Morgunblaðið - 08.12.1973, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1973 23
Aðeins ein jörð
Hrakspárnar
gagnrýndar
NIÐURSTÖÐUR vísindamanna
Rómarklúbbsins í bókinni ..Þróun
vaxtar“, sem sagt var frá í þessum
dálkum síðast, hafa verið teknar
til meðferðar í erlendum ritum og
gjarnan dregnar í efa ýmsar for-
sendur, sem höfundar gáfu sér.
Bent hefur verið á að þó tölva sé
mötuð á margvíslegum upplýsing-
um, þá geti niðurstaðan ekki orð-
ið betri en upplýsingarnr, sem
látnar eru f*té, og bæði hafi tölvan
ekki fengið nema brot af nauðsyn-
legum upplýsingum i þessum út-
reikningum og að sumar þeirra
orki tvímælis. Margar stærðir séu
því vafasamar og niðurstöður og
hrakspár um hrun heimsins inn-
an viss tíma of mikil svartsýni.
Everett E. Hagen, prófessor i
hagfræði og stjórnvísindum í aí-
þjóðlegri rannsóknadeild Tækni-
stofnunarinnar i Massachucettes
segir t.d., er hann tekur þessa bók
til meðferðar: ,,Við lifum á öld
kvíðans. A slikum tfmum koma
fram bækur, sem ná umsvifalaust
miklum vinsældum, vegna þess að
þær annað hvort létta kvíðanum
af fólki eða staðfesta hann. I
Bandaríkjunum má taka sem
dæmi um hið fyrrnefnda bók
Reichs „The Greening of
America“, Þar sem fagurt nýtt
þjóðfélag var örugglega og fyrir-
hafnarlaust að v.erða til, aðeins af
því að unga fólkið óskaði þess.
Það hlyti að verða, því sífellt
mundu fleiri óska eftir því. „Þró-
un vaxtar" er aftur á móti dæmi
um hið síðarnefnda. Mannkynið
hefur fullkomna ástæðu til kvíða,
segja höfundar hennar. Ef við
ekki gerum mjög róttækar og allt
að þvi kraftaverkakenndar ráð-
stafanir, þá eigum við von á hruni
heimsins áður en ein öld er liðin.
Slfkum bókum ertekið gagnrýnis-
laust af fólki, sem „hefur það á
tilfinningunni“ að dómsdagsboð-
skapurinn sé réttur. Þessi boð-
skapur þarf ekki endilega að vera
raneur. þó að hann sé viðtekinn
af tilfinningalegum orsökum.
Boðskapurinn kann að vera réttur
og mikilvægur fyrir það og það
borgar sig vissulega fyrir okkur
að gefa þeim rökum, sem fram
eru sett í „Þróun vaxtar" fullan
gaum.
Það er svosem ekki eins og slík-
ar kenningar séu alveg nýjar af
nálinni. Lesendur munu kannast
við, að Thomas R. Malthus kom
fram með svipaðar kenningar um
1800. Og „Þróun vaxtar" er ein-
faldlega íburðarmeiri útgáfa af
kenningum 'Malthusar, segir próf.
Hagen. Malthus gerði sér ekki
grein fyrir mikilvægi tækniþróun
ar, sem fram fór allt í kring um
hann. Sjö öldum seinna hafna
höfundar „Þróunar vaxtar“ líka
mikilvægi hennar, með þvi að
sleppa alveg að taka tækniþróun-
ina með í reikninginn. Spurning-
in er því: Nú, þegar maðurinn er
búinn að breiða svona miklu
meira úr sér á jörðinni en á dög-
um Maltusar, og auka svona mikið
nauðsynlegar þarfir sínar, er
kenningin, sem þá var röng, orðin
rétt?
Aðferðirnar til að fá þá útkomu,
sem sett er fram í „Þróun vaxt-
ar“ geta líka orkað tvímælis, segja
þeir, sem gagnrýna hana. Ilöfund-
arnir segja: Við getum með nokk-
urri vissu sagt, að verði engar
verulegar breytingar á núverandi
ástandi, þá munu fólksfjölgun og
iðnvöxtur stöðvast, áður en ein
öld er liðin. Síðan reyna þeir
ýmsa valkosti í tölvunni, svo sem
aukna landbúnaðarframleiðslu,
tvöföldun á auðlindunum, ótak-
marðar auðlindir (að undanteknu
landrými) o.s.frv. — og fá út hrun
heimsins á endanum. En aldrei er
gert ráð fyrir neinum tæknilegum
framförum. En með þessum for-
sendum þarf engar tölvur. A
einni mínútu getur hver
manneskja séð, að farí mannfjölg-
unin sifellt vaxandi svo lengi sem
nokkur fæða Ievfir, engar tækni-
legar framfarir verða og engin
aukning verður á afurðum hvers
hektara, þá verður endirinn
óhjákvæmilega sá sami. Sá endir
sem Malthus spáði. Tölvan reikn-
ar bara út hvenær þetta sé vænt-
anlegt.
Margt af þessu er rangt, segja
þeir gagnrýnu. Það er staðreynd
að fæðingartalan lækkar jafnan
nokkru eftir að dánartalan lækk-
ar. Það er margreynt. Til eru
nokkuð nákvæmar og áreiðanleg-
ár skýrslur í 46 fremur Iítið
þróuðum löndum og í 42 þeirra
hafa fæðingartölur verið miklu
Iægri á árunum 1968—1969 og
1970 en þær voru á árunum
1960—65,. En eftir síðari heims-
styrjaldarárin fór dánartalan þar
lækkandi. Kannski má draga af
þessu ályktanir fyrir 21. öldina.
Ef við lítum næst á auðlindirn-
ar, þá er sú kenning röng, að
margar þeirra séu óbætanlegar,
segja gagnrýnendur „Þróunar
vaxtar". Það er augljóst, að eitt-
hvert tiltekið efni sem notað er í
framleiðslu, muni einhvern tfma
eyðast upp, þó að hægt sé með
sparnaði eða fundi nýrra náma að
seinka því. En fundur nýrra not-
hæfra efna getur breytt myndinni
algerlega. Síðan um 1800 hafa
menn skapað úr þá gagnslaus-
um eða nærri ónothæfum efn-
um bæði steinolíu, raforku úr
vatnsafli, atómorku, kjarnorku,
ál, plast og nærri öll gervi-
efni — svo aðeins nokkuð
sé nefnt. Plastið eitt á
vafalaust eftir að koma í vaxandi
mæli f stað ýmissa hráefna úr
jörðu, og erfitt er að sjá fyrir
skort á leirnum, sem plastið er
búið til úr.
Þá eru það tækniframfarirnar,
sem hugsanlega geta leyst fæðu-
vandann, segja gagnrýnendur
hrakfallakenninganna. Með bætt-
um tegundum, áburði, aðferðum,
„undrahveiti" og „undrahrís-
grjónum", hefur afrakstur hvers
hektara lands farið sívaxandi. Því
skyldu þær framfarir stöðvast
nú? Og er ekki hugsanlegt, að
hægt verði að framleiða „tilbúinn
mat“, alveg eins og „tilbúin efni“
eru að taka við af nátturuefnun-
um? Og þegar gerviefnin leysa af
hólmi náttúrulega ræktuð efni,
eins og t.d. strigann, þá losnar
land til ræktunar fæðu. Einnig
geta bættar vélar aukið afköstin.
En hvað um mengunina? Hana
má minnka niður í sárlitla meng-
un með þvi einu að krefjast þess,
að iðnaðarframleiðendur taki upp
nú þekktar antimengunaraðferðir
og með því að taka á okkur kostn-
aðinn af slíkum ráðstöfunum,
^ segja gagnrýnendur. Um-
hverfisyfirvöld Bandaríkjanna
halda því fram. að ekki kosti
meira að minnka iðnaðar-
mengun á næstu einum til
tveimur áratugum í
næstum ekkert en sem nemur ár-
legri aukningu þjóðarframleiðsl-
unnar og mun minna eftir að búið
er að ljúka stofnkostnaðinum.
Hvað tækninni viðvíkur, þá er
engin ástæða til að halda að hún
, stöðvist nú. Ef við getum klofið
atómið og yfirunnið aðdráttarafl
jarðar með því að senda eldflaug-
ar á stærð við herskip út í geim-
inn á næstu 30 árum. þá er ekki
gott að segja, hvaða aðrar tækni
legar framfarir verða á hverri
mannsævi.
I fyrstu grein í þessum dálkum
var gerð nokkur grein fyrir spám
Rómarklúbbsins í „Þróun vaxt-
ar“, en hér hefur verið tínt til
sitthvað sem gagnrýnendur
þeirra kenninga draga fratn til
andmæla. —E.PA
// grein
,Bara. ,
arsemk
1 Guðsgjafaþulu er t.a.m. minnzt á
arsenik og liggur þar til grundvallar
arsenikfundur nálægt Reykjavík fyrir
nokkrum árum. Á Djúpvík átu þeir
arsenik i þeirri t?ú, að það væri sá
marghataði bjór i föstu formi, sbr. sím-
skeyti frá Kvenfélagasambandinu á
Guðrúnarstöðum o.s.frv.: „Til herra
ritstjóra blaðsins Norðurhjara, Djúp-
vík. Guði sé lof það var bara arsen-
ik. Stjórnin." Þá rúmar þetta skáldsögu-
form ádeilur í ýmsar áttir eftir vild, og
má I þvi sambandi minna á „íslenzk"
fyrirbrigði eins og axlabandafram-
leiðslu islendinga, andabú og minkabú,
svo og Glerverksmiðjuna. ásamt gler-
fjallinu, svo nokkuð sé nefnt. Glerverk-
smiðjuævintýrið er snar þáttur af gangi
sögunnar og varpar sérstöku ljósi á
stjórnmál og atvinnusögu tímabilsins:
fram til þess tíma hafði öllum þjóðum,
sem reyndu, tekizt að búa til gler —
nema Íslendingum.
Það er ekki lengra siðan en 15. ágúst
1969, að Morgunblaðið segir í þriggja
dálka fyrirsögn á baksíðu: „Gffurlegt
eiturmagn finnst í gömlum glerhaug i
Reykjavík. Myndi nægja til að bana
rúmlega 18 milljón manns." i fréttinni
er þess getið, að starfsmenn í Hreins-
unardeild Reykjavikurborgar hafi
fundið rúm tvö tonn af arseniki i 22
tunnum, þegar þeir „voru að fjarlægja
glerhauga frá gömlu Glerverksmiðjunni
við Súðarvog". Siðan er sagt, að gerðar
hafi verið ráðstafanir til að koma eitr-
inu til útlanda (Sviþjóðar), svo unnt
væri að gera það skaðlaust Ekki sé
ljóst, hvernig arsenikið hafi komizt inn
i landið og i gömlu glerhaugana. En
dómsmálaráðuneytið hafi „farið fram á
dómsrannsókn í málinu'*. Borgarlæknir
Reykjavíkur skýrir Morgunblaðinu frá
því „að 120 mg skammtur af arseniki
væri banvænn". Þá er þess getið, að
árleg arseniknotkun íslendinga til
ly.fjaframleiðslu sé 1—2 kg. Loks segir
ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneyt-
isins, að það gefi auga leið, „að þetta
gífurlega magn hefur aldrei átt neitt
erindi hingað til lands". Þö koma þær
upplýsingar fram í Morgunblaðinu 16.
ágúst, að „ársnotkun glerverksmiðjú á
arseniki gæti verið 7,5—8 tonn og þvi
alls ekki óliklegt, að t.d. 2,2 tonn hefðu
verið pöntuð i einu lagi“. Eitrið lenti
svo á ýmsum stöðum í borginni, þ. á m. í
húsakynnum meindýraeyðis i miðri höf-
uðborginni og gekk kraftaverki næst, að
það skyldi ekki hafa útrýmt þjóðinni a.
m. k. sjötíu sinnum, miðað við magn.
Þannig lendir mikil frétt í íslenzkum
blöðum inn i Guðsgjafaþuiu, og efni í
harmsögu verður að hjákátlegum hrak-
fallabálki í þjóðfélagi, þar sem um-
hverfið er ekki umhverfisvandamál,
heldur mennirnir.
Svo hverfur arsenikið úr sögunni, og
öðrum heimildum, jafn skyndilega og
það hafði birzt i þriggja dálka fyrirsögn-
um dagblaðanna og ný veizla tekur við á
fréttasíðum þeirra, ný arsenikveizla:
eins árs afmæli innrásar Sovétríkjanna
í Tékkóslóvakíu.
Sagan um arsenikið og Glervei"k-
smiðjuna hefði því orðið með öðrum —
og væntanlega ekki eins skoplegum —
hætti f heimildaskáldsögu.
Ein er sú saga, sem oft er vitnað til i
Guðsgjafaþulu, það er Síldarsaga mfn,
eftir kaftein Egil D. Grímsson . Þessi
upplogna bók kafteinsins er í mjög svo
lausum veruleikatengslum við bók, sem
er til. „Síldarsaga Islands", gefin út af
Síldareinkasölu íslands. 1930, eftir
Matthías Þörðarson.
„Eg las alla síldarsögu Matthíasar,"
segir Halldór Laxness, „og dró saman
mikið efni úr henni. fyrir kemur að ég
vitni orðrétt í hana, en oftast breytti ég
orðfæri til samræmis við skáldsögustíl
Guðsgjafaþulu."
i hinni tilbúnu Síldarsögu Egils
kafteins í Guðsgjafaþulu segir svo:
„Það voru þessir menn sem dubbuðu
sildina til „gullnámu" islands. Gullið er
þar. En til þess að geta hagnýtt sér
þessa gullnámu þarf þekkingu." í
Síldarsögu Matthíasar Þörðarsonar
segir svo, 320 bls.: „Þegar sfldin fanst
við ísland, þá fanst gullnáma öllum
öðrum námum auðugri, en til þess að
geta hágnýtt sjer hana til hlítar þarf
þekkingu."
II Ljósmynd kemur
til sögunnar.
„Aldarspegill Guðsgjafaþulu sýnir
okkur marglita, sundurleita og skoplega
mynd af þ.jóðfélagi á umbrotatímum,"
segir Peter Hallberg í ritdómi um
verkið f ný útkomnum Skirni. „En
myndin verður að sögu með því að
tengjast örlögum ákveðinna manna."
Í fyrsta kapitula Guðsgjafaþulu, Vor-
morgunn í Kaupmannahöfn, er þess
getið, að sögumaður hafi hitt íslands-
bersa á Ráðhúsplássinu, þegar hann var
að bíða eftir sporvagni og ætlaði að fara
„til gömlu hjónanna í Vanlöse, þar sem
mig hafði einlægt dreyrnt ég ætti inn-
hlaup fyrir 4 krónur á mánuði; að öðru
leyti átti ég aungvan vísan samastað."
„Auðvitað eru þessi hjón aðeins draum-
sýn útlends pilts, sem hefði viljað eiga
slíkt athvarf, en átti ekki,“ sagði skáldið
i samtali okkar.
í Guðsgjafaþulu segir ennfremur:
„Ber nú að mér risavaxinn mann sem ég
gjafa
þulu
stend þarna á gángstéttinni. Hann ber
það gervi sem tíðkaðist meðal heidri
raanna í þann tfð og samanstöð af hörð-
um hatti og sjakket og íbenviðarstaf
með fílabeinshnúð .. . Þessi maður var í
morauðri kakískyrtu við sjakketinn.
sem annars var ekki siður. Hann var
auðsjáanlega að hugsa eitthvað sér-
stakt, horfði niðurfyrir sig og þrýsti
íbenviðarstafnum með olnboganum
uppað siðunni. höndina í buxnavas-
anum; en var að reykja sigarettu með
hinni hendinni." Hér var kominn ís-
landsbersi, íslenzkur síldargrósseri, eig-
andi Norðsfld, simnefni Icelandbear á
Djúpvík: Bersi Hjálmarsson.
Samkv. Guðsgjafaþulu hafði höfund-
ur komið til Kaupmannahafnar að
rnorgni þessa sama dags norðan úr
Jamtlandi og Þrændalögum og hafði
verið þar f námsför að kynna sér verzl-
un með fugla; „því þó ég væri að vísu
skáld einsog aðrir samlandar mínir, þá
var mér snemma ljós nauðsyn þess að
versla með fugla." segir sögumaður um
sjálfan sig.