Morgunblaðið - 22.11.1973, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.11.1973, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1973 Maður, sem held- ur vöku sinni Emil Jónsson: A milli Washington og Moskva. Minningaþættir — Skuggsjá — Ilafnarfirði 1973. Málverk og teikningar i hókinni eftir Vilhorgu Emilsdóttur og Hal ldór Pétursson. Mér datt í hug f.vrirsögn þessa greinarkorns um leið og ég hafði lesið titilinn á minningaþáttum Emils Jónssonar, enda var hann snemma minnugur jafnt á það, sem hann þurfti að leggja áherzlu á sakir framtíðar sinnar f skóla og starfi, og hitt, sem honum og öðr- um bar að varast. Hann segir svo f formála: ,,Eg hef nefnt bókina ,,A milli Washington og Moskva" með hlið- sjón af legu landsins og. þeirri ómetanlega miklu þýðingu, sem ég tel það hafa fyrir Islendinga, að hvoru störveldinu þeir halla sér og leita samstarfs við, en þetta tel ég eitt allra stærsta mál, sem ég hef haft afskipti af á langri ævi." Eg er réttum fjórurn árum eldri en Emil Jönsson, en lauk gagn- fræðaprófi hér í Reykjavfk sama vor og hann. og vorum við báðir utanskölamenn, svo sem það var kallað. Hann var þá fjórtán ára. en ég átján. Ilann lauk síðan stúdentsprófi sextán ára og prófi f verkfræði í Kaupmannahöfn aðeins tuttugu og tveggja ára. Leið mín varð öll önnur en hans. en samt kom þar, að við áttum allmikið saman að sælda í um það bil tvo áratugi, þó að við byggjum þá sinn á hvoru landshorni, og reyndumst við vissulega báðir skyggnir á það, löngu áður en stórveldin tvö tóku að fjarstýra eldflaugum, gervihnöttum og tunglförum, að unnt væri að fjar- stýra bæði ljtíst og leynt stjórn- málalegri trú manna og athöfnum 13000 kílómetra vegalengd yfir höf og lönd. Út af þessu skrifaði ég Gröður og sandfok, Myrkur um miðjan dagvog sitthvað fleira, og auðsætt virðist mér af bök Emils Jónssonar, þó að hann komi þar nokkuð víða við, að hún sér fyrst og fremst til orðin sakir þeirrar skoðunar hans, sem fram kemur í því í formálanum, sem ég hef vitnað til i upphafi þessarar greinar. I fyrstu köflum bökar sinnar gerir Emil grein fyrir ætt sinni og uppruna og bernskuheimili sínu. Hann er Arnesingur f báðar ættir, en fæddur og uppalinn í Ilafnar- firði, þar sem faðir hans ke.vpti smáhýsið Dvergastein. Ilann var verkamaður og sjömaður, en undi illa atvinnuleysinu, sem þá ríkti í kaupstöðum og kauptúnum oftast marga ntánuði vetrarins. og tók hann svo að höggva grástein til húsagerðar og varð síðan aðallega múrari að atvinnu. Móðir Einils vann einnig utan heimilis. þegar þess var kostur, en bæði voru þau bókhneigð og bökakostur nokkur. og svo naut Emíl þess ntikla menningarauka að vera í bernsku samvistum við fróða og vel hugs- andi örhmu, sem skemmti honum og fræddi hann eins og slíkar konur gerðu á heimilum. áður en til þess kom, að þær væru ein- angraðar á ellihælum frá hinum ungu afkomendum sínum. Þá segir Emil sögu. sem gefur nokkuð glögga hugmynd um. hvað fátækir alþýðumenn. sent mikið var f spunnið, lögðu á sig til bjargræðis heimilum sínum á bernskuárum hans. Jón Jönsson. faðir Emils. réð sig til róðra á árabáti austur að Vattarnesi í Beyðarfirði sumarið 1906. og var sumarkaupið tvö hundruð krónur. Um haustið fékk hann ekki skipsferð heim og réð sig fram til jóla til róðra og ýmissa annarra starfa hjá bónd- anum á Berunesi í Reyðarfirði. Þar fékk hann hundrað krónur í kaup. En ekki gat hann fengið sjóferð vestur fyrr en seint og um sfðir, svo að hann tók þann kost að fara gangandi sex til sjö hundruð kílómetra vegalengd suður og vestur um land. Jóni fannst ekki, að með þessu væri í mikíð ráðizt, enda maður aðeins 31 árs, og til ferðar með sér gat hann fengið átján ára pilt, sem verið hafði í vinnu á Búðum í Fáskrúðsfirði. Ferðin frá Berunesi hófst 28. desember. og henni var áfram haldið dag hvern, hvernig sem viðraði. unz Jön kom á tuttugasta degi til frændfólks og vina í Vill- ingaholti í Flóa og stóð þar við f nokkra daga. Allar öbrúaðar ár óðu þeir Engilbert, nema hvað þeir fóru Jökulsá á Breiða- merkursandi á undirvarpi .. . Svo var það fyrsta árið, sem Emil var vitamálastjöri, að hann á ferð sinni um landið bar það i mál við fylgdarmann sinn yfir Skeiðarársand, að faðir sinn hefði átt ferð um þessar slóðir fyrir fjórum ára- tugum leiðsögulaust. Kom þá upp úr dúrnum, að faðir hans hafði ekki látið sig muna um að dansa heila nótt á Hnappavöllum á þrettándadagsskemmtun og síðan haldið áfram ferð sinni að morgni. Öjá. ekki átti Emil langt að sækja atorku sína, seiglu og áhuga! Sögu sína sem námsmanns. embættis- og stjórnmálamanns rekur Emil vfirlætislaust. skýrt og skipulega. og þykir mér bökin vitna urn samvizkusemi og rétt- sýni. þö að raunar komi ekki öll kurl til grafar, þar sem hann getur átakanna um formanns- skipti f Alþýðuflokknum 1952 og ekki sé frekar í þessari l)ök en i ævisögum þeirra Stefáns Jöhanns og Bernharðs Stefánssonar getið um sitthvað markvert og eftir- minnilegt frá stjórnarmyndun- inni 1934. Annars virðist mér augljóst, að Emil Jónsson hafi fyrst og fremst 17 ritað bókina til varnaðar þeim. sem annaðhvort virðast hafa gleymt eða aldrei gert sér Ijóst f.vrir æsku sakir sitthvað það, sem enn er vert að muna, þegar teknar eru ákvarðanir um íslenzk utanríkismál. Þar eru í fyrsta lagi hinar mörgu og margvíslegu til- raunir íslenzkra kommúnista til að villa á sér heimildir. í öðru lagi hin eftirminnilega og sviksam- lega kommúnistíska bylting f Tékkóslóvakfu 1948. hin blóðuga innrás f Ungverjaland. at- burðirnir á Kúbu i stjörnartíð •John Kennedys. ofbeldið gegn Tékkum fvrir fáum árum, hinn mikli kafbátafloti Rússa f Norður- höfum og atburðirnir 1949 út af samþykkt Atlantshaf ssamnings- ins. en um þá fer Entil svofelldum orðum: „Rétt f\Tir mánaðamötin. marz aðríl. var málið tekið upp á Al- þingi. og er þar skemmst frá að segja. að f öll þau ár, sem ég hef átt sætj á Alþingi. hef ég aldrei séð eða heyrt önnur eins læti og þar áttu sér stað. bæði úti og inni. Landráðabrigzl og sviðvirðingar kommúnista virtust ekki eiga sér nokkur takmörk, og úti fyrir þing- húsinu höfðu þeir safnað saman hinum villtasta og æstasta hluta úr liði sinu. Grjtíti og moldar- kögglum var kastað í þinghúsið. rúður brotnar. ráðizt á þingmenn og meira að segja hótað að drepa menn . ." Þeir kaflar. sem fjalla um ástandið í heimsmálunum og öryggi Islands f framtiðinni eru nijög svo rækilegir. byggðir á langri og erfiðri reynslu viturs. gjörhuguls og sannábyrgs stjtírn- málamanns, sent hefur kynnzt ekki aðeins opinberlega. heldur og að tjaldabaki. hvaða stefnu ber að ntarka og hvað að varast. — og hafi hann þökk fyrir þessa bók sem og langt og merkilegt starf f þógu þjóðar sinnar í hálfa öld. utan þings og innan. Guðmundur Gíslason Ilagalín. Sig. Haukur Guðjónsson skrifar um barna- og unglingabækur Bernskunnar strönd Höfundur: Þorvaldur Sæmundsson. Skreytingar: Halldór Pétursson, Þröstur Magnússon, Bjarni Jónsson. Prentun: Prentsmið.ja Hafnarfjarðar hf. Útgefandi: Ríkisútgáfa námsbóka. Þetta er saga um æsku drengs. í sjávarþorpi. í upphafi þessarar aldar. Kostir sögunnar eru marg- ir. fyrst það. að hún laðar til um- hugsunar um þá tíð. er liðin er. næst það. að hún er skrifuð af löngun til þess að fræða þann. er les. ekki aðeins drepa fyrir liann tima. Eg segi ekki með þessti. að sagan sé ekki skemmtileg. við- burðarík er hún. en hiifundi er lifið sjálft slíkt ævintýr. að hann reynir ekki að setja á svið æsiat- burði. Já. þetta er saga um hvers- dagslegan dreng og kynni hans af lifinu á virkum degi. Höfundur er kennari og stíll hans geklur þess. Hann hefir það mikið að seg.ja. að stíllinn verður þungur aflestrar. ofhlaðinn. Náttúrulýsingarnar eru að minu viti of langar. og nákvæmar. þær draga úr hraða frásagnarinnar. færa siiguna inn á svið kennslu- bökarinnar. Eins hefði ég kosið. að höfundur hefði ekki notað otð. sem torráð eru. án þess að skýra þau neðanmáls. Stundum verður jafnvel setjara og pröfarkalesara hált á þessuni orðtim. l.d. bls. 31. þar stendltr orðið kjókla en hlýt- ur að eiga að standa kjótla — smáflytja. Eg held að höfundur næði betur til lesenda með því að draga úr spennu stílsins. Hitt dylst engum. að hiifundur á erindi til unglinga. því að hann hefir næma tilfinningu fyrir hjartslætti lifsins. Myndir eru skemmtilegar. sem vænla mátti eftir slíka höfunda. Prentun er göð. Villur fáar. Eiguleg . fræð- andi bök. Ulla horfir á heiminn Höfundur: Kári Tryggvason. Teikningar: Sigrið Valtingojer. Prentun: ísafoldarprentsmiója hf. Útgefandi: ísafoldarprentsmiðja hf. Þetta er lítil. snotur bök fyrir börn, sem eru að hef.ja lestrar- nám. Ulla — Ulfheiður — segir söguna og höfundur re.vnir að lifa sig inní hugarheima hinnar þriggja ára hm\tu. Það gerir hann mjög sannfterandi. enda hægt um vik, þar sém höfundur er kennari ög góður afi. Þetta tvennt yljar bókarkornið. lötigun t.þ.a. Iræða og kærleikur til þeirra. sem eru að vaxa úr grasi. Þvi er þetta göð bók, sem ég hika > kki við að mæla með. Málið á henni er létt og lipurt. en í tvigang hriikk ég þö við og hugsaði: Ilér hefði Kári getað gert betur. (Bls. II „Bil- arnir læddust um göturnar og sukku langt upp á hjölin." Bls. 22 ..Bílarnir þjöta á harða spretti.") Eg hefði kosið. að höl'undur hefði annað tveggja beygt sig undir nýju reglurnar um setuna eða haldið gamla laginu. Annars er bókin vel pröfarkalesin. og hefði lítið a fylgt á bls. 25. þá hefði ég getað sagt: mjög vel. Myndir eru bráðvel gerðar. stíl- hreinar og líl legar. Prentun góð. Eigulegt bókarkorn. Haukur Ingibergsson.- HUÓMPLÖTUR The Who: ,Quadrophenia Stereo, 2 LP Plötuportið Hljömsveitin The Who kom Iram um svipað leyti og Bítlarnir og er því ein elsta hljómsveitin. sem starfar I Bretlandi. Hápunkturinn á vegna lélegra heimilisaðstæðna og eiturlyf janeyslu. Tónlistarlega eru öperurnar einnig svipaðar. utan hvað miklu meira er borið í undir- leikinn á Quadrophenia. þar sem ýmsir aðstoðarhl.jóðfæra- leikarar koma við siigu. Einnig hvílir allur söngur á Roger I)al- trey. siingvara The Who. Siigu- lerli The Who var poppöperan Totnmy. sem út kom árið 1971). Síðan hafa vinsældir og frægð The Who farið dvínandi. Þessi plata. Quadrophenia. gæti þö snúið blaðinu við. því hér er á ferðinni önnur öpera. sem tekur Tommy að mörgu leyti Iram. Eins og Tommy Ijallar öperan. si'in er á tveimur I.P pliitum. uni dreng. sem raunar er aðdáandi hljömsveitarinnar The Who. og þessi drengur á við svipaða erliðleika að et.ja og Tommy. Báðir eru einangraðir frá unihverfinu og ná lillti sam- bandi við annað fólk. Tommy vegna skynfæragalla en jiessi þráðarins vegna væri þö auð- velt að vinna upp úr plötunni siingleik eð.a k\ ikmynd. eti með pliitunni l'ylgir stiir bók. þar sem saga unga mannsins er rakin í máli og myndum. Það er varla umdeilanlegt. ;ið með þessari pliilli heftir Peter Townshend enn b;ett við rós i hnappagatið sem lagahöfundur. en vel getur svo farið. að |)essi ópera hl.jóti ekkr sömu vin- sældir og Tommy. þar sem hún var á sinum tima það lyrsta. sem gert var al' slikti tagi auk þess. sem svipaðar Inigmyndir um einmanaleika og mannleg samskipti ligg.ja að baki báðum verkunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.