Morgunblaðið - 22.11.1973, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.11.1973, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. NÖVEMBER 1973 29 m m HELIi ARbRQM Framhaldssagan i Þýðingu Björns Vignis 44 við Teddy. ,,Mér finnst, að ég hafi verið hérna alla ævi.“ Teddy horfði á hana svipbrigða- laust. „Þú ert ’elvítis tík,“ sagði Angelica Gomez. „Þú ættir að vera í ’elvíti, djöfuls truntan þín.“ „Hún er foxvond," sagði Vir- ginia glottandi. „Spænski hvít- laukurinn er í illu skapi. Slappaðu af, Chiquita, hugsaðú þér, nafnið þitt verður í blöðun- um á morgun.“ „Og þitt lfka,“ sagði Angelica. „Og þitt nafn verður kannski í dánartilkynningunum." „Eg efa það,“ sagði Virginia en brosið hvarf af andliti hennar. „Blöðin munu. . .“ Hún hætti skyndilega. „Blöðin" sagði hún svo aftur og það var eins og það væri að renna upp fyrir henni ljös. Hawes gat fylgzt með þvf hvernig hún rótaði upp í hugar- fylgsnum sínum eftir löngu liðnu atviki. Hún var farin að kipra augun. „Nú man ég allt í einu eftir því, að hafa einu sinni Iesið frétt um Carella í blöðunum," sagði hún hægmælt. „í einu blað- anna. Þegar hann var skot- inn. Þar stóð eitthvað um konuna hans.“ Hún þagnaði við. „Konan hans var heyrnarlaus,” sagði hún og beindi nú athygli sinni að Teddy. „Ilvað segirðu um það, Marica Franklin. Ilvað með það?“ Teddy sat grafkyrr. „Hvaðertu aðgera hér?“ spurði Virginia og var nú risin á fætur. Teddy hrissti höfuðið. „Ertu Marica Franklin, hingað komin til að tilkynna um innbrot. Eða ertu kannski frú Carella. Hvor ertu? Svaraðu!" Aftur hrissti Teddy höfðið. Athygli Virginiu beindist nú öll að Teddy. Hún mjakaði sér hægt meðfram borðröndinni og virtist hafa gleymt nítróflöskunni. Það var engu líkara en henni fyndist biðin á enda, nú þegar hún hafði fundið vandamann Carella. Henni fannst hún nú — væri þessi kona raunverulega frú Carella — geta hafið ætlunarverk sitt. Það mátti lesa úr andliti hennar, að hún hafði tekið ákvörðun. Ur augum hennar skein djöfullegt hatrið og munnurinn var ygldur. Hawes fylgdist með því hvernig Virginia fikraði sig ofurhægt í átt að Teddy, og hann vissi, að hennar beið sams konar útreið — ef ekki verri — og Mayer hafði hlotið skömmu áður. „Svaraðu mér!“ öskraði Virginia og yfirgaf nú borðið al- veg, nítróflaskan var nú að baki henni. Hún gekk að Teddy, stað- næmdist fyrir framan hana ógn- vekjandi eins og dauðinn sjálfur. Ilún hrifsaði töskuna frá Teddy og opnaði hana. Byrnes, Brown, Kling og Willis stóðu i einum hnapp til hægri við Teddy, næst fatahenginu. Miscolo Iá á gólfinu við skjalaskápinn bak við Virginiu, Meyer og Hawes voru þeir einu, sem voru henni á hægri hönd og lítið eitt fyrir aftan hana, Meyer raunar hálf meðvitur.dar- laus, þar sem hann lá fram á borðið. Virginia rótaði f töskunni. Hún þurfti ekki lengi að leita, fann veskið svo til strax og tók það upp. „Frú Stephen Carella, Dart- mouth Road, Riverhead. Beri slys að höndum, hringið í,“ las hún upp. „Frú Carella,” endurtók hún. „Jæja þá, frú Carella.“ Hún steig eitt skref fram á við i átt til Teddy. Hawes hafði ekki af þeim augun, hatrið sauð og bullaði i honum og hann hugsaði, þetta er ekki nítró, þetta getur ekki verið nítró. „Mig skal ekki furða þó að þú sért falleg," sagði Virginia. „Stríðalin og velgift fegurðardfs, ekki vantar það. Þú átt nefnilega mann, þú átt ennþá mann og þess vegna heldurðu fríðleikanum. Já, falleg, tíkin þin, horfðu á mig. HORFÐU!” Ég stekk á hana, hugsaði Teddy. Meðan hún er hvergi nærri nítróinu. Ég stekk á hana, hún skýtur en þá geta hinir gripið hana og þessu verður lokið. Núna, núna. En hún stökk ekki. Hún var sem negld við gólfið, horfði eins og dáleidd á hatrið f augum svartklæddu konunnar. „Einu sinni var ég Iika falleg," sagði Virginia. „Aður en þeir tóku Frank minn frá mér.Veiztu hvað ég er gömul? Ég er þrjátíu og tveggja. Það er ekki mikill aldur. Ég er ennþá ung en lít út eins og kerling, er það ekki? Eins og dauðinn sjálfur, sagði einn þeirra við mig áðan. Við mig. Mig! Ég lít út eins og dauðinn vegna þess, að maðurinn þinn tók Frank minn frá mér. Eiginmaðurinn þinn, tikin þín! Ó, ég gæti rifið andlitið á þér í tætiur. Ég gæti barið það í klessu vegna þess hvernig hann hefur farið með mig. Heyrirðu hvað ég segi, skepnan þín?!“ Ilún gekk enn nær og Hawes vissi að á næsta andartaki myndi hún reiða byssuna til höggs. I síðasta sinn sagði hann við sjálfan sig, það er-ekkert nítró i flöskunni þarna, og svo hrópaði hann: „Hættu þessu." Virginia snarsnerist i átt að honum, færði sig um leið nær borðinu með flöskunni á og króaði þannig Byrnes og félaga hans af. „Láttu hana vera," sagði Byrnes. „Hvað?“ sagði Virginia. Hún var furðu lostin. „Þú heyrðir hvað ég sagði. Farðu frá henni. Þú lætur hana vera.“ „Ertu að skipa mér fyrir?" „Já,“ öskraði Hawes. „Já, ég er að skipa þér fyrir. Hvað finnst þér um það? Hvernig lízt þér á? Skjálfandi lítið mannstrá vogar sér að skipa sjálfum guði almátt- ugum fyrir. Láttu þessa stúlku vera eðaég ...“ „Eða þú hvað?“ endurtók Vir- ginia, röddin var ógnandi — en byssan f hendi hennar skalf óskaplega. „Eg drep þig, frú Dodge,“ sagði Hawes rólega. „Það geri ég. Ég drep þig.“ Hann sté eitt skref áfram í átt til hennar. „Stattu þar sem þú ert," æpti Virginia. „Nei, frú Dodge,“ sagði Hawes. „Veiztu eitt. Ég er ekki lengur hræddur við litlu flöskuna þína. Veiztu hvers vegna? Vegna þess að það er bara vatn i henni, frú Dodge, og ég er ekki hræddur við vatn. Ég drekk vatn. Teyga það í lítratali. “ „Cotton," sagði Byrnes, „vertu ekki ...“ „Ekki koma nær,“ hrópaði Vir- ginia í örvæntingu og byssan nötr- aði f hendi hennar. „Hvers vegna ekki? Ætlarðu að skjótr mig?.Þá það, fjandinn eigi það, skjóttu mig. Skjöttu eins og þú getur, vegna þess að ein kúla mun ekki duga. Skjóttu mig tvisv- ar og haltu áfram að skjóta allt hvað af tekur af því að núna geng égtil þín, ég ætla að taka byssuna af þér, þó að ég verði sundurskot- inn, og svo ætla ég að troða henni ofan í kok á þér með öllu þvf afli, sem þá verður eftir i mér. Ég er að koma frú Dodge, heyrirðu það?“ „Stopp! Vertu kyrr þar sem þú ert,“ æpti hún, „nítróið ...“ „Það er ekkert nítró hér,“ sagði Hawes og byrjaði að mjaka sér i átt til hennar fyrir alvöru og Virg- inia beindi nú allri sinni athygli að honum. Byrnes notaði tæki- færi til að gefa Teddy bendingu og hún byrjaði að færa sig lötur- hægt í átt til mannanna, sem stóðu ekki allfjarri hurðinni. Virginia virtist ekki veita því eft- irtekt. Hönd hennar titraði og hún mændi á Hawes. „Ég er að koma, frú Dodge," sagði Hawes, „svo að það er bezt fyrir þig að skjóta strax vegna þess...“ Virginia skaut. Skotið stöðvaði Hawes. En að- eins örstutta stund, eins og þegar menn nema staðar við óvæntan hávaða, vegna þess að kúlan hafði þotið langt framhjá honum og hann tók óðar að mjaka sér áfram f átt til hennar. Hann sá um leið út undan sér hvar Byrnes ýtti Teddy úr um vængjahurðina og bókstaflega hrinti henni fram á ganginn. Hinir mennirnir hreyfðu sig ekki. Króaðir af frá nítróninu, en þeir stóðu samt grafkyrrir og virtust aðeins bíða sprengingarinnar, reyndu ekki aðforðasér. Valvakandi avarar i afma 10- 100 kl. 10.30—11.30. fré mknudafli «il fdatudapa. 0 Verði rekin öðru sanni Olga Guðmundsdótlir. Bogahlíð 15, Reykjavík, hringdi. Hún átaldi harðlega þá ráðstöfun hjá Utvarpinu, að Olga Guðrún Arnadóttir, sem þegar hefði verið rekin frá Utvarpinu fyrir að mis- nota aðstöðu sína, væri nú látin lesa upp söguna frægu „Börnin taka til sinna ráða" í „Morgun- stund barnanna". Sagðist Olga Guðmundsdóttir leggja til, að Olga Guðrún yrði nú rekin öðru sinni. Olga sagði, að hefði Olga Guðrún ekki valið þetta efni sjálf, eins og einhvers staðar hefði komið fram, hlyti sá, sem það hefði gert og ábyrgðina bæri, a.m.k. að vera sama sinnis, og væri gott að fá að vita hver það væri. Olga Guðmundsdóttir kagði, að nær væri að lesa upp fyrir börnin söguna um „Selinn Snorra", sem hefði sums staðar verið bönnuð á stríðsárunum. 0 Áskorun á Útvarpsráð F. Kristjánsdóttir, sem ein- dregið baðst undan því, að fullt nafn hennar verði birt hringdi og bað fyrir eftirfarandi: „Það gengur alvég fram að mér að heyra efnið í sögunni, sem ætluð er börnunum i „morgun- stundinni”. Er Baldur Pálmason hættur að ráða efninu? Þetta er argasti áróður — efni til að gera börn óhlýðin, lygin og þrjózk, Ég skora á Utvarpsráð að stöðva þennan lestur strax." 0 Nógtilaf þjóðsögum og ævintýrum Lára Guðbrandsdöttir, Hörðalandi4, Reykjavík, hringdi. Hún segist vera með barnabörn sín i gæzlu, og hlusti þau jafnan á „Morgunstund barnanna" hjá sér. Lára sagði m.a„ að sú saga, sem nú er lesin í „morgunstundinni" sé ekki annað en óþolandi áróður, en sem betur fer fjnnist börn- unum hún leiðinleg, þannig, að þau kæri sig ekkert um að hlusta á hana. Lára sagði. að eitt barna- barna sinna, 9 ára drengur, hafi sagt við sig, að sagan væri bara „leiðinleg konnúnistasaga". Lára vildi vekja athygli á því, að þar sem fólk greiddi sín afnota- gjöld og væri aðilar að rekstri útvarpsins hlyti það að mega vænta jþess, að eitthvert mark væri tekið á ábondingum um efnisv.al stofnunarinnar. Nú vildi svo til, að sægur væri til af góðum og skemmtilegum þjóðsögum og ævintýrum fyrir börn. þannig að ekki væri það vegna skorts á heppilegu efni fyrir börn, sem þessi saga hefði verið tekin til flutnings i útvarp. hefði verið tekin til flutnings í útvarp. 0 Og þar með var draumurinn bú- inn „Húsmóðir" skrifar: „Hana nú! Þá er sá draumur búinn. Eg hélt í bjartsýni minni, að ég þyrfti ekki framar að hlusta á spekina hennar Olgu Guðrúnar, þvi að svo var hún vfirþyrmandi í fyrra, að mér fannst að hún hefði átt að nægja til margra ára. Ég vissi bara ekki i einfeldni minni hvað meirihluta útvarpsráðs er rnikið i mun að þroska andlegt líf þjóðarinnar, en auðvitað á að byrja á blessuðum börnunum, því „ungur nemur, gamall temur '. Nú flæðir sænska spekin frá henni Olgu Guðrúnu, og það svo að út úr flóir. Ég er bara svo féföst, að ég er á móti þvi. að borga offjár einhverjum sænsk- um, þar sem vitað var frá því í fyrra, að Olga Guðrún er svo hug- myndarík, að hún hefði sjálf getað soðið það sanian, sem hún er að traktera mann á. Mig langar til að benda meirihluta útvarps- ráðs á það, að ekki má gera börnin svo spök, að þau geti ekki talað við fáfróða foreldra sína. Þess vegna vil ég nú mælast til að Olgu Guðrúnu, þvf að henni er bezt treystandi, verði nú fengið það verkefni að lesa upi> eitthvað af þvi andlega fóðri, sem öll teppríki Rússa fengu á Stalins-tímanum. 0 Stalín, Stalín, tra-la-la Ég man eftir sögu, sem maður sagði mér af þvi, sem fyrir hann kom, þegar hann var staddur i Varsjá með islenzkri viðskiptanefnd, en það var ein- mitt á Stalíns-tímanum. Nefnd- inni var boðið á tónleika, ásamt öllum sendiherrúm I borginni og fleirum. Hann hlakkaði mikið til, enda vissi hann ú hve háu stigi tónlist er í Póllandi. Þarna var hljómsveit og kór. hvort tveggja geysifjölmennt. Hann sagði mér nú aldrei frá öllu „prógramm- inu“, en það hófst á lagaflokki. sem 90 mínútur tök að flytja. Kórinn söng þindarlaust. en aðal- innihald textans var Stalín Stalín. Stalín. Stalin. Svo bætti hann við: „Þú hefðir átt að sjá svipinn á sumum út- lendu sendiherrafrúnuni eftir 30 mfnútur." A einhverju í lfkingu við þetta hlýtur meirihluti útvarpsráðs að vilja traktcra landslýðinn á. eða *1va<^ ’ „Húsmóðir". 0 Launakröfur hinna háskólamenntuðu Björn Indriðason, I.jós- heimum 12. Reykjavík. skrifar: „Finnst almúganum nokkuð skrýtið þött há(hesta)skólamenn noti háar tölur þegar þeir ætla sjálfum sér laun? Það finnst mér i fyrsta lagi hæfa þeirra háu menntun. í öðru lagi hafa þeir trúlega soltið heilu hungri alla sina skólatið og horft á lýðinn í landinu éta bæði sína eigin köku og þeirra. Það er náttúrulögmál. að bæði langsoltnir menn og skepnur þurfa margfalt föður þegar loks er komizt að jötunni. (Hitt er svo annað mál. að bændur hafa stundum ekki viljaö ala skepnur, sem ekki borga fóðrið sitt, eins og sagt er). Sumir hafa líka haldið. að þegar menn hafa verið allt að tuttugu langa vetur að læra að reikna, þá ofreikni þeii‘ magamál sitt ekki svo gríðarlega sem nú virðist fram koniið. Að reikningsskekkjum sleppt- um, — hverjir hafa haldið upp- réttu og gangandi öllu skóla- kerfinu i blindri von um að betra og sannmenntaðra fölk kæmi loks þaðan út? Björn Indriðason". TVÆR ÞYDDAR SKÁLDSÖGUR HÖRPUUTGAFAN á Akranesi hefur sent frá sér tvær þýddar skáldsögur. Önnur bókin nefnist „Brennandi ástarþrá" eftir Bodil Forsberg. Fjallar hún um Ijósmyndafyrirsætu, sem verður vitni að morði. Lendir hún sjálf í skotárás og missir sjónina. í sjúkrahúsinu kynnist hún lækna- stúdent og tekst með þeim náin vinátta. Lögreglan vonar að stúlkan fái aftur sjónina og geti þá þekkt morðingjann, og nú fara að gerast margir dularfullir at- burðir. Þetta er fimmta bók Bodil Forsberg, sem kemur út á íslenzku. Hin bökin er „Æðisgenginn flótti", eftir Francis Clifford. Um bókina segir m.a. á kápusíðu: „Látlaus spenna, hraði. þolgæði og glíma við erfiðustu þrautir, einkennir þessa nýju sögu Francis Clifford. og linnir ekki fvrr en í bókarlok." Áður hafa fimm bækur eftir Clifford komið út á íslenzku. Gullfinnur setti met í Hirtshals AÐEINS tveir bátar seldu síld i Danmörku sl. mánudag, báðir í Hirtshals. Bjarni Ölafsson AK seldi 1182 kassa fyrir 1.7 millj. og Jón Garðar GK seldi 433 kassa f yrir 642 þús. í dag eiga Þorsteinn og Ilarpa að selja og er hvor bátur með um 400 kassa. Færeyska sfldveiðiskipið Gull- finnur seldi fyrir nokkrum dög- um 6206 kassa í Hirtshals og fjrir þennan afla fékk skipið 8.4 millj. ísl. kr„ sem er nýtt sölumet i Danmörku. Gamla metið átti Guð- mundur RE 5.4 millj. SJÖ sildveiðiskip seldu i Dan- mörku sl. laugardag fyrir samtals 7.3 millj. kr. Yfirleitt voru bátarn- ir með frekar li'tið magn. en meðalverðið var gott. kringum 37 kr. Ilæsta meðalverð fékk Víðir NK.kr. 39.04. Skipin seldu öll í Hirtshals og voru þauþessi: Isleifur 4. VE 727 kassa fyrir 900 þús. kr.. Rauðsey AK 1178 kassa fyrir 1.8 millj.. Iléðinn ÞIl 760 kassa fyrir 1.1. millj., Víðir NK 833 kassa fyrir 1.3 millj. og Asgeir RE 805 kassa fvrir 1.2 millj. SRR AÐALFUNDUR Sundráðs Reykjavíkur verður haldinn laug- ardaginn 24. nóvember n.k. kl. 15.00 að Ilótel Loftleiðum (Snorrabúð). Sundknattleikur HAUSTMÖT f sundknattleik hefst I Sundhöll Reykjavíkur. miðvikudaginn 5. desember. Þátt- taka tilkynnist SRR fyrir 24. nóvember. Tenniskeppni ILIE Nastase frá Rúmeníu sigr- aði í hinni árlegu frönsku meistarakeppni í tennis. Hann keppti úrslitaleikinn við sigur- vegarann frá í fyrra, Stan Smith frá Bandaríkjunum, og vann 4 — 6, 6 — 1,3 — 6, 6 — 0 og 6 — 2. Keppnin fór fram á Pierra de Coubertinleik- vangnum í París og fylgdust um 5000 manns með viðureign- inni, en það þykir mjög mikil aðsókn að tennisleik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.