Morgunblaðið - 08.12.1973, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.12.1973, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1973 Breytt fyrir- komulag nú — Nemendurnir fyrsta árið urðu alls 25 en flestir voru þeir 20 í einu. Þeir gátu þá skrifað sig á eitt eða fleirinámskeiðeftir því, sem þeir vildu en langflestir voru vetrarlangt. Við ákváðum svo að breyta fyrirkomulaginu og hafa þetta heilan vetur. — Nú eru hér 27 nemendur í húsnæði, sem ætlað er fyrir 24 en þeir kvarta ekki frekar en fyrir- rennarar þeirra heldur laga sig eftir aðstæðutn. Það er alrangt, að ungt fólk þurfi að fá allt full- komið upp í hendurnai'. Af þessum 27 eru tveir erlendir nemendur. Annar þeirra er reyndar náfrændi okkar, piltur frá Færeyjum og svo er stúlka frá Bandaríkjunum. Við búumst við Skálholt, séð frá veginum. Skólahúsin falla vel að kirkjubyggingunni. i i‘j / 'lti á G b 1/ih'J Ja i J í‘„* J < lí>4 .< ■< *-/)« \i It{ i) IDOliJO Vngsta pæjan á staðnum fær sér stundum snuð: Arnþrúður Heimisdóttir. • Hl. t f', t lillll fdklill l/l uuii a au Sveinn komst naumlega fyrir f kirkjuturninum þegar hann ték þessa mynd af skólahúsinu. Lýðháskólinn ÞETTA var einn af þessum fáu ferðadögum, sem I frásögn eru færðir, sem ekki rann upp bjart- ur og fagur. Satt að segja var veðrið þannig, að ef Velvakandi vrði ekki kæfður f bréfum fvrir að ég levfði mér að segja að það hefði veriðdrulludagur, þá er það nákvæmlega það, sem ég hefði sagt. Bflaleigufólksvagninn okkar (það höfðu verið gerðar 3 árangurslausar tilraunir til að senda okkur með rútu) hoppaði, hentist og skoppaði eftir því, sem Austanfellingar af makalausri bjartsvni kalla vegi og það var alveg furðulegt hvaðSveini tókst þó að halda okkur á honum, eins og hann nú keyrir. Meðan hann kannaði, mjög svo djarflega, hvað væri hægt að gera mikið áður en við færum að dvpka skurðina meðfram veg- kantinum, reyndi ég að rifja upp það, sem ég vissi um Lýðháskól- ann f Skálholti. Það tók ákaflega skamman tfma. Lýðháskólar hafa til skamms tfma verið erlent fyrirbæri og þótt hundruð íslend-t inga hafi kynnst þeim þar og not- ið góðs af, er ég ekki einn af hinum heppnu. Það er eftirtektarvert, þegar maður keyrir upp að Skálholti, hve vel hefur tekist að fella skóla- húsið að þeim byggingum sem fyrir eru á staðnum. Arkitektarn- ir munu hafa fengið fyrirmæli um að hafa „harmónfu" í hlut- unum og það hefur tekist vel. Annar veturinn Svo renndum við í hlaðið. Heimir Steinsson, skólastjóri var við kennslu svo við settumst upp hjá nokkrum nemendum i dag- stofunni, þar til Dóra Þórhalls- dóttir, kona Heimis, sótti okkur í hádegismatinn, sem er snæddur i björtum og vistlegum matsal. Og áður en langt um leið sátum við á skrifstofu Heimis og fengum að vita allt um lýðháskóla. Þetta er annar veturinn, sem skólinn starfar. Skólaárið hófst 14. október og stendur út mai og er það breyting frá þvi í fyrra þegar því var skipt niður í þrjú tveggja mánaða námskeið. Nú hófst hann raunar nokkuð seinna en áætlað var, en skólinn er enn í smfðum og það var hreinlega ekki hægt að flytja inn fyrr en 14. október. Þött ýmislegt vanti á ennþá er aðstaðan þó mun skárri en i fyrra. Heimir er þó mjög ánægður með árangurinn á síðasta ári: — Húsnæðið var ófullkomið og aðstaðan slæm en það voru líka einu neikvæðu hliðarnar á síðasta vetri. Krakkarnir voru einkar nægjusamir og kvörtuðu aldrei þótt ekki væri allt eins og það ætti að vera. Eg held að það hafi verið dálítill brautryðjendaandi í þeim. Við fundum öll fyiár því, að við vorum að byrja og því fylgir viss ánægja og stolt. að fá miklu fleiri gesti i fram- tfðinni þegar skólinn er full- búinn. Það er mikill áhugi á hin- um Norðurlöndunum og við fáum sjálfsagt marga nemendur þaðan þegar fram líða stundir. Það er líka bæði gott og rétt. Margir farið á skóla úti Á síðustu áratugum hafa hundruð islenzkra unglinga notið góðs af lýðháskólum í nágranna- löndum okkar svo því fyrr sem við getum byrjað að endurgjalda það, þvf betra. En það fer auð- vitað eftir því hvernig fjárhagur skólans verður. Hinir 25 eru svo heimamenn, alls staðar að af landinu. — Elsti nemandinn er 25 ára gamall og ég á von á því að þeir verði eldri í framtíðinni því það er i rauninni ekkert aldurstak- mark uppávið. Þessi skóli á að veita almenna menntun, sem getur verið almenn „or- ienteriing" og undirbúningur. gagni hversu gamalt sem það er og ég mun fagna því öllu öðru fremur að fá fullorðið fólk sem nemendur, þegar fram líða stundir. Mikið valfrelsi — Það eru nú þrír kennarar við skólann, þ.e. fastráðnir og þeir eru auk mfn þeir Arnór Karlsson og Bjarni Þorkelsson og þar sem fögin eru mörg er kennsludagur- inn langur. Við byrjum kl. 8.45 fyrir hádegi og kennum sleitu- laust til kl. 6. En þótt fögin séu mörg eru mörg eru skyldugreinar ekki margar. Það eru islenzka, saga, menningarsaga, samtímaat- burðir og svo frjáls fyrirlestur. Með „frjáls“ er átt við, að efnisval er frjálst en hins vegar skyida að sækja hann. Þetta er nú ekki meira en svo að það þarf ellefu tíma á viku í þetta en nemendum er skylt að sækja a.m.k. þrjátfu tímai viku og þá fara þeir yfir í valfrjálsu greinarnar/ Verðum að vera opnir — Valfrjálsu greinamar eru enska, danska, þýzka, franska, latína, stærðfræði, eðlisfræði, nútímasaga, félagsfræði, heim- spekisaga, almenn trúarbragða- saga, siðfræði og trúfræði. Og þar sem það er ekki bara heilinn, sem þarfnast þjálfunar, þá er einn fþróttatími á dag. Tónlist er líka svo mikill þáttur í daglegu lífi, að við höfum tvo tima í viku. Franskan og latínan voru ekki á stundaskránni þegar við byrjuðum en kennsla í þeim mál- um var hugmynd nemenda. Við reynum að vera opnir fyrir þeirra hugmyndum. Skóli og kennaralið verður að vera sveigjanlegt. — Flestir nemendurnir sækja um 35 tima i viku en þeir sækja auðvitað ekki alla valfrjálsu tímana þannig að þeir hafa frjálsa millitíma til lestrar. Við höfum hagað stundaskránni þannig að tímar rekast ekki á. Það lengir auðvitað vinnudaginn fyrir kennarana, en við þvi er ekkert að gera og við teljum það ekki eftir okkur. Kennarar eru líka húsfeður Degi kennaranna lýkur auð- vitað ekki með síðustu kennslu- stundinni. Skálholt er heima- vistarskóli og nemendurnir eru fjarri heimilum sinum. En þótt heimilin séu víðs fjarri eru vandamálin það ekki alltaf og því hefur Heimir tekið upp þann sið, að auk þess að vera kennarar séu þeir húsfeður. Þeir skiptast á um að vera í vistinni á kvöldin frá 8.20 til kl. 23 og taka þá þátt í tómstundum nemendanna og rabba við þá. Þeir eiga lika að leysa úr öllum varidamálum og nemendurnir geta leitað til þeirra hvenær sem eitthvað bjátar á, eins og þeir myndu leita til foreldra sinna ef þeir væru heima. Þetta gerir auð- vitað sambandið nánara og hópinn allan samrýndari og sam- stæðari. Heimir og kennarar hans líta svo á, að þeirra hlutverk sé ekki aðeins að troða lærdómi i krakkana sina, þeir eiga líka að vera vinir þeirra ög félagar i blíðu og stríðu. Skemratilegt skólahús Það er köminn iþróttatimi og þrátt fyrir slagviðrið býr aílt nemendaliðið sig upp í úlpur, stíg- vél og annað tilheyrandi og hleypur út á tún í fótbolta. Þaðer kannski ekki rétt að segja tún þvi það hefur verið gerður knatt- spyrnuvöllur með skurðum á báða vegu og þar er barist um knöttinn af mikilli hörku. Á meðan röltum við um skólann með Heimi. Það sem er tilbúið af húsnæðinu er mjög skemmtilegt. Stúlkurnar eru nfu talsins og búa í skólahúsinu en piltarnir átján. Ekki er þetta vegna þess, að stúlkur skorti áhuga, þaðer bara ekki pláss fyrir fleiri í skóla- húsinu. Piltarnir sofa hins vegar í húsum, sem tilheyra sumar- búðum þjóðkirkjunnar. Skólastofurnar þrjár eru skemmtilegar og hugvitsamlega fyrir komið. Það er gengið inn á gólfflöt og eru tvær þeirra þá sin til hvorrar handar en ein beint fyrir framan. Þær hliðar, sem að umræddum gólffleti snúa, eru veggjalausar en hins vegar er hægt að draga fyrir rennihurðir þegar verið er að kenna i þeim öllum. Stofurnar standa allar nokkuðhærra en gólfflöturinn. Auk þess að vera kennslustofur er þarna fyrirtaks leikhús. Hægt er að vera á hinum margumrædda gólffleti og nota stofuna, sem er beint á móti sem leiksvið, en hún er minnst. Ef þarf að færa upp „stærra“ verk er hægt að hafa áhorfendapalia í annarri hliðar- stofunni og sviðið í hinni. Ef svo mjög er fjölmennt er hægt að hafa áhorfendapalla í öllum í Skálholti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.