Morgunblaðið - 08.12.1973, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.12.1973, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1973 VlSIT Linur ALA BY Ltið m GGINGA iðast RKOSTN við nó 8 |TT 1 frá 19 visi tö 60. lu.. Gisli Halldorsson borgarfulltrui: 900 stig ■■ — Vísitalabyggingar- — ' p— — kostnaðar hækkaði 600 Ll — z 1 —: ■ ■ ■ ■ -1 — iz; ~~w" - ~~ ■ _ .. — — — — 4 ’ X — — iofnmil-iS’71 ’7Qn„ — = z: Vins tri 81 jórni teku r við 532 —4 fzrrzi ; jainmiKio • i■ • 0 og ———- - — — - - 543 ■ EEEE á 10 árum þar áður ~ — — — :vá . • - ; 300 " — — ... H -■= 200 — ■ i ._ 150 —— — ; . " ■ 1960 — 1961 - 1962- 1963- 1964-1965 -1966 -1967 -1968 -1969 -1970-13'-’1 — 1972- 1973 A FUNDI borgarstjörnar Revkja- víkur á fimmtudaginn flutti Gfsli Halldórsson (S) tillógu frá borgarfulltrúum Sjálfstæðis- flokksins í byggingarmálum. Til- lagan er flutt í sambandi við af- greiðslu fjárhagsáætlunar fvrir árið 1974 og verður ekki afgreidd fyrr en á næsta fundi borgar- sljórnar. í ra-ðu Gísla kom m.a. fram að Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft forustu um gerð langtímaáætlana í byggingarmálum en hins vegar gerði óðaverðbólgustefna núver- andi rfkísstjórnar allar slíkar áætlanir mun erfiðari en verið hefði. Gfsli Halldórsson (S): Sjálf- stæðismenn hafa jafnan stuðlað að þv í. að unnið væri að húsnæðis- málum samkvæmt fvrir fram gerðri áætlun. Nú er síðustu áætl- un að ljúka og flytjum við því tillögu um nýja áætlun i hús- næðismálum. sem er svohljóð- andi: Samþykktir borgárstjórnar 1 bygginga- og lánamálum til hús- næðismáia eru mislangt á veg komnar en til upplýsingar má nefna: Að lokið verður við að byggja 42 fbúðir á vegum F.B. á miðju næsta ári. en þar með er lokið að byggja þær 250 íbúðir á vegum nefndarinnar. sem samið var um. Allar þessar íbúðir eru byggðar til útleigu til efnaminni fj ölskylna. Nú um áramótin verður hafizt handa um byggingu 74 íbúða fynr aldraða við Furugerði, en hönnun þeirra er, a lokastigi. Samþýkkt var að byggja 200 fbúðir samkv. iögúm um verka- mannabústaði f SeljahVerfi. og nú hefur verið ákveðið að fjölga íbúðununi í 308, og verði þær byggðar á næstu tveimur árumi Kfnalitlu fólki hefur verið lán- að úr byggingarsjóði til kaupa á fbúðum, er borgin hefur endur- selt með hagstæðum kjörum, svo og ?elögum, sem eru að bvggja t.d. Öiyrkjabandalaginu og . Sjálfs- björg. í framhaldi af þessum fyrri ákvöfðunum samþykkir borgar- stjórn ; nú eftirfarandi fram- kvæmdir f byggingarmálum: aðhafirln verði undirbúningur nú þegar að '2. áfanga í byggingu verkamannabústaða Verði þar um að ræða 250 fbiiðir byggðar á árunum 1975 og 1976. að undirbúningur verði nú þegar hafinn að b.vggingu 100 leigu- íbúða !af mismúnandi stærð, sem lokið verði við á árinu 1976. y' að á næstá ári verði Hafhin úndir- búningur að byggingu 60 ibúða fyrir aldraða, af svipaðrt gérð og reistar hafa verið við Norð- urbrún. að byggingarsjóður Reykjavíkur- borgar haldi áfram að lána 100—150 þús. kr. lán til kaupa á hagkvæmum íbúðum. eða félagasamtökum til byggingar eigin ibúða. Arlega verði varið kr. 15.000.000,00 til lánastarf- semi. að kannaðir verði möguleikar leiguliða Revkjavíkurborgar á kaupum íbúðaf verkamannabú- stöðum. ef þeir fengju hagstæð lán úr borgarsjóði fyrir hluta af 1. útborgun. sem nú er 20% af kaupverði. Vil ég nú greina nokkuð frá hverjum einstökum lið tillögu þessarar. Eftir að lögin um verkamanna- Þá er gert ráð fyrir að hafinn verði undirbúningur aðbyggingu 100 íbúða, sem verði fyrst og fremst byggðarsem leiguíbúðir. A undanförnum árum hefur borgarstjórn látið reisa um 445 íbúðir, sem leiguíbúðír, og þegar F.B. hefur lokið við þær 42, sem nú eru í smfðum verður þessi tala orðin hart nær 500 leíguíbúðir, kaupa endursöluíbúðir borgar- innar. Þá hefur félögum eins og Sjálfsbjörg og Öryrkjabandalag- inu verið lánað til þess að hraða byggingarframkvæmdum fyrir félagsmenn sína. Síðasti liður tillögunnar felur í sér að borgarstjórn verði heimilt að greiða sérstaklega fyrir þeim, er nú leigja hjá borginni, en vildu Ibúðarhús í Breiðholtshverfi í eign Reykjavfkurborgár bústaði voru samþykkt. gerði stjórn verkamannabústaðanna fljótlega áætlún um byggingu 308 íbúða, sem framkvæmdir áttu að hefjast við að loknum lokaáfanga Framkvæmdanefndar byggingar- áætlunar og verða tilboð í þessa framkvæmd opnuð eftir viku og gert er ráð fy-rir. að framkvæmd- um ljúki í árslok 1975 eða ársbyrj- un 1976. Nú hefur stjórn V.B. óskað eftir að hefja byggingu 250 ibúða f viðþót og er unnið að könnun á lóðamöguleikum fyrir þær. Allar þessar íbúðir fara til efnaminni f jölskyldna og eru þær 1, 2, 3 og 4 hei'bergi að stærð. Ibúðír á fyrstu hæð eru hannaðar þannig, að unnt er að aka hjólastólum beint inn á hæðina. Með þeírri fjárhagsáætlun, sem hénliggur fyrir er það þriðja árið í röð, sem borgarstjórn leggur frant fé til þessara bygginga, en eins og fram hefur komið vilja sjálfstæðismenn styðja og hraða byggingu verkamannabústaða, þar sem sýnt er, að mjög hag- kvæmt er fyrir alla, að ráða við kaup á þessum íbúðum. I fjár- hagsáætluninni er því gert ráð fyrir um 60.0 miII. kr. framlagi til framkvæmda, en það jafngildir tæpum 700.00 kr. á íbúa borgar- innar. sem reistar hafa verið á skömnt- unt tíma. Flestar þessar íbúðir eru byggð- ar til útrýmingar lélegu húsnæði. Með þeim hefur verið bætt úr þörf barnmargra fjölskyldna og annarra, sem erfitt eiga. Leiga íbúðanna er mjög hagstæð og skýrslur sýna. að ungt fólk fær mikið af þessum íbúðum og verð- ur það að teljast heþpilegt að blanda aldursflokkunum saman þveröfugt við það, sem tillögur minnihlutans gera ráð fyrir en þeir vilja láta byggja serstakiega fyrir hvern aldursflokk. Árið 1972 var lokið við byggingu 60 íbúða fyrir aldraða við Norður- brún. Voru það fyrstu íbúðir sinn- ar tegundar og hafa gefið góða raun. Nú er verið að Ijúka hönn- un 75 ibúða víð Furugerði með svipuðu sniði. Og er gert ráð fyrir 52ja milljón króna framlagi til þeirra í fjárhagsáætlun 1974. Og jafnframt er gert ráð fyrir að und- rrbúa næstu samstæðu á því árí en það er í samræmi við samþykkt, borgarstjórnar um að byggja ár- lega 25 slíkar leiguibúðir fyrir aldraða. A undanförnum árum hefur byggingarsjóður lánað einstakl- ingum, sem hafa keypt húsnæði, og hafa þeir gengið fyrir, sem borgarráð hefur gefið kost á að kaupa ibúðir í verkamanna- bústöðum, sem byggðir verða samkvæmt áætlun þar um. Öft hefur verið rætt um, að leigendur væru of lengi í borgar- íbúðum, sökum hagstæðrar leigu. En samkvæmt stefnu okkar vilj- urn viðgera sem flestum kleift að eignást sínar íbúðir. Með þvi að lána þessu fólki t.d. fyrir hálfri útborgun með hagkvæmum kjör- um væri mörgum gert kleift að kaupa þessar íbúðir, enda væri útborgun þá ekki orðin nema 10% af byggingarverði fbúðanná. 1 þessu skyni skrifaði borgarráð nýlega til stjórnar V.B. og fór þess á leit að fá leyfi til að ráð- stafa nokkrum hluta af þeim ibúðum sem stjórnin léti byggja. Var fallist á þessa beiðni borgar- ráðs, enda falla þeir umsækjend- ur undir ramma laganna, sem byggt ersamkvæmt. Þessi tillaga í heild miðar að því, að bæta húsakost borgar- anna, létta undir með þeim sem minna mega sfn, oft um stundar- sakir, og gefa sem flestum kost á að eignast sínar eigin íbúðir. Á þann hátt hefur það lánast að gera flestum kleift að leysa sín húsnæðismál til frambúðar sem er takmark okkar sjálfstæðis- manna. Framkvæmdir borgarinnar í byggingarmálum hafa borið mjög góðan árangur, og vil ég minna á það, að á undanförnum árum hafa verið rifnar um 900 lélegar íbúðir og nýjar byggðar í staðinn. Með núverandi verðlagi kostar þessi fjöldi fbúða röska 2,3 milljarða króna. Á því sjá allir að hér er urn mikið átak að ræða hjá ekki stærri borg en Reykjavík er. Tillagan, sem ég hefi nú lýst fjallar um byggingu tæplega 700 íbuða, auk annarrar fyrirgreiðslu byggjenda og kaupenda. Gert er ráð fvrir að allar þessar íbúðir verði byggðar á næstu 3—4 árum. Miðað við verðlag í dag, mundu þær kosta um 1,6 milljarð króna, og má því sjá að hér er um mjög umfangsmikla áætlun að ræða, sem búið er að leggja grundvöll að með frumvárþi að fjárhags- áætlun er hér er til fyrri umræðu fyrir árið 1974. En það verður að segja, þegar unnið er að svo viða mikilli áætl- un, sem framkvænta skal á nokkr- um árum, að hin risavaxna verð- bólga, sem hér hefur rfkt og ríkir enn er mikið áhyggjuefni allra, sem eiga að standa að fram- kvæmdum og tryggja fjármögnun framkvæmdanna. Það er eins og sú stjórn, sem setið hefur að völdum i 2'í ár, geri sér ekki grein fyrir þeirri óðaVerðbólgu, sém er að eyði- leggja allar langtíma áætlanir á sviði framkvæmda. Það er sama hvað stjórnin hefur gert, allt hef- ur orðið til þess að magna dýrtíð og gera peninga verðlausa, sem eru þó og verða undii-staðan að vaxandi framkvæmdum. Þegar þessi stjórn tók við var byggingarvfsitalan 532 stig og hafði hækkað um 382 stig á ÍOH ári í tfð viðreisnarstjórnar, sem jafngildir um 36 stigum á ári. Nú er vísitalan orðin 913 stig eftir að vinstristjórn hefur setið í aðeins2'/2 ár, og hefurþví hækkað ujn 381 stig á þessum stutta tíma. En það er jafn mikið og áður á ÍO'Ó ári. Þetta gerir það að verkum, að árið 1971 kostaði að byggja hér meðalfbúð um 1.V40. þús. krónur, en með verðlagi í dag kostar að byggja hana um 3,0 millj. krónur. Og hvað kostar svo að byggja þá i’búð, sem byrjað verður á í dag, ef sú spá eins stjórnarþingmanns á ef.tir að rætast, að framundan sé „risavaxin vfxlhækkun kaup- gjalds og verðlags". Nei hér þarf að taka til hendi og sporna við þeirri óheillaþróun, sem hér ríkir. Vinstri öflin hér í borgarstjórn ættu því af fullri alvöru að beita sér gegn þeim vanda, sem steðjar nú að i stáð þess að flytja hér sýndartillögur, sem flestar er búið að undirbyggja á raunhæfan hátt og koma fram f frumvarpi að fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 1974 og greinargerð, sem henni fylgir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.