Morgunblaðið - 08.12.1973, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.12.1973, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1973 31 Dr. Gunnlaugur Þórðarson: Hefur utanríkisráðherra rækt starf sitt sem skyldi? UM ÞÆR mundir, sem fiskveiði- iandhelgi tslands var færð út f 50 sjómílur, síðsumars 1971, átti undirritaður viðræður við Hanni- bal Valdimarsson, þáverandi ráð- herra, sem alla tfð hefur verið forustumaður i landhelgismálinu og hreyfði fyrstur á Alþingi hug- myndinni um 50 sjómílna fisk- veiðilandhelgi. Snerust viðræður okkar um mikilvægi þess, að þegar í stað yrði unnið að þvf að afla viðurkenningar sem flestra rfkja á 50 sjómílna landhelgi tslands. Ráðherrann sagði þá, að hann hefði einmitt hugleitt mikil- vægi þessa og að hann hygðist bera fram í rikisstjórninni tillðgu i þá átt, að sérstökum sendimanni yrði falið þetta þýðingarmikla starf. Þá væri mikil von til árang- urs, og ekki mætti neitt þar til spara, því að viðurkenning ann- arra ríkja á útfærslunni væri höfuðatriði. Nokkru síðar innti ég ráðherr- ann eftir framvindu málsins, og tjáði hann mér, að utanríkisráð- herra hefði talið, að þetta ætti að vera f höndum utanrikisráðu- neytisins, og væri ekki ástæða til að skipa sérstakan mann til þessa starfs, a.m.k. ekki að svo stöddu, enda kom það fram í viðtölum við utanríkisráðherra í fjölmiðlum í september það ár, að lögð yrði sérstök áherzla á þessa hlið máls- ins. Utanrikisráðherra taldi þá, að k.vnning á málstað íslands til að afla viðurkenningar á aðgerðum okkar væri eitt aðalverkefna utanríkisráðuneytisins. Mikil- vægi kynningarinnar gæti ekki dulizt neinum, sem um þessi mál hugsaði, og því síður það, að svo mikilvæg sem kynning á málstað okkar væri, þá væri lagaleg viður- kenning á réttmæti aðgerða okkar þyngst á metunum. breytt stefna1 landhelgismalinu Tilefni framangreindrar frásagnar eru þau orð, sem utan- rfkisráðherra lét falla á Alþingi 25. nóv. varðandi fyrirspurn Jóns Armanns Héðinssonar alþm. um viðurkenningu annarra rfkja á 50 •sjómflna fiskveiðilandhelgi tslands. Lftilsvirðing utanríkisráðherra á spurningum alþingismannsins getur ekki dulizt neinum. sem les umræður þessar í alþingistíðind- um. Þvf til viðbótar er og það. að utanrfkisráðherra sveik það lof- orð sitt gefið á þingi að senda gögn um málið til fyrírspyrjand- ans, og áréttaði það enn lítilsvirð- inguna. 1 því fólst greinilega þessi hugsun: Hvað er maðurinn að blanda sér í málið? Slik vanvirða í garð alþingis- manns og þar með Alþingis er ámælisverð, en hálfu verra er þó Það, að utanríkisráðherra skyldi ekki ómaka sig til að athuga, hvaða þjóðir hafa viðurkennt 50 sjómílna landhelgina lagalega. Þótt hann gæti ekki lagt slikt á minnið, þá var hægur vandi að hafa það á takteinum með aðstoð undirmanna sinna. Ekki er það mál svo flókið, að til þess þyrfti sérstaka rannsókn, aðeins að bréfabókari kunni sitt fag og að til hans sé leitað. Nærri hálfur mánuður hefði átt á duga til að uPPlýsa málið. 1 grein minni hér i blaðinu 4. okt. 1972 var upplýst, skv. þeim heimildum, sem þá voru fyrir hendi um þessi efni, að „de jure“ (lagaleg) viðurkenning hefði bor- 'zt frá Equador og Perú; siðar bættist Chile við. Enn fremur, að rfkisstjórnir Finnlands og Kina hefðu lýst yfir, að þær viður- kenndu 50 sjómilna fiskveiðiland- helgina, en þó þyrfti að mínum ttómi að fá þær yfirlýsingar skjal- festar. Þetta er þá allt og sumt, Sem upplýsa þurfti. Utanríkisráðherra tók fram í svari sínu, að hann hefði gert ráðstafanir til að fá upplýsingar um, hverjir hefðu raunverulega viðurkennt útfærslu lagalega, „og vonandi yrði ekki mjög langt að bíða þeirrar skrár, sem yrði fróð- leg.“ Fórust honum þá m.a. svo orð: „ég hef gert ráðstafanir til að fá upplýsingar um það, hverjir raunverulega hafi viðurkennt út- færsluna lagalega, yfir þau rfki liggi fyrir skrá og vonandi verður ekki mjög langt að biða hennar.“ (Alþt. 3. hefti 1973, bls. 171.). 1 sömu ræðu sagði ráðherrann, að öll önnur ríki en Bretar og V-Þjóðverjar hefðu viðurkennt útfærsluna, sem ekki er rétt, því það er sitthvað að viðurkenna og að láta einhverju ómótmælt, þannig hafa t.d. Sovétrfkin lýst þvf yfir, að þau neiti að viður- kenna viðáttumeiri landhelgi en 12 sjómílur og talar það sinu máli. LÉLEGT starf utan- RlKISRAÐUNEYTISINS Þeirri hugsun verður ekki varizt, að ráðherra hafi verið illa undir það búinn að svara einföld- um spurningum alþingismanns. Er það undarlegt, sem og það, hversu starf utanríkisráðuneytis- ins hefur verið lélegt í þvf efni að afla viðurkenningar á útfærsl- unni i 50 sjómilur, því að ekki hefur fengizt viðurkenning eins einasta rfkis á 50 sjómilunum á þessu ári. t skrifum minum undanfarin ár hefur verið bent á nauðsyn þess að afla slíkrar viðurkenningar annarra ríkja, ekki sízt með hlið- sjón af rekstri landhelgismálsins fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag. Setti ég þessi sjónarmið þegar fram, er útfærslan í 50 sjómílur kom til framkvæmda og ítrekaði, þegar ljóst var, að Bretar myndu skjóta landhelgismálinu til Haag. Benti ég á. að ef við gætum aflað viðurkenningar á 50 sjómilna landhelginni frá t.d. 2/3 hluta þjóða heims. hlyti málið að vinnast, burt séð frá öðrum rök- um og málsástæðum okkar. Slík viðurkenningaöflun hefði hlotið að verða mjög auðveld miðað við þróun mála. Þá hefi ég og áður vakið athygli á þvf, að svo virðist sem ekki séu allir stjórnmálaflokkarnir jafn ánægðir með það, að við ynnum landhelgisdeilumálið fyrir AI- þjóðadómstólnum. Svör utanrikis- ráðherra við spurningum Jóns Armanns Héðinssonar alþm. taka af allan vafa um það efni, og má ætla, að Framsóknarflokkurinn í heild kjósi ekki, að landhelgis- málið vinnist á löglegan og sið- menntaðan hátt. Er því auðsætt. að lítill sem enginn hugur hefur fylgt því starfi utanríkisráðune.vt- isins, sem tekur til að afla viður- kenningar annarra Þjóða á út- færslunni i 50 sjómílur og að vanda málatilbúnað okkar. Hefði tfminn verið notaður vel, . hefði nú mátt vera búið að afla viðurkenn- ingár frá flestum ef ekki öllum þjóðum Afríku og Suður- Ameríku, auk margra þjóða í Evrópu og Asíu. Sá möguleiki firrist nú hins vegar ciðum vegna sinnuleysis utanríkisráðuneyt- isins. Hefur utanrfkisráðherra þvf rækt starf sitt sem skyldi? Það er eitt að kunna að haga orðum sinum faglega f fjölmiðlum og annað að rækja starf sitt sem skyldi. Sve sem kunnugt er, á ríkis- stjórn tslands að skila greinar- gerð og gögnum varðandi útfærsl- una i 50 sjómílur til Alþjóðadóm- stólsins fyrir 15. jan. n.k. KUVENDING Hitt er þó ef til vill ótrúlegra til afspurnar, að nú hefur utanrikis- ráðuneytið breytt um stefnu i landhelgismálinu. Sérstaða okkar í því efni, er tekur til sjávarút- vegs og lífsafkomu, efnahagsleg rök, landfræðileg og söguleg, virðast nú ekki skipta neinu máli lengur, eftir því sem utanríkisráð- herra upplýsti í umræddum um- ræðum á Alþingi, því hann segir orðrétt: „Að svo stöddu er ekki óskað eftir formlegri viðurkenn- ingu einstakra rfkja, vegna þess að við vinnum að viðurkenningu á almennum rétti strandrfkja til útfærslu, en ekki viðurkenningu á grundvelli sérstöðu tslands sér- staklega.“ (Alþt. 1973, 3. hefti, 171). Sem sagt, allri okkar gömlu bar- áttu er kastað í ruslakörfuna og ekki óskað viðurkenningar ann- arra ríkja á 50 sjómilna fiskveiði- landhelginni. Umrædd stefnubreyting f land- helgismálinu mun vera að veru- legu leyti reist á þeirri von, að þegar í byrjun væntanlegrar haf- réttarráðstefnu, á sumri kom- anda, muni fást samþykkt yfirlýs- ing varðandi auðlindalandhelgi að 200 sjómflum. Hitt er talið jafn líklegt, að þótt slík samþykkt yrði gerð, þá muni hún ekki ná þeim meirihluta, sem tilskilinn er til þess, að verða alþjóðalög. Þá væri Iftið hald f því, að hafa grundvall- að stefnu okkar á þeirri von, (ef hún bregzt) og 50 sjómílna út- færslan yrði þá það haldreipi, sem við hefðum átt að treysta á, en hatd þess yrði þá miklu minna en skyldi vegna sinnuleysis utan- ríkisráðuneytisins. Hitt má vera öllum fullljóst. að það væri mun auðveldara að fá viðurkenningu flestra þjóða heims á 50 sjómílna landhelginni af margvíslegum ástæðum. sem ekki skulu endur- teknar hér heldur en að fá þjóðir heims til að sameinast um 200 sjómílna auðlindalandhelgi, og sú hugmynd getur á engan hátt af- sakað aðgerðaleysi utanríkisráðu- neytisins i landhelgismátum að þessu leyti né áhugaleysi utan- ríkisráðherrans. Mér þykir ótrúlegt. að ég sé einn um þá skoðun, að utanrikis- ráðuneytið hafi hrapallega brugðizt skyldum sinum i þessu efni og þótt ríkisstjórnin af póli- tiskum ástæðum vilji óvirða mál- stað tslands með því að halda hvorki uppi sókn né vörn fyrir Alþjóðadómstólnum eða ieggja þar fram sæmilega unnin gögn. þá telji íslenzka þjóðin rétt og skylt að aflað sé allra þeirra gagna, sem gætu stutt að sigri Islendinga í Haag. Enda þótt ríkisstjórnin hunzi Alþjóðadóm- stólinn, þá munu allir heilbrigt hugsandi menn engu siður vilja sigur okkar á þeim vettvangi, sé þess kostur, en þvi fer fjarri, að stuðlað sé að slíkri niðurstöðu á neinn viðunandi hátt. Þvf hefur heyrzt fleygt, að eftir þvi hljóti að hafa verið leitað af okkar hálfu, að umræddum mála- rekstri yrði hætt, þegar forsætis- ráðherra fórtil London. Ekkert liggur fyrir um þetta efni nú, en ómögulegt er að vita. hvað fram hefur farið leynilega og hvað íhaldsmaðurinn Heath vildi gera fyrir kollega sinn. Tækist forsætisráherra að fá þessu framgengt. þá væri það tvf- mælalaust fyrst og fremst vegna þess, að hann veit. að á þann hátt einan myndi hann geta firrt utan- ríkisráðherra þeirri hneisu að verða ber að því fyrir Alþjóða- dómstólnum og alþjóð. að hafa ekki sýnt málstað tslands i land- helgismátinu þá alvöru og ein- drægni, sem hlýtur að vera krafa íslenzku þjóðarinnar. Hitt er von að meiri, að utan- ríkisráðherra spyrni nú við fæti og reyni að losa sjálfan sig og starfsmenn sfna úr þeirri deyfð, sem hvað bezt lýsir sér í þeirri fyrirlitningu fyrir æðstu stofnun þjóðarinnar og sumum fremstu vinaþjóðum okkar, að mæta Al- þingi óundirbúinn til að svara og muna ekki, hverjir, öðrurn þjóð- um fremur, hafa sýnt íslenzku þjc'cðinni skilning og velvilja með þvf að viðurkenna útfærslu land- helginnar í 50 sjómilur. Hér að framan hefur verið sýnt fram á, að utanrikisráðherra hef- ur ekki rækt suma veigamestu þætti utanríkismála sem skvldi og skal ekki frekari orðum eytt að þvi, a.m.k. að svo stöddu, né öðrum þáttum utanrfkismála, sem hafa einkennzt af hinni alkunnu tviræðu framkomu ráðherrans. Utanrfkisráðherra mun almennt talinn góðmenni og er það skoðun min. að sú vanræksla. sem hér er bent á að framan og skjalfest hefur verið og varð- veitist um alla framtið f Alþingis- tfðindum. stafi ekki af einskærum óheilindum hans í málinu. heldur af skorti á skarpskyggni og áhuga eða vanmati hans og þá jafnvel ekki siður undirmanna hans eða ráðgjafa. Hér kann að þykja fast að orði kveðið, en slík framkoma, sem utanríkisráðherra og forsætisráð- herra öðrum fremur. hafa gerzt berir að í landhelgismálinu og í afstöðunni til Alþjóðadómstóls- ins, hlýtur að verka blöskrunar- lega á alla þá, sem nokkra þekk- íngu hafa á þessum málum. Sú spurning hlýtur að vakna, til hvers verið er að kenna þjóðarétt í Háskóla ís- lands. Það er kaldhæðnislegt að hugsa til þess, að þjcVða- réttur var kennslugrein for- sætisráherrans t lagadeild há- skólans. áður en núverandi ríkis- stjórn var mynduð. Þá hlýt- ur hann að hafa kennt, að rikjum beri að virða þjóða- rétt þ.e. alþjóðalög og að treysta Alþjóðadómstölnum, eins og hann hélt fram á Alþingi fyr- ir um 13 árum. Það er undar- legt að hugsa til þess, pólitfkin getur ruglað dómgreind og sið- ferðiskennd ntanna. Tónleikar Akranesi 7. desember. TÖNLISTARFÉLAG Akraness starfar af miklum krafti i haust. SinfcVníuhljómsveit tslands var hér nýlega á þess vegum með ágætis hljómleika. og voru þeir vel sóttir. Þá lét Guðmunda Eliasdóttir söngnámskeið hér. Og nú kemur Gísli Magnússon. pianóleikari og heldur hér tónleika á vegum Tón- listarf élagsins i Bíóhöllinni. Verða þeir sunnudaginn 9. des- ember n.k. og hefjast kl. 17. A efnisskránni verða verk eftir Moz- art, Chopin, Schumann og Straw- insky. Þetta eru þriðju tónleikar Gísla á þessu hausti. Aður hefur hann leikið hjá Tónlistarfélagi Reykja- vfkur og i Stykkishólmi. Júlfus. „ Varðeldasögur” Tryggva Þorsteinssonar komnar út VARÐELDA SÖGUR. Tryggvi Þorsteinsson Akureyri. 12 siigur á 128 siðum. V arðelda sögurnar hans Tryggva, er ein af beztu bók- unum. sem út hafa kotnið í þess- ari lotu. að mfnum dómi. Sögurnar eru jafnt fyrir unga og gamla. heillandi og uppbvggj- andi, jafnt fytir skáta og ekki skáta. Þc') að Tryggvi Þorsteinsson hafi um árabil starfað i röðum skáta, þá er hann jafnframt lands- þekktur fjalla- og ferðagarpur og kann því frá mörgu að segja og gerir það á sinn létta og skemmti- lega hátt, svo að ævintýrin loga á hverri síðu. Það er hollt og mannbætandi að lesa Varðeldasögur, því að hvergi skapast eins mikill samhugur og góðvild og kringutn varðeldinn að lokinni dagsins önn. Hver sá, sem hefur átt þvi láni að fagna að k.vnnast Trvggva per- scVnuIega. veit hér utn btl. hvað á síðununt er. þvf að houum er eink- Kápumynd af Varðeldasögum. ar lagið að glæða hvert smáatriði nýju lífi og fjöri og beita sfnum orðsins brandi til að höggva burt allt, sení er fúið og rotið á ein- hvern hátt. Eg segi þetta ekki vegna þess, að við Tryggvi höfuin átt uiu ára- bil samleið á vegum skátanna. heldur vegna þess. að ég vissi — og hef nú sannfærzt um. að Varð- eldasögur er góð bók. sem verður jafnt ungum sern gömlum til gleði og hollra leiðlxúninga. Svona sögur eiga heiina í barnatimum sjónvarps og útvarps. frekar en margt annað. Kynnizt bókinni af eigin raun. það borgar sig. Helgi S.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.