Morgunblaðið - 08.12.1973, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.12.1973, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1973 11 yfirsterkari En hins vegar er ekki nóg að læsa menn inni um einhvern ákveðinn tíma og hleypa þeim síðan út. Það er regin firra. Pelann með, þegar ég fermdist Björgvin Friðsteinsson flögraði um víða veröld þau ár sem hann var í trans. Frelsun hans átti sér stað í Ástralíu, og þaðan kom hann heim til íslands. „Ég bragðaði fyrst vín, þegar ég var 12 ára," segir Björgvin, og eftir það gat ég ekki án dropans verið. Ég hafði til dæmis pelann með mér, þegar ég fermdist. Auðvitað þurfti ekki að spyrja að leikslokum. Ég fór fljótt á „Bísann", gerðist þjófur, var alltaf með lögregluna á hælunum. Svo var það árið 1969, að ég fór til Astralíu, og þar lá ég í bjór- drykkju í tvö og hálft ár. Þarna var ég fullur allan sólarhringinn, og að lokum var ég kominn í götu- ræsið, skítugur og illa á mig kominn. Svo var það þarna, sem ég lá á götunni, að til mín komu piltur og stúlka. Þau spurðu, hvort ég væri upptekinn. Ég kvað nei við. Þá spurðu þau, hvort ég vildi ekki koma með þeim á samkomu Guðbjartur: Jafnvel moldin virt- ist vera öðruvfsi..... Hvitasunnumanna. Eg var víst alveg til í það. Og það var þarna, sem ég frelsaðist. Á einum degi hreinsaði drottinn mig frá öllu illu. Ég bað hann þá um að hjálpa mér heim á leið. Hann gerði það líka, því heim komst ég með norsku skipi.“ Bænin læknaði mig „Það er eins með mig og suma hinna, að ég kynntist starfi Hvita- sunnumanna á erlendri grund,“ sagði Ulfljótur Jónsson, „ég var þá í Sviþjóð, og síðan það var, eru liðin þrjú ár. Eftir mína fyrstu kynningu af söfnuðinum var ég sannfærður um, að þar færi fram merkilegt starf. Þrátt fyrir minn veikleika sótti ég samkomur þeirra í Sviþjóð 1—2 i viku I ein 2 ár. Eftir heimkomuna fyrir 1 ári, byrjaði ég að sækja samkomur Hvítasunnumanna hér, en ekki get ég sagt, að ég hafi frelsast fyrr en i vor. Svo var mál með vexti, að ég var þá mjög heilsulítill og illa á mig kominn. Akvað ég þá að hafa sam- band við Einar Gislason og fá hann til að biðja fyrir mér á bænasamkomu. Það var gert, og upp fra þeirri stundu er ég gjör- breyttur maður og hef öðlast mína trú. Stuttu eftir þetta sótti ég um vinnu og hef nú fast starf hjá Landssimanum." Hélt, að ég yrði ekki maður á ný Guðbjartur Þorleifsson, er giftur og sex barna faðir. Hann segist hafa verið búinn að þvælast víða í mörg ár vegna óreglu og hann leit ekki við sinni iðn, sem er gullsmiði. Hann sá ekkert gott við lífið og hélt, að í lifinu væri ekkert nema böl og aftur böl. „Það var fyrir sjö árum,“ sagði Guðbjartur, „sem ég kom fyrsl á samkomu Hvítasunnumanna, en ekki hafði sú samkoma áhrif á mig, og ég hélt áfram minum drykkjuskap. Aftur fór ég á sam- Georg: Lenti af tilviljun inn á samkomu og læknaðist á auga- bragði....... komu Hvitasunnumanna einu ári seinna, og sama sagan endurtók sig; ég hélt, að þetta væri bara einhver múgsefjun, þó að ég skildi, hvað þetta væri, seinna meir. A þessum tíma var ég langt leiddur í drykkjuskap og skuld- um, og þá fannst mér, að ég gæti ekki gert þetta lif upp hér á jörð- inni. Samt sem áður fannst mér, að ég yrði að snúa við, því ekkert væri framundan nema að fara á „bísann". A þessum árum var ég kommúnisti, en eins og flestir vita þá fylgir trúleysi þeirri hel- trú, sem kommúnismi er. Þorvaldur: Færustu geðlæknar höfðu sagt að ég yrði ofdrykkju- maður alla ævi..... Að lokum varð neyðin það mikil, að ég varð sannfærður um, að ef það væri til guð, þá gæti hann einn bjargað mér. Þvi var það, að ég fór á samkomu, þar sem Willy Hansen prédikaði. Hann sagði þar, að inni í húsinu væri maður, sem þráði nýtt líf, ég vissi að ég átti þessi orð, en ég þorði ekki upp til hans, en hann bað fyrir þessum vesæla manni. Ég fór síðan á næstu samkomu hjá honum og þá gekk ég hiklaust upp. Og þetta kvöld þóknaðist ég guði.“ „Varð einhver breyting á þér þetta kvöld?“ „Þegar ég kom heim, spurði konan mín að því, hvort ég hefði eitthvað breytzt. Og þá fann ég fyrst að ég hafði frelsazt. Ég fann mig eins og nýjan mann, ég varð eins og barn á ný, en það þarf til ef maður á að frelsast. Dagana á eftir var ég nýr maður, ég þoldi vart blótsyrði, jafnvel moldin Björgvin: Kominn f göturæsið f Astralfu..... virtist vera öðruvísi. Upp frá þessari stundu hef ég haft brenn- andi þrá til að segja öðrum frá þessari reynslu minni, og eftir þetta fór ég að vinna á nýjan leik. Að frelsast er eina leiðin til að losna undan Satan.“ Og hér skaut Þorvaldur inn í: „Já, andi Krists er sterkari en vín-andinn. Orðið vínandi, er ekkert rangnefni." Og hann bætti við: „Oft þegar ég var f fangelsi, fann ég vínþefinn, þó svo að ég vissi, að ekkert vín væri í nálægð minni. En þetta veit enginn, nema sá sem reynt hefur.“ „Nú hefur þú Þorvaldur verið í fangelsi yfir jól, hvernig líður föngunum um jólin?“ Það er sérstök liðan, sem gripur fangann strax í desember mánuði. Þá verða flestir rólegir og allir vilja allt fyrir alla gera, þó að í annan tíma fari þeir í hár saman. Aðfangadagur rennur upp, og menn hugsa til æskudaganna og einnig fram á við. Oft á tíðum grípur sérstök tilfinning menn, þegar þeir eru setztir að matar- borðinu á aðfangadagskvöld. Það hefur komið fyrir, að menn hafa skyndilega stokkið upp frá matar- borðinu og heimtað, að þeir yrðu læstir inni. Á þessari stundu vilja menn oft vera einir.“ Nú snýst talið aftur að Sam- hjálp, og það kemur i ljós, að eitt af stefnumálunum er að heim sækja fanga og boða þeim kær- leikann, en þeir fara um hverja helgi að Skólavörðustíg 9 og að Litla Hrauni. Því var ekki úr vegi að spyrja Georg, hvernig gamlir meðfangar hans hefðu tekið honum, fyrst þegar hann kom í fangelsin og boðaði þeim trúna? „Yfirleitt tóku þessir gömlu félagar mínir mér ekki alvarlega, og þeir glottu, þegar þeir sáu mig. Nú er ár liðið, siðan ég heimsótti þá fyrst og viðmótið hefur breytzt mikið. Við f Samhjálp viljum Ulfljótur: Ég frelsaðist f vor, Þegar beðið var fyrir mér....... vinna þessum mönnum vel, það er okkar hugsjón, og þeir vita það nú. Það, sem okkur vantar nú, eru peningar, og þess vegna ætlum við að senda fólki giróseðla í þeirri von, að það láti eitthvað af hendi rakna." ÞO. NÝTT - NÝTT - NÝTT Flauelspils og jakkar. Dömupeysur, stöðugt meira úrval af buxum. Tókum upp í gær mjög fallega tréklossa á dömur. Tízkuur fyrir dömur og herra. Bergstaöastræti 4a Sími 14350

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.