Morgunblaðið - 04.12.1973, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 04.12.1973, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐÍÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1973 A MAFIUSLOÐUM Mario Puzo: GUÐFAÐIRINN. 252 bls. Akureyri, 1973. BÓKAFORLAG Odds Bjöms- sonar á Akureyri hefur undanfar- ið sent frá sér eina meiri háttar þýdda skemmtisögu á ári. Nefna má Hótel og Gullna farið eftir Arthur Ilailey, Hættulega aðgerð og Eiginkonur læknanna eftir Frank G. Slaughter og nú síðast Guðföðurinn eftir Mario Puzo, allt í þýðingu Hersteins Pálsson- ar. Höfundum þessum dettur mér í hug að raða svo, að Hailey sé þeirra snjallastur, síðan komi Puzo, en Slaughter læt ég reka lestina. Guðfaðirinn er hugvitlega und- irbyggð og útreiknuð skemmti- saga, alllöng, en ekki langdregin, atburðarás hröð og enginn hörg- ull á stóratburðum: æsandi kyn- lífssenur (sem nauðsynlegar munu þykja í sérhverri nútíma- skemmtisögu), fjárkúgun, morð og annars konar ofbeldi, og hvað vantar þá meira, er það ekki þetta, sem fólk vill sjá og heyra? Auk þess fjallar sagan um heims- frægt fyrirbæri — Mafíuna í Ameríku, sem fluttist þangað með útibú, eins og kunnugt er, frá Sikiley á ítalíu. Um raungildi sögunnar er ég hvergi dómbær. En gerum við ráð fyrir, að maðurinn sé ails staðar eins inni við beinið og glæpalýður sé lika fólk, viðist mér talsverður ýkjublær á sögunni. En höfundur er laginn, kann vissulega að setja saman bók af þessu tagi, stillir söguhetjum greinilega upp fyrir lesandanum, tekur ekki á hlutun- um með neinni hálfvelgju og kann þá list að gera hið lygilega sennilegt. Líka gætir hann þess að ofhlaða söguna ekki með æsiefni, skiptir reglu- lega um senur og kastar ekki á glæ þeirri gömlu skemmtisagna- hefð að vekja eftirvænting með lesandanum. Ofbeldis- senurnar eru því ekki ósennilega margar (ef hliðsjón er höfð af, að maður er kominn inn í innsta hring Mafíunnar), heldur hafðar eins og krydd innan um rólegri kafla. Ofbeldið er nefni- lega ekki látið vera takmark í sjálfu sér, heldur aðeins tæki til lllfl Mario að ná auði og völdum — samn- ingaleiðin alltaf reynd fyi'st, dugi hún ekki, er gripið til sterkari meðala, oft án undangenginnar hótunar: Mafíumaður telur sig ekki þurfa að hóta; nægilegt, að sá, sem hann „semur“ við hverju sinni viti, hver hann er. Hann getur því verið mjúkmáll í samn- ingum, stímamjúkur eins og diplomat, og hagað orðum sínum svo almennt, að ekkert verði á þeim haft; nóg að skiljist, hvað hann er að fara. Þarna er ættarsamfélagið enn i fullu gildi, fjöískylduböndin sterk, mikil samhjálp, en trúnaður ekki meiri en öryggi leyfir. Stundum tekst samvinna milli fjölskyldna, stund- um er hún reynd, en tekst ekki, og þá skellur á strið: raunverulegur bófahasar og ekkert grin. Ennfremur gilda þarna ströng siðalögmál: bófaforingi getur haft um það engu óákveðnari hugmynd- ir en hver annar, hvað se rétt og rangt! Sé hann t.d. gamall í hettunni, kann honum að þykja eiturlyfjasmygl of sóðalegt til að fást við það og ekkert vilja koma nálægt sliku og þvíliku, þar sem annar lítur á það sem atvinnugrein nýja timans. í kápuauglýsingu segir, að bók- in henti „ekki fólki með viðkvæm- ar taugar“. Er þetta þá ljót saga? Auðvitað er hún ljót, segir frá soralegum athöfnum. iiitt mun svo fara eftir innlifun hvers les- anda fyrir sig, hvaða áhrif hún hefur á taugar hans. Kann að vera yfirstandandi timanna tákn, að slík ofbeldisbók skuli hafa orðið slík metsölubók sem Guðfaðirinn hefur orðið. Kvikmynd, gerð eftir bókinni með heimsins frægustu leikurum, hefur enn aukið á út- breiðslu hennar, og hafa allmarg- ar myndir úr henni verið teknar upp í útgáfu þessa. Þar gefur að líta vel klæddar persónur með burstaðar tennur og — hreinar hendur. Þegar öllu er á botninn hvolft, ?r hægt að lesa Guðföðurinn með margs konar hugarfari og draga af honum hina breytilegustu lær- dóma. Hvort sem maður nú hefur gaman af svona nokkru eður eigi, er staðreynd, að margir aðrir hafa það. Sá er, sem sagt, kjarni máls- ins, þegar öllu er á botninn hvolft. Haukur Ingibergsson: Tónakvartettinn LP, Mono SG-hljómplötur Þetta er nokkurs kon- ar minningarplata um Tóna- kvartettinn, sem starfaði á Húsavík um fimm ára skeið, og lögin á plötunni eru hljóðritanir úr útvarps og sjónvarpsþáttum, sem kvartett- inn kom fram í enda er efnið fjölbreytt. M.a. má nefna Nótt eftir Clutchan, Út um græna grundu, íslensk kvæðalög, Sunnudag selstúlkunnar og ljóðaflokkinn Sveitabrúðkaup eftir Söderman. Þrátt fyrir þennan fjölbreytileik er platan þó alls ekki losaraleg; þvert á móti er heildarsvipurinn góður. Tónakvartettinn hafði all- góðum söngmönnum á að skipa. Söngurinn er formfastur en verður stundum til þess að fjör- ið og gleðin kemur ekki eins vel í ljós og æskilegt hefði verið. Þetta er þó minniháttar galli og aðdáendur hins klassíska kvartettsöngs munu fagna þessari plötu. án efa Erla Stefánsdóttir 45 snún. Stereo Tónaúgáfan Bæði lögin á þessari plötu eru vel þekkt. Á A síðu plötunnar er Carpenterslagið Top of the world, sem var í nokkrar vikuC á vinsældalistanum i útvarpinu og ber hér nafnið „Sannfær- ing“ (texti: Jónas Friðrik), en á B síðunni er gamalt lag, sem nú nefnist „Ég skilið ei fæ“ við texta einhvers Ká. Þótt nokkur ár séu síðan Erla starfaði af krafti i hljómsveitum (Póló og Ingimar Eydal) þá er henni alltaf að fara fram, og þetta er það besta, sem hún hefur gert á hljómplötu og jafnast fyllilega á við það, sem aðrar íslenskar dægurlagasöngkonur hafa gert i þessum dúr, röddin er þjál og söngurinn ákveðinn. Um undir- leik og raddir sjá félagar úr hljómsveit Ingimars Eydal ásamt Gunnari Ringsted. HJALMAR SSON BOKMENNTIR AFHJUPUN OG AKÆRA Frederick Forsyth: ODESSASKJÖLIN. Hersteinn Pálsson þýddi. Útgefandi: Isafoldarprent- smiðja 1973. Frederick Forsyth, höfundur Odessaskjalanna, er kunnáttu- maður í þeirri list að blanda sam- an skáldskap og veruleika. Odessaskjölin styðjast að mestu við sannsögulega atburði og fjalla um raunverulegt fólk. Sama gild- ir um bók Forsyths Dag sjakalans, en skáldsögur hans eru nú met- sölubækur víða um heim. Oddessaskjölin fjalla um leit ungs fífldjarfs blaðamanns að striðsglæpamanninum Eduard Roschmann, sem áður var höfuðs- maður í SS-hernum og yfirmaður fangabúðanna í Riga frá 1941—44. Allt, sem stendur um Roschmann í bókinni, mun vera satt og hlýtur það að vekja óhug Iesenda. Lýsingarnar á mann- vonsku hans og sadisma eru svo yfirþyrmandi, að þær verða ekki á neinn hátt endursagðar. Aftur á móti hafa lesendur gott af að kynnast þessari manngerð, þvf að hún er ekki einvörðungu tak- mörkuð við Þýskaland og nasis- mann. Bækur Fredericks Forsyth hefðu ekki vakið jafn mikla at- hygli hefðu þær eingöngu fjallað um fortíðina. Odessaskjölin er ekki fyrst og fremst bók um hryðjuverk nasista á stríðsárun- um. Hún fjallar einnig um nútímastjórnmál, eða hvernig fyrrverandi SS-menn leitast við að hafa áhrif á gang heimsmála Sig. Haukur Guðjónsson skrifar um barna- og unglingabækur LÓA LITLA LANDNEMI Höfundur: Þóra Marta Stefánsdótt- ir. Myndir: Höfundurinn. Prentun: Prentsmiðjan Leiftur hf. Útgáfa: Prentsmiðjan Leiftur hf. í þessari bók eru raktir þættir úr lifssögu Lóu iitlu í Stóragerði, greint frá, hvernig fátæktin ýtir fjölskyldu hennar í leit hamingjunnar allt til Kan- ada. Bókin er í mörgu skemmti- leg, þú heyrir ömmuna ræða við barnabarnið sitt, þráðurinn sveigður þannig, að hlustand- inn haf i gagn af til betrunar. 1 þessu er styrkur sögunnar sem barnabókar. Hún leiðir einnig til skilnings á lífi, sem fáir þekkja lengur, og er þvi þroskandi. Málfarið er yfirleitt gott, vantar aðeins herzlumun- inn. Alla vega þetta er lifandi mál, lipurt, en stundum með óþarfa hækjur. Dæmi: „Henni brá í brún, því að hún sá ekki betur en að hús, tré og girðingarstaurar kæmu þjótandi á móti henni á harða- spretti.“ (Bls. 30). Ég strikaði undir orðin, sem engu þjóna í setningunni. Ég veit, að víða er sagt „að leggja á stað“ I merk- ingunni að hefja för, en jafn- rangt er það engu að siður og má ekki vera í bókum, sem börn læra málið af. Fornöfn eru vandmeðfarin og íslenzkan krefst aðgátar í meðferð þeirra. I þessari bók skortir hér stundum á. Dæmi: „Einn sólheitan sunnudag ....“ (bls. 62); „Svo gáfu skipsmennirnir þeim öllum sitt eplið hvoru, ....“ (bls. 32); „Loks fóru þau að nálgast fyrir- heitna landið, og nú sáu þau hilla undir strendur hennar einn morguninn........“ (bls. 33). Af þessu ætti að sjást, að próförk er mjög illa lesin, staf- setningarvillur alltof margar, jafnvel tilvitnanir rangar (bls. 83). Er virkilega svona dýrt að hafa hæfa prófarkalesara í þjónustu útgáfufyrirtækja? Er hraðinn kannski of mikill, eins og nafnaslysið á bókarkápunni ber vott um? Myndir höfundar eru skemmtilegar og bökarprýði, ef ég undanskil andlitsmyndirnar, þær eru lélegar. Fjölskyldu- myndin fremst þjónar engum tilgangi fylgi nöfnin ekki með. Prentun er góð. Bókin er góð, þrátt fyrir það, að hún hafi í of miklum flýti verið send að heiman. SKEMMTILEGIR SKÓLADAGAR Höfundur: Kári Tryggvason. Myndir: Oddur Bjömsson. Káputeikning: Benedikt Gunnarsson. Prentun og útgáfa: Isafoldarprentsmiðja hf. Þetta eru bráðskemmtilegir og vel skrifaðir þættir frá skóladögum söguhetjunnar, Dfsu. Sagan gerist i sveit, á skólaheimili, og margt er það, er á daga drifur hjá hraustum strákum og tápmiklum telpum. Það er spá mfn, að fáum leiðist lesturinn, því að frásagnarstíll höfundar er vissulega í takt við efni bókarinnar. Höfundur nýt- ur þess, að hann gjörþekkir sögusviðið, hefir sjálfur setið í sæti kennarans, og hann hefir næmt eyra fyrir tungutaki, sem er börnum auðskilið, en um leið fræðandi. Því er gott, að bókin var gefin aftur út, hún á það sannarlega skilið. Kostur er það við kverið, hve stórum stöfum það er skráð. Oft vill það gleymast útgefendum, að það eitt að fylgja línu, er stautlæsu barni talsvert erfitt. Það þarnast stórra staf a og þarf að koma fingri sinum milli lína, eins og hér er til boðið. Myndir Odds eru þokkalegar, sumar mjög góðar. Mynd Benedikts er bókar- prýði. Ég átti ekki von á að sjá villur í annarri útgáfu, en því miður, þær eru nokkrar og slíkt ersubbulegt, hroðvirknislegt. Sem heild er bókin góð — reglulega eiguleg. og telja það skyldu sina að ljúka ætlunarverki Hitlers: útrýmingu Gyðingakynstofnsins. Átök ísra- ela og Araba eru veigamikill þáttur Odessaskjalanna. Þvi er lýst, hvernig SS-menn koma Aröbum til hjálpar með því að senda þeim þýska hernaðarsér- fræðinga, einkum kunnáttumenn í gerð eldflauga. Bókin er ekki síst hörð ákæra á hendur Þjóð- verjum fyrir andvaraleysi þeirra og áhúgaleysi um að afhjúpa striðsglæpamenn. Með mörgum ófögrum dæmum er sýnt fram á, hvernig gamlir SS-menn hreiðra um sig i Þýskalandi og njóta ávaxta efnahagsundursins. SS- mönnum erlendis, einkum i Suð- ur-Ameríku, Arabalöndun og á Spáni, er líka lýst. Tengsl þeirra við SS-menn í Þýskalandi eru augljós. Nafn bókarinnar Odessa er ekki borgarnafn heldur skammstöfun á samtökum fyrr- verandi SS-manna: Organisation der ehemaligen SS-angehörigen. Yfirleitt er farið háðulegum orð- um um stjórnmálamenn í Odessa- skjölunum, en þó eru þeir ekki gerðir að algjörum blábjánum eins og mörgum ádeiluhöfundum hættir til. Frederick Forsyth er rithöfund- ur, sem kann að búa efnivið sinn í æsilegan búning. Odessaskjölin eru að vonum spennandi, jafnt við hæfi þeirra, sem gera strangar kröfur til bóka, og þeirra, sem eru fyrst og fremst að leita sér afþrey- ingar. Skýringin á velgengni Forsyths er þess vegna augljós. Hann tekur til meðferðar við- kvæm og tímabær pólitísk efni og gerir þeim skil á aðgengilegan og um leið listrænan hátt. Með lýs- ingu sinni á blaðamanninum Peter Miller, vinkonu hans Sigi og ýmsum öðrum persónum, sem koma við sögu, tekst honum að skapa lifandi fólk. Atvikum dag- legs lífs, fólki og umhverfi, lýsir Forsyth oft á meistaralegan hátt. Odessaskjölin er bók, sem á er- indi til allra. Hersteinn Pálsson hefur þýtt Odessaskjölin. Greinilega hefur hann þurft að hraða þýðingunni, en engu að síður kemur fram við- leitni hans til að vanda sig betur en oft áður. Ilersteinn Pálsson er einn afkastamesti þýðandi, sem dæmi eru um. Hann er þess vegna meiri áhrifavaldur um þróun ís- lensks máls en margur gerir sér grein fyrir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.