Morgunblaðið - 08.12.1973, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.12.1973, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1973 21 Friðjén Þórðarson: Bætt verði póst- og símaþjónusta Gætu íbúar á Reykjavíkur- svæðinu hringt í u.þ.b. 40 þúsund símanúmer á lægsta gjaldi, en víða úti á landi gæti símanotandi einungis hringt i nokkra tugi númera á lægsta gjaldi. Auk þessa byggju íbúar á Reykja- víkursvæðinu við það hagræði, að flestar opinberar stofnanir væru þar staðsettar, svo og fyrirlæki, sem all.ur þorri landsmánna þyrfti að leita til. Þá hefði einnig yerið kvartað yfir því, að póstsamgöngum væri mjög ábótavant vfða um landið. Bréf og blöð væru lengi á leiðinni og yfirleitt hefði póstþjónustan alls ekki fylgzt með tímanum. Kvaðst Friðjón vilja taka fram, að ekki væri hér um að ræða ádeilu á póst- og símamálastjórn, heldur ylti á fjárveitingavaldinu, hvern- ig færi í þessum málum. Aðlokum sagði þingmaðurinn: „Þetta er mál, að visu kannski ekki stórmál, og þó mikið stórmál í augum margra, sem þarna eiga hlut að máli. Það snertir fjölda landsmanna, þetta er mál þar sem reyna ber til hins ýtrasta að láta alla sitja við sama borð. Hér er um að ræða réttiætismál í anda þeirrar byggðastefnu, sem nú er svo mjög höfðá orði. Tillaga þessi er flutt til þess að hvetja alla aðila, sem hún varðar, til ýtrustu viðleitni og raunhæfra fram- kvæmda í þessum málum." Auk Friðjóns tóku Steinþór Gestsson (S) og Pálmi Jónsson (S) til máls. Lög um 7 milljón dollara lán o.fl. í fyrradag var afgreitt sem lög frá Alþingi frumvarp um lán- tökuheimild vegna framkvæmda- og fjáröflunaráætlunar 1973 og um sérstaka lánt ökuheimi Id vegna hafnarframkvæmda. í með- förum þingsins urðu allmiklar deilur um þessa lagasetningu, þar sem upphaflega frumvarpið, sem lagt var fyrir þingið, hafði ein- ungis inni að halda staðfestingu á bráðabirgðalögum um fvrri lán- tökuheimildina, en á sfðara stigi var að undirlagi fjármálaráð- herra skotið inn í frumvarpið 7 milljón dollara lántökuheimild vegna hafnarframkvæmda á suð- urströndinni. Samningar um þá lántöku höfðu tekizt við Alþjóða- bankann vegna vandamála veiði- flota Vestmannaeyinga, sem upp kom meðan á eldgosinu stóð. Gagnrýndu þingmenn, að ekki skyldi hafa verið flutt sérstakt frumvarp um þaðefni. 1 frumvarpi ríkisstjórnarinnar um þetta efni var gért ráð fyrir, að fé þetta rynni til hafnarfram- kvæmda í Þorlákshöfn, Grindavík og Höfn f Hornafirði. Guðiaugur Gíslason bar fram breytingartil- lögu við þetta, þegar málið var tii 2. umræðu í neðri deild. Lagði Guðlaugur til, að hluti fjárins rynni til hafnarbóta í Vestmanna- eyjum sjálfum. Fjármálaráðherra setti sig upp á móti þessari til- lögu, og sagði, að samningar væru frágengnir við Alþjóðabankann og hætta væri á, að lánið fengist ekki ef við þessu væri hróflað. Náði tillaga Guðlaugs ekki fram aðganga. Þá kom einnig fram á þinginu sú skoðun þingmanna, m.a. Matthíasar Bjarnasonar og Pálma Jónssonar, að þessi háu framlög til hafnanna áSuðurlandi mundu draga úr getu ríkissjóðs til fram- laga til annarra hafna á landinu á næstu árum, þar sem það skilyrði er sett af Alþjóðabankanum, að allveruleg upphæð komi frá ís- lenzka ríkinu á móti láni bankans til Suðurlandshafnanna. í tilefni af þessari gagnrýni lýsti f jármála- ráðherra yfir því, að hann mundi stuðla að meira framlagi til hafna á næsta ári en þvf, sem ráð er fyrir gert f frumvarpinu. Ilér fara á eftir lögin, sem af- greidd voru í gær: Lög um lántökuheimild vegna framkvæmda- og fjáröflunaráætl- unar 1973 og um sérstaka lán- tökuheimild vegna hafnarfram- kvæmda. 1. gr. Ríkisstjórninni er heimilt að taka erlent lán, að fjárhæð allt að l. 400 m.kr. eða jafnvirði þess í erlendri mynt. 2. gr. Af lánsfjárhæðinni skulu 800 m. kr. endurlánaðar Fram- kvæmdasjóði íslands í samræmi við framkvæmdaáætlun, en að öðru leyti skal henni ráðstafað skv. gildandi lagaheimildum. 3. gr. Ríkisstjórninni er einnig heim- ilt að taka 7 milljón dollara lán hjá Alþjóðabankanum til hafnar- framkvæmda í Grindavík, Þor- lákshöfn og Höfn í Hornafirði eft- ir nánari ákvörðun ríkisstjórnar- innar. 4. gr. Lög þessi öðlast gildi þegar í stað. ^oXakttJJiskjeií Magnús E. Baldsln A FUNDI sameinaðs þings sl. þriðjudag mælti Friðjón Þörðar- son (S) fyrir þingsályktunar- tillögu, sem hann flytur ásamt Jóni Arnasyni (S) og Steinþóri Gestssyni (S) um bætta póst- og sfmaþjónustu um byggðir landsins. Tillagan er svohljóð- andi: Alþingi ályktar að skora á rfkis- stjórnina að gera nú þegar ráð- stafanir til að auka og endurbæta þjónustu Pósts og síma úti um byggðir landsins, svo að allir landsmenn geti búið við sem jafn- asta aðstöðu að þessu leyti. Friðjón Þórðarson fjallaði í upphafi ræðu sinnar um þann mun á aðstöðu, sem Reykviking- ar búa við annars vegar og íbúar landsbyggðarinnar hins vegar. MATVÖRUMARKAÐUR VESTURBÆJAR Höfum breytt verzluninni Hagakjör í matvörumarkað. Reynið viðskiptin. Verzlið ódýrt. MATVÖRUMARKAÐUR VESTURRÆJAR Hagamel 67. ÚRVALS JOLA LJOSASERIUR SAMÞYKKTAR AF RAFFANGA- EFTIRLITI RÍKISINS. 7 GERÐIR: 17 EÐA 20 LJÓSA MEÐ EÐA ÁN KLEMMA PERUR MEÐ PERMANENTROFA. EF EIN PERA BILAR, ÞÁ LOGAR HINUM. MJÖG STERK LAKKM EKKI FLAGNAR AF. PERURNAR ÞOLA VEL HINN MIKLA SPENNUMISMUN SEM ER UM JÓLIN. VARAPERUR FYRIR: 12 UÓSASERÍUR 16, 17 OG 18 LJÓSA SERÍUR 20 UÓSASERÍUR. KERTAPERUR í 16 TIL 18 LJÓSA SERÍUR. ATHUGIO GOMLU SERÍUNA TÍMANLEGA FYRIR JÓLIN. HEIMILISTÆKI SF. HAFNARSTRÆTI 3 - SÍMI 20455 sameignegt simanúmer sameiginlegrar farskrárdeildar fyrir millilandaflug islensku flugfélaganna er B FfZ,cf£!£c loftwdir ISLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.