Morgunblaðið - 04.12.1973, Side 1

Morgunblaðið - 04.12.1973, Side 1
44 SIÐUR MEÐ 8 SIÐNA IÞROTTABLAÐI 272. tbl. 60. árg. ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1973 Prentsmiðja Morgunhlaðsins SPRENGING- ARí AÞENU Aþenu 3. desember AP. SPRENGJUR sprungu í tveimur bönkum f Aþenu og Píreus f dag og olli talsverðum skemmdum en mannskaðar urðu ekki. Fáeinum klukkustundum áður tóku háskól- ar f landinu aftur til starfa eftir nokkurra vikna hlé og undir her- lögum. Þessar sprengingar eru hinar fyrstu, sem vitað er til, að sprengdar hafi verið í Aþenu á háflu ári. Samkvæmt fréttum frá Aþenu yar mæting háskólastúdenta bæði f Aþenu og Saloniki dræm, og þær fréttir flugu fyrir, að herforingja- stjórnin myndi gripa til einhverra ráðstarfana gagnvart stúdentum, ef þeir ætluðu með þessu að sýna andstöðu sina í verki við nýju valdhafana. Eins og alkunna er hefur verið haft á orði, að mótmælaaðgerðir stúdentana í Aþenu os víðar í fyrra mánuði hafi orðið stjórn Georges Papadopoulosar að falli. Á laugardaginn var ritstjórnar- skrifstofum blaðsins Vradyni lok- að og útgáfa blaðsins bönnuð og enn hefur ekkert komið fram, sem bendir til, að blessun verði lögð yfir útgáfu blaðsins í bráð. Nokkrum dögum áður höfðu full- trúar herforingjastjórnarinnar kvatt á sinn fund alla ritstjóra og Framhald á bls. 35 Nú fer Kissinger til Sýrlands London 3. des. AP. HENRY Kissinger, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, hefur á Egyptar pynd- uðu stríðsfanga Jerúsalem, 3. des. NTB. í AÐALFRÉTT ísraelska blaðsins Jerusalem Postsegir f morgun, að allir fsraelskir strfðsfangar f Egyptalandi hafi verið pyntaðir og jafnvel drepnir, meðan þeir voru f haldi nú f haust. Er það hérnaðarsérfræðingur blaðsins, sem skrifar fréttina og segir hann, að langflestir ísraelsku strfðsfangana, sem sendir voru heim, hafi þurft læknishjálp og mikla aðhlynningu, þegar þeir komu frá Egyptalandi, vegna grimmúðlegrar meðferðar, sem þeir hafi sætt. Blaðið segir, að hermenn af öll- um stigum hafi sætt pyndingum og megi helzt jafna þeim við að- ferðir nasista á strfðsárunum. Verið er að vinna skýrslu um þessi mál, segir blaðið, og verður hún sendi Sameinuðu þjóðunum og Alþjóð Rauða krossinum. prjónunum að fara til Sýrlands, sfðar í þessum mánuði, um leið og hann fer til Kairo og nokkurra annarra borga í Arabalöndum. Þessi frétt hefur þótt verulegum tíðindum sæta, segir fréttaritari AP, vegna þess að Sýrlendingar hafa verið mun harðskeyttari f garð Israels en Egyptar, eftir styrjöldina, sem raunar er ekki fullkomlega til lykta leidd milli Israela og Sýrlendinga. Sýrlendingar hafa til dæmis þverneitað að taka upp stríðs- fangaskipti við 1 sraela og vitað er að 127 ísraelskir fangar eru hjá Sýrlendingum og í ísrael eru um 350 sýrlenzkir hermenn í haldi. Sýrland var hið eina í hópi þeirra Arabalanda, sem Kissinger sótti ekki heim í fyrri friðarför sinni í nóvember, þegar samið var um vopnahléið, sem nú hefur að vísu margsinnis verið rofið. Sér- fræðingum ber saman um, að Kissinger muni þurfa á allri sinni samningalipurð og klókindum að halda, þegar hann fer til viðræðna við foringja Sýrlendinga, svo og á næstunni, þar sem sú hætta vofir yfir, að friðarráðstefnan um Miðaustur- lönd fari út um þúfur, ef svo heldurfram sem horfir. Guðmundur enn efstur í Chicago Chicago 3. des. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá AP. GUÐMUNDUR Sigurjónsson tók á ný forystuna i alþjöðloga skák- mótinu, sem stendur yfir í (Jii- cago, með því að sigra Norman Weinstein frá Bandaríkjunum á sunnudag, og hefur hann nú f jóra vinninga. Næstir og jafnír eru þeir Weinstein og annar Banda- ríkjamaður Andrew Soltis með 3Vi vinning hvor. Nikolai Karaklajic frá Júgósla- vfu kemur sfðan næstur með 3 vinninga. Enn eru nokkrar um- ferðir ótelfdar, en mótinu lýkur þann 9. desember. Golda Meir, forsætisráðherra Is- raels, við kistu Davis Ben Gur- ion í Sde Boquer í Israel f gær, en þar var hinn látni forvígismaður jarðsettur skammt frá samyrkju- búinu, sem var heimili hans sfð- ustu æviár hans. Ben Gurion jarðsettur að samyrkjubúinu Sde Boqer Jerúsalem, 3. des AP — I DAG fór fram í tsrael útför Davids Ben Gurions, fyrrum for- sætisráðherra landsins, en hann lézt sl. laugardag, 87 ára að aldri. Að ósk hins látna var hann jarð- settur án viðhafnar f grafreit samyrkjubúsins í Sde Boqer f suðurhluta Israels, þar sem Ben Gurion hafði átt heimili frá því árið 1953. Þangað var kista hans flutt með þyrlu frá Jerúsalem, þar sem hún hafði legið á viðhafnarbörum á torginu fyrir framan þinghúsið — Knesset frá því á sunnudagsmorgun. Á þriðja hundrað þúsund manna hafði þar kvatt hinn látna hinztu kveðju. Viðstaddir athöfnina í kirkju- garði samyrkjubúsins, sem er f útjaðri eyðimerkurinnar Zin, þar sem við blasa fögur fjöll og kletta- gil, voru nánustu ættingjar Ben Gurions, helztu vinir og ríkis- stjórn ísraels. Sex hermenn báru kistuna úr þyrlunni, en á undan gengu sex stúlkur úr hernum með blómsveiga. Kistan var látin síga hægt í jörðu við hlið grafar eigin- konu Ben Gurions, Paulu, sem lézt árið 1968. Þegar mokað hafði verið yfir, var settur á gröfina lítill trékross með' nafni hins látna einu saman. í Jerúsalem hafði farið fram kveðjuathöfn, þar sem viðstaddir Tvísýnt um úrslit dönsku kosninganna Kaupmannahöfn, 3. des. NTB. ÞINGKOSNINGAR verða í Dan- mörku á morgun, þriðjudag, og er þeim mikill vandi á höndum, sem hyggjast spá um úrslitin eða hvernig næsta ríkisstjórn lands- ins verði saman sett. Megi ráða af úrslitum skoðanakönnunar, sem dagblaðið Jyllandsposten í Arós- um birti á sunnudag, fá tfu stjórnmálaf lokkar þingmenn kjörna, — en skoðanakönnunin — sem stofnunin OBSERVA lét gera — var framkvæmd um miðj- an nóvember sl., og hefur ýmis- legt getað breyzt síðan. Könnun þessi gerði ráð fyrir, að jafnaðarmenn fengju 22% atkvæða, Radikale Venstre 13%, íhaldssami þjóðarflokkurinn 10%, Venstre 12%, Réttarsam- bandið 2%, Sósialistíski þjóðar- flokkurinn 9%, Kommúnista- flokkurinn 2%, Kristilegi þjóðar- flokkurinn 3%, Framfaraflokkur- inn 14% og Mið-demókratarnir 12%. Tveir síðasttöldu flokkarnir eru þeir, sem Mogens Glistrup og Er- hard Jakobsen stofnuðu, og eru báðir klofningsflokkar, sem orðið hafa til fyrst og fremst út af ein- stökum ágreiningsmálum, en jafnframt af óánægju almennings með aukin áhrif vinstri manna og illþolanlegar skattabyvðar. Jakob- sen, sem óviljandi felldi ríkis- stjórn Ankers Jörgensens, tókst að fá undirskriftir um 200.000 kjósenda á þeim stutta tíma, sem hann hafði frá því Jörgensen ákvað að nýjar kosningar skyldu haldnar. Áður fyrr hafá danskar kosn- ingar yfirleitt staðið milli tveggja fylkinga, jafnaðarmanna og vinstriflokkanna annars vegar og borgaraflokkanna svonefndu hins vegar. Nú er því öðru vísi farið, og talið víst, að hvorug þessara fylkinga fái nægilegan meirihluta til stjórnarmyndunar án stuðn- ings Glistrups eða Jakobsens. Varaformaður flokks jafnaðar- rnanna hefur lýst þvi yfir, að þeir rnuni ekki taka þátt í stjórn með borgaraflokkunum, og yfirleitt ekki eiga aðild að stjórn nema Anker Jörgensen verði forsætis- ráðherra hennar. .Jafnframt hafa forystumenn borgaraf iokkanna lýst því yfir, að þeir hafi ekki áhuga á stjórnar- samvinnu við jafnaðarmenn. Allir virðast þó á einu máli um, að Danmörk hafi nú fulla þörf fyrir sterka og vel starfshæfa stjórn, þar sem yfir vofa margvisleg, alvarleg vandamál, svo sem oliu- skortur, hugsanlegt atvinnuleysi af hans völdurn og önnur efna- hagsleg vandamál, að ógleymdum eldri vandamálum, sem fylgja hinni öru verðbólgu og versnandi viðskiptastöðu gagnvart útlönd- um. Hugsanlegt er, að flokkur Erhards Jakobsens verði annar stærsti flokkur þingsins, þegar at- Framhald á bls. 35 voru m.a. fulltrúar frá Banda- rikjunum, Bretlandi, Frakklandi, Vestur-Þj’zkalandi, Danmörku og Hollandi. Tveir æðstu trúarleið- togar Gyðinga lásu bænir, meðan hermenn báru kistuna að þyrlunni, sem átti að flytja hana til Sde Boqer. Fjórar aðrarþyrlur fluttu ættingjana og ríkis- stjórnina. Heiðursvörð stóðu nokkrir helztu hershöfðingjar Israels. Samúðarskeyti hafa streymt til Israels víðsvegar að úr heiminum. Meðal þeirra, sem minntust Bens Gurions sem mikilhæfs leiðtoga voru Richard Nixon, forseti Bandarikjanna, og Kurt Waldheim, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sem sagði, að hugrekki hans og vizka hefðu notið víðtækrar virðingar. John Lindsay, borgarstjóri í New York, viðhafði þau ummæli um Ben Gurion, að hann hefði verið einn af siðustu risunum meðal hinna mikilhæfu alþjóðlegu stjórnmála- manna heimsins, og Nelson Rockefeller, rfkisstjóri i New York, sagði að í sínum augum hefði Ben Gurion verið tákn ísraelsrikis svo og tákn baráttunnar fyrir frelsi og virðingu mannkynsins. SKIPAFELOG HÆKKA GJÖLD London, 3. des., AP. SJÖstór skipafyrirtæki hafa aug- lýst tíu prósent hækkun á öllum fargjöldum og flutningsgjöldum, í þvf skyni að mæta auknum oliu- kostnaði. Fyrirtæki þessi eru Cunard, Chandris, Union Castle Line, Holland Ameriea Line, Pen- insular and Oriental, Sitmar Cruises og Shaw Savill

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.