Morgunblaðið - 30.12.1973, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 1973
VIÐ
ÁRAMÓT
SVÖR FORYSTUMANNA
STJÓRNMÁLAFLOKKANNA
Á miðsíðu blaðsins í dag birtist áramótagrein eftir Geir
Hallgrímsson formann Sjálfstæðisflokksins.
Mbl. lagði eftirfarandi spurningar fyrir forystumenn ann-
arra stjórnmálaflokka:
Teljið þér ríkisstjórnina styðjast við starfhæfan meirihluta
á Alþingi?
Eruð þér ánægðir meðþróun efnahags- og verðlagsmála?
Gerið þér ráð fyrir, að verkalýðsfélögin semji á svipuðum
grundvelli og BSRB?
Búizt þér við, að samkomulag náist við Bandaríkjamenn og
NATO um endurskoðun varnarsamningsins?
Styðjið þér útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 200 mílur fyrir
árslok 1974?
Teljið þér, að sá árangur hafi náðst af útfærslunni í 50
mílur, sem íslendingar vonuðu?
Hve lengi teljið þér, að ríkisstjórnin muni sitja?
Gylfi Þ. Gíslason
formaður Alþýðuflokksins
Þegar núverandi ríkisstjórn var
mynduð, studdist hún við minnsta
meiri hluta, sem hugsanlegur er
við myndun rikisstjórnar, þ.e.
eins atkvæðis meiri hluta í hvorri
deild Alþingis. Ef til vill hefur
þetta verið ástæða þess, að mikil
áherzla var á það lögð að fá Al-
þýðuflokkinn sem fjórða aðilann
að þessari ríkisstjórn, sem sögð
var eiga að vera „vinstri stjórn".
Þetta tilboð var rætt ýtarlega i
flokksstjórn Alþýðuflokksins og
hafnað með miklum meiri hluta. í
dag nýtur sú skoðun tvímælalaust
enn styrkara fylgis innan Alþýðu-
flokksins, að þessi afstaða hafi
verið rétt og að þjóðin hafi þurft
að sannreyna, hvers fyrrverandi
stjórnarandstöðuflokkar væru
megnugir. Reynslan hefur orðið
dýr. En af hverju læra menn bet-
ur af reynslunni?
Um þróun efnahags- og verð-
lagsmála er það að segja, að engri
íslenzkri ríkisstjórn hefur mistek-
izt jafnherfilega í þessum efnum.
Verðbólga er meiri en nokkru
sinni. Ymsar helztu greinar at-
vinnulífsins eru reknar með
halla. Þjóðin stendur á barmi
gjár, sem er dýpri en sú, sem
Hermann Jónasson sá fyrir sér
haustið 1958. En hann hafði opin
augu, sem sáu.
Varðandi samninga BSRB og
ríkisins hef ég það að segja, að ég
tel þá hafa mótazt af ábyrgðartil-
finningu og rétta þá stefnu að
leggja megináherzlu á að bæta
kjör hinna lægst launuðu. Ég tel
það tvennt eiga að vera aðalatriði
í afstöðu verkalýðsfélaganna, að
fá fram verulegar bætur á laun-
um láglaunafólks og gagngerar
breytingar á skattakerfinu.
Um varnarmálin er það að
segja að ég tel ekki meiri hluta
fyrir því á Alþingi að segja varri-
arsámningnum upp án þess að
nokkuð komi í staðinn, þ.e. að
varnarstöðinni verði lokað. Slík
afstaða nýtur eflaust aðeins
óskipts fylgis eins þingflokks, þ.e.
Alþýðubandalagsins. A hinn bóg-
inn er augljóst að gera þarf breyt-
ingar á núverandi skipan mála á
þessu sviði, enda er varnarsamn-
ingurinn við Bandarikin orðinn
tuttugu ára gamall og aðstæður
allar mjög breyttar frá því, er
hann var gerður. Enginn vafi er á,
að mikill meiri hluti þjóðarinnar
styður aðild íslands að Atlants-
hafsbandalaginu. Hins vegar er
það eðlilegt sjónarmið sérhverrar
þjóðar, að í landi hennar sé ekki
erlent herlið. Við Íslendingar bú-
um hins vegar við vandasama sér-
stöðu i þessum efnum. Land okk-
ar er mikilvægt frá hernaðarsjón-
armiði. En við höfum ekki afl til
þess að verja það í hernaðarátök-
um, og það er andstætt þeim hugs-
unarhætti, sem saga þjóðarinnar
hefur innrætt okkur, að þykjast í
þessum efnum. Ef horft er til
langs tima er því sú stefna islend-
ingum eðlileg og í samræmi við
hagsmuni okkar og hugsjónir, að
sú skipan komist á í þeim heims-
hluta, sem við heyrum til, að frið-
ur og öryggi verði tryggt með
samningum og gagnkvæmu
trausti, en ekki á grundvelli
vopnavalds. Þá gæti smáþjóð eins
og við íslendingar notið sjálfstæð-
is okkar og frelsis án þess að haf a
nokkuð af vopnum að segja. En
meðan stórveldin varðveita frið
og valdajafnvægi með vernar-
bandalögum, verða íslendingar,
eins og aðrir, að gera annað
tveggja, vera aðilar að slíkum
samtökum eða sjá sjálfir um varn-
ir sínar, eins og t.d. Svíar. Yfir-
gnæfandi meiri hluti islendinga
er án efa þeirrar skoðunar, að
okkar kostur sé Sá einn að eiga
aðild að Atlantshafsbandalaginu.
Því fylgja réttindi og skyldur.
Þau réttindi og þær skyldur eru
sífellt að breytast. Þess vegna er
nú orðið tímabært að endurskoða
varnarsamninginn við Bandarík-
in. Nýr samningur ætti að mótast
af því, að Keflavíkurflugvöllur sé
ekki lengur herstöð fyrst og
fremst, heldur friðargæzlu-og eft-
irlitsstöð á mikilvægu svæði frá
hernaðarsjónarmiði, NorðurAt-
lantshafssvæðinu. Ég tel, að slík-
ur samningur eigi meiri hluta
fylgi að fagna á Alþingi.
Enginn vafi er á því, að fylgi fer
vaxandi á alþjóðavettvangi við
stóraukna auðlindalögsögu frá
því, sem nú er. Málið er hins
vegar mjög flókið og hagsmunir
mjög ólíkir. Islendingar eiga að
styðja 200 mílna auðlindalögsögu
á alþjóðavettvangi og vinna að því
að afla sér hennar. Enn er málið
hins vegar skemmra á veg komið
en svo, að timabært sé fyrir Is-
lendinga að taka ákvörðun um,
hvenær þeir helgi sér slika lög-
sögu.
Um framtíð rfkisstjórnarinnar
er auðvitað erfitt að spá. Augljóst
er, að hún styðst ekki lengur við
starfhæfan meiri hluta á Alþingi.
Auðvitað ætti slik ríkisstjórn að
segja af sér. En þessi ríkisstjórn
hefur verið afbrigðileg frá því
hún fæddist. Hún gæti haldið
áfram að vera það í einhvern tíma
enn. Ekki þó lengi.
Bjarni Guðnason
formaður Frjálslynda flokksins
Teljið þér ríkisstjórnina styðjast
við starfhæfan meirihluta á Al-
þingi?
Nei. — Ríkisstjórnin hefur ekki
lengur meirihluta í neðri deild
Alþingis og getur því ekki lengur
ein ráðið þar lagasetningu. A
þetta reyndi, áður en þingmenn
fóru í jólaleyfi. Þá hugðist rík-
isstjórnin lækka tolla til
þess að standa við sam-
komulagið við Efta og EBE og
laga rekstrarstöðu iðnaðarins.
Um þetta var enginn ágreiningur.
En ríkisstjórnín læddi inn í
Frumvarpið heimildarákvæði um
að hækka söluskattinn um 1 stig.
Með þessu tengdi ríkisstjórnin
saman tvö óskyld mál, sem þing-
meirihluti var ekki fyrir í neðri
deild, enda menn orðnir lang-
þreyttir á álögum. Þess vegna
neyddist stjórnin til að draga
frumvarpið til baka, þótt það
hefði þegar verið samþykkt í efri
deild.
Af þessu er ljós staða ríkis-
stjórnarinnar. Og ég tel, að ríkis-
stjórn, sem hefur ekki þingstyrk
til að fá samþykkt þau frumvörp,
sem hún telur nauðsynleg, eigi að
fara frá, ef hún vill halda i heiðri
þingræðisreglur.
Ut af söluskattinum vil ég
benda á, að ríkisstjórnin hafði
boðað í fjárlagafrumvarpinu að
hækka söluskattinn um 2 stig frá
áramótum. Hún féll frá þessu,
þegar ég snerist gegn þessu.
Þar með hefur mér tekizt með að-
stoð stjórnarandstöðuflokkana
gömlu að koma í veg fyrir, að
söluskatturinn hækkaði um 3 stig
eða nýjar álögur, sem jafngildi
tæpum tveimur milljörðum króna
yrðu lagðar á almenning. Má
þetta ekki heita góð jólagjöf frá
Frjálslynda flokknum tíl þjóðar-
innar?
Eruð þér ánægðir með þróun
efnahags- og verðlagsmála?
Nei, síður en svo! Það er ekki
hægt að tala um stefnu í efna-
hagsmálum, heldur stefnuleysi.
Vixlhækkanir verðlags og kaup-
gjalds eru orðnar svo tröllauknar,
að það hriktir í stoðum þjóð-
félagsins. Og ríkisstjórnin kyndir
undir verðbólgubálinu. Ég hef
aldrei dregið í efa vilja stjórnar-
innar til að byggja upp og treysta
atvinnulíf þjóðarinnar, en háleit
ætlun hennar um forgangsröðun
verkefna og skipulegar fjár-
festingar hefur runnið út i sand-
inn. Hún fór svo geyst í hlutina og
af svo lítilli forsjálni, að henni má
líkja við langhlaupara, sem tekur
þátt í 1500 metra hlaupi, þeysist
af stað, missir öndina, sprengir
sig og kemst ekki í mark fyrir
vikið.
En vandi efnahagslífsins birtist
ef til vill bezt í því, hversu erfið-
lega gengur að semja um kröfur
verkafólks um launabætur, sem
flestir viðurkenna, að séu rétt-
mætar.
En í raun réttri virðist ekki
skipta ýkja miklu máli, hvort hér
situr að völdum „viðreisnar-
stjórn“ eða „vinstri stjórn“.
Vandinn er óyfirstíganlegnr, þar
til búið er að rjúfa valda-
tryggingarkerfi gömlu flokkanna.
Gerið þér ráð fyrir, að verklýðs-
félögin semji á svipuðum grund-
velli og BSRB?
Um þetta er erfitt að segja,
enda greinir verklýðsforingja á
um þetta. Hitt má vera ljóst, að sú
stefna BSRB að bæta einkum kjör
láglaunafólks innan sinna raða er
einnig stefna verkalýðsfélaganna.
En bágt á ég með að trúa því, að
þau semji við núverandi aðstæður
í efnahagsmálum til tveggja og
hálfs árs eins og BSRB, og
kyndugt þætti me'r, ef verklýðs-
félögin reyndu ekki að knýja
fram einhverjar lagfæringar á
þeirri dæmalausu skattpíningu,
sem nú þjakar launafólk.
Búizt þér við, að samkomulag
náist við Bamdaríkjamenn og
NATO um endurskoðun varnar-
samningsins?
Á þessu stigi málsins er erfitt
að segja fyrir um það, þar sem
niðurstaða viðræðnanna liggur
ekki enn fyrir opinberlega. En
ekki þætti mér það ólíklegt.
Er þingmeirihiuti fyrir uppsögn
varnarsamningsins?
Ef ,,uppsögn“ merkir, að leggja
eigi herstöðina niður á kjörtíma-
bilinu og Bandaríkjamenn hverfi
á brott með allt sitt hafurtask af
Miðnesheiði, tel ég tæpast þing-
meirihluta fyrir hendi.
Styðjið þér útfærslu fiskveiðilög-
sögunnar f 200 mflur fyrir árs-
lok 1974?
Að sjálfsögðu, en ég fæ ekki
séð, hvernig slíkt sé með góðu
móti framkvæmanlegt eftir sam-
komulagið við Breta, sem verður i
gildi fram undir árslok 1975.
Teljið þér, að sá árangur hafi
náðst af útfærslunni í 50 mflur
sem tslendingar vonuðu?
Sfður en svo! Samkomulagið við
Breta var uppgjöf eða frestun á
útfærslunni. Landhelgismálið er
að mínu viti eitt gleggsta dæmið í
fslenzkri stjórnmálasögu sfðustu
áratuga um, hversu valt er að
treysta orðum stjórnmálamanna.
Og hámark háðungarinnar var þó
yfirlýsning Alþýðubandalagsins
um, að samkomulagið væri alger-
lega óaðgengilegt, en síðan berst
flokkurinn fyrir samþykkt þess.
Menn svíkja í mesta lífshags-
munamáli þjóðarinnar eins og að
drekka kalt vatn. Og eru svo fullir
kokhreysti eftir afrekið.
Hve lengi teljið þér, að ríkis-
stjórnin muni sitja?
Þessu er erfitt að svara. Ef
hún vill sitja setunnar vegna, get-
ur hún sjálfsagt þraukað um
skeið, en ekki kjörtímabilið á
enda. Líti hún hins vegar raun-
sætt á málin og skilji nauðsyn
þess að um stjórnvölinn haldi
stjórn, sem hafi þingfylgi til að
takast á við þann mikla vanda,
sem framundan er ekki sízt í efna-
hagsmálum, ber henni að rjúfa
þing og efna til kosninga sem
fyrst.
Séu kjósendur ánægðir með
vinnubrögð núverandi stjórnar-
flokka, munu þeir koma tviefldir
til nýrrar ríkisstjórnar. Séu
kjósendur hins vegar á annarri
skoðun, hljóta málin að skipast á
aðra lund. En eins og nú háttar,
tel ég höfuðsnauðsyn að vita,
hvað fólkið í landinu vill.