Morgunblaðið - 04.12.1973, Page 35

Morgunblaðið - 04.12.1973, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1973 35 ASKORUN UM UPPSOGN HERSTÖÐVARSAMNINGSINS Á SAMKOMU stúdenta i Háskólabíói s.l. laugardag las Margrét Guðnadóttir prófessor eftirfarandi ávarp, sem 60 ein- staklingar höfðu ritað undir: „Við undirrituð lýsum stuðningi við það stefnumark ríkisstjórnarinnar að taka her- stöðvasamninginn frá 1951 til endurskoðunar eða uppsagnar I þvi skyni, að bandaríski herinn fari úr landinu á kjörtímabilinu. Formlegum endurskoðunar- tíma lýkur 25. desember 1973. Liggi þá ekki fyrir samningur um brottflutning hersins, ber að segja samningnum upp einhliða. Við skorum því á ríkisstjórnina að afla sér heimildar til uppsagn- ar herstöðvasamningsins í árs- byrjun 1974, þannig að brottför hersins sé tryggð á kjörtíma- bilinu.“ Undir ávarpið rita: Adda Bára Sigfúsdóttir. AlfreðGíslason, læknir. Andrés Kristjánsson. Atli Heimir Sveinsson. Baldur Oskarsson. Baldur Pálmason. Baldvin Halldórsson. Benedikt Davíðsson. Björn Bjarnason, form. Lands- sambands iðnverkafólks. Björn Bjarnason, rektor. Eðvarð Sigurðsson. Eggert Jóhannesson, varafor- maður S.U.F. Elías Snæland Jónsson. Gestur Jónsson, varaformaður Stúdentaráðs. Gfsli B. Björnsson. Guðmundur Daníelsson. Gunnlaugur Stefánsson. Hafsteinn Þorvaldsson. Halldór Kristjánsson, Kirkjubóli. Hallgrímur Guðmundsson, form. æskulýðsnefndar S.F.V. * Haraldur Ilenrýsson. Helgi Sæmundsson. Herdís Olafsdóttir, form. verka- kvennafélagsins Akranesi. Hermóður Guðmundsson. Hjörleifur Sigurðsson. Hjörtur E. Þórarmsson, Tjörn. Hörður Zophóníasson, yfir- kennari. Inga Birna Jónsdóttir. Ingólfur A. Þorkelsson. Jakob Björnsson, orkumálastjóri, Jakob Jónsson, Dr. theol. Jóhann S. Hannesson, mennta- skólakennari. Jón Ásgeirsson, form. Alþýðu- sambands Norðurlands. Jón Sigurðsson, form. Sjómanna- sambands íslands. Jónas Kristjánsson, forstöðumað- ur Ámastofnunar. Kristinn Kristmundsson, skólameistari. Kristján Ingólfsson. Kristján Thorlacius. Njörður P. Njarðvík. Ölafur Ólafsson, landlæknir. Ólafur Jóhann Sigurðsson. Ólafur Þ. Kristjánsson. Páll A. Pálsson, yfirdýralæknir. Sigurður A. Magnússon. Sigurður Einarsson, form. Alþýðusambands Suðurlands. Sigurður Guðgeirsson. Sigurjón Rist. Sigurvin Einarsson. Snorri Jónsson, forseti ASÍ. Stefán Ögmundsson. Sveinn Skorri Höskuldsson. Tryggvi Gfslason, skólameistari. V aldimar Jóhannsson. Vigdís Finnbogadóttir. Þórbergur Þórðarson. Þorbjörn Guðmundsson, form. Iðnnemasambands Islands. Þorleifur Einarsson. Þorsteinn Ö. Stephensen. Þorvaldur Skúlason. Þorvarður Ömólfsson. Uppbygging Managua í brennidepli San Fransisco, 1. des. — AP ENDURREISN Managua, höf- uðborgar Nicaragua, sem varð fyrir heiftarlegum jarðskjálft- um á Þarláksmessu í fyrra, kann að taka 10 ár og kosta 500 milljónir dollara, að því er Anatasio Somoza hershöfðingi og fyrrverandi forseti landsins skýrði frá á ráðstefnu sérfræð- inga um skjálftann f San Fransisco f gær. Skýrði Somoza frá þvf, að jarðskjálft- inn, sem mældist 6.2 stig á Richter-kvarða, hefði orðið 10.000 manns að fjörtjóni, sært 20.000, og jafnað 1500 íbúðablokkir og 50.000 hús við jörðu. Somoza vísaði á bug sögu- sögnufn um, að hjálparsjóðir hefðu farið í allt aðra hluti en til hjálpar borgarbúum, sem eru um 500.000, og kvað dreif- ingu fjárins hafa verið jafna og réttláta. Allmargir mótmæl- endur söfnuðust saman fyrir utan ráðstefnusalinn í San Fransisco í gær og sökuðu So- moza um að hafa stungið hjálp- arsjóðunum í eigin vasa og látið her sinn fremja fjölda- morð á eigin þegnum. — Kosningar í Danmörku Framhald af bls. 1 kvæði eru talin. Jakobsen hefur háð kosningabaráttu undir víg- orðinu „við lofum engu, en stönd- um við það allt“. Þetta vígorð þykir öðrum stjórnmálamönnum að vonum erfitt við að fást og segja ekki gott að sjá, hvernig byggja megi stjórnarsamvinnu á slíkri stefnu. Þá hefur það vald ið stjórnmálamönnum og stjórn- I málafréttariturum erfiðleikum, að flokksmenn Jakobsens eru yfirleitt. vita reynslulausir I stjórnmálum — og hann sjálfur sá eini, sem reynslu hefur af þing- störfum. Engu að síður gizka sum- ir á, að útkoma kosninganna verði stjórn borgaraflokkanna undir forsæti Hilmars Baunsgaards með stuðningi Jakobsens. — Nýtt hótel Framhald af bls. 12 undir stjórn Áma Ingimundar- sonar frá Akureyri. Söngur þessi tókst með ágætum og voru flest lögin klöppuð upp aftur. Söng- félag þetta er nú á förum til Reykjavikur til að syngja I útvarp og halda söngskemmtun í Austur- bæarbfói. Undir borðum var einnig almennur söngur veizlu- gesta. Allir voru ánægðir með þessa vígsluathöfn, sem vekur vonir um aukna félagsstarfsemi austan Skagaf jarðar. B. J. — Sprengingar Framhald af bls. 1 útgefendur og gefið þeim fyrir- mæli um, hvernig skrifað skyldi í blöðin. Lagt var ríkt á við þá, að ekki mætti gagnrýna nýju stjórn- ina, en fyrrverandi valdamenn mættu fá það ósvikið. Þó var talið ástæðulaust að níða Papadopolos meira en nauðsynlegt væri, aö sögn fréttaritara AP i Aþenu. Út- gáfa Vradyni, sem löngum hefur reynt að hafa uppi gagnrýni á fyrri og núverandi valdamann, mun hafa verið bönnuð, vegna þess að blaðið birti ekki opinbera yfirlýsingu frá stjórnvöldum, en það var þvi skylt að gera, sam- kvæmt herlögum, sem i landinu gilda. I fréttum frá Grikklandi kemur fram að þar una borgarar illa sinum hag og sá feginleiki, sem virtist vakna með fólki, fyrstu dagana eftir fall Papadopoulsar, hefur hjaðnað, eftir að ljóst er að nýja stjórnin mun ^na meiri hörku en sú fyrri og þróunin i átt til lýðræðis virðist gersamlega hafa verið stöðvuð um sinn. Xanthopoulos Palams, fyrr- verandi utanríkisráðherra, ásakaði á sunnudag einstök aðildarríki Atlantshafsbanda- lagsins fyrir, að hafa komið á „köldu stríði" milli Grikklands og annarra NATO-ríkja og þetta hefði i för með sér, að hvorki gríska þjóðin né her hennar ga.Hu haftsama traust á bandalaginu og áður. Þá gaf mjög þekktur griskur hershöfðingi, Nicholas Markar- ezos, út yfirlýsingu i dag, þar sem hann gagnrýndi Papadopoulos mjög harðlega, án þess þó að nefna forsetann fyrrverandi með nafni. Makarezos tók þátt í byltingunni 1967 og var lengstum hægri hönd Papadopoulosar og síðast aðstoðaforsætisráðherra, unz Papadopoulos losaði sig við hann úr stjórnmm, þegar hann ákvað að borgaraleg stjórn skyldi taka við í landinu. Stolið úr báti í Þorlákshöfn BROTIST var inn I bát í Þorláks- höfn aðfararnótt sunnudags og stolið bjór og áfengi, þó ekki miklu magni, sem skipverjar áttu, en báturinn var nýkominn úr söluferð á erlendan markað. Frá ráðstefnu R.K.t. um sjúkraf lutninga. Ráðstefna um sjúkraflutninga FYRIR stuttu efndi Rauði kross íslands til ráðstefnu um sjúkra- flutninga, í samráði við heil- brigðisráðuneytið. Ráðstefnuna sótti 131 manns úr öllum lands- hlutum, fulltrúar þeirra aðila sem yfir sjúkraflutningatækjum ráða, og að auki nokkrir læknar og hjúkrunarkonur. A ráðstefnunni flutti Tryggvi Helgason flugmaður erindi um sjúkraflug. Lagði hann mikla áherzlu á, að aðstaða á flugvöll- um, yrði bætt, að mögulegt yrði að hafa lækni með í sjúkraflug og aðstoð veitt til kaupa á sjúkra- flugvélum með jafnþrýsti útbún- að, sem væri höfuðnauðsyn ef fyllsta öryggis ætti að gæta. Þátttakendur á ráðstefnunni skiptust í umræðuhópa, þar sem tekin voru fyrir til umræðu hin ýmsu vandamál i sámbandi við sjúkraflutninga. Rætt var um hvaða leiðir mætti fara til sam- eiginlegrar úrlausnar i sambandi við innkaup, lækkun tolla á tækj- um og neyðarnúmer i simakerfi landsins. Askorun uni bann við vinveil- ingum í opinberum veizlum UNGDÆMISSTÚKA nr. 1 hélt haustþing sitt sunnudaginn 25. nóvember sl. A þinginu voru gerðar fjölmargar samþykktir um innanfélagsmál og bindindismál almennt. Meðal þeirra sam- þykkta, sem gerðar voru, var áskorun til alþingismanna um að samþykkja þingsályktunartillögu um bann við áfengisveitingum i opinberum veizlum, þakkir til Ríkisútvarpsins fyrir fræðslu- þætti, sero fluttir hafa verið um áfengismál og vakin var athygli á breytingu þeirri, sem fram kemur i skýrslum lögreglunnar í sam- bandi við lokun vínveitingahúsa vegna þjónaverkfallsins enþingið telur þær staðfesta þá skoðun bindindismanna að takmörkun á áfengissölu dragi úr áfengis- neyzlu og því böli, sem hún veldur. SUMARBÚÐIRN- AR VIÐ VEST- MANNSVATN ÆSKULÝÐSSAMBAND kirkj- unnar í Hólastifti gefur út jóla- kort eins og venjulega til stuðn- ing sumarbúðunum við Vest- mannsvatn i Aðaldal. Að þessu sinni er kortið skreytt með lit- mynd úr sumarbúðunum, þar sem tvö börn eru að tendra ljós við krossinn í aðalsal sumarbúðanna. KVIKMVNDATÖKUVÉLAR Reflex 09 zoom Kvikmyndasýningavélar 8 mm. Liósmyndavélar, margar gerðlr. Ljósmyndasýnlngavéiar. Myndskoðarar. Þrlvlddarmyndsiár. Filmur. FOKUS, Lækiargötu 6b. - Sfml 15555.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.