Morgunblaðið - 08.12.1973, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.12.1973, Blaðsíða 44
Finnskur kristall frá i«:aia /T\ hls(;a(;navf,r/i,iin KRISTJÁNS SH.LFIRSSONAR HF l,;nn)iivi-(|i IH Knykjiivik simi 2.r»»71) TÆNGIRf SlMAR: 26060 OG 26066 ÁÆTLUNARSTAÐIR AKRANES. FLATEYRI. HÓLMAVÍK. GJOGUR, STYKKISHÓLMUR. RIF. SIGLUFJÖRÐUR. BLÓNDUÓS, HVAMMSTANGI. LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1973 r Alskipin vilja fá olíu OLlUKREPPAN í heiminum seg- ir nú víða til sfn, og nú síðast hefur hún komið inn á starfsemi álverksmiðjunnar í Straumsvík. Sem kunnugt er kaupir álverk- smiðjan hluta af sínu hráefni frá Ástralíu og eru það flutt hingað til lands með erlendum skipum. Forráðam enn ál verksm i ðju nn- Bensín og olía hækkar BENSÍN og olíuvörur munu hækka í dag. Bensín hækkar í 26 krónur lftrinn úr 23 krónur, gas- olía úr 5,80 kr. lítrinn f 7,70 og svartolía fer í kr. 4.300 tonnið úr 3.385 kr. Þessar hækkanir eru hluti af þeim geysilegu verðha-kk unum, sem fyrirsjáanlegar eru á næstunni. hér ar hafa nú komizt að raun um, að erlend skipafólög eru ófáanleg til þessara flutninga, nema þeim sé tryggð hér olía til að komast á milli hafna. Að sögn Ragnars Halldórssonar hjá íslenzka álfélaginu varðlSAL að leita til viðskiptaráðuneytisins um slika fyrirgreiðslu handa þeim skipum, er fiytja fyrir það þetta hráefni, ellegar hefði verk- smiðjan ekkert hráefni fengið. Varð það úr, að viðskiptaráðu- neytið ákvað að verða við þessari beiðni að einhverju leyti, þannig að tveimur næstu hráefnissend- ingum er óhætt. Atti fyrra skípið að koma í næstu viku, en hitt í janúar. Yfirleitt koma um 6 — 8 skip á ári til álverksmiðjunnar með hráefni frá Ástraliu. Yfir- leitt hafa þessi skip tekið sáralitla olíu hér á landi. Nýja skemman í Fossvoginum þar sem jólatrésalan I ar fer fram. (Ljósm. Ól. K. M.) SUtnað upp úr samstarfi SÍSog SH um loðnusölu Axel Axelsson fær óblfðar mót- tökur í leik í 1. deildinni. FULLTRÚAR helztu sölusam- taka sjávarútvegsins hafa að undanförnu verið í Japan til við- neðna þar um siilu á frystri loðnu, og um þessar mundir er verið að ganga frá endanlegum samningum. Ymsar hlikur munu þó á lofti varðandi útflutninginn til Japans, samkvæmt uppiýsing- um er Morgunblaðið hefur aflað sér, og hafa sölumöguleikar ekki reynzt eins góðir og vonir stóðu til f upphafi. Helzta ástæðan fyrirþeirri sölu- tregðu sem orðið hefur vart í Jap- an, er mikill útflutningur Sovét- ríkjanna á loðnu á þennan mark- að. Eins hafa orðið gffurlegar hækkanir á farmflutningum, vegna olíukreppunnar í heimin- um og þaðgert alla samningagerð erfiðari. Ifafa japanskir kaupend- ur á loðnu jafnvel farið fram á það við hina íslenzku söluaðila, að þeir útvegi þeim olíu hér á þau skip, sem annast flutninga á frystu loðnunni héðan og til Japans. Þá verður nú ekki annað sé en slitnað hafi upp úr því samstarfi sem verið hefur með sjávar- afurðadeild SÍS og Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna á frystri loðnu til Japans. Undanfarin ár hafa báðir þessir aðilar skipt við sama kaupandann þar í landi en eftir því sem Morgunblaðið' hefur fregnað mun nú SH sitja eitt að þessum kaupendum á næstu loðnuvertíð. Það var hins vegar MIKILL samdráttur hefur orðið á útflutningi ullar- og prjónavara til Bandaríkjanna á þessu ári miðað við árið f fyrra. Samkvæmt tölum í síðasta hefti Hagtíðinda má sjá, að þessi samdráttur er orðinn um 55 milljónir króna miðað viðoktóbermánuð. sjávarafurðadeild SÍS, sem opn- aði þennan markað á sfnumtíma og bauð síðan SIi þátttöku í hon- um. Fulltrúar SÍS í Japan hafa því orðið að leita fvrir sér um nýjan viðskiptaaðila, og veit Morgunblaðið til þess, að þeir hafa m.a. rætt við fulltrúa stórfyr- irtækisins Mitsubishi um hugsan- leg viðskipti. Þetta fyrirtæki hef- ur fram til þessa keypt af Is- lenzkri umboðssölunni, og liggur þegar um kaup á 10 þúsund þeirra um kaup á 10 þúsund tonn- um af frystri loðnu næstu ár. yfir öánægju með þetta sölukerfi og vill hafa þann háttinn á, að skipt verði beint héðan við þessa stóru aðila, en að fyrirtækið Ice- landic-Import annis)ýmsa minni aðila í Bandaríkjunum, sem hug hafa á kaupum héðan á þessum varningi. Jólatré hækka um 50% LANDGRÆÐSLUSJÖÐUR hefur fengið nýja skemmu undir starfsemi sína, sem stendur. við Reykjanesbraut rétt fyrir neðan Fossvogs- kirkjugarð. Þar mun öll sala á jólatrjám fara fram nú fyr- ir jólin, að sögn Kristins Skæringssonar. Hann kvað þetta rúmgott húsnæði eða alls um 200 fermetra og verða því öll trén seld innan- húss. Stefnt er að því, að jólatré- salan hefjist í einhverjum mæli í dag. Alls munu milli 10 og 20 þús. jólatré verða flutt tíl landsins á vegum Landgræðslusjóðs fyrir þessi jól, og eru þau öll keypt frá Heiðafélaginu i Danmörku. Fyrst og fremst eru tvær tegundir jólatrjáa á boðstólum nú — rauðgreni og norðmannsgreni, en auk þess takmarkað magn af broddgreni. Að sögn Kristins verða jólatrén í ár 50% dýrari en um jólin í fyrra og stafar sú hækkun fyrst og fremst af verðhækkunum erlendis, en þar hefur allur viður hækk- að um 40% á árinu. Axel fær tilboð frá Þýzkalandi Ullar- og prjónavörur: Um 55 millj. kr. sam- dráttur í útflutn- ingi til Bandarikjanna AXEL Axelsson, einn af sterkustu leikmönnum íslenzka landsliðsins í handknattleik, hefur nú ffengið tilboð frá v- þýzka félaginu SC Dietzenbach um að gerast leikmaður hjá félaginu. Axel hefur tekið þessu tilboði vel, og ef að líkum lætur, mun hann halda utan na-sta sumar. Morgunblaðið ræddi við Axel f gær, og sagði hann, að sig langaði mjög mikið að reyna þetta. tækifæri sem þetta gæfist <*kki aftur. Auk þess aðiðka handknattleik mun Axel geta stundað nám eða létta vínnu. — Þetta yrði ný reynsla fyrir mig, sagði Axel, og ef ég dríf mig ekki utan næsta sumar, verður það aldrei. Eftir að ég ræddi við Geir Hall- steinsson, er hann var hér á dögunum, jókst áhugi minn enn meira, svo vel lét Geir af dvöl sinni f Þýzkalandi. Það er í gegnum íslenzkan ríkisborgara, búsettan f Þýzka- landi, að Axel fær þetta tilboð, sá heitir Dieter Werhner og er kvæntur íslenzkri konu. SG Ditzenbach á í nokkrum erfið- leíkum um þessar mundir og hefur ekki gengið vel, eftir að liðið missti þrjá af sínum sterk- ustu leikmönnum. Næsta skref í þessu máli er það, að forráða- menn liðsins munu koma hing- að og ræða við Axel eða að hann fari til Þýzkalands. Geir Ilall- steinsson leikur sem kunnugt er með liðinu FA Göppingen og leikur Dietzenbach í sama riðli, en liðið er fá borg rétt við Frankfurt. Utflutningurinn á ullar- og prjónavörum í fyrra frá janú- ar—oktöber nam samtals 94,1 milljón króna, en er á sama tíma- bi li nú orðinn 37 mi lljónir króna. Megin skýringin á þessum sam- drætti er sú, að sölukerfi Álafoss er byggt nær eingöngu á viðskipt- um við stóra aðila eins og Ámer- ican Express, en samningar við þá virðast hafa brugðist í ár. Utflutn- ngsmiðstöð iðnaðarins hefur lýst 16 DAGAR TIL JÓLA •• Okumaður fest- ist undir Akureyri, 7. desember. LANDROVERBÍLL, sem var á leið frá Reykjavík til Akureyrar lenti út af veginum hjá Krossa- stöðum á Þelamörk kl. 3.30 f nótt, rann utan vegar um 60 metra vegalengd og steypti þar stömp- um. Ökumaður, sem er 26 ára, var einn í bílnum, lenti undir honum og skorðaðist þar með höfuð «g herðar. Hávaðinn frá veltunni heyrðist heim að Krossastöðum, og þaðan var lögreglunni á Akur- eyri gert viðvart gegnum sfmann. bílnum Lögreglumenn voru komnir á staðinn um 20 mínútum síðar, og þá náðu þeir ökumanninum und- an bílbrakinu, mikið slösuðum. Hann hafði m.a. hlotið mikinn höfuðáverka. Hann hafði verið á skyrtunni við akstur og lá þannig búinn í snjónum í 10—12 stiga frosti meðan hann beið hjálpar. Hann var þegar fluttur f sjúkra- hús og lagður þar inn. Bíllinn er allur mölbrotinn, og er sennilega ónýtur. — Sv.P.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.