um Verzlunarbanka íslands. Lagði fjárhags- og viðskipta- nefnd til, að frumvarpið yrði sam- þykkt óbreytt. Var það svo af- greitt með afbrigðum i gegnum 3. umræðu og vísað til efri deildar. Lántökuheimild Halldór E. Sigurðsson fjármála- ráðherra mælti síðan fyrir stjórn- arfrumvarpi um lántökuheimild vegna framkvæmda- og fjáröflun- aráætlunar 1973. Er frumvarp þetta flutt til staðfestingar á bráðabirgðalögum frá 18. sept. sl. Orlof skólafólks Þá mælti Pétur Sigurðsson (S) einnig fyrir frumvarpi, sem hann- flytur til breytinga á orlofslögum um að skólafólki, sem nám stund- ar við viðurkennda skóla, verði Framhald á bls. 18 _ Fl 79 daga 63.823 km akstur. Yfir urð og gijót fjöll og f irnindi 120 breiddar- gróður, 20 lon Heila heimsálf u enda tvisvar. STYRKUR OG ENDING Hornet kom fyrst 1970. Arftaki hins trausta, gamla Ramblers American. Hann hefur sýnt sig verðugan. Aflað sér hróss hérlendis og sett þrjú heimsmet í ferð niður alla heimsálfu Ameríku og upp aftur. Louis Halasz ók. Verksmiðjurn- ar tóku engan þátt í ævintýrinu. Hann velti einu sinni. Steyptist í mittisdjúpt vatn öðru sinni. Barðist bæði við eyðimerkurhita og snjóstorma. Hornetinn skilaði honum alla leið og sýndi þar með styrk sinn. Þér getið treyst American Motors Hornet. 1974 árgerðin er komin. .. .... Verðfrákr. 604.000- MOTOR HF ri Amerícan Motors Hornet Egils Vilhjálmssonarhúsinu Laugavegi 118 Sími 22240

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.