Morgunblaðið - 08.12.1973, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.12.1973, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1973 Nýtt smásagnasafn r ■ eftir Jón Oskar MENNINGARSJÓÐUR hefur gefið út nýtt smásagnasafn eftir Jón Óskar, Sögur, 1940-1964. Jón Óskar er einkum þekktur af ljóðum sínum, auk þess sem hann hefur ritað minningarþætti, sem hafa vakið athygli, sögur og margt fleira. í þessari bók eru prentaðar all- ar smásögur Jóns Óskars, „sem hann hefur safnað saman I heildarsafn frá árunum 1940 — 1964“f eins og komizt er að orði á bókarkápu. Þar segir ennfremur: „Margar sagnanna hafa aldrei áð- ur verið prentaðar og sumar ekki fullgerðar fyrr en á síðustu árum. I sumum þeirra svífur andi stríðs- áranna yfir vötnunum, ef þar er ekki fjallað beinlínis um atriði, — Nýir sjávar- í óveðrinu mikla sem gekk yfir vesturhluta landsins fyrir nokkru, varðeinn af geymum Hitaveitunnar á Öskjuhlfð fyrir nokkrum skemmdum. Þessar skemmdir má sjá á myndinni. Ekki mun geymirinn hafa orðið ónothæfur, en áhrif kulda á heita vatnið hafa vafalftið verið meiri en ella. réttir Að „ráða yfir sín- um eigin kropp „SKYLDI ekki ráð að skrifa minna," verður manni á að hugsa við lestur dagblaðanna nú til dags — enda margt þar, sem orkar tvímælis svo ekki sé nú meira sagt. Þó ber stundum út af — og það svo rækilega, að um munar. 11. okt. birtist hér í Morgun- blaðinu gi'ein eftir Huldu Jensdóttur, er bar nafnið „Kona, hver er réttur þinn?“ Grein þessi er svo vel skrifuð, að fágætt má teljast og sannleiksgildi hennar eftir því, enda eru þessar lfnur skrifaðar m.a. til að flytja greinar- höfundi mínar beztu þakkir. Öguðlegt frumvarp til laga um fóstureyðingar er lagt fram á Alþingi því, er nú situr. Þessi furðulega lagasmíð er samin til að hugnast nokkrum „kvöldgliðr- um“ og áhangendum þeirra. Réttindi kvenna eru sjálfsögð, en forréttindi þeirra eiga lítiðerindi til hugsandi manna og skulu þvf talin ölög ein. „» egnar segja, að þetta sé það kaldvsta lifandi" var eitt sinn kveðiö um hjartalag kvenna, og þótti mér slíkt vera hið mesta öfugmæli, þegar ég var barn að aldri, en það má Guð vita, hvar ég er staddur nú. Það fann ég bezt, þégar þessi mál voru á döfinni í sjónvarpi eigi alls fyrir löngu, en þar talaði kvenfólkið um þessi mál rétt eins og fjáreigendur, sem bollaleggja það, hversu mörg lömb skuli sett á vetur og hve mörg flutt í sláturhúsið. Að farga barni sfnu er vitanlega hræði- legur glæpur nema í lífsnauðsyn og lög, seni heimila slíkt, fyrir neðan allar hellur. Nákvæmlega á sama hátt væri hægt að leyfa fólki að deyða hvert annað á förnum vegi, án nokkurs tilefnis, hvar og hvenær sem er. Stór hópur kvenna myndí aldrei notfæra sér þessi ákvæði, þótt að lögum verði. Ekið á kyrr- stæða bíla MIÐVIKUDAGINN 5. des. sl. var ekið á tvo bíla á bflastæðum og tjóni valdið á þeim. Á tímabilinu ki. 13 — 18 á Ijósbláa Renult-bif reið, R-10821, við Espigerði 2 og báðar hurðir öðru megin dældað- ar, og á tímabilinu kl. 18—20:45 á guia Datsun-bifreíð, G-4855, við Laugardalshöllina og hægri fram- hurð dælduð. Þeir, sem gætu gef- ið upplýsingar um ákeyrslurnar, eru beðnir að láta lögregluná vita. enda beini ég sízt orðum mínum i þá átt, — en frænkur þeirra ólán- sömu kvenna, sem báru út börnin sín í gamla daga, vegna þess að þær nenntu ekki að hafa fyrir þeim — eru víst orðnar ískyggi- lega margar, eftir því sem mér skilst, og þeim eru þessar línur ætlaðar. „Móðir mín i kví kví“ var dregin fram í dagsljósið í þessu sambandi, hér í haust, og átti hún að sýna það, hversu konan hefur ætíð verið fyrir borð borin, þótt hún sé hins vegar nú orðið víðast hvar í forréttindum, en það er önnur saga. En „móðir mín í kvf kví“ vitnar ekki með þeim kon- um, sem vilja fá að bera út börn sin eftir vild, heldur gegn þeim. Almenningsálitið er þar látið tala sínu máli og rödd samvizkunnar ekki siður, sem lætur fólk aldrei f friði, ef það brýtur lög Guðs og góðra manna. Þjóðsögurnar gömlu hitta ætíð í mark, þótt ein- hver og einhver reyni að gera þær að botnlausri vitleysu og rugla með því dómgreind manna á hinn herfilegasta hátt. Nei, mínar kæru. Blessuð börnin, sem voru borin út á kaldan klaka fyrr á tið til þess að deyja, höfðu almenningsálitið með sér — og svo mun enn verða, þótt önnur aðferð sé notuð. Það skiptir litlu máli, og raunar alls engu, þegar allt kemur til alls. „Við eigum að ráða yfir okkar eigin kroppi," heyrist stundum sagt, og það er líka alveg satt, en þarna eruð þið bara alls ekki einar um hituna, heldur einn aðili af þremur, það hljóta allir að sjá. Eigingirni má ekki öllu ráða, þótt fyrirferða- mikil sé. „Við megum ekki vinna þessi verk, ef að lögum verða," segja Iæknarnir. Þetta er Iíka hverju orði sannara. Verk lækna eru þau að hlúa að Ilfinu, en ekki að eyða því að þarflausu og meira en það. Talið er, að maðurinn sé æðsta dýr jarðarinnar, þótt ýmsir vilji nú draga slíkt í efa, a.m.k. ér það fátítt í rfki náttúrunnar, aðmóðir, hvaða nafni sem hún nefníst, tor- tími afkvæmum sínum, heldur er hitt næstum allsráðandi, að hún láti sér mjög annt um þau og njóti þess í ríkum mæli að hafa þau sér við hlið. Að svo mæltu skora ég á þá, sem aðstöðu hafa, að koma þessu umrædda frumvarpí fyrir kattar- nef, svo fljótt sem verða má, önn- ur eins lagasmíð hefur aldreí ver- ið samin á íslandi fyrr. Það er engin átylla, þótt einhverjir sið- leysíngjar úti í löndum hafi kom- ið ár sinni fyrir borð á hinn sví- virðilegasta hátt, í fullri andstöðu við heilbrigðaskynsemi. Eyðing á lífi, á hvaða sviði sem er, I skjóli margs konar öfugþró- unar, hefur aldrei haft néitt gott í för með sér heldur þveröfugt. Það sanna dæmin I gegnum aldirnar, svo aðekki verður um villzt. Endalaus ljón á veginum í sam- bandi við þunganir hjá konum á bezta aldri er skipulagslaus flótti, sem á rætur sínar að rekja til afkáralegra þjóðfélagshátta eða þá að uppeldi þessara vesalinga hefur verið meira en lítið ábóta- vant. Sandi, 14. okt.1973. Valtýr Guðmundsson. SVEINN Björnsson forstjóri afhenti f gær lyklana að 2000. Saab bflnum, sem Sveinn Björnsson og Co. hafa selt hérlendis. Fyrsti Saabinn kom hingað til lands 1961 og seldust 100 bflar fyrstu þrjú árin og hefur þeim farið ört fjölgandi sfðan eins og raunar flestum gerðum bfla. A myndinni (t.h) er Ragnar Júlfusson skólastjóri að taka við lykium bifreiðar sinnar. Framhald af bls. 2. breytzt mjög ört á síðari árum. Húsmæður vilja nú fá tilbúna rétti, sem þær geta tekið upp og matbúið á 5 mfnútum. Sagði hann að framleiðendur yrðu að laga sig að smekk hús- mæðranna i Danmörku, Svíþjóð, Þýzkalandi eða Frakklandi, en að fara ekki við framleiðsluna bara að sínum eigin smekk. Islending- ar ættu gott hráefni, en þeir þyrftu líka að geta framleitt góða tilbúna matvöru. Þeir gætu illa keppt við stóru fjöldaframleið- endurna með dýru vélarnar, en ættu að miða að betri vöru og heldur dýrari, en þó ekki svo að fáir gætu keypt hana. Þá kvaðst hann trúa því að fjöldi rétta frá islandi gæti átt leið á nýjan mark- að. sem hlutu aðsækja á hugi fólks á þeim árum, þegar ísland var her- setið land í heimsstyrjöldinni síðari. Flestar gerast sögurnar í Reykjavfk eða við sjávarsíðuna." Þrjár smásagna Jóns Óskars sem birtast í þessu heildarsafni, hafa verið þýddar á erlend máí. Það eru sögurnar „Ég barnið, hundurinn", „Island selt“ og „Maður á kvisti — kona á mið- hæð“. — Finnar í eidlínu í Súez Framhald af bls. 1 Bandaríkjamenn höfðu áður lýst sig mótfallna því, að banda- riskir og sovézkir hermenn yrðu sendir á staðinn og Nixon setti allan Bandarikjaher I viðbúnaðar- stöðu 25. október sl. vegna þess, að því er sagt var, að Sovétmenn hefðu undirbúið að senda ein- hliða herlið til ófriðarsvæðisins. Nú hefur því hins vegar verið haldið fram, að Schlesinger, varn- armálaráðherra Bandaríkjanna, hafi sagt á lokuðum fundi hjá varnarmálaráðherrum NATO I gær, aðSovétríkin hefðu undirbú- ið flutning kjarnorkuvopna til Arabalandanna síðustu daga stríðsins og það hafi verið ástæð- an fyrir viðbúnaðarútkalli Banda- ríkjamanna. Frá því að þetta gerðist, hefur þróun mála orðið sú, að Bandaríkjamenn hafa nú lýst sig reiðubúna til að kanna allar tillögur, sem miði að því að tryggja, að deiluaðilar haldi vopnahléð. Tæknilegur Undirbúningur fyr- ir friðarráðstefnuna.sem hefjast á í Genf 18. þessa mánaðar, hófst I dag, þrátt fyrir að ekki hafi enn verið gefin út opinber yfirlýsing um, að hún skuli hefjast þann dag. Kissinger, sem ætlar að mæta á friðarráðstefnunni, eftir ferð sína um Miðausturlönd,sagði á fyrrnefndum blaðamannafundi, að mjög sterkar likur væru á, að ráðstefnan gæti hafizt þann dag. Á Sðgu ð morgun ki. 2: Aimennur borgaralundur um: ODAVERDBÓLGU OG SKATTAMÁL Fellum niður tekjuskatt af öllu venjulegu launafólki. Skatt- leggjum EYÐSLUNA í staðinn. Þannig eru m.a. tiilögur Alþýðu- flokksins um kerfisbreytingu í skattamálunum, sem Gylfi Þ. Gíslason mun gera grein fyrir á fundinum. Hvað vilja hinir flokkarnir? Formönnum þeirra ásamt fjármálaráð- herra hefur verið boðið sem framsögumönnum á fundinn. Launþegar! Veitum viðnám. Fylgjum eftir kröfunum um ráðstaf- anir gegn skattpíningu og óðaverðbólgu. Fjölmennum að Sögu á morgun, hlustum, tölum og spyrjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.