Morgunblaðið - 30.12.1973, Síða 1

Morgunblaðið - 30.12.1973, Síða 1
I 48 SIÐUR 292. tbl. 60. árg. SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 1973 Prentsmiðja Morgunblaðsins Spánn: Verkalýðsleiðtog- arnir hlutu 10-20 ára fangelsisdóma . Madrid, 29. des., AP—NTB. ÞUNGIR fangelsisdómar hafa veriS kveðnir upp yfir níu spænskum verkalýSsleiðtogum og einum kaþólskum presti. Var þeim gefið að sök að hafa tekið þátt í ólöglegum stjórnmálafund- um. Réttarhöld í málum þessara manna hófust 20. desember sl. — daginn, sem Luis Carrero Blanco forsætisráðherra Spánar var drepinn, — en menn úr neðan- jarðarhreyfingu aðskilnaðar- sinna Baska, ETA, hafa lýst sig ábyrga fyrir morði forsætisráð- herrans. Saksóknari hafði krafizt þess, að ofangreindir tíu menn yrðu dæmdir til 10—20 ára fangavistar og var farið að þeirri ósk í öllum tilfellum nema einum, þar sem dómurinn hljóðaði upp á 17 ár í stað 18. Verkalýðsleiðtoginn Marcelinu Camacho hlaut þyngsta refsingu, 20 ára fangavist og presturinn Francisco Carcia Salve, sem m.a. varð kunnur af hungurverkfalli sínu í fangelsinu, hlaut 19 ára fangelsi. Ekki er vitað, hvort verjendur sakborninganna reyna að áfrýja úrskurðinum til hæstaréttar. Réttarhöldin stóðu yfir í þrjá daga og voru þar viðstaddir nær 30 erlendir gestir, þeirra á meðal fyrrverandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna Ramsey Clark. Öflugur hervörður var við dóms- húsið, meðan á réttarhöldunum stóð. Lögfræðingar sakborninga byggðu vörn þeirra á því, að sak- sóknari hefði aldrei sannað, að þeir hefðu verið á pólítískum fundi, þegar þeir voru handteknir 24. júni sl. í klaustri einu i útjaðri Madrid. Saksóknari hélt því hins vegar fram, að mennirnir væru leiðtogar verkamannasamtaka, er nefndust „Verkamannanefndir", en hæstiréttur Spánar úrskurðaði í síðustu viku, að þessi samtök væru tengd spænska kommún- istaflokknum, sem er bannaður. Réttarhöld þessara manna hafa vakið mikla athygli og orðið til- efni sífellt hærri kröfugerða um aukið frelsi á Spáni, m.a. aukið mál- og fundafrelsi. Hins vegar Framhald á bls. 47 Keeble sendi- herra 1 A-Þýzkalandi London, AP RÍKISSTJORNIR Bretlands og Austur-Þýzkalands hafa til- kynnt, að þær muni innan tíð- ar skiptast á sendiherrum. Upplýsir talsmaður brezka utanríkisráðuneytisins, að fyrsti sendiherra Bretlands í Austur-Þýzkalandi verði Curt- is Keeble, sem á sinum tíma, hafði forsæti fyrir brezku samninganefndinni, sem kom til íslands vegna fiskveiðideil- unnar. Hann er 51 árs að aldri. Fyrsti sendiherra Austur-Þjóð- verja í Bretlandi verður Karl- Heinz Kern. Morgunblaðið óskar landsmönnum öllum gleðilegs árs og gæfuríks með þökk fyrir það liðna. Meðfylgjandi mynd er af sáluhliðinu í Vestmannaeyjum, sem mjög kom við sögu í eldgosinu þar og vakti athygli víða um heim, en þegar eldgosinu lauk í júni stóð aðeins hliðboginn upp úr öskunni méð orðunum „Ég lifi og þér munuð lifa“. Þessa mynd tók Sigurgeir í Eyjum nú um jólin. Búið er að hreinsa mestan hluta kirkjugarðsins og nú er hliðið ekki upplýst af hrævareldum gjósandi eldfjalls, heldur rafljósum. Tugþúsundir missa atvinnuna vegna olí uskorts í US A Detroit, 29. des., NTB. STÆRSTI bifreiðaframleiðandi heims, General Motors Tvísýnar kosningar í ísrael á gamlársdag Tel Aviv, Kairo, 29. des. AP- NTB Á GAMLÁRSDAG verða þing- kosningar í Israel, hinar tvísýn- ustu sennilega, sem þar hafa ver- ið haldnar til þessa. I kvöld lýkur baráttu stjórnmálamannanna um hugi kjósenda, sem samtals eru 2.020.000 talsins. Golda Meir, for- sætisráðherra heldur f kvöld ræðu í Tel Aviv, á samkomu sovézkra Gyðinga, sem nýlega hafa flutzt til Israels, — og leið- togi stjórnarandstöðunnar, Mena- hem Begin kemur fram á kosn- ingafundi. Úrslit eru sögð afar tvísýn og megi marka nokkuð síðustu skoð- anakannanir, er ekki ósennilegt, að Begin takist að ná stjórnar- taumunúm úr höndum Goldu Meir. Spákona kunn í Tel Aviv hefur þó sagi, að Verkamanna- flokkurinn muni bera sigur úr býtum en Golda Meir láta af starfi forsætisráðherra á vori komanda. Úrslitin kunna að hafa veruleg áhrif á gang samningaviðræðn- anna milli ísraels og Araba í Genf. Hlé hefur nú verið gert á viðræðunum þar og verða þær ekki teknar upp að nýju fyrr en 2. janúar, þegar úrslitin liggja fyrir. Þó að talsverð spenna hafi á stundum einkennt viðræð- urnar i Genf hermdu fregnir það- an í gær, að deiluaðilar hefðu komizt að samkomulagi um mikil- væg grundvallaratriði varðandi brottflutning herja beggja aðila við Suez. Dagblaðið A1 Ahram í Kairo segir í dag, að mikil spenna riki á Suez-svæðinu og geti soðið upp úr hvenær sem er. Egyptar segjast hafa skotið niður ísraelska flug- vél í nótt, aðra flugvélina á einum sólarhring. í gær neituðu ísraelskir herforingjar að flugvél frá ísrael hefði verið skotið niður, en viðurkenndu um hádegisbilið í dag, að Egyptar hefðu í móti skot- ið niður mannlausa könnunarvél með flugskeyti. Corporation í Bandaríkjunum, hefur tilkynnt, að 6% af starfsliði bifreiðasmiðjanna, samtals um 38.000 manns, verði sagt upp vegna orkuskortsins í Bandaríkj- unum. Jafnframt hefur verið ákveðið að gera róttækar breyt- ingar á bifreiðaframleiðslunni; verður í framtíðinni lögð meiri áherzla á litlar bifreiðar og ýmiss konar sérbúnað. Þar fyrir utan er í bígerð að loka nokkrum verksmiðjum fyrir- tækisins í janúar og febrúar og má búast við, að þá missi 50.000 manns til viðbótar atvinnu sína. Reiknað er með, að bifreiða- framleiðsla í Bandaríkjunum verði 10% minni á árinu 1974 en verið hefur i dag. Þá hafa þrjú stór bandarísk flugfélög tilkynnt uppsagnir af völdum orkuskortsins, en þau hafa orðið að fækka flugferðum mjög verulega. Trans World Air- lines hefur sagt upp nær 3.000 manns frá 1. janúar, en American Airlines tilkynnt, að 2.300 manns verði á lausum samningum frá áramótum. Pan American World Airways upplýsir að vænta megi verulegra uppsagna starfsfólks vegna þessa ástands.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.