Morgunblaðið - 30.12.1973, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.12.1973, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 1973 Guðrún Guðbjarts- dóttir — Minning Fædd 30. desember 2897. Dáin 21. desember 1973. Hinn 21. desember sl. lést í Landspítalanum, Guðrún Guð- bjartsdóttir, Bragagötu 36. Utför hennar verður gerð frá Fossvógskapellu miðvikudaginn 2. janúar n.k. klukkan 1.30 e.h. Guðrún var fædd á ísafirði hinn 30. desember 1897. Foreldrar hennar voru Kristin Ásgeirsdóttir og Guðbjartur Jónsson beykir. Á Isafirði dvaldist Guðrún til ársins 1925, en það ár fluttist hún með t MARGRÉT EINARSDÓTTIR, Berjanesi. Landeyjum, lézt 26 desember Vandamenn. foreldrum sínum til Viðeyjar, sem þá var mikill athafnastaður og er mér kunnugt að Guðrún hafði mætur á þeim stað og minntist dvalar sinnar þar ávallt með hlýhug og ánægju. Árið 1931 verða þáttaskil í lífi Guðrúnar, en það ár gekk hún í hjónaband með Grími Grímssyni, sem flestir Reykvikingar þekktu þá og síðar undir nafninu Grimur i íshúsinu. Það var lífsgæfa þeirra beggja að eiga saman langa og ástríka sambúð og heimili þeirra ein- kenndist alla tíð af sérstakri gest- risni og glaðvarð og áttu þau í sameiningu hlut að því að gera hverja gestakomu sem ánægju- legasta. Þau Guðrún og Grímur eignuðust saman þrjár dætur en þær eru Kristín gift Halldórí Björnssyni, Sigríður gift Ólafi Lárussyni og Gyða gift Sigmari Sigurðssyni og eru barnabörnin orðin 9, svo stundum var þröngt hjá ömmu þegar allir voru í heim- sókn. Bróðir okkar. t JÓN BRYNJÓLFSSON, verzlunarmaður, Stykkishólmi, andaðlst 28. desember. F.h. systkinanna Gísli Brynjólfsson. t Útför korvunnar minnar RAGNHILDAR JÓNSDÓTTUR frá Hjarðarholti, fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 3. janúar kl. 1 0.30 f.h. Guðmundur Kr. Guðmundsson. t Útför föður okkar, CARL ANTON CARLSENS, sem andaðist'21. des. fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 2. janúa.r k I. 3 Fyrir hönd barna hins látna og annara aðstandenda Svavar M. Carlsen. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall eigin- manns min og föður okker, ÓLAFS INGIMARSSONAR. Guðný Kjartansdóttir, Halldóra Katrín Ólafsdóttir Oddur Magnús Ólafsson, Kristján Gunnar Ólafsson, t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför ÞORSTEINS ÞORSTEINSSONAR trésmiðs Jóna Sæmundsdóttir Sigu rður Jónsson. Sæmundur Þ. Sigurðsson. Guðrún var lífsglöð og glaðvær kona að eðlisfari og hafði mikla ánægju af að fara á mannamót og hitta vini og kunningja. Á slikum stundum var hún hrókur alls fagnaðar. Að öðrum þræði var hún alvörugefin og mjög heil- steypt kona, sem tók jafnt mót- læti sem meðlæti í lífi sínu með ró og æðruleysi. Aðdáunarvert var að fylgjast með henni i hinum löngu veikind- um hennar, sem hún bar af sannri hetjulund og kvartaði aldrei þar til yfir lauk og þar hjálpaði henni hin glaða lund hennar og lífslöng- un, sem aldrei yfirgaf hana, þó að ég efist ekki um, að hún var við- búin endalokunum, Þó um það ræddi hún aldrei. Mann sinn missti Guðrún 1959 og veit ég með vissu að það var henni mikill missir svo og heimili hennar, en ekki gafst hún upp, því að með kjarki og dugnaði réðst hún í það að byggja upp nýtt hús að Bragagötu 36 ásamt undir- riiuðum. Á meðan á byggingunni stóð dvaldist hún á heimili mínu og kynntist ég henni þá enn nánar en áður og á milli okkar var ávallt einlæg vinátta. Dætrum sínum og barnabörnum reyndist Guðrún góð móðir og amma. Hjartans þakkir vil ég færa kærri tengdamóður minni að lok- um. Sjálfur á ég henni stóra þökk að gjalda og svo er um mitt heimili. Efst í huga mér er þakk- læti fyrir að fá að kynnast svo vammlausri og einlægri konu, sem hún var og hafa mátt eiga vináttu hennar. Hafðu hjartans þökk fyrir allt. Hvíl þú í friði. Halldör. t Kærar kveðjur og þakkir til allra, sem sýndu samúð víð andlát og jarðarför systur okkar og fóstur- systur, EMELÍU BLÖNDAL. Laufey og Magnús Blöndal Ragna Kristjánsdóttir. t Móðir okkar, ÞÓRFRÍÐUR JÓNSDÓTTIR Frakkastíg 11, sem andaðist 20 desember, verður jarðsungin frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík, fimmtu- daginn 3. janúar kl. 1 3.30 Guðrún Sveinsdóttir Guðmundur Sveinsson. LESIfl /— T"— talmatan, a DRCLECII Þórarinn Gunnarsson Hafnarfirði - Minning Þórarinn Gunnarsson andaðist á aðfangadagskvöld að Sólvangi, en þar dvaldist hann síðustu æfi- árin. Þórarinnvarfæddur4. marz rz árið 1883 og var því rúmlega níræður, er hann lézt. Foreldrar Þórarins voru hjónin Margrét Sigurðardóttir og Gunnar Gunn- arsson. Byggðu þau bæ sinn i Hafnarfirði og nefndu Gunnars- bæ. Við hann var svo Gunnars- sund kennt. Þórarinn var fæddur i Gunnarsbæ og átti þar heima og síðar að Gunnarssundi 1, sem stendur á lóð gamla bæjarins. Þórarinn átti því allan aldur sinn heima á sama stað þar til hann af heilsufarsástæðum fluttist að Sól- vangi. Þórarinn var yngstur fimm systkina, er upp komust og var hann aðeins þriggja ár, þegar hann missti móður sína, en faðir hans hélt heimilinu saman og ólst Þórarinn upp hjá honum. Eins og títt var í þá daga byggðist allt á löngum og ströngum vinnudegi. Ungur að árum þurfti Þórarinn að fara að vinna. Lengst af stund- aði hann sjómennsku. Var hann i fyrstu við handfæraveiðar á kútt- erum frá Hafnarfirði. Síðar var hann á togurum. Var hann á togaranum Mars, sem var einn af fyrstu togurunum, með Hjalta Jónssyni skipstjóra. Þórarinn var með fleiri þekktum skipstjórum má þar nefna Aðalstein Pálsson og Alexander Jóhannesson. Stundum var Þórarinn þátttak- andi í útgerð þeirra skipa, sem hann var á. Oftast var Þórarinn netamaður, þótt hann ynni ávallt þau verk, sem þurfti á að halda. Lét hann alltaf hlý orð falla í garð yfirmanna sinna. Síðustu starfs- árin stundaði Þórarinn ýmsa vinnu í landi, lengst á netaverk- stæði Jóns Gíslasonar. Þórarinn var góður verkmaður, samvizkusamur og lét ekki verk úr hendi falla. Hann var snyrti- menni og kunni að nýta hlutina. Hann hugsaði mjög um hag þeirra, sem hann vann fyrir og var vel liðinn bæði af yfirmönn- um og samstarfsfólki. Alla tíð var Þórarinn mikill reglumaður bæði á tóbak og áfengi. Hann gerðist ungur félagi í st. Morgunstjörnunni. Honum rann oft til rifja það mikla böl, sem áfengisneyzlan olli fyrr og síðar. Sérstaklega tók það hann sárt, þegar ungt fólk lenti í erfið- leikum vegna fjötra drykkjusýk- innar. Þórarinn fór ekki varhluta af því að ganga í gegnum harðan skóla lífsreynslunnar. Fyrri konu slna, Guðrúnu Einarsdóttur, missti hann í janúar árið 1938. Þau hjónin höfðu eignazt þrjú börn. Eitt þeirra lézt í bernsku og hin tvö misstu þau uppkomin. Voru berklarnir þar að verki. Verður ekki með orðum lýst slíkri harnlsögu og þarf mikið þrek og jafnaðargeð til að láta ekki bugast undan svo þungri byrði. Síðari kona Þórarins var Torf- hildur Níelsdóttir. Hún var ekkja með eina dóttur, er þau tóku sam- an. Oft hafði Þórarinn orð á því, hve lánsamur hann var að hafa kvongast Torfhildi. Hún hafi ver- ið sér mjög góð og dóttir hennar, Þorbjörg, hafi ávallt reynzt sér eins og bezta dóttir. Var hann henni og fjöiskyldu hennar mjög þakklátur fyrir umhyggjusemi þeirra, sem hann mat æ meira eftir því sem hann fann meira til vanmáttar vegna sjónleysisins, sem háði honum mjög síðustu árin. Torfhildi missti Þórarinn árið 1969 Við, sem kynntumst heimili þeirra Torfhildar og Þórarins, fundum þann hlýhug, alúð og snyrtimennsku, sem einkenndi heimili þeirra að Gunnarssundi 1. Alltaf var sama prúðmennskan, sama góða skapið, sömu ástúðlegu móttökurnar og gestrisnin, sem gerði það að verkum, að gott var að hafa verið gestur þeirra. Þau áttu sitt lífsstarf í Hafnar- firði, settu sinn svip á bæinn, skópu þar sína sögu, sem ljúft er að minnast. Utför Þórarins fór fram í gær, laugardag. Páll V. Danfelsson. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM HALDIÐ þér, að það sé vegna syndarinnar I lífi mínu, að bænir mfnar eru ekki heyrðar? Þér vitið betur en ég um syndina f lífi yðar. Jesaja sagði: „Hönd Drottins er ekki svo stutt, aðhann geti ekki hjálpað .. . en það eru syndir yðar, sem skilnað hafa gjört milli yðar og Guðs yðar.“ Minnizt þess einnig, að Guð veitir okkur ekki alltaf það, sem við girnumst. Hann gefur okkur það, sem við þörfnumst. Foreldrar verða ekki ávallt við óskum bama sinna. Eins er Guði háttað. Hann kemur ekki með uppfyllingu sérhverjar bónar á silfurdiski. Stundum svarar Guð bænum okkar á þann veg, að það fer fram hjá okkur. Við biðjum þess, að við auðgumst, og stundum sendir Guð okkur fjárhags- örðugleika. En sál okkar hlýtur styrk til aðstandast raunina. Við biðjum um góða heilsu, og bænheyrsl- an er veikindi, og okkur verður auðveldara að sýna þeim samúð, sem eru sjúkir. Honum verða engin mistök á, þó að við skiljum ekki alltaf vizku hans. En þegar við komum til himins og sjáum orsakir þess, sem okkur bar að höndum, þá munum við falla að fótum hans og þakka honum fyrir, að hann svaraði ekki sumum fávfslegum bænum okkar. „Nú sjáum vér svo sem í skuggsjá í óljósri mynd,en þá augliti til auglitis“ (1. Korintubréf 13, 12).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.