Morgunblaðið - 04.12.1973, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.12.1973, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1973 12 Samsteypustjórn á N-Irlandi: Snilldarbragð á sviði stjórnmála — en spurning hvernig það reynist ÞAU sögulegu tíðindi gerðust á Norður-trlandi f sfðustu viku, að ríkisstjórn var mynduð, þar sem kaþólskir menn og mót- mælendur skipta með sér völd- um. Þar með hafa tekið hönd- um saman hin hófsamari öfl f n-írsku stjórnmálalifi og sýnt f verki viðurkenningu á þvf, að deilurnar, sem hrjáð hafa landsmcnn og kostað hundruð karla, kvenna og barna lífið, verða aldrei leystar öðru vísi en með samvinnu trúfylkinganna. Hvort þessumöflum verður svo friður veittur til þess að stjórna málum landsmanna með viðun- andi og sánngjörnum hætti er annað mál og erfitt um að scgja. Hótanir öfgaafla heggja trúfylkinga um að eyðileggja stjórnina létu ekki á sér standa og reynslan hefur sýnt, að þau eru til alls vfs og svffast einsk- is. Forystumenn kaþólskra og mótmælenda, sem stóðu að samningunum um stjórnar- myndunina, hafa vissulega sýnt lofsverða viðleitni til að rffa sig út úr þeirri sjálfheldu, sem deilur undanfarinna ára höfðu komið þeim í. Það hefur áreiðanlega verið báðum aðil- um erfitt að slíðra sverðin en þeim mun ánægjulegra þegar skynsemin varð úlfúðinni yfir- sterkari. Sennilega hefði þessi stjórnarmyndun aldrei tekizt án aðstoðar og afskipta Willi- ams Whitelaws, ráðherrans brezka, sem farið hefur með málefni N-írlands frá því stjórn landsins var sett frá völdum og þingmennirnir í Stormont sendir í fri. Enda varhonumvel fagnað í neðri málstofu brezka þingsins, þegar hann skýrði frá stjórnarmynduninni — ekki þó einróma, því þar voru nokkrir þingmenn frá N-Irlandi, sem lítt kæra sig um þessa stjórn, bæði kaþólskir og mótmælend- ur. Stjórnarmyndunin og skipt- ing ráðherraembættanna þykja hið mesta snilldarbragð á sviði stjórnmála. Ýmsir eru þó haldnir efasemdum um hvernig það reynist í framkvæmd. Má með nokkrum sanni segja, að Whitelaw hafi tekizt að setja upp snjalla formúlu, sem fái staðist við tilteknar aðstæður en ekki aðrar. Það er að sjálf- sögðu alveg undir landsmönn- um komið hvort þeir vilja, að stjórnin lifi eða kjósa að snúa aftur til öngþveitis undanfar- inna ára, sem öllum er ljóst, að engin viðunandi lausn er á. Að stjórninni standa þrír stjórnmálaflokkar, Sambands- flokkurinn, sem er aðalflokkur mótmælenda og fær sex ráð- herraembætti, flokkur jafn- aðarmanna og verkamanna — SDLP — sem er aðalflokkur kaþólskra og fær fjóra ráðherra — og Bandalagsflokkurinn (Alliance), sem skipaður er hófsömum mönnum úr báðum trúfylkingum. Hann fær ellefta ráðherrastólinn en hinn tólfti verður ósetinn um sinn, Whitelaw geymir skipan í hann til betri tíma sem nokkurs kon- ar tryggingu fyrir því, að Sam- bandsflokkurinn misnoti ekki meirihluta sinn i stjórninni. Forsætisráðherra verður Brian Faulkner, leiðtogi Sam- bandsflokksins. Hann hefur Brian Faulkner forsætisráð- herra, leiðtogi Sambandssinna mánuðum saman átt í harðvít- ugri baráttu um þetta mál við ahdstæðinga stjórnarsamvinn- unnar meðal Sambandssinna. Ú rslitaátökin fóru fram í byrj- un síðustu viku á landsfundi Sambandssinna í Belfast. Þar sigraði stefna Faulkners með aðeins tíu atkvæða mun og það fyrst, eftir að hann hafði hótað að segja af sér ella sem formað- ur flokksins og lofað að setja tiltekin skilyrði fyrir stjórnar- mynduninni. Þau helztu voru, að Sambandssinnar hefðu meirihluta í stjórninni, að Ir- landsráðið, sem stendur til að koma á laggirnar með þátttöku Breta, íra og N-Ira, verði þann- ig skipað, að írsku landshlut- arnir hafi þar jafn marga full- trúa, sömuleiðis að allar ákvarðanir þar verði að sam- þykkja einrómaog undan stofn- un ráðsins fari viðurkenning stjórnar írska lýðveldisins á réttarstöðu N-írlands innan Bretlands. Þriðja skilyrðið var, að ráðherrar SDLP beittu sér gegn þeim aðgerðum kaþólskra landsmanna að neita að greiða húsaleigu og ýmis önnur gjöld og hið fjórða var, að staða n- frsku lögregunnar verði óbreytt. Við þessi skilyrði tókst Faulkner nokkurn veginn að standa. Þar á móti fengu ka- þólskir því framgengt, að sam- steypustjórnin skyldi ekki hefja störf fyrr en búið væri að stofna Irlandsráðið. Hvort Faulkner færírsku stjórninatil að viðurkenna stöðu N-írlands er ekki enn ljóst; ef til vill fæst hún til að viðurkenna núver- andi réttarstöðu með einhverj- um fyrirvara um að hún sé tímabundin, en hæpið er, að kaþólskir láti sér lynda, að horfið verði frá þeirri fram- tíðarsýn, að landshlutarnir sameinist. Kaþólskir menn binda miklar vonir við þetta Irlandsráð. Því er ætlað að fjalla um ýmis mál, sem landshlutunum eru sam- eiginleg og þeir gera sér vonir William Whitelaw, ráðherra N- lrlands á öðrum meiri heiður af myndun stjórnarinnar. um, að það geti smám saman lagt grundvöll að sameiningu. Stefnt er að stofnun ráðsins fyrir jól og því, að samsteypu- stjórnin hefji störf strax eftir áramót. Þangað til að eftir að semja um mörg smærri atriði, sem enn eru óleyst. Sennilega verður sá róður erfiður, því að búast má við, að treglegar gangi að sætta hin andstæðu sjónarmið á borði en í orði. Andspænis hótunum öfgaaflanna og áframhaldandi hryðjuverkum verður þetta enn erfiðara. Margir fyrrver- andi stuðningsmenn þeirra manna, sem standa að sam- steypustjórninni munu vafa- laust líta svo á, að þeir hafi svikið sinn helaga málstað og andstæðingar stjórnarinnar eiga án efa eftir að spila á allar slíkartilfinningar. Ráðherrarnir gera sér heldur engar tálvonir í þessum efnum. Þeir eru því viðbúnir, að hryðjuverkum, morðum og sprengingum verði haldið áfr- am enn um sinn. írska lýð- veldishernum tókst nýlega að ná einum sterkasta manni sín- um úr fangelsi í Dyflinni, Seamus Twomey, sem hefur síðan lýst því yfir, að hryðju- verkasveitir IRA séu reiðubún- ar til atlögu í N-Irlandi á ný, en þar hafa þær haft heldur hægt um sig síðustu mánuði. Lýð- veldismenn segjast ekki hafa barizt blóðugri baráttu árum saman til þess eins að láta stinga upp í sig þessari „brezku dúsu“, eins og einhver þeirra kallaði stjórnarmyndunina. Jafnframt hefur IRA hótað hryðjuverkum gegn brezkum embættismönnum vegna fangelsisdóma yfir IRA-mönn- um, sem töldust hafa átt aðild að sprengingum í London og víðar. Öfgasamtök mótmælenda hafa fyrir sitt leyti heitið því, að gera allt, sem í þeirra valdi stendur, til að grafa undan starfi stjórnarinnar og lýst því yfir, að þau verði reiðubúin til starfa 1. jan. nk. Þykir full ástæða til að óttast, að þau muni standa við heitingar sínar og svara hvers konar hermdar- verkum IRA með fullu ofbeldi. Hin sögulegu stjórnarmynd- un segir því ekkert til um fram- vindu málanna á Norður-Ir- landi. Faulkner hefur sagt, að stjórnin geti orðið hin sterk- asta, sem þar hafi nokkru sinni ríkt, vegna þess, að hún hafi öflugan meirihluta beggja trú- fylkinga þjóðarinnar að baki sér. Aðrir eru ekki eins bjart- sýnir og benda óspart á þau mörgu ljón, sem fyrirsjáanlega verði á vegi hennar. Næstu mánuðir geta orðið rétt eins róstusamir og blóðugir og undanfarin ár, jafnvel ennþá verri. Tilfinningasemin, haftrið og ofstækið er ennþá sterkt afl með þessari hrjáðu þjóð. Spurningin er hvort þeir, sem gæddir eru eiginleikum hóf- semi, raunsæi og skynsemi, bera gæfu til að halda heilum þeim samvinnubpndum, sem nú hafa verið hnýtt og hvort þjóðin í heild veitir þeim þann stuðning, sem til þarf að vinna henni friðvænlega framtið. —mbj. Nýtt félagsheimili vígt á Hofsósi LAUGARDAGINN 14. þ.m. var glæsilegt félagsheimili vígt á Ilofsósi. Hiaut það nafnið Skjöldur og er eign þriggja hreppa auk nokkurra félagasam- taka á Hofsósi og í nágrenninu. Þó að veður væri óhagstætt, mikið frost og snjókoma annað slagið, dreif að fólk, um 400 manns. Komu þarna til fagnaðar hús- bændur frá flestum heimilum á þessu svæði auk margra burt- fluttra. Sáust þarna mörg andlit, sem ekki fara orðið á skemmtanir, enn fögnuðu þarna langþráðum áfanga. Bygging þessi hefirstaðið nokkuð lengi yfir og margar hendur lagt þar hönd á plóg. Hefir það orðið til þess, að bygg- ingin hefir orðið ódýrari en ella, eða um 20 milljónir. Verkfróðir menn hafa sagt mér, að sannvirði hússins mundi vera um 30 milljönir. Það mætti kannski ssegja, að byggingin sé yfirdrifin fyrir fámenn byggðarlög, enn hér er verið að byggja fyrir fram- tíðina. Ilúsið er að hluta þrjár hæðir og gólfflötur allur um 850 fermetrar, aðalhæðin 610 fer- metrar danssalur 145 fermetrar og sena 115 fermetrar. Allri her- berjaskipan og öllum útbúnaði virðist mjög vel fyrir komið. Vígsluafhöfn hófst með þvi, að oddviti Hofshrepps, Jón Guð- mundsson, setti vígsluhófið, en veizlustjóri var. Ilaukur Björnsson, Bæ. Pála Pálsdóttir flutti aðalræðu manns síns, Þorsteins Hjálmarssonar, sem nú liggur í sjúkrahúsi. Fjólmundur Karlsson tilkynnti nafn hússins. Björn Guðnason, sem verið hefir byggingameistarí hússins frá byrjun, lýsti byggingu og gat einnig starfa Gunnars Stefáns- sonar smiðs, sem verið hefir við smiði hússins frá byrjun og manna mest unnið þar að. Um leið og gjaldkeri byggingar- nefndar, Jón Guðmundsson, af- henti húsið til notkunar skýrði hann frá mörgum góðum gjöfum, sem borizt höfðu og las upp heilla- óskaskeyti. Byggingaverkstæðið Hlynur á Sauðárkróki færði heimilinu ræðustól, þar sem Drangey er greypt á framhlið. Auk framantalinna ræðumanna fluttu margir gestir ræður og heillaóskir, þar á meðal sýslu- maður Skagafjarðar og sóknar prestur á Hofsósi. Skemmtiatriði á þessari vígsluatföfn voru sam- söngur söngsveitarinnar Hörpu, sem telur milli 40 og 50 kórfélaga, 1ISM M : M <ý , :• A myndinni sést hluti félagsheimilisins (veitingasalurinn) og hótelbyggingin. Hótel Húsavík fullgert NÚ ER fulllokið smíði Hótel Húsavíkur, en það var opnað til gestainóttöku í sumar, þó að því væri þá ekki að fullu lokið. Hótelið er byggt við félagsheimil- ið, og aðalsamkomusalur þess er jafnframt veitingasalur hótels- ins. Einnig hefur hótelið kaffisal fyrir 60 manns. í hótelinu eru 34 tveggja manna herbergi, 24 þeirra eru með baði, og eru þau öll teppalögð og hinar ágætustu vistarverur. Vegna þess að hótelbyggingin er tengd félags- heimilinu er þar góð fundarað- staða og hótelið vel fallið til ráð stefnuhalds. Ilafa raunar þegar nokkrar ráðstefnur verið haldnar þar. Hótelstjóri er Sigtryggur Albertsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.